Fréttablaðið - 11.01.2004, Page 6

Fréttablaðið - 11.01.2004, Page 6
6 11. janúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Asía Veistusvarið? 1Hversu löng bið er eftir offitumeðferðá Reykjalundi? 2Hvað heitir húðflúrarinn sem hefurkært bæjarlögmann Kópavogs og fem- in.is fyrir rógburð? 3Hvernig fór fyrsti leikur Íslands ogSviss í handbolta? Svörin eru á bls. 38 HEILBRIGÐISMÁL „Ef deilan dregst verulega á langinn mun skapast vandræðaástand,“ segir Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmda- stjóri lækninga Landspítala- háskólasjúkrahúss. Þar er búist við að komum sjúklinga fjölgi og leitað verði eftir aukinni þjónustu á næstu dögum vegna deilu Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar um nýjan samning sérfræðilækna. Í yfirlýsingu frá læknaráði LSH segir að ekki verði skilið hvernig veita eigi meiri sérfræði- læknisþjónustu á göngudeildum á samdráttartímum. Deildirnar búi við verulegt aðstöðuleysi og séu dreifðar víða um spítalann. Jóhannes segir að undanfarið hafi verið mikið um fyrirspurnir til spítalans. „Spítalinn getur ekki tekið við neinni holskeflu. Ef fólk er í brýnni þörf munum við reyna að sinna því eftir þörfum. En því eru mikil takmörk sett sem spítal- inn getur bjargað. Við höfum hvorki húsnæði né mannskap til að auka okkar þjónustu umfram það sem verður að teljast neyðar- björgun.“ Jóhannes segist reikna með því að á slysa- og bráðamóttökum verði ástandsins fyrst og fremst vart. „Á öðrum móttökum verður reynt að stýra þessu.“ ■ Nefnd skoðar fjármál nokkurra sveitarfélaga Um fimmtungur sveitarfélaga hefur óskað eftir fresti til að ljúka gerð fjárhagsáætl- unar. Sérstök eftirlitsnefnd fylgist með því að fjármál séu innan eðlilegra marka en langt er síðan sveitarfélag var sett í gjörgæslu vegna alvarlegs fjárhagsvanda. SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarstjórn- arlög kveða á um að sveitarfélög- um beri að skila fjárhagsáætlun fyrir 1. janúar ár hvert, en sam- kvæmt upplýsingum frá félags- málaráðuneytinu hafa mörg þeirra þegar óskað eftir því að fá frest, þar sem þeim hefur af ýms- um ástæðum ekki tekist að ljúka við áætlunina á tilsettum tíma. 104 sveitarfélög eru í landinu og hafa um 20 þeirra óskað eftir meiri tíma. Lög heimila að hæfi- legur frestur sé veittur þar til sveitarfélögin eru í stakk búin til að skila af sér. Fjárhagsáætlanir eru yfirleitt gerðar til þriggja ára í senn, þótt það sé nokkuð breytilegt eftir því hvaða sveitarfélag á í hlut, og er litið á þær sem gott stjórntæki. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu tekst mörgum sveitarfélögum að halda sig innan ramma fjárhags- áætlana, en ljóst er að ýmis ófyr- irséð og óvænt frávik geta komið upp hjá sumum sem kunna að hafa áhrif á tekjur og útgjöld. Ráðuneytið kannar ekki sérstak- lega hversu mörg sveitarfélög halda sig innan ramma fjárhags- áætlana, en fylgist með því að fjármál þeirra séu innan eðli- legra marka. Sérstök eftirlitsnefnd fylgist með fjármálum sveitarfélaganna og eru nokkur þeirra nú til skoð- unar, en ekki fæst uppgefið hver þau eru. Eftirlitsstarfið felst í reglulegum athugunum á fjármál- um allra sveitarfélaganna og er þá meðal annars kafað ofan í skuldir þeirra. Ef fjárhagsstaðan er slæm og mikill vandi steðjar að ræðir nefndin við forsvarsmenn um það með hvaða hætti verði reynt að snúa þróuninni við. Fjár- hagsvandi sveitarfélaganna hefur lengi verið til umræðu, en félags- málaráðuneytið undirstrikar að þótt sum þeirra séu tekin til ítar- legrar skoðunar eitt árið þýði það ekki endilega að svo verði aftur næsta árið, því oft tekst að færa fjárhaginn í betra horf. Sam- kvæmt upplýsingum ráðuneytis- ins hefur ekkert sveitarfélag ver- ið í sérstakri gjörgæslu vegna