Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 6
6 12. janúar 2004 MÁNUDAGUR Lögreglan skaut fjallaljón: Drap hjól- reiðamann LOS ANGELES, AP Bandarískir lög- reglumenn skutu fjallaljón sem hafði ráðist á tvo hjólreiðamenn í þjóðgarði í Kaliforníu. Kona sem var í hjólreiðaferð með vinkonu sinni liggur á sjúkrahúsi með lífshættulega áverka eftir að hafa orðið fyrir árás ljónsins. Vegfarendum tókst að hrekja ljónið á flótta með því að kasta að því steinum. Eftir árásina fannst lík annars hjól- reiðamanns sem talið er að hafi lent í klóm sama dýrs. Yfirvöld í Kaliforníu segja að síðan árið 1890 hafi aðeins verið skráð þrettán tilfelli þar sem fjallaljón réðust á fólk. Talið er að í Kaliforníu séu um 4.000 til 6.000 fullorðin ljón og er bannað með lögum að skjóta þau. ■ Veistusvarið? 1Hvað heita íslensku sprengjusér-fræðingarnir sem starfa í Írak? 2Hver er forstjóri Pharmaco? 3Hvaða útvarpsþáttur verður endur-vakinn á X-inu og Skonrokk? Svörin eru á bls. 30 FISKVEIÐAR Fiskveiðiskipið Bjarmi hefur verið innsiglað vegna van- goldinna vörsluskatta, en skipið lenti í kastljósi fjölmiðla þegar sjónvarpsmyndir af brottkasti fisks voru teknar þar um borð. „Það er verið að losa peninga og við stefnum að því að borga þetta í næstu viku,“ segir Níels Ársæls- son, skipstjóri og eigandi Bjarma. „Fiskistofa tók af okkur veiði- leyfið í fimm mánuði á síðasta ári fyrir litlar sakir sem engar. Tekj- urnar af skipinu á þessu tímabili áttu að vera um 140 milljónir mið- að við eðlilegan rekstur á vetrar- vertíð. Þeir leggja okkur í einelti. Stofan hefur unnið að því leynt og ljóst, síðan þetta brottkastsmál kom upp árið 2001, að koma okkur á hausinn. Við rugguðum bátnum svo hroðalega og flettum ofan af ógeðinu í fisk- veiðikerfinu sem fulltrúar LÍÚ og s t j ó r n v a l d a þræta fyrir.“ Í haust varð alvarleg bilun í aðalvél skipsins og segir Níels að það hafi einnig haft áhrif. Hann segir að veðskuldir Þorbjarnar tálkna, rekstraraðila skipsins, og tengdra félaga séu um 177 millj- ónir króna, en að búið sé að semja um lækkun áhvílandi skulda um 70 milljónir. „Við ætlum að reyna að komast út úr þessu.“ ■ CRAWFORD, AP George W. Bush byrj- aði að undirbúa árás á Írak strax fáeinum dögum eftir að hann tók við embætti for- seta Bandaríkj- anna í janúar árið 2001, meira en hálfu ári áður en hryðjuverka- menn gerðu árásir á Banda- ríkin 11. septem- ber það ár. Þetta fullyrð- ir Paul O’Neill, sem var fjár- málaráðherra í stjórn Bush þangað til for- setinn rak hann í desember árið 2002. „Strax frá byrjun var sannfær- ing fyrir því að Saddam Hussein væri slæmur maður og að hann þyrfti að fara frá,“ sagði Paul O’Neill í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur. Þættinum var sjón- varpað í gærkvöldi, en brot úr hon- um voru sýnd strax á laugardag. Bandaríkjastjórn byrjaði að senda frá sér yfirlýsingar um hugsanleg átök við Írak nokkru fyrir september 2001. Allt frá því Bill Clinton var Bandaríkjaforseti hafði stjórn Bandaríkjanna reynd- ar haft þá stefnu að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak, þótt stríð hafi ekki verið á dagskrá fyrr en Bush tók við. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir því að Saddam Hussein hafi á neinn hátt tengst árásunum 11. september. Engu að síður réttlættu þau innrás- ina í Írak meðal annars með því að hann gæti hugsanlega verið að undirbúa enn hrikalegri árás á Bandaríkin. O’Neill sagðist í 60 mínútum hafa haft mestar áhyggjur af því hve Bush hafi lagt mikla áherslu á að verða fyrri til að ráðast á Írak. „Í mínum huga er hugmyndin um forgangsrétt, að Bandaríkin hafi einhliða rétt til að gera hvað- eina sem við ákveðum að gera, mjög stórt skref.