Fréttablaðið - 11.01.2004, Page 10

Fréttablaðið - 11.01.2004, Page 10
Ídol stjörnuleitin á Stöð 2 hefurheltekið þjóðina og þau sem hafa náð þetta langt í keppninni hafa öll uppskorið sínar eftirsóttu 15 mínútur af frægð en eftir því sem fallistunum fjölgar fá stjörnuefnin að kynnast því að þó það sé hátt að klífa er fallið lágt og gleymskunnar dá tekur enda- laust við. Það er þó huggun harmi gegn að sagan malbikar yfir okk- ur öll hversu hátt sem frægðar- sólin rís. Spaugstofan kann þó að vera yfir þetta hafin. Vinsældir hennar eru óþrjótandi og endingin með ólíkindum. Samkvæmt nýrri fjöl- miðlakönnun Gallups horfa 46,6% á Ídolin á föstudagskvöldum. Þetta er auðvitað býsna gott en það horfa nákvæmlega jafn marg- ir á Laugardagskvöld með Gísla Marteini í Sjónvarpinu sólarhring síðar. Gísli Marteinn, einn og sér, hefur því togkraft á við Kalla Bjarna, Önnu Kristínu, Jón Sig- urðsson, sem er að vísu álíka glað- legur og Gísli, Tinnu Marínu og Ardísi Ólöfu. Það er þó ekki útilokað að Gísli Marteinn sé að græða áhorf á því að Spaugstofan kemur í kjölfar hans en það er engum blöðum um það að fletta að þeir Karl Ágúst, Siggi Sigurjóns, Örn Árnason, Randver og Pálmi Gests eru hin einu sönnu ídol íslensku þjóðarinn- ar en á þá horfa 68,8% Íslendinga í hverri viku. Geri aðrir betur. Pálmi mætti býsna drjúgur í útvarpsþáttinn King Kong í gær- morgun og blés á allar gagnrýnis- raddir um að Spaugstofan sé orð- in gömul og lúin. Hann hafði líka alveg efni á því enda með yfir 60% áhorf hjá Íslendingum 12-19 ára, 30-39 ára og 40-49 ára. Áhorf- ið eykst svo eftir því sem fólk eld- ist, er 84,2% hjá fólki 50-59 ára og að sögn Pálma horfa hvorki meira né minna en 100% fólks á aldrin- um 60-80 ára á Spaugstofuna. Pálmi benti þó á að það væri vissulega eðlilegt að ungir menn reyndu að gera lítið úr þeim sem eldri eru en beindi síðan spjótum sínum að Dr. Gunna, sem sér um Popppunktinn á Skjá Einum. Doktorinn hefur sent Spaugstof- unni tóninn en Pálmi svarar gagn- rýni hans með því að benda á að það sé hjákátlegt þegar miðaldra menn séu með sama kjaft og ung- lingar. Dr. Gunni er líka alger minni- pokamaður í samanburði við Spaugstofuna en samkvæmt Gallup horfa 16,1% á Popppunkt- inn. Þátturinn er þó á góðri sigl- ingu og því er alls ekki útilokað að hann verði orðinn jafn vinsæll og Spaugstofan er nú þegar Dr. Gunni er kominn á aldur Pálma og krakkarnir sem nú bítast um ídol- sætið mæta sjóuð í Popppunktinn og leysa Rúna Júl og Sigurjón Kjartansson af sem keppendur. Pálmi getur þá hlegið að því á elliheimilinu að það hafi þurft að sameina Popppunkt og Ídol til að ná Spaugstofunni. ■ 10 11. janúar 2004 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Það hefur verið nokkur hiti í op-inberri umræðu á Íslandi und- anfarnar vikur og mánuði og ekki gott að segja hverju það sætir. Augljóslega eru það ekki þau mál- efni sem rædd eru hverju sinni sem gefa hitann því það virðist vera sama hverju kastað er í um- ræðuna – allt sýður upp úr á svip- stundu. Ólík mál – og að því er virðist alls óskyld í fyrstu – renna líka saman í eina illskiljanlega bendu. Það er einnig merki þess að efnisatriði skipta ekki meginmáli í þessu karpi. Undir því kraumar einhver eldur sem brennir merk- ingu úr öllum rökræðum