Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 2
2 12. janúar 2004 MÁNUDAGUR „Ekki er það nú ennþá – en ég er sammála því að til lengri tíma eiga menn ekki að vera starfandi stjórnarformenn.“ Magnús Gunnarsson er starfandi stjórnarformaður Eimskips. Á forsíðu Morgunblaðsins á laugar- daginn er haft eftir lögmanni að starfandi stjórnarformenn séu víða bannaðir í útlöndum. Spurningdagsins Magnús, ertu bannaður í útlöndum? EFNAVOPNAFUNDUR Ögmundur Jón- asson, þingmaður Vinstri grænna, segir það alltaf fagnaðarefni þeg- ar efnavopn finnast, en vopnin sem Íslendingarnir hafi nú fundið í Írak séu frá 9. áratugnum þegar Írakar hafi beitt efna- og eitur- vopnum gegn Írönum og Kúrdum, með vitneskju og blessun Banda- ríkjastjórnar. Hann bendir á að Írak sé sundurgrafið af virkum og óvirkum sprengjum eftir tveggja áratuga hernað, ekki bara vopn- um sem Írakar sjálfir hafi beitt heldur einnig árásarþjóðir á borð við Bandaríkja- menn og Breta. „Stóra fréttin í þessu máli er óyfirveguð við- brögð utanríkis- ráðherra Ís- lands, sem stekkur hæð sína í loft og hrópar; heims- frétt, og segist alltaf hafa vitað að þessi vopn hefðu fyrirfund- ist í landinu. Það vissi náttúrlega heimurinn allur. Þótt þessi gömlu vopn hafi fundist þá er ekki komin syndakvittun fyrir utanríkisráðherra eða aðra sem eru ábyrgir fyrir árásinni á Írak,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. Breskir sérfræðingar hafa rannsakað sprengjukúlurnar 36 sem íslensku sprengjusérfræð- ingarnir Adrian King og Jónas Þorvaldsson fundu grafnar í jörðu og vafðar í plast í grennd við Basra í suðurhluta Íraks. Talið er að þar hafi vopnin legið í að minnsta kosti áratug. Ítarleg skoðun bendir til þess að þau inni- haldi bæði sinnepsgas og tauga- gas, en það eru eiturefni sem valda alvarlegum bruna á augum, húð og lungum. Sprengjurnar eru mjög illa farnar og torkennilegur vökvi lekur úr þeim. Málið hefur vakið athygli er- lendra fjölmiðla, sem greina frá því að danskir hermenn og ís- lenskir sprengjusérfræðingar hafi fundið efnavopnin. Þetta eru fyrstu efnavopnin sem finnast í Írak eftir að her Bandaríkja- manna og Breta réðist inn í landið í fyrra. bryndis@frettabladid.is Sex handtekin vegna ránsins í SPRON: Handtekin í gleðskap RÁN Sex voru handteknir og færðir til yfirheyrslu í tengslum við vopnað bankarán sem framið var í SPRON í Hátúni á föstudag. Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um ránið rennur út í dag. Fólkið sem var handtekið er á þrítugsaldri og var handtekið þar sem það var statt í gleðskap á heimili í austurbæ Reykjavíkur snemma á sunnudagsmorgun. Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að fólkið hafi verið handtekið þar sem rann- sókn málsins hafi verið á við- kvæmu stigi og ekki hægt að bíða með að yfirheyra fólkið fram á næsta dag. Að yfirheyrslum lokn- um í gær var fólkinu sleppt. Ránið er hvorki talið tengjast fíkniefnum né öðrum ránum. Þýfið úr ráninu er enn ófundið og neita mennirnir tveir, sem grun- aðir eru um ránið, sök. ■ BÍLVELTUR Ökumaður missti vald á jeppa sínum í hálku í Borgar- nesi í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Hann var einn í bílnum og slapp ómeiddur. Tveir menn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt á Þorlákshafnarvegi í Ölfusi um tvöleytið í gær. KVEIKT Í STRÆTÓSKÝLI Brennu- vargar kveiktu í strætisvagna- skýli við Seljabraut í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Slökkvilið var stutta stund að slökkva eld- inn en brennuvargarnir hafa ekki fundist. VEGABRÉFI STOLIÐ Þjófur hafði á brott með sér vegabréf og debet- kort eftir innbrot í íbúð við Holtagötu á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Málið er í rannsókn. VÉLIN ATHUGUÐ Vélin var skoðuð eftir að hún lenti á Kefla- víkurflugvelli. Keflavíkurflugvöllur: Farþegavél nauðlenti NAUÐLENDING Farþegaþota frá British Airways nauðlenti á Keflavíkurflugvelli um átján mín- útur yfir sex í gærkvöldi. Flug- maðurinn hafði sent frá sér lægra stig neyðarkalls, um klukkutíma áður, vegna reyks í farþegarými. Vélin var rýmd en alls voru 165 farþegar í henni. Vélin var á leið til Bandaríkjanna frá Lundúnum. Neyðarástandi var aflýst eftir lendingu í Keflavík. ■ Ræningjarnir: Enn ófundnir RÁN Enginn hefur verið handtek- inn vegna ráns í söluturninn Eg- yptann í Hafnarfiði á föstudags- kvöld. Málið er í rannsókn og ósk- ar lögreglan eftir upplýsingum sem gætu nýst við