Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 1
LÍFEYRISSJÓÐIR Árið 1999 var metár hjá lífeyrissjóðunum og var meðalávöxtun þeirra þá um 12%. Allar líkur eru á að meðalávöxtun ársins 2003 fari yfir 10% og slagi hátt í metárið. Helsta skýringin á þessu er gott gengi á fjár- málamörkuð- um, en innlend hlutabréf hafa hækkað mikið á árinu. Úrvals- vísitalan hefur meðal annars hækkað um 56% frá byrjun síðasta árs og vísi- tala aðallista um 44%. Gengi á erlendum hlutabréfa- mörkuðum var einnig gott á ný- liðnu ári. Krónan styrktist veru- lega miðað við Bandaríkjadal, um 12% frá byrjun ársins, og á nýju ári virðist sú þróun ætla að halda áfram. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka líf- eyrissjóða, segir viðsnúninginn mjög gleðilegan. „Hafi einhverjir lífeyrissjóðir ætlað að skerða réttindin vegna slæmrar stöðu kemur þessi já- kvæða þróun í veg fyrir það. Það voru býsna margir sjóðir komnir með neikvæða ávöxtun vegna ár- anna 2000 til 2002. Ef við tökum fimm ára meðaltal er meðalávöxt- unin rétt tæplega fjögur prósent og miðað við hvernig árið 2003 horfir við okkur er ekki ástæða til annars en bjartsýni. Og það er ánægjulegt að sjá hvað lífeyris- sjóðirnar hafa staðið sig vel,“ seg- ir Hrafn. „Ég vil engu um það spá, en ég held að menn séu þó sammála um það að sömu hæðum verði ef til vill ekki náð í innlendum hluta- bréfum eins og reyndin varð á ár- inu 2003,“ segir Hrafn aðspurður um hverju megi búast við á þessu ári. „Krónan er sterk og þróunin gagnvart Bandaríkjadal á eftir að skipta mjög miklu máli.“ Alls eru lífeyrissjóðirnir 46 og í þeim um 180.000 greiðandi sjóðs- félagar. Í lok ársins 2003 námu heildareignir lífeyrissjóðanna rúmlega 800 milljörðum króna, sem er aukning um ríflega 100 milljarða frá árinu áður, en eign- irnar jukust um 10 milljarða hvern mánuð ársins fram í októ- ber. Erlendar eignir lífeyrissjóð- anna námu 145 milljörðum í októ- ber síðastliðnum. bryndis@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 MÁNUDAGUR PÓLITÍSK LIST Belgíski myndlistar- maðurinn Gauthier Hubert heldur fyrir- lestur þar sem hann fjallar um sýningu sína á Nýlistasafninu. Verk hans eru póli- tísks eðlis og gagnrýnin á framferði Bandaríkjanna. MORGUNDAGURINN VEÐRIÐ Í DAG VETUR FYRIR NORÐAN Dámikil snjó- koma, allhvasst og skafrenningur er í kortun- um norðantil. Í borginni verður strekkings- vindur, napurt en úrkomulítið. Sjá síðu 6 ● góð ráð frá húseigendafélaginu ● tvöfalt gler ▲ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Breytingum vel tekið Árni Magnússon: 12. janúar 2004 – 11. tölublað – 4. árgangur ● hornfirðingur ársins Svafa Mjöll: ▲ SÍÐA 31 Skrýtin tilfinning ● bakar súkkulaðiköku Ásta Möller: ▲ SÍÐA 16 Gaman í stjórnmálum● parís-dakar ● jón heiðar gefur góð ráð Voðalega fínar græjur bílar o.fl. Sigrún Edda Björnsdóttir: ▲ SÍÐA 18 Í STRÍÐSHUG FRÁ UPPHAFI Paul O'Neill, sem George W. Bush Bandaríkjafor- seti rak úr stóli fjármálaráðherra, segir að fyrrum yfirmaður sinn hafi frá upphafi valdatíðar sinnar verið ákveðinn í að gera innrás í Írak. Sjá síðu 6 BENSÍNIÐ AÐ KLÁRAST Forsvars- menn Atlantsolíu sjá fram á að verða uppi- skroppa með bensín áður en næsti farmur berst. Þeir segja ástæðuna þá að viðtökur almennings hafi orðið mun betri en þeir áttu von á. Sjá síðu 2 ENGIN SYNDAKVITTUN Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir viðbrögð utanríkisráðherra við fréttum af efnavopnafundi