Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 12
Það er ekki hægt að kennakvótakerfinu um að byggðir víða um land standi höllum fæti. Vel má vera að kvótakerfið hafi flýtt fyrir óumflýjanlegri stöðu þessara sveitarfélaga, vel flestra. En það er ódýrt og ekki verjandi að saka kvótakerfið um hvernig komið er víðast hvar. „Ástæðan er náttúrlega sú að við þurfum að halda uppi ákveðnu þjónustustigi en það fækkar alltaf fólki,“ segir Ragnar Jörundsson, sveitar- stjóri í Hrísey, hér í blaðinu, en Hríseyingar hafa óskað eftir sameiningu við Akureyri. Sveitarstjórinn segir atvinnu hafa verið háða sjávarfangi en þar sem kvótinn er nánast allur horfinn hefur atvinnutækifær- um fækkað verulega. Kröfur okkar til lífsins hafa breyst það mikið að allsendis er óvíst að komandi kynslóðir sætti sig við það sem þær fyrri gerðu. Menntun er nauðsyn öllu nú- tímafólki og eðlilega verða seint sömu tækifæri til menntunar í fámenni. Leiða má líkur að því að framhaldsskólar í fámennum byggðum leiði jafnvel af sér fólksflótta. Ungt fólk sem ann- ars hefði ekki farið í nám menntar sig og þarf meira, meira nám eða atvinnu sem er ekki í boði heima fyrir. Þing- menn Vestfjarða hafa viðrað hugmyndir um háskóla fyrir vestan, þeir sjá þróunina. En verður hún stöðvuð? Er fámennið þegar orðið það mikið að ekki verður spornað við þró- uninni? Ragnar sveitarstjóri í Hrísey segir þróunina vera afleiðingu af kvótakerfinu og að lítil sveitarfélög á borð við Hrísey hafi ekki bolmagn til að kaupa til sín veiðiheimildir. „Þetta er svokölluð þróun. Ég veit ekki hvort þetta er van- þróun eða rétt þróun,“ segir Ragnar. Viðbrögð Ragnars eru eðlileg hjá manni sem hefur það hlutverk að halda byggð- inni gangandi og veita íbúunum sem mesta og besta þjónustu, þarf jafnvel að hafa mikið fyrir því að veita þá þjónustu sem ber að gera samkvæmt lögum. En ef þessi vandi væri ekki til staðar í Hrísey í dag, yrði hann það eflaust á morgun. Auðvitað er sárt fyrir allt það fólk sem berst við að halda lífi í sínum byggðum að hugsa til þess að oftar en ekki hafa einhverjir fyrrverandi sveit- ungar þess selt kvótann frá byggðunum og lifa áhyggju- lausu ríkramannalífi fjarri heimahögunum. Gerðir þeirra manna flýttu fyrir vandanum, en hann hefði komið hvort eð er, vegna þess að breytingar á lífi okkar eru miklar og krafa unga fólksins er ekki bara að hafa vinnu og það mikla. Unga fólkið vill miklu meira og það er á mörkunum að Ísland sé nóg. ■ Hin rómaða íslenska umræðu-hefð getur tekið á sig dásam- legar myndir. Hefðin er sú að tek- ið er fyrir málefni, og einstakling- ar skipta sér upp í hópa eftir áhugamálum og beita svo öllum brögðum svo koma megi höggi á andstæðinginn. Takist ekki að slá andstæðinginn út snemma í ferl- inu er voðinn vís. Þá gerist hið óumflýjanlega. Umræðurnar dragast svo á langinn að enginn man lengur tilefni þeirra. Gott dæmi um þetta er sú deila sem nú tröllríður s a m f é l a g i n u . Tilefnið er lík- lega völd. Fyrir hópunum fara annars vegar f o r s æ t i s r á ð - herra og helstu f y l g i s v e i n a r hans, Flokkur- inn, Morgun- blaðið og fleiri sem láta sér annt um mann- inn, og hins vegar forsvarsmenn Baugs og fylgisveinar þeirra. Þeir sem Flokkurinn sam- þykkir Deilan hefur farið um víðan völl. Viðkomustaðir hafa verið London, Reykjavík, Stjórnarráðið og reyndar hvar sem hægt hefur verið að bera niður. Allir hafa fyr- ir löngu misst sjónar á því um hvað er deilt, enda er öllum sama. Líklega má þó rekja upphaf þess- ara deilna til gamalla heimiliserja innan Flokksins. Sumir hafa, í hita leiksins, þó viljað tengja Samfylk- inguna við þessar deilur. Líklega verður sá málflutningur rakinn til þess að heimilt er að beita öllum brögðum, svo koma megi höggi á andstæðinginn. Sagnfræðingar fullyrða þó að upphaf deilnanna megi rekja til þess að einhverjir Flokksmenn hafi trúað þeirri ósvinnu að Flokkurinn stæði fyrir frelsi einstaklingsins; að allir ættu að fá jöfn tækifæri. Þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því að þegar Flokkurinn talar um alla, á hann ekki við alla, heldur „alla“ sem flokkurinn samþykkir. Þar liggur hundurinn líklega grafinn. Já, stundum getur lítil þúfa velt þungu hlassi, því lítið hefur