en gerir menn jafnframt rjóða af æsingi; hneykslan og vandlætingu, móðgun og sárindum. Ég er ekki sammála þeim sem vilja halda því fram að umræðan sé persónuleg í þeirri merkingu að hún snúist um persónur. Hallgrím- ur Helgason rithöfundur skrifaði grein í Fréttablaðið í gær og dró þar upp átakalínur á milli Davíðs Oddssonar og Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, forstjóra Baugs – og reyndar á milli Davíðs og annarra Jóna einnig – og vildi skýra flest átakamál undanfarinna vikna og mánaða eftir þessum línum. Auð- vitað dylst engum andúð Davíðs á Jóni Ásgeiri en ég vil ekki trúa því að íslenskt samfélag sé svo vitlaust að upplagi að það geti langtímum saman snúist um jafn ómerkilegan þátt í fari manna. Öll umræða er alltaf lituð persónuleika þeirra sem taka þátt og viðhorfum til þeirra sem um er rætt. En ef þetta á að verða sjálft inntak umræðunnar og efnisatriðin aðeins tæki til að tjá til- finningalega líðan persónanna vil ég fremur lifa áfram í þeirri blekk- ingu að hægt sé að ræða efnisatrið- in ein og sér. Þótt ég geri mér grein fyrir því að samfélag okkar sé ekki annað en safnhaugur þeirra ein- staklinga sem lifa í því og starfa held ég við þurfum að hefja um- ræðuna um samfélagið yfir lyndis- sveiflur þessara einstaklinga. Mað- urinn er bæði veik og rokgjörn skepna og illt að byggja á skapferli hennar trausta hugsun. Það sem gleður okkur í dag getur pirrað okkur á morgun. Afstaða okkar til einstakra þátta segir yfirleitt að- eins til um ástand okkar þann dag- inn en ekki eðli eða einkenni þess- ara þátta. Persónan Samt skipta persónur máli í samfélaginu – eða eigum við frem- ur að segja einstaklingar. Og sumir eru fyrirferðameiri en aðrir. Og sá fyrirferðamesti í okkar samfélagi er Davíð Oddsson. Og þannig hefur það verið lengi. Þeir sem fermdust vorið sem Davíð varð borgarstjóri verða 36 ára á þessu ári. Davíð hefur verið stór persóna og lengst af aðalpersóna íslenskra stjórnmál frá því þetta fólk komst í fullorðinna manna tölu. Og þau sem eru 36 ára eru ekki ung í dag. Meira en helmingur þjóðarinnar er yngri en þau. En fyrirferð Davíðs á stjórn- málasviðinu markast ekki aðeins af langri starfsævi né heldur þeim embættum sem hann hefur gegnt, heldur ekki síst af trú sjálfstæðis- manna á sterkan foringja. Sjálf- stæðismenn hafa margoft fengið staðfestingu á þessari trú sinni. Þegar þeir hafa sterkan foringja gengur þeim vel í kosningum og stjórnarmyndun en þegar foringinn er veikur hafa atkvæðin verið færri og flokkurinn oftar utan stjórnar. Þetta er að sjálfsögðu tví- bent mynd því góður árangur skap- ar ekki síður sterka forystu – en eftir sem áður markast margt í flokksstarfi og sjálfsvitund sjálf- stæðismanna við fyrri framsetn- inguna: Flokkurinn flýtur með og á styrk foringjans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka þörf fyrir sterkan foringja vegna stærðar sinnar og þeirra ólíku við- horfa sem rúmast innan flokksins. Flokkurinn hefur margar vistar- verur – eins og Jóhann Hafstein orðaði það á tímum einhverrar for- ingjakreppunnar. Til að halda þess- um fjölda manna og ólíkra skoðana saman þarf sterkan samnefnara og það er hlutverk formannsins. Ef hann heldur fjöldanum saman bakkar fjöldinn hann upp. Formannsstaðan í Sjálfstæðis- flokknum er af þessum sökum æði upphafin staða. Það er nánast inn- byggt í flokksstarf Sjálfstæðis- flokksins að hefja þá menn upp sem gegna þessari stöðu. Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Davíð Oddsson eru nánast goðsagnaverur í íslenskum stjórnmálum. Goðsag- an segir að þeir hafi ekki aðeins verið klókir stjórnmálamenn held- ur betur gerðir en flestir aðrir menn – ekki kannski á öllum svið- um en velflestum. Glæsileiki Ólafs Thors og reffileg framkoma, orð- hnyttni og skemmtilegheit, skarp- skyggni og málafylgja hafa vaxið með árunum og að sumu leyti hrísl- ast niður til arftaka hans, blandast yfirburðagáfum Bjarna Ben, dugn- aði og óbilandi minni. Og með vænni slettu af lista- mannseðli höfum við skapað Davíð Oddsson; manninn sem stóð allt til boða en kaus af lítillæti sínu að færa okkur frelsið, stöðugleikann og velmegunina í stað þess að semja ódauðlegar bókmenntir sjálfum sér til dýrðar. Auðvitað er goðsagan ekki svona einföld en þegar góðir og gegnir sjálfstæðis- menn eru að bugast af tilfinninga- semi yfir ágæti síns flokks og síns foringja brýst hún fram með þess- um hætti. Í heitri umræðubendu undanfar- inna vikna eru nokkur kennileiti sem færa má rök að því að tengist langdvölum Davíðs í þessu upp- hafna hlutverki. Viðbrögð við verk- um einkavina hans, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og Hrafns Gunnlaugssonar – og reynd- ar einnig hans sjálfs – benda til vax- andi óþols gagnvart þessari goð- sögn. Og skal í sjálfu sér engan undra. Það má vel vera að þessi saga sé haggóð Sjálfstæðisflokkn- um en hún er ekki ýkja spennandi öðrum og orðin þeim æði langdreg- in. Það er nánast lögmál í mann- heimum að þjóðir þola ekki valds- menn sína til lengdar. Af þessum sökum hafa sumar þjóðir sett í lög takmarkanir á valdasetu einstakra manna. Þetta er gert til að hlífa al- menningi – en ábyggilega ekki síð- ur valdsmönnum. Þjóðir geta byggt upp valdsmenn sína og staðið þétt að baki þeim árum saman en síðan skyndilega fengið nóg – og þá oft að því er virðist af sáralitlu tilefni. Forsætisráðherraferill Davíðs Oddssonar er einstakur. Hann er nú kominn á þrettánda ár í embætti. Sá ráðherra íslenskur sem kemur hon- um næst í samfelldri setu náði sjö árum. Enginn starfandi forsætis- ráðherra í Evrópu hefur setið jafn lengi og Davíð. Hann hefur horft á ráðherra allra landa útskrifast út í lífið og marga ráðherra sumra landa. Í félagsskap starfsbræðra sinna er Davíð orðinn eins og eilífð- arstúdent sem sífellt þarf að kynn- ast nýjum og nýjum busum. Við ættum því ekki að láta það koma okkur á óvart að styrinn um Davíð fari vaxandi. Það er nánast lögmál í stjórnmálum að hin hliðin á gifturíkum ferli er vaxandi óþol á seinni helmingi hans. Það væri í raun stórundarlegt ef okkur Íslend- ingum tækist að búa við sama for- sætisráðherrann í þrettán ár án þess að á endanum myndi flestöll pólitísk umræða hverfast um þenn- an sama mann. Þannig var það í Þýskalandi Kohls og Bretlandi Thatcher. En þetta ástand er leiði- gjarnt engu að síður og dregur bæði dómgreind og frjósemi úr um- ræðunni. Reglurnar Það er sem sagt ekkert undar- legt við að umræðunni hætti til að hverfast um Davíð en eftir situr spurningin um hvað búi að baki þeim hita sem hefur verið í