Fréttablaðið - 11.01.2004, Page 33

Fréttablaðið - 11.01.2004, Page 33
 Í Listasafni Íslands lýkur í dag sýn- ingunni Raunsæi og veruleiki - Íslensk myndlist 1960-1980. ■ ■ SÝNINGAR  Jón Gnarr hefur opnað myndlistar- sýningu í Fríkirkjunni, og nefnir hann sýninguna I.N.R.I.  Þrjár sýningar hafa verið opnaðar í Listasafni ASÍ. Í Ásmundarsal sýnir Rósa Gísladóttir „Kyrralífsmyndir frá plastöld“, í Gryfju sýnir Margrétar M. Norðdahl „Annarra manna Staðaldur“ og í Arinstofu er sýning á nokkrum por- trettmyndum úr gifsi eftir Kristin Pét- ursson úr eigu Listasafns ASÍ.  Gauthier Hubert og Guðný Rósa Ingimarsdóttir hafa opnað sýningu í Nýlistasafninu. Hún stendur til 17. febrú- ar.  Myndlistarmaðurinn Snorri Ás- mundsson hefur opnað málverkasýn- ingu á veitingarhúsinu Sólón.  Hafsteinn Michael hefur opnað sýningu í Næsta galleríi, Næsta bar, Ingólfsstræti 1a. Þetta er sjöunda einka- sýning hans.  Sýning á nýjum verkum eftir Jón Sæmund Auðarson og Særúnu Stef- ánsdóttur hefur verið opnuð í Safni, Laugavegi 37. Þau sýna hvort um sig ný verk sem eru sérstaklega unnin fyrir sýn- ingarrýmið. Auk verka úr safneigninni standa einnig yfir þrjár aðrar sérsýningar í Safni: Nýjar teiknimyndir eftir Lawrence Weiner, Litir eftir Adam Barker-Mill og kynning á verkum frá ferli listamannsins Hreins Friðfinnsson- ar.  Tvær einkasýningar hafa verið opn- aðar í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Á jarðhæð gallerísins sýnir Sólveig Birna Stefánsdóttir níu málverk og ber sýn- ingin yfirskriftina „Reiðtúr á nykri“ og vísar til huglægs ferðalags um lendur málverksins. Í kjallara gallerísins er Hulda Vilhjálmsdóttir, Húdda, með sýninguna „Þegar ég gef þér ritið, tek ég mynd af því með glermyndavélinni“. Um er að ræða málverk, skúlptúr og innsetningu.  Íris Linda Árnadóttir opnaði í gær sýningu á Pósthúsbarnum, Pósthús- stræti 13.  Rósa Sigrún Jónsdóttir hefur opn- að sýningu í Gallerí Hlemmi. Verkið sem Rósa sýnir heitir „Um fegurðina“ og samanstendur af um það bil 10.000 samansaumuðum eyrnapinnum og vídeói. Sýningin stendur til 31. janúar.  Þýski myndlistarmaðurinn Ingo Fröhlich opnaði í gær sýningu sína Strich + Linie / Lína + strik í Gallerí Kling og Bang, Laugavegi 23. Sýning Ingo stendur til 8. febrúar.  Í Hafnarhúsinu stendur yfir þema- sýning úr verkum Errós í eigu safnsins.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir sýningin Carnegie Art Award 2004, þar sem sýnd eru verk eftir 24 af helstu listamönnum Norðurlanda. Sýningin stendur til 22. febrúar. Gerðarsafn er opið 11-17 alla daga nema mánudaga.  Raunsæi og veruleiki - Íslensk myndlist 1960-1980 er heiti sýningar sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýningin er sú langstærsta sem haldin hefur verið um þetta róttæka tímabil í íslenskri listasögu. Safnið er opið alla daga frá 11-17 nema mánudaga. Sýn- ingunni lýkur nú um helgina.  Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýn- ingin Ferðafuða, sem er sýning á mínía- túrum eftir fjölmarga íslenska listamenn. Þar stendur einnig yfir sýningin „Mynd- listarhúsið á Miklatúni - Kjarvalsstaðir í 30 ár“. Báðum þessum sýningum lýkur 25. janúar. 