þessi deila með almannahagsmuni að gera. Hvað koma þessar deilur almenningi við? Jú, þær koma honum við. Það skiptir almenning miklu hverjir sitja að völdum hverju sinni. For- sætisráðherra og hans fólk hefur setið lengi að völdum. Nú óttast hann og hans menn að þau völd séu í uppnámi. Óprúttnir einstak- lingar hafi komist í aðstöðu til að geta gert honum lífið leitt. Það er vont fyrir hann. En hvernig birtist þetta al- menningi? Helstu dagblöð landsins fjalla varla um nokkur mál nema þessar deilur liti þau. Það er án efa tilhlökkun í hugum margra þegar þessum „fáránleik“ í leikhúsinu loks lýkur. Sýningar á „leiknum“ hafa haft slæm áhrif á umræðu í landinu. Þær hafa ekki skilað neinu. Helstu fjölmiðlar landsins og stjórnarráð Íslands er helsjúkt vegna þessa. Síðustu útspil deilu- aðila voru þau að eftir að stjórnar- ráðið boðaði löggjöf bauð við- skiptaveldið upp á fjölmiðlaráð. Það er orðið tímabært að menn láti af þessum sýningum í leikhúsi fá- ránleikans því almenningur hefur fengið nóg. Farið heim, það er beð- ið eftir ykkur þar. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um vanda fámennra byggða. 12 12. janúar 2004 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Rétt eins og til er sósíalísk listog trúarleg list – þá er til frjálshyggjulist. Og rétt eins og sósíalrealisminn átti sér nokkra iðkendur hér á landi sem lítt náðu eyrum almennings vegna þess að fólkið gerir sér ekki grein fyrir því að boðskapurinn er svo miklu mikilvægari en eitthvert listrænt prjál – þá á frjálshyggjulistin sér einnig iðkendur nú á dögum. Eða kannski öllu heldur: iðkanda. Eiginlega er hann bara einn: Hrafn Gunnlaugsson. Sósíalísk list, frjálshyggju- list: er þetta ekki ögn líkt? Hvort tveggja er kennslulist, hvort tveggja sækir styrk sinn í að ögra okkur til að hugsa upp á nýtt viðtekn- ar hugmyndir. Boðskap- urinn er alltaf í fyrirrúmi í þessari tegund listar, sagan sem borin er fram á að vera dálítil kennslu- stund, sögð til að við drögum ályktanir af henni og fyllumst eld- móði til að breyta samfélaginu. Þessi líkindi komu vel í ljós í því hvernig Hrafn stælir höfund hins sósíalíska kennsluleikhúss, Bertolt Brecht, þegar hann læt- ur Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur söngla eftir sig pólitískan leið- ara á meðan einhver glamrar undir á píanó. „Áttunda afrit af eyðublaði númer níu“ En þeir voru sem sé bæði fáir og misskildir sem iðkuðu af al- vöru sósíalíska list. Halldór Lax- ness skrifaði ekki sósíalískar skáldsögur þótt hann fjallaði um aðstæður fólks og vanda- mál sem hann taldi sjálf- ur að myndu ekki vera fyrir hendi í sósíalísku samfélagi; Jóhannes úr Kötlum orti mörg sósíal- ísk ljóð en sá kveðskapur myndar þrátt fyrir allt ekki kjarnann í æviverki hans. Klár og kvitt sósíal- ísk list á Íslandi var oft flatrím- aður kveðskapur sem stóð varla í hljóðstaf raulaður við lagboða úr smiðju Hjálpræðishersins við undirleik þriggja hljóma á svolít- ið vanstilltan gítar og fjallaði ýmist um „ódáminn í Miðnes- heiði“ eða var herhvöt til verka- mannana. En þetta var engu að síður list andófsins og miðlaði ástríðu og þrá eftir réttlæti mönnum til handa – sem er þó alltaf nokkurs virði. Sósíalísk list kann að virðast spaugileg en hún var ekki meinsemd nema þegar hún varð ríkislist í alræðisríkj- um. Í þessari list brá stundum fyr- ir persónu sem í senn var frá- hrindandi og brjóstumkennan- leg. Þetta var kerfiskarlinn. Það var náungi sem var lítill kassi. Af einhverjum ástæðum þótti kynslóðinni sem kennir sig við 68 það lítilmótleg iðja að starfa hjá hinu opinbera. Sérlega ömurlegt þótti að vera fulltrúi einhvers staðar sem leggur ríkulega upp úr því að formsatriðum sé full- nægt, með öðrum orðum: starfar af trúmennsku og samviskusemi í þágu almennings og gætir þess að farið sé að settum reglum. Þessi persóna er í aðalhlutverki í mynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, Opinberun Hannes- ar, nema nú heitir stofnun- in Eftirlitsstofnun ríkis- ins. Hér er um að ræða bældan mann og fársjúk- an af reglusemi og svo illa er meira að segja fyrir honum komið í lífinu að kona er yfirmaður hans. Arfurinn frá 68 starfar stundum eftir óútskýrðum leið- um... Ríkið í myrkrunum