Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 10
10 12. janúar 2004 MÁNUDAGUR Fimm ungir Ísraelar dæmdir í fangelsi: Neituðu að taka þátt í hernáminu ÍSRAEL, AP Fimm ungir Ísraelar hafa verið dæmdir í eins árs fang- elsi fyrir að neita að gegna her- þjónustu á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni. Fimmmenning- arnir sögðust ekki vera tilbúnir að taka þátt í illri meðferð ísraelska hersins á Palestínumönnum. „Ég hef mestar áhyggjur að því að glata dýrmætum tíma, geta ekki menntað mig og tekið þátt í bar- áttunni gegn hernáminu,“ sagði Noam Bahat, einn fanganna fimm. Í þau þrjú ár sem liðin eru síð- an átök blossuðu upp að nýju á hinum hernumdu svæðum Palest- ínu hafa aðeins sex ungir Ísraelar neitað að gegna herþjónustu á þessum forsendum. Aftur á móti hafa hundruð liðsmanna heima- varnarliðsins setið í fangelsi fyrir að neita að starfa á hernumdu svæðunum. Einnig eru ótal dæmi um að hermenn hafi samið um það við yfirmenn sína að fá að gegna herþjónustu innan landamæra Ísraels. Ísraelsk ungmenni eru boðuð í herinn átján ára að aldri og eru karlmenn skyldugir til að gegna herþjónustu í þrjú ár en konur í 21 mánuð. ■ Ef viðræður Hríseyinga viðAkureyringa skila árangri má gera ráð fyrir að sveitarfélögin tvö sameinist áður en árið er úti. Fulltrúar sveitarfélaganna tveggja ræddu saman, með að- komu félagsmálaráðuneytisins, í síðasta mánuði og fyrsti formlegi samningafundur gæti átt sér stað áður en þessi mánuður er úti. Stefnt er að því að kosið verði um sameiningu í vor eða sumar og sveitarfélögin tvö sameinuð í kjölfarið. Bæjarstjórn Akureyr- ar tæki þá við stjórninni en ný sveitarstjórn yrði ekki kjörin fyrr en við sveitarstjórnarkosn- ingar 2006. Kvótakerfið þrengir að „Ástæðan er náttúrlega sú að við þurfum að halda uppi ákveðnu þjónustustigi en það fækkar alltaf fólki,“ segir Ragnar Jörundsson sveitarstjóri. „Atvinnutækifærin eru minnkandi í stöðunni eins og hún er í dag. Þetta þorp hefur byggst upp á sjávarfangi. Nú er það allt farið. Vinnslan er farin og kvótinn líka. Eftir situr fólk með sárt ennið.“ Ragnar segir þetta afleiðingu af því hvernig kvótakerfið hefur þró- ast. Lítil sveitarfélög á borð við Hrísey hafi ekki bolmagn til að berjast fyrir réttindum. Minna sé hlustað á svo fámenn sveitarfélög og litlir peningar til að bregðast við. „Þetta er svokölluð þróun. Ég veit ekki hvort þetta er vanþróun eða rétt þróun,“ segir Ragnar. Síðasta áratuginn hafa aðstæður Hríseyinga versnað mikið. Kvóta- eign heimamanna er rúmur tíundi hluti þess sem var 1993 og Snæfell flutti alla fiskvinnslu á sínum veg- um úr eynni fyrir fjórum árum. Á sama tíma hefur bæjarbúum fækk- að um rúmlega þriðjung, úr 277 í 180. Atvinnulífið er því bágstadd- ara en áður og sveitarfélagið verr í stakk búið að takast á við þau verk- efni sem því ber skylda til að inna af hendi og hefur fjölgað á þessum tíma. Fulltrúar Hríseyjarhrepps og Akureyrarbæjar hittust í síðasta mánuði og ræddu málin, með þátt- töku félagsmálaráðuneytisins. Stefnt er að því að viðræður um sameiningu hefjist á næstunni og fyrsti formlegi fundurinn kann að verða áður en mánuðurinn er liðinn. „Það er stefnt að því að þjappa sveitarfélögum saman og stefnt að mörgum kosningum á næsta ári. Við sáum enga ástæðu til að vera í bullandi tapi og gera ekki neitt,“ segir Ragnar um upphafið að því að Hríseyingar fóru að ræða við Akureyringa. „Hrísey- ingar vilja ekki sameinast bara til að sameinast og hanga í sama far- inu. Við vonumst til að fá vítamín- sprautu inn í samfélagið sem yrði hagur bæði fyrir Akureyri og okk- ur. Það er ekki meiningin að láta Akureyringa redda þessu,“ segir Ragnar. Margar hugmyndir séu um uppbyggingu. Náttúruperla og ferðaþjón- usta „Eyjan hefur sérstöðu um margt. Hrísey er mikil nátt- úruperla og frí við allar skepnur síðan þær voru fluttar úr eynni 1974,“ segir Ragnar og tiltekur að stefnt sé að því að byggja eyjuna upp sem vistvænt og sjálfbært samfélag. „Við stefnum að því að keyra allt á náttúrulegri orku. Markmið ríkisstjórnarinnar er að vetnisvæða Ísland. Hrísey gæti orðið gott tilraunaverkefni um það. Það er mikill hugur í sveitarstjórn- inni að vinna þetta mál áfram.