Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 30
30 12. janúar 2004 MÁNUDAGUR
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Adrian King og Jónas Þor-
valdsson.
Róbert Wessman.
Tvíhöfði.
Eldjárn Már Hallgrímsson legg-ur leið sína upp á Barnaspítala
Hringsins annan hvern dag til að
þrífa fiskabúrið í anddyrinu.
„Þetta er tvö þúsund og fimm
hundruð lítra búr og eitt stærsta
sjávarfiskabúr á landinu,“ segir
Eldjárn Már. „Í búrinu eru tvö
hundruð krabbar og lindýr, tutt-
ugu rækjur, fjörutíu fiskar og yfir
fjörutíu tegundir af kórölum en
þetta eru mestmegnis fiskar sem
koma úr hafinu nálægt Fídjíeyjum
en eru fluttir inn frá Þýskalandi.“
Eldjárn Már vinnur hjá Dýra-
ríkinu en hann segir ekki mikið
umstang fylgja þessum þrjú
hundruð lifandi verum. „Þetta er
sjálfbært búr svo ég er þarna í
hálftíma í senn og skef glerið svo
að fólk sjái vel í gegnum það, fylli
á vatn og gef fiskunum að éta,“
segir Eldjárn, sem gefur fiskunum
frosnar smárækjur og þörunga.
Eldjárn Már segir lífríkið í
búrinu gleðja börnin á Barnaspít-
alanum. „Það er gaman að fylgjast
með börnunum skoða fiskana. Þau
skíra þá og þekkja hvern og einn
og virðast fá mjög mikið út úr því
að skoða þennan heim.“ ■
Þau tíðindi áttu sér stað þegarnýjasta fjölmiðlakönnun
Gallups var gerð opinber að þátt-
ur Gísla Marteins Baldurssonar
deildi í fyrsta skiptið öðru sætinu
með öðrum þætti. Þátturinn Idol
stjörnuleit hefur komið sér fyrir í
stólnum við hliðina á honum og er
byrjaður að hrista afturendann.
Idol er að verða vinsælasti þáttur
Stöðvar 2 frá upphafi.
Gísli er þó ekkert að ókyrrast í
sæti sínu þar sem þessar niður-
stöður þýða ekki að áhorfið á þátt
hans sé að minnka.
„Mér líst ekkert illa á það að
vera svona nálægt Idol,“ segir
Gísli, kátur í bragði að vanda.
„Það er þó eitt í þessu, inni í töl-
unni sem send var á fjölmiðla
vantaði tölurnar af endursýningu
þáttarins á sunnudögum. Hún hef-
ur alltaf verið inni og hún er yfir-
leitt um 5-6%. Út af því að þetta
var svona lítil könnun var áhorf
fyrir klukkan fjögur á daginn ekki
mælt. Þátturinn minn er endur-
sýndur í hádeginu á sunnudögum.
Þannig skilst mér að ég sé kominn
með mjög svipað og í síðustu
könnun, jafnvel meira.“
Gísli er því mjög ánægður með
niðurstöðuna þar sem um helming-
ur þjóðarinnar fylgist enn með.
Sjálfur segist hann ekki fylgjast
með Idol þó að hann verði vissu-
lega mjög var við þáttinn í fjölmiðl-
um. „Ég er nú sjálfur samt ekkert
rosalega hrifinn af því að kaupa
niðursoðna hugmynd frá útlöndum
og framkvæma hana nákvæmlega
eftir plani. Ef maður horfir fram-
hjá því virðist þetta rosalega vel
gert hjá þeim. Það hafa allir álit á
þessu og flestir hafa séð þetta. Ég
hef bara séð brot og brot en aldrei
heilan þátt. Fullt af fólki í kringum
mig er þó þrælspennt yfir þessu,“
viðurkennir Gísli að lokum en
bendir á að forkeppni Evróvisjón
náði síðast 75% áhorfi. Hann spáir
því að úrslitaþáttur Idol fari upp
undir það.
Ekki er búið að ákveða hversu
lengi fram á sumar Gísli mun taka
á móti gestum í sjónvarpssal en
hann býst við því að sitja kyrr út
júní eins og síðast. ■
FISKABÚRIÐ Á BARNASPÍTALANUM
Eldjárn Már Hallgrímsson segir fiskana gleðja börnin á Barnaspítala Hringsins.
Lárétt: 1stór, 5kál,6ha,7al,8kyn,
9held,10ká,12aur, 13ari,15ræ,
16lind,18nári.
Lóðrétt: 1skarkali,2tál,3ól,
4vandræði,6hylur, 8kea,11ári,
14inn,17dá.
