Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 8
8 12. janúar 2004 MÁNUDAGUR Djöfullinn danskur „...er Dönum einum eignaður heiðurinn að fundvísi landans.“ Ríkisútvarpið um fréttir nokkurra danskra fjöl- miðla af því að hugsanleg efnavopn fundust í Írak, 11. nóvember. Orsök og afleiðing? „Það er furðulegt, en þegar litið er til nýjustu hagtalna sést að listir og menning á Íslandi fram- leiða tvöfalt meira fyrir þjóðar- búið en landbúnaður. Landbún- aðurinn er með sérráðuneyti en listir og menning ekki.“ Einar Bárðarson í Tímariti Morgunblaðisins, 11. nóvember. Forboðnir ávextir „Það getur verið freistandi að safna upplýsingum um starfs- menn eingöngu vegna þess að tæknin býður upp á það, þrátt fyrir að það hafi engan sérstak- an tilgang.“ Guðbjörg Linda Rafnsdóttir um persónuvernd. Morgunblaðið, 11. nóvember. Orðrétt Niðurskurður bitnar á öldruðum, fátækum og háskólanemum: Schwarzenegger sker niður SACRAMENTO, AP Arnold Schwarze- negger sker niður fjárveitingar til velferðarkerfisins í fyrstu fjárlögum sínum, sem hann lagði fram sem ríkisstjóri Kali- forníu á föstudaginn. Um leið varaði hann við því að Kaliforn- íuríki gæti orðið gjaldþrota. Niðurskurðurinn bitnar mest á öldruðum, fátækum og há- skólanemum. Jafnframt verða tekin há lán. Lántökurnar eru þó háðar því að kjósendur samþykki þær. „Síðastliðin fimm ár hafa stjórnmálamenn skilið eftir sig fjárlög í óreiðu,“ sagði Schwarzenegger á föstudaginn. „Nú er tími kominn til að hrein- sa til í þeim.“ Schwarzenegger tók við emb- ætti ríkisstjóra fyrir tveimur mánuðum og tók þá við gífurleg- um fjárlagahalla. Hann hafði gefið hátíðleg loforð í kosninga- baráttunni um að hækka enga skatta. Þar með átti hann engin önnur ráð til að minnka hallann en að draga úr útgjöldum og auka lántökur. ■ Lögregluyfirvöld á Íslandi erumeð viðbúnað vegna tilraunir vélhjólagengjanna Bandidos og Hells Angels til að ná fótfestu á Íslandi. Hjá embætti ríkislög- reglustjóra hafa menn sérhæft sig í þessum klíkum, sem vekja hvarvetna mikla ógn. Ríkislög- reglustjórar á Norðurlöndum hafa með sér mikið samráð hvað mál þessi varðar og enginn vafi þykir leika á því að það yrði áfall fyrir íslenskt samfélag ef klíkurn- ar tvær næðu þeim tengingum sem dygðu þeim til að fóta sig hér. Bæði samtökin eiga upptök sín að rekja til Ameríku. Hells Angels voru stofnuð af herflugmönnum sem sneru heim frá síðari heims- styrjöldinni en Bandidos eiga sínar rætur í Texas frá því á sjöunda áratugnum. Upp úr 1990 komu samtökin sér fyrir í Danmörku, þar sem nú er litið á þau sem stór- fellt þjóðfélagsvandamál. Þaðan breiddust þau út til annarra Norð- urlanda. Samtökin eru þaulskipu- lögð og hafa forseta, ritara, gjald- kera og öryggisvörð. Þá er innan þeirra stuðningskerfi til að standa við bakið á þeim ófáu sem sitja í fangelsi hverju sinni. Þeim félög- um sem brjóta gegn klíkunum er að sama skapi refsað grimmilega. Ein aðferðin er sú að fletta af handlegg þess brotlega tattúi með merki samtakanna. Þar er engum deyfilyfjum til að dreifa. Upp- byggingin er ekki ólík því sem ger- ist hjá góðgerðaklúbbum á heims- vísu en tilgangurinn er allur annar; að hagnast á glæpum. Þeir sem eru í vélhjólaklíkum í Danmörku kall- ast einu nafni Rokkarar. Stórfellt