Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 23
23MÁNUDAGUR 12. janúar 2004
Manchester City:
Seaman
meiddur
FÓTBOLTI „Ég held þetta bindi ekki
enda á feril Davids Seaman en
þetta er áfall fyrir okkur,“ sagði
Kevin Keegan, framkvæmda-
stjóri Manchester City. David
Seaman meiddist í árekstri við
sóknarmanninn Yakubu Aiyeg-
beni í leik Manchester City og
Portsmouth á laugardaginn.
„David er meiddur á öxl eða við-
beini og verður frá í að minnsta
kosti fjórar vikur og allt að átta
vikur.“
Keegan leitar nú að stað-
gengli Seamans og er landsliðs-
markvörðurinn Árni Gautur
Arason einn þeirra sem koma til
greina. „Við þurfum einhvern
með reynslu vegna þess að
hvorki Kevin Ellegaard né
Kasper Schmeichel hafa nægi-
lega reynslu,“ sagði Keegan.
„Við viljum ekki borga háa upp-
hæð og kannski verðum við að fá
einhvern að láni. Gulrótin sem
við getum boðið réttum manni er
sú að við höfum ekki aðalmark-
mann með þriggja til fjögurra
ára samning.“ ■
FÓTBOLTI Sigur gegn Albacete og tap
Real Madrid fyrir Real Sociedad
færði Valencia efsta sætið í
spænsku úrvalsdeildinni þegar
keppnin er hálfnuð. Jorge López
skoraði eina markið í leik Albacete
og Valencia úr vítaspyrnu þegar á
sjöundu mínútu. Valencia átti fullt í
fangi með að verja forystuna og oft
kom Santiago Canizares liðinu til
bjargar með góðri markvörslu.
Rússinn Valery Karpin skoraði
markið sem færði Real Sociedad
sigur á Real Madrid. Tyrkinn Nihat
Kahveci sendi boltann fyrir markið
en Iker Casillas, markvörður Real
Madrid, missti boltann frá sér þeg-
ar Darko Kovacevic sótti að honum
og Karpin skoraði af stuttu færi.
David Beckham lék ekki með
Real Madrid vegna meiðsla sem
hann varð fyrir í leik gegn Murcia
um fyrri helgi. Beckham var bjart-
sýnn þrátt fyrir tapið. „Þrennan er
enn möguleg,“ sagði Beckham.
„Okkur gengur vel í öllum þremur
keppnunum. Það er alltaf mikilvægt
að sigra í deildinni, Meistaradeildin
skiptir Spánverja svo miklu máli og
hjá Real Madrid vilja menn alltaf
vinna bikarinn.“
„Við höfum leikið miklu, miklu
betur en við gerðum gegn
Sociedad,“ sagði Beckham. „En það
sem skiptir mestu máli er að leik-
mennirnir átti sig á því að þeir hafa
spilað illa og reyni að laga það. Ef
við förum ekki að leika betur bráð-
lega verður eitthvað til að tala um.
Þjálfarinn er snjall að rífa menn upp
eftir slæma leiki og ef honum finnst
hann þurfa að gera það á næstu dög-
um er ég viss um að hann muni gera
það vegna þess að síðustu leikir hafa
valdið vonbrigðum.“
Celta Vigo komst úr fallsæti með
4-2 útisigri á Mallorca. Hollending-
urinn Arnold Bruggink færði
heimaliðinu tvisvar forystuna í
fyrri hálfleik en Silvinho, Peter
Luccin og Savo Milosevic skoruðu
þrisvar fyrir gestina á síðustu tíu
mínútunum. José Ignacio skoraði
fyrsta mark Celta Vigo. ■
FÓTBOLTI Roma heldur þriggja stig
forystu í ítölsku A-deildinni eftir
1-0 sigur gegn Perugia á útivelli í
gær. Brasilíumaðurinn Al-
essandro Mancini skoraði markið
þegar á þriðju mínútu.
Roma hefur 39 stig eftir sextán
leiki og Juventus og Milan hafa
þremur stigum minna en Milan á
heimaleik gegn Siena til góða á
Rómverja. Milan lenti undir gegn
Reggiana þegar Stefano Torrisi
skoraði á annarri mínútu. Brasil-
íumaðurinn Kaka jafnaði sex mín-
útum síðar og kom Milan yfir í
byrjun seinni hálfleik. Andrea
Pirlo tryggði Mílanóliðinu sigur
með marki úr vítaspyrnu tuttugu
mínútum fyrir leikslok.
Antonio Conte færði meistur-
um Juventus 2-1 útisigur á Samp-
doria með fyrsta marki sínu á
leiktíðinni. Mauro Camoranesi
kom Juve yfir um miðjan fyrri
hálfleikinn en Francesco Flachi
jafnaði fyrir Sampdoria snemma í
seinni hálfleik.
Parma komst upp í fjórða sæt-
ið með 1-0 sigri á Inter Milan á
laugardag. Emanuele Filippini
nýtti sér misskilning milli mark-
varðarins Francesco Toldo og fyr-
irliðans Javier Zanetti skömmu
fyrir hlé og skoraði eina mark
leiksins. Brescia vann Lazio 1-0 í
Róm á laugardag. Luigi Di Biagio
skoraði þegar á þriðju mínútu.
Aðeins 3.850 manns sáu leik
botnliðanna Empoli og Ancona.
Empoli vann 2-0 og skoruðu Antonio
Di Natale og Ighli Vannucchi mörk-
in snemma í seinni hálfleik. ■
Ítalska A-deildin:
Roma enn efst
ALESSANDRO MANCINI
Brasilíumaðurinn Alessandro Mancini skorar sigurmark Roma gegn Perugia.
Valencia efst
Valencia vann Albacete á sama tíma og Madrid tapaði fyrir Real Sociedad.
MARKIÐ SEM FELLDI REAL MADRID
Darko Kovacevic og Valery Karpin fagna
sigurmarki Real Sociedad gegn Real
Madrid á laugardagskvöld.
Paul Durkin:
Gerðist
svo fljótt
FÓTBOLTI „Þetta gerðist svo fljótt. Ég
bjóst við að boltinn yrði sendur fram
völlinn. Ég var í töluverðri fjarlægð
og var bara alls ekki viss.“ Þannig
lýsti dómarinn Paul Durkin atvikinu
þegar Tim Howard brá Alan Shear-
er í vítateig Manchester United. „Að
sjálfsögðu hef ég séð endursýningar
og þarna var snerting. Ef ég er ekki
100% viss um að það hafi verið um
snertingu að ræða get ég ekki dæmt
víti. Þannig er það bara. Ég er mjög
vonsvikinn vegna þess að við viljum
gera allt rétt í stórleikjunum. En þið
verðið að skilja að þetta gerist svo
hratt að ég hafði aðeins sekúndubrot
til að ákveða mig.“ ■
■ ■ LEIKIR
19.15 KR leikur við topplið ÍS í DHL-
Höllinni í 1. deild kvenna í körfu-
bolta.
■ ■ SJÓNVARP
15.05 Ensku mörkin á Stöð 2.
16.40 Helgarsportið á RÚV.
17.45 Ensku mörkin á Sýn.
18.40 Spænsku mörkin á Sýn.
19.30 NFL-tilþrif á Sýn.
20.00 Enski boltinn á Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn.
22.30 Ensku mörkin á Sýn.
23.25 Spænsku mörkin á Sýn.
01.35 Ensku mörkin á Stöð 2.
hvað?hvar?hvenær?
19 10 11 12 13 14 15
JANÚAR
Mánudagur