Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 25
25MÁNUDAGUR 12. janúar 2004 FÓTBOLTI „Ég get ekki séð nokkra ástæðu fyrir því að Kevin Keegan leyfði mér ekki að spila vegna þess að ég hef verið bestur á æfingum síðustu sex mánuðina eins og allir vita,“ sagði Ísraelinn Eyal Berkovic. „Allir 45.000 stuðnings- menn Manchester City vissu að ég ætti að spila en Kevin hegðaði sér eins og stórt barn. Ég sagði honum að mér fyndist að hann ætti skilið að vera rekinn.“ Berkovic var liðsmað- ur Manchester City þar til á föstu- dag þegar hann gekk til liðs við Portsmouth. Keegan sagði að Berkovic hefði rétt á að hafa skoðanir á hlutunum og hefði ekki áhyggur af yfirlýs- ingunum. „Ég hef heyrt verri ummæli um mig og ég held ekki að Eyal verði eini maðurinn á mínum ferli sem segir að ég ætti að vera rekinn.“ Harry Redknapp, framkvæmdastjóri Portsmouth, var ekki ánægður með ummæli leikmanns- ins. „Hann ætti ekki að vera í úti- stöðum við Kevin eða nokkurn ann- ann. Fótbolti er leikur ólíkra af- staðna og Kevin gerði það sem hann mat réttast fyrir Eyal.“ ■ ÓLAFUR STEFÁNSSON BRÝST Í GEGN Ólafur Stefánsson sést hér brjótast í gegnum vörn svissneska liðsins í leiknum í gær. FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam- bandið hefur til rannsóknar félag- skipti Tim Howard frá New York/New Jersey Metrostars til Manchester United í sumar. United greiddi 2,3 milljónir punda fyrir markvörðinn sem hefur átt stóran þátt í góðu gengi félagsins í ensku úrvalsadeildinni og Meist- aradeildinni. Frammistaða hans varð til þess að franski landsliðs- markvörðurinn Fabien Barthez missti sæti sitt hjá United og er nú hjá Olympique Marseille á lánssamningi. Gögn sem Enska knattspyrnu- sambandið hefur undir höndum benda til að umboðsmenn hafi fengið ólöglegar greiðslur vegna félagskiptanna. David Davies, framkvæmdastjóri Enska knatt- spyrnusambandsins, staðfesti það í viðtölum við breska fjölmiðla. „Við höfum ýmisleg gögn,“ sagði David Davies, framkvæmdastjóri Enska knattspyrnusambandsins. „Við munum kanna þau gaum- gæfilega og umræðum um öll brot á reglum sem koma í ljós verður hraðað.“ ■ HANDBOLTI Íslendingar enduðu þriggja leikja landsleikjahrinuna gegn Sviss á góðum nótum þegar liðið hreinlega rúllaði yfir slaka Svisslendinga, 31-22, í þriðja og síðasta leiknum í Laugardalshöll- inni í gærkvöld. Íslenska liðið gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en staðan var, 18-6, þegar flautað var til leikhlés. Varnarleikur ís- lenska liðsins var frábær í fyrri hálfleik og var líkast að gestunum brast kraftur og trú þegar þeir nálguðust íslensku vörnina. Til að byrja með var nokkuð jafnræði með liðunum og þegar rúmar átta mínútur voru liðnar var staðan, 5- 3, fyrir íslenska liðið. Þá læsti ís- lenska vörnin og á tæplega tólf mínútna kafla skoraði íslenska liðið sjö mörk án þess að Sviss- lendingar næðu að svara fyrir sig. Staðan var því orðin, 12-3, og það skipti litlu þótt yngri og óreyndari menn fengju að sprey- ta sig undir lok hálfleiksins. Í síð- ari hálfleik var það sama uppi á teningnum. Íslenska liðið komst mest fimmtán mörkum yfir, 28- 13, í síðari hálfleik þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Þá vöknuðu Svisslendingar til lífsins og skoruðu sex mörk í röð og þan- nig hélst munurinn til leiksloka. Níu marka sigur staðreynd og ekki hægt að segja annað en að ís- lenska liðið hafi bætt sig með hverjum leik í þessari lands- leikjahrinu gegn Svisslendingum. Lykilleikmenn íslenska liðsins hvíldu stóran hluta síðari hálf- leiks og gafst Guðmundi Guð- mundssyni landsliðsþjálfara tækifæri til að skoða fleiri menn áður. Eins og áður sagði var varn- arleikur íslenska liðsins frábær í fyrri hálfleik og lagði grunninn að sigrinum. Róbert Gunnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með níu mörk og átti hreint skín- andi leik. Logi Geirsson skoraði fimm mörk, Ólafur Stefánsson skorðai fjögur mörk, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímssoon þrjú mörk hvor og Einar Örn Jónsson skoraði tvö mörk. Reynir Þór Reynisson varði vel í fyrri hálfleik, níu af fimmtán skotum sem hann fékk á sig. Birkir Ívar Guðmundsson varði tíu skot í síðari hálfleik. Ólafur Stefánsson var ánægður með leikinn þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Þetta var góður leikur en við megum ekki gera of mikið úr þessum sigri. Þetta var bara Sviss en alvöruprófraunin kemur næstu helgi þegar við spil- um gegn Svíum, Dönum og Eg- yptum. Fyrsti leikurinn gaf ekki rétta mynd af liðinu enda vorum við þá þungir eftir stífar æfing- ar,“ sagði Ólafur. Ólafur Stefánsson EYAL BERKOVIC Ósáttur við Kevin Keegan. Eyal Berkovic um Kevin Keegan: Eins og stórt barn Tim Howard: Félagskiptin til rannsóknar TIM HOWARD Enska knattspyrnusambandið rannsóknar félagskipti hans frá New York/New Jersey Metrostars til Manchester United í sumar. Yfirburðir Íslendinga Tóku slaka Svisslendinga í bakaríið, 31-22, í þriðja og síðasta leik liðanna í gærkvöld

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.