Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 33 17 0 1/ 20 04 Þegar kemur að stórum viðburðum er ánægjulegt að eiga fyrir þeim. Tiltaktu þá upphæð sem þú vilt spara í hverjum mánuði og bættu henni við mánaðarlega fjárhæð í greiðsluþjónustunni. Þannig getur þú á auðveldan hátt safnað fyrir t.d. ferðalagi, brúðkaupi, fermingu eða stórafmæli og notið hverrar stundar. Kynntu þér málið. Meiri sparnaður - fleiri gæðastundir Greiðsluþjónusta www.landsbanki.is sími 560 6000 TILBOÐ Fyrsta árið í greiðsludreifingu er gjaldfrjálst - ekkert árgjald. 36 með sinnepi www. .is Taktu þátt í spjallinu á ... Það er frábær árangur að strax ífyrsta innrásarstríðinu sem við Íslendingar tökum virkan þátt í skuli okkar menn hafa fundið þau gereyð- ingarvopn í Írak sem allur heimur- inn var að leita að en fann ekki: 36 fornar 120 millimetra sprengikúlur (hugsanlega með sinnepi) sem höfðu verið lævíslega faldar sem púkk undir malarvegi í námunda við Basra. Þetta sýnir svo að ekki verð- ur um villst að Íslendingar geta vel gagnast til sprengjuleitar á hættu- svæðum. ÞAÐ skyggir þó eilítið á gleðina að frændur okkar Danir hafa uppi burði í þá átt að eigna sér höfundarréttinn og heiðurinn af þessu hernaðara- freki. Þeim nægir ekki að hafa eign- að sér hina rammíslensku myndlist- armenn Ólaf Elíasson og Bertil Thor- valdsen, því að óberstlautinant Finn Winkler við Dönsku varnaraka- demíuna þakkar sínum mönnum sinnepssprengjufundinn og minnist hvergi á íslenska þefvísi í því sam- bandi. En óberstlautinant Winkler dregur í viðtali við Ekstra Bladet enga fjöður yfir þá staðreynd að ger- eyðingarvopn af þessu tagi kynnu að vera „lífshættuleg í höndunum á skæruliðum, börnum eða öðrum sem ekki eru menntaðir í hernaði“. HÖFUNDARRÉTTUR á íslenskum afreksverkum virðist vera mjög á reiki. Látum vera þótt Íslendingar sjálfir sýni látnum höfundum þá ræktarsemi að endurprenta verk þeirra undir nöfnum núlifandi manna til að gera þau læsilegri í nú- tímanum – en það tekur út yfir allan þjófabálk þegar látnum snillingum er stolið í heilu lagi og gerðir að þjóðhetjum í öðrum löndum. HÉR hafa frændur verið frændum verstir. Norðmenn hafa verið stór- tækari en aðrir við að innlima ís- lenskt hugvit og gera það að sínu. Þar nægir að benda á sæfarendurna Leif Eiríksson og Keikó og rithöf- undinn Snorra Sturluson, og er það því tímabært að íslenskir ævisagna- ritarar sjái sóma sinn í að rifja upp afreksverk þessara snillinga og gera þau að sínum. Að öðrum kosti væri ráð að biðja vopnabræður okkar meðal hinna staðföstu þjóða að skera upp herör og ráðast með sinneps- sprengjunum 36 inn í Noreg og Dan- mörku til að endurheimta Thorvald- sen, Ólaf Elíasson, Leif Eiríksson, Snorra og Keikó.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.