smygl Til þeirra má rekja stórfellt smygl á eiturlyfjum og margs kon- ar fjársvikastarfsemi, og segja lögregluyfirvöld klíkurnar eiga í samstarfi við eiturlyfjahringa í Kolumbíu. Vítisenglar í Noregi voru í fyrra staðnir að smygli á 350 kílóum af hassi. Annað mál kom upp þar sem um var að ræða 200 kíló af kókaíni, auk smærri mála. Á sama tíma geisaði stríð á milli Bandidos í Drammen og Hells Ang- els í Osló. Í þeim átökum var sprengd bílasprengja sem kostaði saklausan vegfaranda lífið. Í stríði vélhjólaklíkanna í Danmörku ber hæst eldflaugaárás sem ein klíkan gerði á klúbbhús annarrar. Mann- tjón varð en það bjargaði tugum Rokkara að eldflaugin skaust í gegnum húsið og sprakk fyrir utan. Viðbrögð Dana Dönsk yfirvöld meta ógnina af samtökunum meiri en af hryðju- verkaárásum og í samræmi við það hafa yfirvöld efnt til eins kon- ar þjóðarátaks til að ganga á milli bols og höfuðs á þeim. Samstarfið er á milli lögreglu, sveitarfélaga, félagsmálayfirvalda, skattayfir- valda og dómsmálaráðuneytis og miðar að því einu að uppræta klík- urnar. Auk þess að skaða samfé- lagið með innflutningi og sölu á fíkniefnum eru morð algeng í átök- um á milli vélhjólaklíkanna og innan þeirra. Danska aðferðin þyk- ir gefast vel, eins og raunar þýska leiðin sem er fólgin í því að banna með lögum einstaka klúbba, eins og gert var í Düsseldorf í desem- ber árið 2000. Hvorki Vítisenglar né Bandidos hafa náð að skjóta rótum á Íslandi enn sem komið er. Víðtækt sam- starf er á milli ríkislögreglustjóra á Norðurlöndum um að kveða nið- ur klíkurnar og hefur það þegar skilað sér í því að yfirvöld á Kefla- víkurflugvelli hafa fengið vit- neskju um komu Rokkaranna í tíma og þá getað rekið þá til baka. „Ríkislögreglustjórar Norður- landanna tóku ákvörðun um það fyrir nokkrum árum að berjast saman gegn skipulagðri glæpa- starfsemi, hverju nafni sem hún nefnist. Í framhaldi af þeirri ákvörðun var lögreglustjórunum á Norðurlöndunum kynnt þessi af- dráttarlausa afstaða ríkislög- reglustjóranna og veittur stuðn- ingur til þess að gera það sem unnt er svo koma megi í veg fyrir meðal annars afbrotastarfsemi af þeim toga sem Hells Angels og Bandidos stunda,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri um viðbúnaðinn gegn vél- hjólaklíkunum. Haraldur hefur sett á stofn vinnuhóp í sama til- gangi og Danirnir, þar sem efnt er til víðtækrar samstöðu gegn klík- unum. Til Íslands Talið er að viðbúnaður íslenskra yfirvalda hafi orðið til þess að klík- unum hefur enn ekki tekist að fóta sig á Íslandi. Hells Angels tengist vélahjólaklúbbnum Fáfni í Hafnar- firði, sem sótt hefur um inngöngu í heildarsamtökin. Yfirvöld telja að Bandidos tengist vélhjólaklúbbn- um Ými í Kópavogi. Forseti Ýmis, Sverrir Þór Einarsson, þvertók reyndar fyrir það í samtali við Fréttablaðið og sagðist hafa þau tengsl ein að þekkja Íslendinginn Hjalta Kárason, meðlim Bandidos, auk þess að hafa keypt þaðan mót- or í Harley Davidson-hjól sitt. Lög- regluyfirvöld hafa sínar grun- semdir og vakta klúbb Ýmis í Kópavogi, og sömuleiðis klúbb Fáfnis í Hafnarfirði þar sem ís- lenskir vélhjólamenn koma saman og gera sér glaðan dag. Tengsl Fáfnis og Hells Angels eru ekkert leyndarmál og forsvarsmenn Fáfn- is hafa hiklaust lýst