Fréttablaðið - 11.01.2004, Síða 2

Fréttablaðið - 11.01.2004, Síða 2
2 27. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR „Mér líkar ágætlega við það sem er.“ Árni Sigfússon er bæjarstjóri í Reykjanesbæ í næsta nágrenni við bandaríska varnarliðið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsti því yfir í fyrradag að hún vildi frekar varnarsamstarf við Evrópuríki en Bandaríkin. Spurningdagsins Árni, hvernig litist þér á evrópskt varnarlið í bæinn? ■ Lögreglufréttir Íslendingar fundu sinnepsgas í Írak Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar sem eru að störfum í Írak fundu sprengjur með vökva sem talið er að kunni að vera eiturefnavopn frá stríði Íraka og Írana. Merkilegur fundur sem gæti vakið heimsathygli, segir utanríkisráðherra. ÍRAK Jónas Þorvaldsson og Adrian King, sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar, sem hafa undanfarnar vikur starfað á veg- um Íslensku friðargæslunnar ásamt dönsku herliði í suðurhluta Íraks, fundu í fyrradag um 40 sprengjuvörpukúlur sem inni- héldu torkennilegan vökva. Fyrsta greining breskra sérfræð- inga bendir til þess að kúlurnar innihaldi sinnepsgas. Kúlurnar fundust við uppbygg- ingu á vegarspotta þegar Íslend- ingarnir voru fengnir til að gera sprengjur óvirkar við borgina Basra við ána Tígris, en í ljós kom að ekki var um hefðbundnar sprengjuhleðslur að ræða. Líklegt er talið er að þetta séu sprengjur frá stríði Íraka og Írana sem lauk árið 1988, en Saddam Hussein beitti efnavopnum gegn Írönum og drap á þessum tíma um 5.000 Kúrda í efnavopnaárás. Stjórnvöld í Írak hafa aldrei gert grein fyrir því hvað gert var við vopnin. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir fund íslensku sprengjusérfræðinganna mjög merkilegan, enda stórtíðindi ef í ljós kemur að Íslendingar hafi fyrstir allra fundið gereyðingar- vopn í Írak. „Þetta sýnir að okkar menn áttu erindi til Íraks. Þeir hafa yfir mikilli þekkingu að ráða og geta leyst hin flóknustu verkefni. Það er mikið af frábæru fólki í Ís- lensku friðargæslunni og því hef- ur gengið vel í sínu starfi,“ segir utanríkisráðherra. Áður en Jónas og Adrian héldu til Íraks hlutu þeir sérstaka þjálf- un í Danmörku, en þeir verða áfram við störf í Írak næstu vik- urnar. Í kjölfar árásar Banda- ríkjamanna og Breta í Írak á síð- asta ári hefur umfangsmikil leit verið gerð að gereyðingarvopnum í landinu. Magnús Þorkell Bernharðsson, lektor í sögu Mið-Austurlanda, bendir á að óljóst sé hvort þetta séu vopnabirgðir sem vopnaeftir- litsmenn Sameinuðu þjóðanna hafi haft vitneskju um eða vopn sem tilheyri ólöglegum vopnum Íraka. „Vopnaeftirlitsmenn héldu uppi gríðarlega öflugu vopnaeft- irliti í Írak í kringum 1990 og töldu sig hafa fundið og eytt um 90% af vopnabúri landsins. Það skýrist væntanlega hvort vopna- birgðirnar sem Íslendingarnir fundu séu gamlar eða hvort þetta séu ný vopn sem Írakar hafi ætlað að nota í hernaði,“ segir Magnús Þorkell. bryndis@frettabladid.is BANASLYS Maður á þrítugsaldri lést í hörðum árekstri þegar fólksbíll og jeppi sem komu úr gangstæðri átt lentu saman, rétt austan við Hólmsá á Suðurlandsvegi á ellefta tímanum í gær. Maður og kona sem voru í jepp- anum voru flutt á Landspítalann í Fossvogi. Konan liggur alvarlega slösuð á gjörgæsludeild en maður- inn er minna slasaður. Sá sem lést var ökumaður fólksbílsins. Ekki er ljóst með hvað hætti slysið varð en hálka var á veginum. Fólksbíllinn var á austurleið en jeppinn, sem kastaðist út af veginum við árekst- urinn, var á leið til vesturs. Tækja- bílar frá slökkviliðinu komu á stað- inn, en töluverðan tíma tók að ná ökumanni fólksbílsins út. Loka þurfti veginum í um tvo og hálfan tíma vegna