“ Vilji er til þess innan sveitar- stjórnar að byggja Hrísey upp sem ferðamannastað og nátt- úruparadís, segir Ragnar. „Við viljum gera Hrísey eins hreina og kostur er.“ Verði Hrísey byggð upp sem vistvænt samfélag ætti það ekki síður að vekja áhuga á eynni, segir Ragnar og bætir við að slíkt gæti vakið heimsathygli. Að auki sé mikið heitt vatn undir eynni og möguleikar í kræklinga- rækt sem lofi góðu en þar þurfi þolinmótt fjármagn sem ekki sé til staðar nú. ■ Fórnarlömb mansals: Eigi kost á vitnavernd ALÞINGI Vinstri grænir vilja að lög- fest verði að fórnarlömbum mansals skuli gefinn kostur á fórn- arlamba- og vitnavernd. Í frum- varpi þeirra felst að útlendingi, sem er fórnarlamb mansals og hefur verið vistaður ólöglega á Íslandi, verði veitt sérstakt tímabundið dvalar- og atvinnuleyfi, gegn því að aðstoða yfirvöld við að hafa uppi á þeim sem stunda mansal. Vernd af þessu tagi er í sam- ræmi við skuldbindingar Samein- uðu þjóðanna um aðgerðir til að sporna við skipulagðri alþjóða- glæpastarfsemi, að því er segir í greinargerð með frumvarpinu. ■ Kvótinn farinn Fyrir rúmum áratug voru bát-ar og skip frá Hrísey skráð fyrir nær 5.000 tonna kvóta. Í ár er kvótinn kominn niður í 570 tonn. Þar af er togarinn Svanur með 330 þorskígildistonn í rækju sem landað er annars staðar. Eftir stendur því 240 tonna kvóti heimamanna sem landað er í eynni. Að auki er fiskur keyptur á mörkuðum og eitthvað er um að bátar annars staðar frá landi í Hrísey. Sam- anlagt er því verið að vinna eitt- hvað á annað þúsund tonna afla í eynni á ári. Um áramótin 1999/2000 hvarf Snæfell á brott úr eynni. Fyrirtækið hafði verið með öfl- uga starfsemi í eynni en flutti hana alla til Davíkur. ■ HRÍSEY Íbúum hefur fækkað um rúmlega þriðjung á einum áratug. Á litlu lengra tímabili hefur kvótinn farið úr hátt í 5.000 tonnum í tæp 600 tonn. RAGNAR JÖRUNDSSON Ýmsar hugmyndir eru um atvinnuuppbyggingu en til að standa undir þjónustu við íbúa er sameining við Akureyri heppilegust. FÆKKAÐ NÍU ÁR Í RÖÐ Íbúum í Hrísey hefur fækkað jafnt og þétt síðustu árin. Frá 1990 hafa þeir flestir orðið 277 talsins árið 1994. Síðan þá hef- ur þeim fækkað ár frá ári og voru orðnir 180 undir lok síðasta árs. Fækkunin nem- ur því 97 íbúum á áratug, rúmlega þriðj- ungi íbúa. Fólksfjöldi í Hrísey 2003 180 1998 232 2002 186 1997 241 2001 197 1996 254 2000 188 1995 270 1999 218 1994 277 Heimild: Hagstofan Á LEIÐ Í FANGELSI Ungu mennirnir veifa til fjölskyldna sinna við inngang Karmel-herfang- elsisins skammt frá Haifa. TYRKIR AFNEMA DAUÐAREFS- INGU Tyrkir hafa afnumið dauðarefsingar með öllu. Numan Hazar, sendiherra Tyrklands hjá Evrópuráðinu, undirritaði þrett- ándu grein Mannréttindasátt- mála Evrópu fyrir hönd tyrk- neskra stjórnvalda og skuldbatt þannig Tyrkland til að afnema dauðarefsingar. ÞINGKOSNINGAR Á SPÁNI 14. MARS Spænsk stjórnvöld hafa boðað til þingkosninga 14. mars næstkomandi. Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, ætlar ekki að gefa kost á sér og hefur hann útnefnt Mariano Rajoy að- stoðarforsætisráðherra sem leið- toga Þjóðarflokksins. MÓTMÆLAGANGA Í KAUP- MANNAHÖFN Um 700 múslimar gengu um götur Kaupmannahafn- ar til að mótmæla ákvörðun franskra stjórnvalda um að banna trúarleg tákn í skólum landsins, þar með talið slæður íslamskra kvenna. Mótmælendurnir tóku sér stöðu fyrir utan franska sendiráðið og afhentu sendiherr- anum bréf stílað á Jacques Chirac Frakklandsforseta. ■ Evrópa Hrísey í faðm Akureyrar Hrísey sameinast Akureyri á næstu mánuðum ef fram fer sem horfir. Flutningur kvóta úr byggðarlaginu og brotthvarf fiskvinnslu var áfall fyrir byggðina, sem þarf að styrkjast til að geta haldið uppi þjónustu, segir sveitarstjórinn. Hann sér möguleika opna í atvinnuuppbyggingu. Fréttaviðtal BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON ■ ræðir við Ragnar Jörundsson sveitar- stjóra um stöðu Hríseyjar og hug- myndir um sameiningu við Akureyri. VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR VIÐ ÚTLÖND Nóvember 2003 577,6 Nóvember 2002 1.272,5 Nóvember 2001 1.836,7 Nóvember 2000 -3.076,3 Nóvember 1999 356,6 Nóvember 1998 -3.737,6 Nóvember 1997 395,9 Nóvember 1996 -41,8 Nóvember 1995 1.708,0 Allar tölur í milljónum króna Heimild: Hagstofa Íslands Svonaerum við

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.