rannsóknina. Ræningjarnir, sem huldu andlit sitt með dulum og ógnuðu starfs- konu með hnífi og barefli, höfðu um tuttugu þúsund krónur upp úr krafsinu. ■ Lést í um- ferðarslysi ANDLÁT Maðurinn sem lést í um- ferðaslysinu á Suðurlandsvegi á laugardag hét Óskar Andri Sig- mundsson, til heimilis að Stór- holti 15 á Ísa- firði. Óskar Andri var fædd- ur árið 1979. Hann lætur eftir sig unnustu. ■ SNYRTISETRIÐ - kynning - kr. 1.500 Snyrtisetrið ehf sími 533 3100 Domus Medica 1. hæð Frá Snorrabraut Sólarbrúnka úr úðabrúsa er nýjung hjá okkur. Engin áhætta (krabbamein) Sólbrún á 5 mín. Jón Ólafsson: Vill svör vegna leka SKATTRANNSÓKN Jón Ólafsson, fyrr- verandi eigandi Norðurljósa, krefst svara um hvernig upplýs- ingum var lekið í fjölmiðla um að Skattrannsóknarstjóri hefði kært hann til Ríkis- lögreglustjóra og krafist þess að opinber rannsókn færi fram á skatta- málum hans. Jón segist hafa frétt af málinu í gegnum fjöl- miðla og telur augljóst að ann- að embættanna hafi tilkynnt þeim um málið. Jón fól lögmanni sínum, Ragn- ari Aðalsteinssyni, að senda Ríkis- lögreglustjóra og Skattrannsókn- arstjóra bréf þar sem farið er fram á upplýsingar um það á hvern hátt embættin höfðu sam- band við fjölmiðla og hvaða upp- lýsingar voru veittar um málið. ■ Harður árekstur: Fimm á slysadeild UMFERÐ Fimm voru fluttir á slysa- deild eftir umferðarslys á Ólafs- fjarðarvegi rétt norðan við bæinn Rauðuvík í Dalvíkurbyggð í gær. Fólksbifreið og sendiferðabifreið, sem kom úr gagnstæðri átt, skullu saman en krapi og hálka voru á veginum og skyggni lélegt. Tveir voru í sendibílnum og þrír í fólks- bílnum. Allir voru fluttir á slysa- deild FSA með sjúkrabifreið. Meiðsli fólksins voru ekki talin mjög alvarleg. Bílarnir voru báðir ónýtir eftir áreksturinn og voru dregnir burt með kranabifreið. ■ Á BATAVEGI Konan sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi á Suð- urlandsvegi rétt austan við Hólmsá á laugardag, er á bata- vegi. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu er hún með áverka eftir slysið en var útskrifuð af gjörgæsludeild og flutt á al- mennadeild í gær. BENSÍN Það styttist í að stöðin verði bensínlaus, sem er fyrr en við áttum von á. Við vonuðumst til að næsti farmur kæmi áður en það gerðist,“ segir Hugi Hreiðars- son, markaðsstjóri Atlantsolíu, en fyrirtækið hóf bensínsölu á Kópa- vogsbraut síðasta fimmtudag. Hugi segir fyrirsjáanlegt bens- ínleysi tilkomið vegna mikilla og góðra viðbragða sem Atlantsolía hefur fengið. Félagið hafi verið með mann í umferðarstjórnun á stöðinni til að lágmarka biðtíma. „Við áttum von á fimmfaldri aukn- ingu en hún varð meiri en tuttugu- föld og hefði getað orðið meiri ef við hefðum haft fleiri dælur, því fjöldi fólks keyrði framhjá.“ Hugi segir það ekki gaman að verða bensínlaus á þessari stundu en félagið sé að stíga sín fyrstu skref og reyni að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Hann segist vona að ný sending komi eftir um tíu daga án þess að hægt sé að gefa nákvæma tímasetningu, en reynt hafi verið að flýta henni eins og kostur er. ■ BANKARÁNIÐ Í SPRON Gæsluvarðhald yfir meintum ræningjum rennur út í dag. ■ Lögreglufréttir EFNAVOPNIN Í ÍRAK Ítarleg skoðun á sprengjukúlunum sem Íslendingarnir fundu bendir til þess að þær innihaldi bæði sinnepsgas og taugagas sem valda alvarlegum bruna á augum, húð og lungum. „Stóra frétt- in í þessu máli er óyfir- veguð við- brögð utan- ríkisráðherra Íslands sem stekkur hæð sína í loft og hrópar; heimsfrétt. HUGI HREIÐARSSON Hugi segir að reynt hafi verið að flýta nýrri sendingu eins og kostur er. Atlantsolía: Styttist í að stöðin verði bensínlaus ■ Umferðarslys JÓN ÓLAFSSON Ekki enn verið til- kynnt formlega um rannsókn. ÓSKAR ANDRI SIGMUNDSSON Vopnafundurinn er engin syndakvittun Þingmaður Vinstri grænna segir viðbrögð utanríkisráðherra við efna- vopnafundi Íslendinga í Írak óyfirveguð. Nánari rannsóknir á sprengju- kúlum benda til þess að þær innihaldi bæði sinnepsgas og taugagas. M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R MARGRÉT BÆJARLISTAMAÐUR Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona hefur verið valin bæjar- listamaður Seltjarnarness fyrir árið sem nú er nýbyrjað. Sólveig Pálsdóttir, formaður menningar- nefndar, sagði að valið hefði stað- ið á milli margra framúrskarandi listamanna. Margrét Helga fékk Edduverðlaunin 1999. ■ Seltjarnarnes

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.