Fréttablaðið - 11.01.2004, Page 12
12 11. janúar 2003 SUNNUDAGUR
■ Andlát
Leon Trotsky var sendur í út-legð til Alma-Ata þennan dag
árið 1928 af Jósef Stalín.
Trotsky var fæddur árið 1879 í
Úkraínu og voru foreldrar hans
rússneskir gyðingar. Hann að-
hylltist ungur kenningar Marx og
hætti í skóla til að hjálpa til við
stofnun verkalýðsfélags í suður-
hluta Rússlands. Árið 1898 var
hann handtekinn og árið 1990 var
hann sendur í útlegð til Síberíu.
Eftir tveggja ára útlegð flúði
hann til Englands með falsað
vegabréf undir nafninu Leon
Trotsky. Hann hét í raun og veru
Lev Davidovich Bronstein.
Í London hóf hann að vinna með
Vladimir Ilyich Lenín. Hann fór
aftur til Rússlands í byltingunni
árið 1905 en var sendur í útlegð
þegar byltingin var barin niður.
Hann náði aftur að flýja árið 1907.
Næsta áratug bjó Trotsky í
útlegð, meðal annars í Sviss,
Frakklandi, Spáni og New York,
vegna róttækra skoðana sinna og
sneri loks aftur til Rússlands þeg-
ar byltingin braust út árið 1917.
Trotsky gegndi lykilhlutverki í
byltingu bolsévika og lagði borg-
ina Petrograd að mestu leyti und-
ir sig áður en Lenín sneri aftur
heim í nóvember árið 1917.
Þegar Lenín dó árið 1924 tók
Stalín við sem leiðtogi Sovét-
ríkjanna. Næstu ár gagnrýndi
Trotsky störf Stalíns, sem endaði
með því að hann var rekinn úr
Kommúnistaflokknum og síðan í
útlegð. ■
MARY J. BLIGE
Þessi bandaríska söngkona er fædd árið
1971 og verður því 33 ára í dag.
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari,
er 56 ára
Ágúst Einarsson hagfræðingur,
er 52 ára
Ingigerður Fr. Benediktsdóttir, Hrafn-
istu, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 2.
janúar.
Kristín Elísabet Benediktsdóttir
Waage, Gnoðarvogi 64, lést miðviku-
daginn 7. janúar
Helgi Ingólfsson hefur veriðráðinn forstöðumaður Eim-
skips í Hollandi og Belgíu frá og
með 1. febrúar 2004.
Helgi var markaðsstjóri And-
ersson Shipping AB, dótturfyrir-
tækis Eimskips í Svíþjóð, árið
1998 en var ráðinn forstöðumað-
ur Eimskips í Svíþjóð. Helgi lauk
námi árið 1996 í markaðs- og við-
skiptafræði frá háskólanum í
Lundi í Svíþjóð.
Bragi Þór Marinósson, for-stöðumaður Eimskips í
Hollandi og Belgíu, hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri utan-
landssviðs frá og með 1. febrúar
2004. Garðar Jóhannsson, sem nú
gegnir stöðu framkvæmdastjóra,
lætur af störfum á sama tíma.
Bragi Þór lauk vélaverkfræði-
prófi frá Háskóla Íslands árið
1991 og M.Sc. prófi í rekstrar-
verkfræði frá Danmarks
Tekniske Universitet í Kaup-
mannahöfn árið 1993. Hann hóf
störf hjá Eimskipi sama ár.
Ég er búinn að vera á haus ívinnu og því varla farinn að
huga að afmælinu,“ segir afmæl-
isbarn dagsins, dagskrárgerðar-
maðurinn Ásgeir Kolbeinsson.
Síðasta miðvikudagskvöld fór af
stað nýr sjónvarpsstaður á Popp-
tíví sem Ásgeir hefur umsjón
með. „Þátturinn heitir Sjáðu og í
honum er fjallað vítt og breitt um
þær kvikmyndir sem eru að koma
í bíó og skyggnst á bak við tjöld-
in,“ segir Ásgeir en þetta er þó
ekki í fyrsta skipti sem hann
stjórnar sjónvarpsþætti því hann
sér um að kynna Popplistann á
Popptíví og leysti einnig strákana
í Sjötíu mínútum af í sumar. „Það
var sérkennileg reynsla. Það er
erfitt að reyna að fylla í skarð
þeirra Sveppa og Audda og líklega
er ég ekki alveg nógu klikkaður til
að standa í þessu. Ég hafði samt
lúmskt gaman af,“ segir Ásgeir en
auk þess að stjórna tveimur sjón-
varpsþáttum á Popptíví stjórnar
hann útvarpsþáttum á FM 95,7
þrisvar í viku og er því löggiltur
FM-hnakki.
