Fréttablaðið - 11.01.2004, Side 34

Fréttablaðið - 11.01.2004, Side 34
SUNNUDAGUR 11. janúar 2004 35 ■ MYNDLISTARSÝNING Olíustrókur upp úr Geysi HJÓNAKORNIN Í SÓFANUM Sýning þeirra Gauthiers Hubert og Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur verður opnuð í Nýlistasafninu í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Á sýningu belgíska myndlistar-mannsins Gauthiers Hubert, sem opnuð var í gær í Nýlistasafn- inu, getur meðal annars að líta ofurlitla mynd af Geysi þar sem svartur olíustrókur spýtist upp í loftið í stað heitrar vatnsgufu. Svartur maður er þarna líka klæddur að hætti þýskra nasista- foringja, með merki Texaco-olíu- fyrirtækisins í staðinn fyrir nas- istamerki, og í staðinn fyrir þrjár íslenskar blómarósir í Bláa lóninu eru þangað komnir þrír svartir menn í atvinnuleit. „Ég er mikið að velta því fyrir mér hvernig hlutir blandast sam- an, hvítt verður að svörtu og svart að hvítu. Venjulega aðferðin er sú að blanda svörtum lit út í hvítan, en með mynd af Michael Jackson birti ég uppskrift að því hvernig þetta er gert á hinn veginn.“ Gauthier segir allar sýningar sínar hafa verið pólitískar, og þessi er engin undantekning. Áhrif Bandaríkjanna í heiminum eru honum greinilega ofarlega í huga. Heiti sýningarinnar er „USA USE US“, og þessar þrjár skammtstafanir standa fyrir „United States of Art“, „United States of Esthetics“ og „Urban Services“. Sýning eiginkonu hans, Guðný- ar Rósu Ingimarsdóttur, sem einnig verður opnuð á sama stað í dag, er aftur á móti miklu hljóð- látari og öll á persónulegum nót- um. „Stundum finnst mér eins og ég sé að hvísla í hornum eða ganga með veggjum,“ segir Guð- ný Rósa. Verk hennar eru þó ekki síður áhrifarík, hafi menn fyrir því að leggja við hlustir. „Mér finnst gaman að vera með ýmsa litla hluti sem fólk kannski tekur ekki eftir og missir af.“ Þetta er í fyrsta sinn sem þau sýna saman. Jafnframt er þetta fyrsta sýning Gauthiers á Íslandi, þótt hann hafi komið hingað oft og þekki orðið býsna vel til. Þau Guðný og Gauthier hafa einnig skipulagt málþing, sem haldið verður í Nýlistasafninu í dag. Þar verða opnar hring- borðsumræður þar sem myndlist- armennirnir Ólafur Elíasson, Hlynur Hallsson og Cel Crabeels frá Belgíu verða meðal þátttak- enda. ■  Guðbjörg Lind er með málverka- sýningu í gallerínu og skartgripaverslun- inni Hún og hún, Skólavörðustíg 17b.  Í tilefni 140 ára afmælis Þjóð- minjasafnsins stendur yfir sýning í risi Þjóðmenningarhússins.  Þorkell Þórisson sýnir yfir 50 olíu- og akrílmyndir í nýju gallerí að Tryggva- götu 18 sem nefnist Gallerí T-18.  Birna Smith sýnir olíumálverk á stri- ga í Gallerí Hnossi, Skólavörðustíg 3. Einnig sýnir hún olíumálverk eftir sig í sýningarsal Hans Petersen á Garðatorgi í Garðabæ.  Sigríður Pálsdóttir er með ljós- myndasýningu á Kaffi Nauthól í Naut- hólsvík. Sýningin heitir Mitt útsýni.  Sýning á málverkum eftir Braga Ás- geirsson stendur yfir í forkirkju Hall- grímskirkju. Bragi sýnir stór óhlutbund- in olíuverk þar sem hann vinnur með ljósið og þau birtuskil sem framundan eru. Sýningin stendur til 25. febrúar 2004.  Í Þjóðarbókhlöðunni stendur nú yfir sýningin „Í orði og á borði“, sem er samsýning Freyju Bergsveinsdóttur, grafísks hönnuðar, og Guðrúnar Ind- riðadóttur leirlistarkonu.  Í Ásmundarsafni stendur yfir sýn- ingin Ásmundur Sveinsson - Nútíma- maðurinn. Þetta er yfirlitssýning haldin í tilefni af 20 ára afmæli Ásmundarsafns. Hún stendur til 20. maí.  Sölusýning Péturs Péturssonar á 11 málverkum hjá Val-myndum í Ár- múla 8 hefur verið framlengd og mun standa út janúarmánuð. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Þarfasta handbók nýs árs Fæst í öllum helstu bóka- verslunum H á s k ó l a ú t g á f a n

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.