því í fjölmiðl- um að þeir hallist að Vítisenglum. Þeir hafa barist fyrir því að Rokk- arar fái að koma til Íslands til að „skoða Gullfoss og Geysi“ eins og gjarnan er viðkvæðið. Meðal þeirra sem aðstoða ís- lensku lögregluna í baráttunni gegn glæpaklíkunum eru Snigl- arnir, bifhjólasamtök lýðveldis- ins, sem engin tengsl vilja hafa við Fáfni og Ými og telja klúbbana tvo reyndar stórskaða ímynd sína. Blað þeirra, Sniglafréttir, hefur birt greinar um þá meinsemd sem félagsmenn telja Rokkarana vera. Víst er að Vítisenglarnir og Bandidos munu ekki eiga auðvelt með að skjóta rótum hér ef marka má allan viðbúnaðinn. Fylgst er með hverju skrefi þeirra hér rétt eins og áhangendum þeirra. Grein þessi er byggð á upplýs- ingum frá embætti ríkislögreglu- stjóra, Sniglafréttum og vef- síðunni www.hells-angels.com. ■ BEIT HÚSRÁÐANDA Villigöltur í leit að mat réðist inn í íbúð í Berlín og beit húsráðanda, 54 ára gamlan mann, í fótlegginn. „Hann kom vaðandi inn um bak- dyrnar og fór beint undir borð. Þegar ég reyndi að reka hann út trylltist hann og réðist á mig,“ sagði maðurinn, sem fékk að fara heim af spítala samdægurs. PAKISTANSKUR BÆJARSTJÓRI Pakistanskur innflytjandi hefur verið kosinn bæjarstjóri í smá- bænum Mala Lepetykha, rétt suð- ur af höfuðborginni Kiev í Úkra- ínu. Maðurinn sem heitir Gohar Ali Shah, sigraði innfæddan keppinaut sinn í kosningum í bæj- arráðinu. Shah er menntaður læknir kom upphaflega til náms í Úkraínu en festi síðan ráð sitt. Frelsisvísir: Ísland í 17. sæti HONG KONG, AP Ísland fellur um nokkur sæti á lista Heritage Foundation um frelsi í heiminum. Stofnunin hefur í tíu ár gefið út frelsisvísi þar sem þjóðlöndum er raðað eftir því hversu mikið frjálsræði í viðskiptum ríkir. Á lista stofnunarinnar fyrir árið 2002 var Ísland í 11.-14. sæti en hef- ur fallið niður í 17. sæti. Við þetta fellur Ísland úr flokki „frjálsra“ ríkja og niður í flokk „næstum því frjálsra“ ríkja samkvæmt sundur- greiningu Heritage Foundation. Hong Kong er sem fyrr álitið frjálsasta ríki heims en Norður- Kórea hið heftasta. ■ MILOSEVIC EKKI Á ÞING Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, fær ekki að taka sæti á þingi Serbíu þrátt fyrir að hafa hlotið nægilega mörg atkvæði til þess í kosning- um í síðasta landi. Sósíalista- flokkurinn, sem var með Milos- evic á framboðslista, hefur tekið ákvörðun þess efnis. HEYRIR EKKI Arnold Schwarzenegger beitir niðurskurð- arhnífnum grimmt. ■ Evrópa FIMM FRJÁLSUSTU 1. Hong Kong 2. Singapúr 3. Nýja-Sjáland 4. Lúxemborg 5. Írland FIMM HEFTUSTU 151. Búrma 151. Laos 153. Simbabve 154. Líbía 155. Norður-Kórea Bandidos og Englar berast á banaspjót Vélhjólaklíkurnar tvær berjast hatrammlega á Norðurlöndum. Blóðug átök einkenna feril þeirra og dæmi er um eldflaugaárás. Tengsl við eiturlyfjaklíkur í Kólumbíu. VÍTISENGLAR Tugum liðsmanna Hells Angels hefur verið vísað frá í Keflavík. Yfirvöld hafa með sér víðtækt samstarf gegn vélhjólaklíkunum. Myndin er frá því Vítisenglum var vísað frá Keflavíkurflugvelli í desember síðastliðnum. Fréttaskýring REYNIR TRAUSTASON ■ skrifar um glæpagengin Hells Angels og Bandidos sem reyna að ná fótfestu á Íslandi. ■ Evrópa F RÉ TT AB LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.