Ásgeir segir skemmtanagleði
vera einkenni FM-hnakkanna en
eftirminnilegustu afmælisgjöfina
fékk hann í afmælisfagnaði þegar
hann var 25 ára. „Gjöfin var frá
Jóa úr Idolinu og Einari Ágúst úr
Skítamóral. Þeir mættu í partí til
mín ásamt fleiri góðum drengjum
og sungu fyrir mig lagið úr Fri-
ends með nýjum texta sem var
saminn til mín í tilefni dagsins.“
Nú fjórum árum síðar fagnar
Ásgeir 29 ára afmælinu. „Það er
ferlegt að vera í síðasta sinn tutt-
ugu og eitthvað en ég get huggað
mig við að vinnan heldur mér ung-
um því hér er maður í góðum
tengslum við fjörið,“ segir Ásgeir.
„Ég stefni á að halda stórt partí á
næsta ári og þá verða flugeldar og
læti en veit ekki alveg hvernig ég
eyði deginum í dag.“ ■
Afmæli
ÁSGEIR KOLBEINSSON
■ FM-hnakkinn og sjónvarpsþáttastjórn-
andinn segir eftirminnilegustu afmælis-
gjöfina hafa verið frá Jóa úr Idolinu og
Einari Ágústi á 25 ára afmælisdaginn.
TOM ROWLANDS
Tónlistarmaðurinn úr The Chemical
Brothers er fæddur 1971.
11. janúar
■ Þetta gerðist
1569 Fyrsta ríkislottóið er haldið í
Englandi.
1878 Mjólk var borin í fyrsta sinn út í
flöskum í New York. Alexander
Campbell á heiðurinn af flösk-
unum.
1902 Tímaritið „Popular Mechanics“
kemur út í fyrsta sinn.
1942 Japanir lýsa yfir stríði gegn Hol-
lendingum og ráðast sama dag
á nýlendu þeirra í Austur-Indíum.
1977 Frakkar sleppa Abu Daoud,
Palestínumanni sem var grunað-
ur um að hafa myrt ísrelska
íþróttamenn á Ólympíuleikunum
í München.
1980 Nigel Short, fjórtán ára piltur frá
Bolton, verður yngsti alþjóða-
meistarinn í skáksögunni.
1988 George Bush, varaforseti Banda-
ríkjanna, mætir í yfirheyrslur
vegna Íran-Contra hneykslisins.
1996 Ryutaro Hashimoto verður for-
sætisráðherra Japans. Hann tek-
ur við af Tomiichi Murayama,
sem hafði sagt af sér.
LEON TROTSKY
Trotsky þvældist milli landa og settist að
lokum að í Mexíkó ásamt fjölskyldu sinni.
Hann lifði af byssuárás á heimili sínu en
þann 20. ágúst árið 1940 særði spænski
kommúnistinn Ramón Mercader hann
með ísexi og lést hann degi síðar.
Trotsky sendur í útlegð
LEON TROTSKY
■ Var sendur í útlegð fyrir að
gagnrýna stefnu Jósefs Stalín.
11. janúar
1928
Innri friður á nýrri öld -Nýtt Biblíunámskeið
Nýtt og athyglisvert námskeið um líf og boðskap Jesú Krists verður haldið í
safnaðarheimili Boðunarkirkjunnar að Hlíðasmára 9, Kópavogi.
Það verður á miðvikudögum kl. 20:00 og byrjar 21. janúar.
Leiðbeinandi verður Dr. Steinþór Þórðarson sem mörgum er kunnur af
fyrri námskeiðum um efni Biblíunnar. Innritun stendur yfir í síma 564-6268
og 861-5371. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi
Finnbogi Gunnar Jónsson
Drápuhlíð 33, Reykjavík,
lést 9. janúar á Landspítalanum
Sigurbjörg Sigfúsdóttir
Jóhanna Finnbogadóttir
Birgir Karl Finnbogason og fjölskylda
barnabörn og langafabörn.
■ Afmæli
HALLDÓR Þ.
SIGURÐSSON
Stjórn Félags ís-
lenskra atvinnu-
flugmanna hefur
sent frá sér álykt-
un þar sem lýst er
andstöðu við að vopnaðir verðir verði sett-
ir um borð í flugvélar. Þeir telja að vopn-
aðir verðir séu ógn við flugöryggi.
??? Hver?
Flugstjóri hjá Flugleiðum og Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna.
??? Hvar?
Á skrifstofu FÍA.
??? Hvaðan?
Úr Reykjavík.
??? Hvað?
Erum að mótmæla hugmyndum um að
setja vopnaða verði um borði í flugvélar.
??? Hvers vegna?
Skotvopn eiga ekkert erindi um borð í
flugvélar.
??? Hvernig?
Höfum sett fram okkar ályktun. Við
munum ekki fljúga ef það kemur vopn-
aður vörður um borð.
??? Hvenær?
Þegar að því kemur að áætlað er að
setja vopnaða verði um borð.
■ Persónan
Í góðum tengslum við fjörið
■ Stöðuveitingar
ÁSGEIR KOLBEINSSON
Afmælisbarn dagsins
frumsýndi nýjan sjón-
varpsþátt á Popptíví á
miðvikudaginn var.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Foreldrar -
Stöndum saman
Leyfum ekki eftirlitslaus
unglingapartý.