Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 24
24 12. janúar 2004 MÁNUDAGUR
SASHA COHEN
Sasha Cohen í keppni í bandaríska meist-
aramótinu í gær.
Skautar
Mál Rios Ferdinand:
Blatter friðmælist
FÓTBOLTI „Við verðum í Englandi í
lok febrúar og viljum örugglega
reyna að fá fund. Þá ætti máli
Ferdinands að vera lokið og ég vil
leiðrétta misskilning,“ sagði Sepp
Blatter, forseti FIFA, í viðtali við
Sunday Times. Blatter vill hitta
forráðamenn Manchester United í
Englandsferðinni og bera klæði á
vopnin. Bæði David Gill, stjórnar-
formaður United, og fram-
kvæmdastjórinn Alex Ferguson
hafa gagnrýnt Blatter harkalega
fyrir afskipti hans af málinu.
„Stundum skilja stóru félögin
ekki hlutverk FIFA og ábyrgð þeir-
ra sjálfra gagnvart FIFA-fjöl-
skyldunni,“ sagði Blatter og bætti
við að fjölskyldumeðlimir verði að
temja sér að virða aga og reglur
fjölskyldunnar. „Úrvalsdeildin
nýtur mestrar hylli allra deilda í
heiminum, aðsóknin ein sú besta
og hún ber því ábyrgð umfram
aðra.“
Blatter segist ekki skilja að
mál Rios Ferdinand hafi þurft að
taka allan þennan tíma. „Hefði
málið verið unnið samkvæmt
reglum FIFA og aganefndarinnar
hefði átt að dæma leikmanninn
stax í leikbann. Þegar það var
ekki gert létum við enska knatt-
spyrnusambandið um málið. Við
báðum um gögnin og þegar við
höfum séð þau getum við ákveðið
hvort við séum sáttir eða ekki.
Lengd bannsins kom mér ekki á
óvart en við áskiljum okkur rétt-
inn á að grípa inn í ef við erum
ekki ánægðir. Það er skylda
FIFA,“ sagði Blatter. „Mál Ferdin-
ands verður prófmál loksins þeg-
ar því lýkur.“ ■
FÓTBOLTI „Þetta var mikilvægur
sigur fyrir okkur,“ sagði Claudio
Ranieri, framkvæmdastjóri Chel-
sea. „Við þurftum á þessum sigri
að halda til að öðlast aftur sjálfs-
traustið. Við voru ákveðnir og
duglegir í leiknum.“
Chelsea vann Leicester 4-0 á
útivelli í gær og er nú fimm stig-
um á eftir toppliði Manchester
United. Jimmy Floyd Hasselbaink
skoraði tvö fyrstu mörk Chelsea í
gær en hann hafði ekki skorað í
deildinni síðan í 1-0 sigri á
Manchester City í lok október.
Hasselbaink skoraði fyrra markið
með hælspyrnu af markteig eftir
sendingu frá Joe Cole. Skömmu
fyrir hlé skoraði Hasselbaink með
skoti beint úr aukaspyrnu, sem
breytti um stefnu af Nikos
Dabizas, varnarmanni Leicester.
„Ég var tilbúinn í leikinn, allir
voru tilbúnir,“ sagði Hasselbaink.
„Við þurftum að sanna okkur og
nú sáu allir hvað Chelsea getur.
Við lékum vel og þetta var mikil-
vægt fyrir sjálfstraust okkar.“
Tveimur mínútum fyrir leiks-
lok skoraði Adrian Mutu sitt
fyrsta mark síðan í byrjun nóvem-
ber. Mutu skoraði með skoti af um
25 metra færi. Á lokamínútunni
skoraði Celestine Babayaro fjórða
mark Chelsea eftir slæm mistök
varnarmannsins Pauls Brooker.
Babayaro lék inn í vítateiginn
vinstra megin og sendi boltann
með hörkuskoti neðst í hornið
nær. Eiður Smári Guðjohnsen var
í byrjunarliði Chelsea en vék fyr-
ir Mutu á 74. mínútu.