“ Viðtalið við O’Neill var liður í kynningu á bók eftir fréttamann- inn Ron Suskind þar sem fjallað er um fyrri helming kjörtímabils Bush. O’Neill var helsti heimildar- maður höfundarins. Í bókinni er því einnig haldið fram að bandarísk stjórnvöld hafi verið byrjuð að skipta olíulindum Íraks á milli verktaka, og er vísað í skjöl þess efnis frá því fyrir september 2001. ■ Á FLUGVELLINUM Farþegar frá Karachi í Pakistan lenda á flugvellinum í Bombay. Indland og Pakistan: Fáir með fyrstu vél NÝJA-DELÍ, AP Þeir voru ekki margir farþegarnir um borð í fyrstu ind- versku flugvélinni í tvö ár til að fljúga áætlunarflug milli Ind- lands og Pakistans. Átta farþegar voru um borð í flugvélinni sem flaug frá Nýju-Delí í Indlandi til Lahore í Pakistan. Áætlunarflug milli landanna tveggja hafði legið niðri síðan herskáir múslímar gerðu árás á indverska þingið í desember 2001. Indverjar sökuðu Pakistana um að bera ábyrgð á árásinni en þeir neituðu sök. Pakistanar hófu áætlunarflug milli landanna í ársbyrjun. ■ NÝNASISTAR MÓTMÆLA Meira en 500 nýnasistar fóru í mótmæla- göngu í austurhluta Berlínar- borgar. Þeir mótmæltu banni sem hefur verið lagt á hljómsveitina Landser og einnig því að þrír meðlimir hennar hafa hlotið fangelsisdóm fyrir að hafa í frammi nasistaáróður. BELGAR VILJA BANNA Innanríkis- ráðherra Belgíu, Patrick Dewael, vill fara að dæmi Frakka og leggja bann við því að fólk beri áberandi trúartákn í opinberum byggingum í landinu, þar á meðal í skólum og dómstólum. ÖLVAÐUR Á REIÐHJÓLI Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði um helgina pilt á reiðhjóli sem átti erfitt með að stýra beint. Hann var látinn blása í blöðru og kom í ljós að hann var ölvaður. Var honum gert að teyma hjólið heim. Að auki voru tveir ökumenn bifreiða teknir fyrir ölvunarakstur í Hafnarfirði og Garðabæ aðfara- nótt sunnudags. ÞRÍR ÖLVAÐIR ÖKUMENN Fremur rólegt var í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags, að sögn lög- reglu, en að venju var eitthvað um minni háttar pústra og líkamsárás- ir. Nokkrir gistu fangageymslur vegna ölvunaróláta og þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur. EKIÐ Á HEST Aflífa þurfti hest eftir að hann hljóp í veg fyrir bif- reið á Vesturlandsvegi við Galtarholt. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var bíllinn mikið skemmdur. ÚTSALA ÚTSALA 60- 90% afsláttur Áður Núna Peysa m/gata mynstri 5.900.- 1.800.- Peysa m/kaðlaprjóni 5.900.- 1.900.- Jakkapeysa 5.900.- 1.900.- Dömuskyrta 4.600.- 900.- Skyrta m/bróderíi 5.500.- 1.700.- Toppur m/bróderíi 5.500.- 1.600.- Denimkápa m/loðkraga 7.900.- 2.900.- Mittisjakki m/loðkraga 4.900.- 1.400.- Dömubolur 2.600.- 900.- Kjóll 6.500.- 2.600.- Sítt pils 4.700.- 900.- Dömubuxur 4.200.- 900.- Satínbuxur 6.700.- 900.- Og margt margt fleira Stærðir 34-52 Opið 10:00 - 18:00 Síðumúla 13 108 Reykjavík Sími: 568-2870 Ótrúlega lágt verð BJARMI BA Sjónvarpsmyndir af brottkasti fisks drógu dilk á eftir sér. Fjölskylduhjálp Íslands: Úthlutað á þriðjudögum AÐSTOÐ Fjölskylduhjálp Íslands hefur breytt tímasetningum fyrir móttöku vöru og úthlutun sína. Hér eftir fer úthlutun samtak- anna fram á þriðjudögum milli 14 og 17 í stað fimmtudaga áður. Tek- ið er á móti vörum á mánudögum milli 13 og 17. Sem fyrr er starf- semin í gamla fjósinu við Eski- hlíð. „Við gátum hjálpað tæplega 2.000 einstaklingum fyrir jól,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, sem er í forsvari fyrir Fjölskyldu- hjálpina. Þá voru samtökin nýlega stofnuð og telur Ásgerður að þau geti eflst enn frekar. ■ ■ Evrópa ■ Lögreglufréttir FORSETINN Á SKRIFSTOFU SINNI Bush byrjaði að leggja á ráðin um stríð gegn Írak strax og hann komst til valda, segir fyrrverandi fjármálaráðherra hans. Í árásarhug frá upphafi Paul O’Neill, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir George W. Bush hafa haft í hyggju að ráðast á Írak löngu fyrir 11. september. „Í mínum huga er hug- myndin um forgangsrétt, að Bandaríkin hafi einhliða rétt til að gera hvað- eina sem við ákveðum að gera, mjög stórt skref. Bjarmi innsiglaður vegna skulda: Vinna að því að koma okkur á hausinn NÍELS ÁRSÆLSSON Hefur samið um lækkun áhvílandi skulda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.