fjárhagsstöðunnar frá því gripið var til þess að taka fjárforráð af Hofsósi í lok níunda áratugarins. bryndis@frettabladid.is Hrekkur á Netinu: Fá póst í nafni FBI TÖLVUR Tölvunotendur hafa marg- ir fengið tölvupóst á síðustu dög- um þar sem viðtakanda er tjáð að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafi komist á snoðir um að tónlist og myndefni hafi verið hlaðið niður af Netinu. Í póstinum segir að afrit hafi verið tekin af öllum gögnum á tölvunni og að viðtak- andinn eigi von á bréflegri kæru. Fréttablaðið hafði samband við skrifstofu FBI og fékk þær upplýs- ingar að pósturinn væri uppspuni og að alríkislögreglan rannsakaði málið. Þó nokkuð mun vera um að fólk hafi samband við FBI vegna þessara tölvupóstsendinga. ■ Finnar framleiða rafmagn: Stærsti kjarnaofn Evrópu FINNLAND Finnar ætla að reisa stærsta kjarnaofn í Evrópu til að framleiða rafmagn fyrir íbúa lands- ins. Þessi áætlun gengur þvert á þróunina í Vestur-Evrópu, þar sem verið er að leggja niður kjarnorku- ver og leita annarra leiða til að framleiða orku. Kjarnaofninn í Olkiluoto við Helsingjabotn verður þrisvar sinn- um stærri en kjarnaofninn í Bar- sebäck í Svíþjóð, að því er fram kemur á fréttavef danska ríkisút- varpsins, DR. Ofninn mun auka raf- orkuframleiðslu Finnlands um 25% en markmiðið er að tryggja nægi- legt rafmagn til pappírsframleiðslu og koma í veg fyrir að landið þurfi að kaupa orku frá Rússlandi. ■ MANNAÐ GEIMSKOT Á NÆSTA ÁRI Kínverjar ætla að skjóta á loft annarri mannaðri geimflaug á síð- ari hluta næsta árs. Að minnsta kosti tveir geimfarar verða um borð í flauginni, sem ber nafnið Shenzhou 6. Í október á síðasta ári sendu Kínverjar geimfarið Shen- zhou 5 með einn mann innanborðs á sporbaug um jörðu. KENNARI DÆMDUR TIL DAUÐA Dómstólar í Kína hafa dæmt 26 ára gamlan grunnskólakennara til dauða fyrir að nauðga fjórum ung- um stúlkum. Fórnarlömbin voru nemendur Lin Guan og var yngsta stúlkan níu ára. Lin var ákærður fyrir fjórtán nauðganir á árunum 2001 til 2003. SPRENGING Í KOLANÁMU Þrír námuverkamenn fórust þegar sprenging varð í kolanámu í Síberíu í gær. Tíu starfsbræður þeirra þurftu að fara á sjúkrahús. HAFA ÖLL LÆKKAÐ Stóru olíu- félögin þrjú hafa öll lækkað verð bensínlítrans á sjálfsafgreiðslu- dælum sínum. Verðið er 93,70 krónur á öllum stöðvunum. Lægst er verðið hjá Orkunni, 92,40 krónur, nema á stöð félags- ins við Skemmuveg þar sem það er 91,40. Hjá Atlantsolíu, Esso Express og ÓB kostar lítrinn 92,50 krónur. Farseðill gildir í eitt ár! Verð á mann frá 19.500 kr. All taf ód‡rast á netinu SAMNINGAR UNDIRRITAÐIR Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur og BSRB undirrita samning um hitaveitu. BSRB og Orkuveitan: Leggja hita í orlofshús ORLOFSHÚS Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur samið við Orkuveitu Reykjavíkur um að leggja hitaveitu í orlofssvæði bandalagsins í Munaðarnesi og Stóru Skógum. Á svæðinu eru 85 orlofshús BSRB og fimm þjón- ustu- og starfsmannabyggingar auk um 80 sumarhúsa til viðbótar. Jarðhitarannsóknir hófust á svæðinu í ársbyrjun 2002 en und- anfarnar vikur og mánuði hefur verið unnið að hönnun veitunnar. Framkvæmdir eru um það bil að hefjast og stefnt að því að hita- veitan verði tilbúin í lok maí. ■ LANDSPÍTALI-HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Læknaráð skilur ekki hvernig veita eigi meiri sérfræðilæknisþjónustu á göngu- deildum. ■ Evrópa ■ Bensín Deila lækna og Tryggingastofnunar: Getur skapað vandræðaástand KEPPNISSKAP Hundar Gerds Eberhard gefa ekkert eftir í alþjóðlegri sleðahundakeppni sem fram fer í Nassau í austurhluta Þýskalands. Fljótustu hundarnir eru aðeins um tuttugu mínútur að draga sleða 10 kílómetra leið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.