lá... Hver er boðskapurinn? Til dæmis þetta: við erum borin frjáls. Ríkið er óvinur okkar. Þjóðfélagsgerð okkar er slæm. Við fáum ekki að vera í friði. Ríkið meinar okkur að njóta lífs- ins með eilífum lagasetningum, reglugerðum og formsatriðum, það gerir okkur að þrælum. Hvað er Ríkið? Það er svolítið eins og Meinvill í jólakvæðinu, óskilgreind, óskiljanleg og hroðaleg vera sem vakir óséð yfir lífi okkar, fylgist með okkur úr felum og lifir fyrir það að gera okkur lífið leitt. Í Morgun- blaðsviðtali við höfund myndarinnar og höfund þeirrar upphaflegu smá- sögu sem byggt mun hér á – og er reyndar óvart líka forsætisráðherra landsins – var þetta ógnareðli ríkisins nokkuð rætt, og þar tilgreint sérstaklega ósamþykkt laga- frumvarp sem á að gera kaup á vændi refsiverð og lög um tóbaksvarnir sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar bar fram á sínum tíma og samþykkt voru frá alþingi. Það er nú svo og það held ég. Það sem þó stendur upp úr og má heita nokkurt afrek er að við gerð þessarar myndar tókst höfundin- um að haga málum svo að myndin er algerlega ótrufluð af mark- aðslögmálum, og ekki nóg með það, ekki er annað að skilja en að hann þurfi ekki á einum einasta áhorfanda að halda – hann græðir samt. Þannig verður ekki hjá því komist að líta á þessa afurð hans sem ríkisstyrkta frjálshyggjulist – opinbera frjálshyggjulist – list sem Ríkið sendir okkur um það hversu slæmt það sjálft sé. Æjá. En við hin – við þessi sem búum í samfélaginu – við vitum að þegar allt kemur til alls þá erum það við sem borgum. Því að ríkið – það erum við. ■ Vondur stal giftinga- bjöllunni Hrafn Sæmundsson skrifar: Ég ætla að skrifa lesendumFréttablaðsins örstutt bréf. Þetta bréf er um lífið og tilveruna og hvaða afstöðu við tökum til dags- ins í dag og umhverfisins og fjöl- skyldunnar og þeirra endaloka sem allra bíða og auðvitað hamingjuna. Í þessu bréfi ætla ég að spyrja þig – lesandi – beint sömu spurning- ar og ég spyr sjálfan mig. Getur ver- ið að það sé ekki allt í lagi í þjóðfé- laginu? Getur verið að við borgum of mikið fyrir of lítið? Getur verið að „við hefðum getað vakað lengur“? Getur verið að fjölskylduvænni tími hefði gefið meira, Getur verið að við hefðum getið notið lengur hverrar stundar með börnunum. Af hverju þessar vangaveltur einmitt núna? Ég held þrátt fyrir allt að lífskjör séu góð og verði „góð“ næstu árin, sé aukin neysla mælikvarði á lífskjör alls almenn- ings. En þjóðfélagið er að gliðna sundur, og það er fleira að gliðna sundur. Í svona stuttu bréfi er ekki hægt og ekki rétt að fara inn í kjarnann. Þó er hægt að taka tvö dæmi sem eru núna að gerast – í hnotskurn. Lýðveldið stendur á þrem stólpum. Löggjafarvaldi, dómsvaldi og fram- kvæmdavaldi. Framkoma og ósvífni ráðamanna við að fara fram- hjá eða skáskjóta sér framhjá er- stundum lögleg en siðlaus. Ekki meiri pólitík. En nú kemur niðurstaða mín. Orrustan um grundvallarsiðfræði kristni í sam- félaginu er hafin, Nú er sótt að heil- brigðiskerfinu, Framsóknarflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að færa þessa fórn fyrir flokkshags- munum sínum – ef til vill dauða- stríði! Ég öfunda ykkur ekki, les- endur, ef þið sitjið heima þegar heil- brigðiskerfið verður boðið upp. Ég bið ykkur lesendur að staldra nú við. Þegar næst verður minnst á pólitík, í öllum guðanna bænum svarið ekki „það er sami rassinn undir þeim öllum“. Þetta er niður- læging vitsmunalegs sjálfstrausts og sjálfvirðingar. Í næstu kosningum verða tveir kostir. Engin útkoma og mörg flokksbrot. Eða tveir háir turnar. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylk- ingin. Nýir forustumenn þurfa að taka við nú þegar og þeir eru tilbún- ir. Til þess að þetta verði þarf nýja pólitíska hugsun. ■ Um daginnog veginn LÚÐVÍK BERGVINSSON ■ alþingismaður skrifar um deilur for- sætisráðherra við for- svarsmenn Baugs. Frjálshyggjulist ■ Bréf til blaðsins Leikhús fáránleikans Engu um að kenna „Forsætis- ráðherra og hans fólk hef- ur setið lengi að völdum. Nú óttast hann og hans menn að þau völd séu í uppnámi. Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ fjallar um Rás 2 og leiðina að hlustendum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.