Fréttablaðið - 11.01.2004, Side 13

Fréttablaðið - 11.01.2004, Side 13
14 11. janúar 2004 SUNNUDAGUR 5,1%* – Peningabréf Landsbankans www.landsbanki.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitar-félög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.12.2003–31.12.2003 á ársgrundvelli. RÆTT VIÐ KONUR Í VIÐSKIPTUM Þegar tilkynnt var um að atvinnuleysi hefði minnkað í Bandaríkjunum var George W. Bush að ræða við konur í viðskiptum um efnahaginn og næstu skref. V ið sk ip ta fr ét ti r á su nn ud eg i VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL ÍSLANDS *Gengi bréfa síðustu sjö daga 6,0% -1,6% -3,9% -3,2%3,9% 3,3% 15 12 9 6 3 0 -3 Mesta hækkun (%)* *Gengi bréfa síðustu sjö daga 6 3 0 -3 -6 -9 -12 Mesta lækkun (%)* Mesta velta mán. þri. mið. fim. fös. mán. þri. mið. fim. fös. Össur hf. Vátryggingarfélag Íslands hf. SÍF hf. Fyrirtæki Velta síðustu sjö daga Kaupþing Búnaðarbankans hf. 904 milljónir Pharmaco hf. 659 milljónir Eimskipafélag Íslands hf. 493 milljónir Bakkavör Group hf. Kaldbakur hf. Kaupþing Búnaðarbankans hf. Kyrrsetan er farin að segja tilsín. Áramótaheitið á sínum stað eins og venjulega. Taka sig á og byggja upp þrek og styrk. Klukkan er hálf ellefu um kvöld og búið að taka fyrsta hænu- skrefið i langri vegferð áramóta- heitsins. Björn Leifsson, fram- kvæmdastjóri World Class, er í vinnunni. Búinn að vera þar allan desember, meira og minna. „Ég held að jólin hafi aldrei farið eins hressilega framhjá mér og núna,“ segir hann. Byrjar vel Ný glæsileg heilsuræktarstöð hans, Laugar, var opnuð um síð- ustu helgi í Laugardalnum. Morg- uninn eftir klukkan tíu eru fjórir tímar liðnir af nýjum vinnudegi hjá Birni. „Viðtökurnar hafa verið framar vonum,“ segir hann og er bjartsýnn á framhaldið. „Það var biðröð út úr dyrum hér klukkan sex í morgun.“ Rekstur líkams- ræktarstöðva hérlendis á sér ekki langa sögu. Björn hefur haft út- haldið í lagi og verið í forystu í þessum geira í rúm átján ár. Elst- ur í bransanum. Úthaldið dugir ekki eitt og sér. Með opnun Lauga hefur Björn lagt ný og þyngri lóð á stöngina í rekstri líkamsræktar- stöðva. Lyft Grettistaki. Líkams- ræktarstöðin er að sögn sú stærsta utan Asíu og þar við bæt- ist að hún er sennilega ein sú allra glæsilegasta í heiminum. Við það bætist sú sérstaða hennar að vera í beinum tengslum við sundlaug- ina í Laugardal. Björn segir mikil- vægasta þáttinn í því hversu vel hefur gengið að vera fyrstur með nýjungar. „Ég var fyrstur með pallaleikfimina á sínum tíma og með spinning-hjólin. Ég var líka fyrstur til þess að taka inn svona mikinn fjölda hlaupabretta. Það þótti magnað þegar ég setti upp þrjátíu stykki. Í Laugum eru 137 upphitunartæki.“ Laugar eru Birni draumsýn sem orðin er að veruleika. „Hugmyndin kviknaði fyrir 17 árum.“ Hann segist hafa viðrað hugmyndina um uppbygg- ingu líkamsræktarstöðvar í tengslum við þáverandi borgar- stjóra, Davíð Oddsson, sem hafi tekið vel í hugmyndina. Skriður komst á málið í tíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. „Með þess- ari tengingu líkamsræktarstöðvar og sundlaugar eiga að detta út þessar árstíðasveiflur í stöðinni. Topparnir hafa verið janúar, febr- úar, mars og svo september og október. Með tengingunni við Laugardalslaugina og útivistar- svæðið í Laugardal býst ég við að notkunin verði jafnari.“ Hug- myndasamkeppni var um hönnun mannvirkjanna og Ari Már Lúð- víksson arkitekt teiknaði bygg- ingarnar. Með lífið að veði Útkoman er glæsileg. Fjár- festingin er einn og hálfur millj- arður. „Maður tekur ekki slíkar upphæðir upp úr rassvasanum,“ segir Björn og hlær. Hann hikaði þó ekki við að leggja í hann þótt fjármunirnir væru ekki í húsi. „Ég gerði mér grein fyrir því að ég réði ekki við fjármögnunina einn. Ég átti rétt fyrir því að grafa grunninn. Ég átti ekkert annað en bjartsýnina.“ Hann hug- aði því samhliða greftrinum að því að fá fleiri að fjármögnun- inni. „Það voru allir mjög já- kvæðir,“ segir Björn. Verkefnið var hins vegar gríðarstórt og menn hikuðu. Fyrirtækið Nýsir hefur byggt, á og rekur fasteign- ir, meðal annars skólabyggingar. Björn komst í samband við fyrir- tækið og forsvarsmönnum Nýsis leist vel á verkefnið. „Það var mikið lán fyrir mig að þeir Sigfús og Stefán hjá Nýsi höfðu trú á Í LISTRÆNAR HÆÐIR Hönnun Ara Más Lúðvíkssonar og listaverk Sigurðar Guðmundssonar lyfta baðstofunni í Laugum í listrænar hæðir. Gufuböðin og baðaðstaðan næra bæði líkama og anda. Paradís ekki skotið á frest Laugar, ný heilsuræktarstöð í Laugardalnum, ber Birni Leifssyni og samstarfsfólki hans fagurt vitni. Sautján ára gömul draumsýn um heilsuparadís í Laugardal er orðin að veruleika. Björn lagði af stað með bjartsýnina, góða rekstrarsögu og viljann að vopni. Viljann til að láta drauminn rætast. MEÐ BJARTSÝNI AÐ VOPNI Ein glæsilegasta líkamsræktarstöð í heimi stendur nú landsmönnum opin. Tengsl hennar við sundlaugarsvæðið í Laugardal opna einstaka möguleika til heilsuræktar. Möguleika sem Björn Leifsson sá fyrir löngu og hefur unnið markvisst að í á annan áratug. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.