Idol rís, Gísli og Spaug-
stofan sitja kyrr
í dag
Idol-barnið
fæddist ofan í
íþróttatösku
Mynduð við
kynferðislegar
athafnir í
aftursætinu
Sakar Línu
um kynlífsnudd
í Kópavogi
Úlpa áður kr. 6.400 nú kr. 3.840
Bómullarpeysur áður kr. 3.900 nú kr. 1.950
Flísjakki áður kr. 6.400 nú kr. 3.840
Gallabuxur áður kr. 6.100 nú kr. 3.660
Barnabolur áður kr. 2.846 nú kr. 1.708
Barnabuxur áður kr. 3.900 nú kr. 2.340
ÚTSALA
40-80% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfjörður, sími 565 3900
Nýi
Freemanslistinn
er kominn út
GÍSLI MARTEINN
Deildi öðru sætinu með Idol stjörnuleit þegar síðasta könnun Gallups var birt en vill þó
meina að áhorfið sé örlítið meira. Fylgist ekki sjálfur með Idol.
20 VINSÆLUSTU FÖSTU LIÐ-
IRNIR Í SJÓNVARPINU SAM-
KVÆMT GALLUP:
1. Spaugstofan / RÚV 68,8%
2.-3. Laugardagskvöld með
Gísla Marteini / RÚV 46,6%
2.-3. Idol stjörnuleit / Stöð 2 46,6%
4. Fréttir, íþróttir og veður / RÚV 39,1%
5. Idol stjörnuleit - Atkvæðagreiðsla /
Stöð 2 35,4%
6. Kastljósið / RÚV 27,0%
7. Hálandahöfðinginn / RÚV 25,6%
8. Af fingrum fram / RÚV 25,2%
9. Bráðavaktin / RÚV 23,7%
10. Tíufréttir / RÚV 22,6%
11. Fréttir Stöðvar 2 22,5%
12. Survivor / Skjár 1 21,1%
13. Malcolm in the Middle /
Skjár 1 20,9%
14. Villtu vinna milljón? / Stöð 2 20,9%
15. Sjálfstætt fólk / Stöð 2 19,4%
16. Launráð / RÚV - 18,9%
17. Innlit/Útlit / Skjár 1 18,8%
18. Fólk með Sirrý / Skjár 1 18,0%
19. The Osbournes / Stöð 2 17,4%
20. Judging Amy / Skjár 1 17,3%
SVAFA MJÖLL
Hún segir að fólk komi víða að til að æfa í
stöðinni eða bara skoða.
Hornfirð-
ingur ársins
Lesendur horn.is völdu SvöfuMjöll Jónasardóttir Hornfirð-
ing ársins 2003. Svafa Mjöll er að-
eins átján ára en kom fyrir
skömmu upp líkamsræktarstöð-
inni Sporthöllinni á Hornafirði.
Hornfirðingurinn ungi fékk
langflestar tilnefningar á horn.is.
Lesendur sögðu hana meðal ann-
ars „stórhuga í uppbyggingu í
þjónustu á Höfn, hugrakka og
duglega við stofnun eigin fyrir-
tækis, góða fyrirmynd ungra
barna og sæta og myndarlega.“
„Þetta er skrýtin tilfinning og ég
átti alls ekki von á þessu. En ég er
ánægð með að fólk kunni að meta
það sem ég er að gera,“ segir Svafa
Mjöll, Hornfirðingur ársins. ■
Lárétt:
1 mikill, 5 grænmeti, 6 hvað?,
7 verkfæri, 8 ætt, 9 tel, 10 stafur,
12 leðja, 13 fugl, 15 ræ, 16 uppspretta,
18 líkamshluti.
Lóðrétt:
1 hávaði, 2 beita, 3 belti, 4 erfiðleikar,
6 felur, 8 fyrirtæki á Akureyri, 11 fjandi,
14 að utan, 17 yfirlið.
Lausn:
1
5 6
7 8
13 14
16 17
15
18
2 3
11
9
1210
4
Dýraríkið
ELDJÁRN MÁR HALLGRÍMSSON
■ sér um viðhald á einu stærsta sjávar-
fiskabúri landsins, sem er í anddyri
Barnaspítala Hringsins. Fiskarnir fá
frosnar smárækjur og þörunga til ætis.
Eitt stærsta sjávar-
fiskabúr landsins FRÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
...fá íslensku sprengjusérfræð-
ingarnir í Írak fyrir að finna þar
gamlar sinnepssprengjur.
Hrósið