34 11. janúar 2004 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 8 9 10 11 12 13 14 JANÚAR Sunnudagur Veislusalurinn Turninn er uppiá sjöundu hæð í verslunarmið- stöðinni Firðinum í Hafnarfirði. Þaðan er glæsilegt útsýni og ekki amalegt að sitja þar uppi og hlusta á fagra tónlist. Í kvöld verða þar á rómantísku nótunum söngfuglarnir Kristjana Stefánsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson. Þetta eru fyrstu tónleikar ársins í tónleikaröðinni Kvöld í Firðinum, sem Kristjana skipuleggur fyrir veitingastaðinn Café Aroma. „Við Palli ætlum að syngja lög sem eru í hans anda svolítið, bæði sóló og dúetta,“ segir Kristjana. „Við ætlum til dæmis að dusta rykið af dúett sem við sungum inn á plötu árið 1996 og heitir Góða nótt. Við höfum ekki sungið þetta lag síðan þá. Svo ætlar hann að syngja sín uppháldslög en hafa það kannski svolítið djassað.“ Forsvarsmenn Café Aroma báðu Kristjönu um að skipuleggja fyrir sig heila tónleikaröð sem stendur fram á vorið. Hún hringdi síðan í mann og annan, og allir vildu taka þátt í þessu með henni. Í febrúar mætir til leiks Tómas R. Einarsson, í mars verður það Diddú, í apríl Andrea Gylfadóttir og á lokatónleikunum í maí kemur svo fram fimm manna söngkvar- tett, sem skipaður er þeim Heru Björk, Aðalheiði Þorsteinsdóttur, Gísla Magnasyni og Þorvaldi Þor- valdssyni, að ógleymdri Kristjönu sjálfri. „Við höfum verið að hittast síð- an í haust og erum að syngja fimm- radda djassútsetningar. Þetta verður fyrsta uppákoman hjá okk- ur. En við stefnum auðvitað að heimsfrægð og heimsyfirráðum,“ segir Kristjana af lítillæti sínu. Hún segir að allir tónleikarnir verði svolítið djassaðir, í það minnsta í aðra röndina. „Þetta verður innan sveiflumarka allt saman, ef svo mætti segja.“ ■ ■ TÓNLEIKAR Rómantík á sjöundu hæð afsláttur gildir ekki um sérpantanir 12. - 24. jan. Einnig magna› úrval efna me› miklum afslætti Opnunartími mán. - mi›. 10 - 16 fim. - fös. 10 - 18 lau. 12 - 16 pnunartí i án. - i›. 10 - 16 fi . - fös. 10 - 18 lau. 12 - 16 GRIPIN GLÓÐVOLG Á ÆFINGU Kristjana og Páll Óskar ásamt Agnari Má Magnússyni píanóleikara. Með þeim á myndinni, lengst til vinstri, er Jón Már Guðmundsson, veitingamaður í Café Aroma, sem stendur fyrir tónleikunum í Turninum í kvöld. ■ ■ KVIKMYNDIR  15.00 Rússneska kvikmyndin "Hvít- ur hrafn" verður sýnd í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.30 Siggi Björns, Mugison og Rúna, Olavi Körre og Þórhallur, Karen Emelía Barrysdóttir Woodrow, og Pálína Vagnsdóttir og félagar koma fram á tónleikum á Ísafirði til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í Íran. Tón- leikarnir verða haldnir í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar.  20.30 Stórglæsilegir tónleikar Krist- jönu Stefánsdóttur jasssöngkonu og Páls Óskars Hjálmtýssonar verða í Veislusalnum Turninum. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Égner á stóra sviði Þjóðleik- hússins.  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  17.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Égner á stóra sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Bless fress með Þresti Leó Gunnarssyni í Loftkastalanum.  20.00 Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams á nýja sviði Borgar- leikhússins.  20.00 Vegurinn brennur eftir Bjarna Jónsson á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. ■ ■ ÚTIVIST  11.00 Gönguskíðaferð Ferðafé- lags Íslands. Mæting í Mörkinni 6. Um- sjón með ferðinni hefur Þorsteinn Eiríks- son. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Sýningunni Þetta vilja börnin sjá! í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi lýk- ur í dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.