óyfirveguð. Fundurinn sé engin syndakvittun fyrir stuðn- ingsmenn innrásar. Sjá síðu 2 HUNDRAÐ MILLJÓNIR Í SEKTIR Fiskistofa lagði á síðasta ári hundrað millj- ón króna sektir á útgerðir fyrir ólögmætan afla sem skip útgerðanna báru að landi. Hæsta einstaka sektin nam 31 milljón króna. Sjá síðu 4 LÆKNADEILAN Samninganefndir Læknafélags Reykjavíkur og heil- brigðis- og tryggingaráðuneytis koma saman til fundar síðdegis í dag. Þetta er fyrsti fundur deilu- aðila síðan upp úr viðræðum slitn- aði á gamlársdag. Garðar Garðarsson, formaður samninganefndar ráðuneytisins, og Óskar Einarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, stað- festa að fundur sé áætlaður í dag. Deilan hefur verið í hörðum hnút og hafa aðilar skipst á skot- um í fjölmiðlum allt frá því samn- ingar sérfræðinga við Trygginga- stofnun ríkisins runnu út um ára- mótin. Óskar segir að um helgina hafi átt sér stað óformlegar þreifingar á milli aðila og fundurinn í dag er afrakstur þess. „Við sjáum hvort djúpar hugsanir um helgina hafa skilað árangri,“ segir hann. Deilan hefur að miklu leyti snú- ist um rétt lækna, sem hafa samn- inga við Tryggingastofnun, til þess að meðhöndla sjúklinga án aðkomu stofnunarinnar en þessi réttur er sagður mikilvægari fyrir suma sérfræðinga en aðra, til dæmis þar sem sjúklingar óska persónuleynd- ar við meðhöndlun. ■ Mikill hagnaður eftir þrjú tapár Gott gengi á fjármálamörkuðum á síðasta ári hefur haft góð áhrif á ávöxtun lífeyrissjóðanna, sem er nálægt því sem var metárið 1999. Viðsnúningurinn hindrar að grípa þurfi til skerðingar á réttindum. Sérfræðilæknar og Tryggingastofnun funda í dag: Reyna að ná samningum EINBEITTUR Á SVIP Opið hús var hjá Klifurhúsinu í Skútuvogi um helgina og gátu þeir reynt sig við klifurveggina sem í það lögðu. Fjölmargir ungir klifurkettir spreyttu sig á þessum vegg, margir hverjir einbeittir á svip eins og snáðinn sem hér skoðar stöðu sína. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M MÆTA MÓTMÆLENDUM Breskir hermenn búa sig undir að mæta mótmælendum í Amara í Írak. Óánægja Íraka: Grýttu hermenn ÍRAK, AP Óánægja Íraka með her- námsstjórnina braust út af full- um krafti í gær þegar atvinnu- lausir Írakar köstuðu steinum í breska hermenn. Háttsettur sjítaklerkur krafðist þess einnig að næsta þing landins verði kosið í almennum kosningum, frekar en að haldnir verði staðbundnir kjörfundir eins og Bandaríkja- menn hafa hugsað sér. Í gær hélt íraskur stjórnmála- maður, sem Bandaríkin hafa stutt, því einnig fram að sífelldar hreinsanir, sem beinast gegn með- limum í Baath-flokki Saddams Hussein, hafi hrakið 28.000 Íraka úr starfi. Búast megi við að álíka margir í viðbót eigi eftir að hrekj- ast úr starfi af sömu ástæðu. ■ MEÐALÁVÖXT- UN LÍFEYRIS- SJÓÐANNA 1999 12% 2000 -0,7% 2001 -1,9% 2002 -3% 2003 10% (áætlað) Rafmagnsþjófar: Stálu fyrir eina krónu TÓKÍÓ, AP Glæpir borga sig ekki í Japan, sérstaklega ekki þegar and- virði þess sem stolið er er lítið. Því kynntust tveir Japanar. Annar tók rafmagnsskilti úr sam- bandi og tengdi farsíma sinn við innstunguna til að hlaða hann. Hinn tók sjálfsala úr sambandi til að setja ferðahljómtæki sitt í sam- band. Hvor um sig er talinn hafa stolið rafmagni að verðmæti inn- an við krónu en voru báðir teknir til yfirheyrslu og komust á saka- skrá eftir að hafa undirritað lög- reglusátt til að ljúka málinu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.