umræð- unni um stjórnmál, viðskipti og fjölmiðla á undanförnum vikum. Hvað býr að baki? Það er athyglisvert að umræðan snýst oft um skráðar reglur og óskráðar – leikreglurnar í samfé- laginu. Davíð og leiðarahöfundur Morgunblaðsins – en þessir tveir hafa verið helstu drifkraftar um- ræðunnar – hafa sagt reglurnar vera of rúmar og gagnrýnt menn og fyrirtæki í viðskiptalífinu fyrir að fara ekki að óskráðum leikreglum. Það er ekki að sjá á þeim sem Dav- íð og Morgunblaðið gagnrýna harð- ast að þeir upplifi ástandið með sama hætti - jafnvel þvert á móti. Þeir leggja áherslu á að þeir fari eftir hinum skráðu reglum – þeim lögum sem gilda á hverjum tíma um tiltekin svið viðskipta. Að öðru leyti láti þeir eðlileg viðskiptaleg sjónarmið ráða gerðum sínum. Auðvitað er það svo að laga- ramminn nægir ekki einn til að halda samfélagi saman. Ýmsar óskráðar reglur – jafnt siðareglur sem kurteisisvenjur – eru ekki síð- ur mikilvægar. Ágreiningur Davíðs og Morgunblaðsins við forráða- menn nokkurra af stærstu fyrir- tækjum landsins virðist að stórum hluta snúast um hverjar þessar óskráðu reglur eru en það er ekki alltaf gott að skilja á orðum þeirra hvaða reglur þeir eiga nákvæmlega við. Slit á viðskiptum Árvakurs, út- gáfufélags Morgunblaðsins, og Landsbankans eru ágætt dæmi um þetta. Eftir því sem fram kom í Morgunblaðinu lagðist það þyngst í Árvakursmenn að þeir biðu dagspart eftir heimsókn banka- stjóra Landsbankans sem létu hins vegar ekki sjá sig. Morgunblaðið og Davíð tilheyra sem kunnugt er valdablokk sem hafði yfirburðastöðu í íslensku samfélagi áratugum saman á seinni hluta síðustu aldar. Samvinna og tengsl Kolkrabbans, Sjálfstæðis- flokksins og Morgunblaðsins voru sterk; þetta var hinn miðlægi kjarni íslenskra stjórnmála, viðskipta og fjölmiðlunar. Í umræðum undan- farinna vikna hefur mér helst dott- ið í hug að innan þessa hóps hafi skapast flóknar leikreglur sem við sem utan stóðum þekkjum lítið til – enda höfðum við ekki neinar ástæð- ur til að læra þær. Það rof sem hef- ur orðið milli stjórnmála, viðskipta og fjölmiðlunar á allra síðustu árum veldur því síðan að ýmsir þeir sem ekki ólust upp með þessum reglum eru dæmdir til að vera sí- fellt að brjóta þær. Þeir þekkja þær ekki og það er ekkert í umhverfi þeirra sem hvetur þá til að taka þær upp. Þar til annað kemur í ljós treysta þeir á hinar skráðu reglur – lögin í landinu. Þetta er spennan sem við verð- um vör við í orðum leiðarahöfundar Morgunblaðsins og Davíðs. Þar sem á ferli í þjóðfélaginu eru menn sem hlíta ekki óskráðum reglum þeirra – og virðast ekki heldur taka mið af afstöðu þeirra til flestra mála – er komin upp þörf til að breyta hinum skráðu reglum svo samfélagið sé beygt undir þessa af- stöðu. Rofið Þá er ég kominn að rofinu. Það er annað einkenni umræðunnar á und- anförnum vikum og mánuðum. Það er almennt viðurkennt að stjórn- málamenn hafi dregið úr valdi sínu með því að minnka afskipti ríkis- valdsins af viðskiptalífinu. Vegna augljósrar óánægju stjórnmálamanna með viðskiptalíf- ið hefur sú kenning verið sett fram að þegar á reyndi hafi þeir séð eftir völdum sínum eða þá að þeir séu óhressir með hverjir hrepptu þau. Ég held að þetta byggi á misskiln- ingi. Það er ekki svo að þegar stjórnvöld draga úr áhrifum