Manchester United og
Newcastle skildu jöfn á Old Traf-
ford án þess að skora. Markalaust
jafntefli var fyrir fram talið ólík-
legustu úrslitin enda hafa félögin
boðið upp á markaveislur á und-
anförnum árum og tveir marka-
hæstu leikmenn deildarinnar
leika með þeim.
Leikurinn var hraður og harð-
ur en marktækifærin voru fá.
Newcastle var óheppið að fá ekki
vítaspyrnu um miðjan fyrri hálf-
leik þegar Tim Howard felldi Alan
Shearer í vítateignum. „Ég átti að
fá vítaspyrnu,“ sagði Shearer eft-
ir leikinn. „Hefði ég verið í rauðri
treyju hefði þetta örugglega verið
víti.“ Snemma í seinni hálfleik átti
Jermaine Jenas hörkuskalla í slá
eftir hornspyrnu Laurents Ro-
bert.
Ryan Giggs fékk besta færi
United í fyrri hálfleik en skallaði
boltann beint í fang Shay Given.
Mikael Silvestre kom boltanum í
mark Newcastle um miðjan seinni
hálfleikinn en var dæmdur brot-
legur. „Ég hef heyrt afstöðu Paul
Durkin dómara og ég er honum
ekki sammála,“ sagði Alex Fergu-
son. „Mér fannst markið gott og
gilt.“ ■
HENRIK LARSSON
Hættir hjá Celtic í vor og fer líklega til
Spánar.
Newcastle United:
Larsson úr
myndinni
FÓTBOLTI „Okkur hefur verið sagt
að þetta sé frágengið og ég veit
hvaða félag er inni í myndinni,“
sagði Sir Bobby Robson. Hann
lýsti því nýlega yfir að hann hefði
áhuga á að fá Svíann Henrik Lars-
son til Newcastle en nú er ljóst að
ekkert verður af því.
„Við vitum að samningur hans
er að renna út en það er engin
ástæða til að halda viðræðum
áfram þó hann sé frábær leikmað-
ur.“ Larsson hefur lýst því yfir að
hann ætli að fara frá Celtic í vor
en hann hefur leikið í átta ár með
félaginu. Hann hefur lýst því yfir
að spænskur fótbolti heilli sig og
að hann langi til að spila í sterkri
deildakeppni þar til hann flytur
heim til Svíþjóðar eftir tvö ár. ■
Manchester City:
Nauðlending
FÓTBOLTI „Í sannleika sagt hef ég
aldrei verið jafn hræddur,“ sagði
Dennis Tueart, fyrrum leikmaður
Manchester City. „Það heyrðist
hár hvellur og neistar og einhver
eldur komst inn í vélina.“
Flugvél sem átti að flytja for-
ráðamenn Manchester City frá
Portsmouth til Manchester á laug-
ardag þurfti að nauðlenda vegna
elds í hreyfli tíu mínútum eftir
flugtak. „Flugstjórinn stóð sig
frábærlega í að lenda vélinni og
áhöfnin í að róa okkur,“ sagði
Tueart enn fremur.
„Þetta var skelfilegt,“ sagði
John Wardle, stjórnarformaður
félagsins. „Ég var dauðskelkaður.
Við teljum okkur allir heppna að
vera á lífi. Ég drekk ekki oft en
núna er ég búinn að fá mér tvö-
faldann viskí.“ ■
Tennisnámskeið að hefjast í Sporthúsinu!
Byrjendanámskeið fyrir fullorðna. Verð frá 7500 kr.
Tennisnámskeið fyrir börn 7-10 ára á sunnudögum.
Litli Tennisskólinn fyrir 4-6 ára kl. 12:00 á sunnudögum.
Eigum einnig nokkra lausa áskriftartíma í tennis í vetur.
Skráning og upplýsingar í síma 564 4030.