slyssins og var umferð beint um Bláfjallaveg á meðan. ■ Bæjarlögmaður: Hefur ekki áhyggjur KÆRA „Ég hef ekki áhyggjur af kærunni. Fyrir um ári fékk ég fregnir af því að það kynnu að vera menn sem hugsanlega tengdust er- lendum mótorhjólasamtökum, að hreiðra um sig í austurbæ Kópa- vogs og ég vildi vita hvað væri hæft í því,“ segir Þórður Þórðar- son, bæjarlögmaður í Kópavogi, en Sverrir Þór Einarsson hefur kært hann vegna ummæla í Fréttablað- inu á föstudaginn. Þórður segir að hann hafi á sín- um tíma beðið lögreglu að athuga málið og aftur þegar fréttir bárust af bréfi þar sem Sverrir er borinn þungum sökum. ■ Eiginkona sprengju- sérfræðings: Skrýtin tilfinning VOPNAFUNDUR „Jú, það er rosalega skrítin tilfinning að fylgjast með fréttum af þessu,“ segir Ástbjörg Ýr Gunnarsdóttir, eiginkona Jónasar Þorvaldssonar sprengju- sérfræðings. „Ég veit jafn mikið um málið og hver annar og geri mér ekki alveg grein fyrir því hversu stórt það er.“ Ástbjörg Ýr segir þau Jónas vera í tölvupóstsambandi en hún fái litlar upplýsingar um dagleg störf hans þar. Starf sprengjusér- fræðinga er vissulega ekki áhættulaust en Ástbjörg Ýr segir störf hans úti svipuð því sem hann hefur gert áður. „Ég hugsa ekki of mikið um það. Þetta er bara hans vinna. Hann hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum, enda hefur hann verið í hjálparsveitum frá því hann var ungur.“ ■ SLAPP ÓTRÚLEGA VEL Bíll valt 25 metra niður skriður rétt austan við Ártún, á milli Húnavers og Svartár, í gærdag. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku og lenti utan veg- ar þar sem bíllinn valt margar veltur og endaði að lokum ofan í á. Að sögn lögreglunnar var öku- maðurinn ótrúlega heppinn að slasast ekki alvarlega. Bíllinn er gjörónýtur. FÓR ÚT AF OG VALT Ökumaður missti stjórn á bíl sín- um, eftir að hann mætti vörubíl, þannig að hann hafnaði utan veg- ar og valt á Vesturlandsvegi við Leirur í gær. Farþegi bílsins var fluttur á slysadeild. Á 119 KÍLÓMETRA HRAÐA Lögreglan á Blönduósi stöðvaði fimm fyrir of hraðan akstur í hálku og krapa í gær. Sá sem hraðast ók var á 119 kílómetra hraða. RÁN Lögreglan í Hafnarfirði leitar enn tveggja ungra manna sem réðust með hníf og barefli inn í söluturninn Egyptann í Hafnar- firði á föstudagskvöldið. Þar ógn- uðu þeir starfskonu og tæmdu peningakassann. Ekki er ljóst hvernig ræningj- arnir komust á brott. Leitarhundur var fenginn til að rekja slóð þeirra en án árangurs. Þeir eru taldir vera á aldrinum sextán til átján ára en báðir huldu andlit sín með dulum. Þeir komust á brott með sölu dagsins en ekki er ljóst hversu há upphæðin var. Konan, sem er á miðjum aldri, var ein í söluturnin- um þegar ræningjarnir ruddust inn og að sögn lögreglu var henni mjög brugðið. Hún og tveir synir hennar eiga söluturninn. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við ránið. ■ FLAK BIFREIÐARINNAR Bíllinn var mjög illa farinn eftir áreksturinn, en hér er búið að klippa hann sundur til að komast að ökumanninum. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið varð en hálka var á veginum. Harður árekstur á Suðurlandsvegi: Maður á þrítugsaldri lést ÍSLENDINGARNIR Í ÍRAK Jónas Þorvaldsson og Adrian King eru sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunn- ar sem starfa á vegum Íslensku friðargæsl- unnar í Írak. Sprengjufundur þeirra þykir mjög merkilegur enda hefur í mörg ár ver- ið leitað að efnavopnum í Írak. SPRENGJUSVÆÐI KANNAÐ Jónas og Adrian kanna sprengjusvæði í suðurhluta Íraks. Vopnað rán í söluturni: Ræningjanna enn leitað SÖLUTURNINN EGYPTINN Leitarhundur var notaður við leit að ræningjunum en án árangurs. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.