ríkis- valdsins á viðskiptalífið verði til sambærilegt vald hjá viðskiptalíf- inu sjálfu. Það er eðlismunur á valdi stjórnvalda og því valdi sem verður til við rekstur fyrirtækja. Stjórnvöld geta sveigt og beygt for- sendur viðskiptalífsins eftir þörf- um sínum, hagsmunum eða dynt- um, en fyrirtæki verða á endanum að aðlaga sig að markaðnum ef þau ætla ekki að minnka hlutdeild sína, hagnað og arð. Vald fyrirtækjanna er því annars eðlis og mun tak- markaðra en stjórnvalda. Þannig getur smæsta ríkisvald í heimi haft meira og óskoraðra vald en stærsta fyrirtæki veraldar þótt umsvif þess, starfsmannafjöldi og land- fræðileg útbreiðsla sé þúsundföld á við litla ríkisvaldið. Það er af þess- um ástæðum sem frjálslyndir menn hafa meiri áhyggjur af út- þenslu ríkisvaldsins en stækkun fyrirtækja. Kannski er það vegna þess að við Íslendingar erum flestir aldir upp við samtvinnun stjórnmála og viðskipta að okkur hættir til að rugla þessu saman og gera jafngilt; að telja okkur trú um að bílainn- flytjendur hafi vald á borð við sam- gönguráðherra eða eitthvað álíka vitlaust. Þótt sterk fyrirtæki og efnaðir menn hafi ef til vill meira vald á veraldlegri stöðu sinni og meiri veraldleg áhrif á samfélagið en venjulegur og skítblankur borg- ari er himinn og haf á milli stöðu þeirra í samfélaginu og styrks rík- isvaldsins. Af sömu ástæðum hættir mönn- um á Íslandi til að meta fjölmiðla út frá stöðu þeirra innan samþætting- ar stjórnmála, viðskipta og fjöl- miðlunar á árum áður. Þetta er sér- staklega áberandi hjá stjórnmála- mönnum sem tala um fjölmiðla eins og undirdeild á stjórnmálasviðinu. Ítök stjórnmálaflokka á fjölmiðla hafa hins vegar blessunarlega minnkað og þar með vald þeirra yfir fjölmiðlum. En það er ekki þar með sagt að þeir fjölmiðlar sem heyra ekki undir stjórnmálaflokka með beinum eða óbeinum hætti séu þar með orðnir að sjálfstæðu póli- tísku afli. Viðfang fjölmiðla nær langt út fyrir hið pólitíska svið – sem betur fer eru ekki allar fréttir af stjórnmálum. Þannig var það ef til vill fyrir nokkrum áratugum þegar öll svið mannlífsins tilheyrðu í raun stjórn- málum. En svo er ekki lengur í dag. Og þannig verður það örugglega ekki í framtíðinni. Aðskilnaður viðskipta og stjórn- mála annars vegar og stjórnmála og fjölmiðla hins vegar er ákaflega jákvæð þróun sem mun hafa bæt- andi áhrif á íslenskt samfélag á næstu árum. Við erum ekki komin langt í þessari þróun en líklega nógu langt til að kostir hennar séu það augljósir að ekki verði aftur snúið. En öllum breytingum fylgja einhver átök. Og óöryggi manna gagnvart þessum aðskilnaði er án efa sá eldur sem hefur hleypt hita í umræðu síðustu vikna. Hins vegar hafa áhrifin af þessum aðskilnaði ekki komist til umræðu ennþá. Við höfum verið upptekin af sýndar- umræðum um einstök mál án þess að hafa getað rætt á yfirvegaðan og frjóan hátt um þær samfélags- breytingar sem við erum að upplifa – tíma sem á að geta orðið einkar kröftugur og frjósamur. ■ Ídol þjóðarinnar Smáa letriðÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ velur Ídol íslensku þjóðarinnar með aðstoð Gallups. Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um stjórnmál, viðskipti og fjölmiðla. Rofið í samfélaginu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.