Íslandsmótið í íshokkí:
SA vann SR
ÍSHOKKÍ Skautafélag Akureyrar
sigraði Skautafélag Reykjavíkur
7-4 á Íslandsmóti karla í íshokkí á
laugardag. Reykvíkingar hófu
leikinn af krafti og náðu þriggja
marka forystu í fyrstu lotunni.
Kristján Óskarsson. Helgi Páll
Þórisson og Gauti Þormóðsson
skoruðu mörkin.
Akuryeringar minnkuðu
muninn í 3-2 í annari lotu með
mörkum Jóns Inga Hallgríms-
sonar og Clark McCormick og
Jan Kobezda jafnaði leikinn í
upphafi þeirrar þriðju. Jason
Selkirk færði Reykvíkingum
forystuna að nýju um miðja lot-
una en Akuryeringarnir tryggðu
sér sigur með fjórum mörkum á
síðustu tíu mínútunum. Jan Ko-
bezda, Clark McCormick, Sig-
urður Sveinn Sigurðsson og
Rúnar Freyr Rúnarsson skoruðu
mörkin. ■
Skoska bikarkeppnin:
Rangers
fékk útileik
FÓTBOLTI Bikarmeistarar Ragners
fengu útileik gegn Kilmarnock í
4. umferð skosku bikarkeppn-
innar. Celtic fær ekki síður erf-
iðan útileik þegar félagið heim-
sækir Hearts en Edinborgar-
félagið er í þriðja sæti úrvals-
deildarinnar.
Dunfermline, sem er í fjórða
sæti úrvalsdeildarinnar, leikur á
útivelli gegn Clyde, sem er í efsta
sæti 1. deildar. Falkirk, sem
einnig er í 1. deild, fær annað
hvort heimaleik gegn Aberdeen
eða Dundee en áhugamannaliðið
Spartans frá Edinborg leikur
gegn úrvalsdeildarfélaginu
Livingston. Motherwell leikur við
Queen of the South, Partick
Thistle gegn Hamilton Academ-
ical og St. Mirren gegn næstefsta
félagi 1. deildar, Inverness
Caledonian Thistle. ■
SEPP BLATTER
Fer til Englands í lok febrúar og vill sáttafund með forráðamönnum Manchester United.
BETRI TÍMAR
Jimmy Floyd Hasselbaink og Adrian Mutu fagna fjórða marki Chelsea. Hasselbaink skoraði
tvö mörk í gær og Mutu eitt.
ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR
Leicester – Chelsea 0-4
0-1 Hasselbaink (12.), 0-2 Hasselbaink
(44.), 0-3 Adrian Mutu (88.), 0-4
Babayaro (90.)
Man. United – Newcastle0-0
STAÐAN
Man. United 21 16 2 3 40:14 50
Arsenal 21 14 7 0 40:14 49
Chelsea 21 14 3 4 40:17 45
Charlton 21 9 7 5 30:23 34
Liverpool 20 9 5 6 30:21 32
Fulham 21 9 4 8 33:29 31
Newcastle 21 7 9 5 27:22 30
Birmingham 20 8 5 7 19:25 29
Southampton 21 7 6 8 19:17 27
Aston Villa 21 7 6 8 21:25 27
Bolton 21 6 8 7 25:33 26
Everton 21 6 6 9 25:28 24
Tottenham 21 7 3 11 24:30 24
Middlesbrough 20 6 6 8 17:23 24
Man. City 21 5 7 9 30:32 22
Blackburn 21 6 4 11 31:35 22
Portsmouth 21 6 4 11 25:32 22
Leicester 21 4 7 10 28:35 19
Leeds 21 4 5 12 18:42 17
Wolves 20 3 6 11 18:43 15
MARKAHÆSTU MENN
Alan Shearer (Newcastle) 16
Ruud van Nistelrooy (Man. United) 14
Thierry Henry (Arsenal) 13
Louis Saha (Fulham) 13
Nicolas Anelka (Man. City) 10
Chelsea sækir
á að nýju
Chelsea burstaði Leicester á útivelli en Manchester United og
Newcastle gerðu markalaust jafntefli.