Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 18
bílar o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Að bóna bíl felur í sér meira enað bera bónið á og þurrka það svo af aftur. Það er margt sem gott er að hafa í huga þegar bíllinn er bónaður. Best er að byrja á því að þvo bílinn vel og nota tjöruhreinsi ef tjara eða olía er á bílnum. Síðan þarf að þurrka bílinn vel með vaskaskinni, því það er leiðinlegt að fá vatn í bónið þegar verið er að bóna. Ef bíllinn er heitur bakast bón og missir eiginleika sína, það er því ekki æskilegt að bóna í sól. Best er að bóna ekki allan bílinn í einu, heldur ætti að skipta bílnum í mörg minni svæði og klára hvert svæði fyrir sig, stækka svo svæðin þegar reynsla er kominn á þá bón- tegund sem verið er að nota. Gott er að bera bónið á með því að mynda hringlaga mynstur, fara svo aftur yfir og mynda þá minni hringi, þetta tryggir jafnt lag bóns- ins. Þegar bónið er orðið mjólkur- litað og farið að storkna, þá er kom- inn tími til að þurrka það af. Ekki er gott að láta bónið liggja of lengi á bílnum, því þá getur verið erfitt að ná því af. Best er að nota þar til gerða bónklúta eða bara bómullar- bol við bónunina, ekki nota „frotte“-efni eða handklæði. Prófið þetta og sjáið muninn! Góða skemmtun. Vantar þig góð ráð. Sendu póst á bilar@frettabladid.is JÓN HEIÐAR ÓLAFSSON ■ kennir hvernig á að bóna bílinn. Góð ráð SIGRÚN VIÐ GRÆJURNAR Hlustar á klassík, rokk og allt þar á milli. Það besta í bílnum: Voðalega fínar græjur Rúnar Jónsson um París-Dakar: Æðisleg upplifun en allt of dýr Hið árlega París-Dakar rallhófst á nýársdag í París í 26. sinn. Venjulegir rallbílar, mótor- hjól og trukkar keyra þar 11.163,5 kílómetra leið í sautján áföngum. Þrír áfanganna eru í Evrópu, fjórir í Marokkó, sex í Máritaníu, tveir í Malí og einn í Búrkína Fasó. Keppninni lýkur í Dakar í Senegal sunnudaginn 18. janúar. Keppendur fá eins dags hvíld í Búrkína Fasó þann 12. janúar, sem er einmitt í dag. Rúnar Jónsson, margfaldur Ís- landsmeistari í ralli, hefur enn ekki keppt í París-Dakar en segist alveg vera til í það. „Það kostar víst rosalega mikla peninga að rúlla með í þessar þrjár vikur tæp- ar,“ segir Rúnar. „Það geta farið tugir milljóna í svona keppni. Þetta þarf að vera svo agalega sérsmíð- að. Það þyrfti mikinn búnað og fjölda starfsmanna til að komast í gegnum þetta. Þetta eru meira og minna verksmiðjulið og ríkir karl- ar að leika sér sem taka þátt. Mað- ur þyrfti að fá Jón Ásgeir eða ein- hvern til að sponsora sig í þetta,“ segir hann og hlær. Rúnar viðurkennir að hann myndi ekki slá hendinni á móti tækifærinu ef það byðist. „En þetta er svolítið annað en maður er vanur, a.m.k. leiðin sem slík. Það væri samt æðislega gaman að upp- lifa þetta og rúlla í eina svona keppni.“ París-Dakar hefur löngum ver- ið talin erfiðasta ökukeppnin sem er haldin á ári hverju. Rúnar er einnig á þeirri skoðun og segir að vegalendin sé gríðarmikil og að erfiðar aðstæðurnar geti komið mönnum í opna skjöldu. Í ár fer París-Dakar mikið fram í eyði- mörkum Afríku og þar getur ver- ið erfitt fyrir ökumennina að sjá hvað er fram undan. Að sögn Rún- ars hafa þeir stundum lent í því að bíllinn taki allt í einu á flug af því að eitthvað óvænt er í sandinum. „Menn hafa slasað sig illa og hafa reyndar farist. Það koma ein- hverjar lægðir í sandinn og það myndast stökkpallar. Menn eru kannski á mikilli ferð og allt í einu takast þeir á loft,“ segir ökuþór- inn knái að lokum. freyr@frettabladid.is Best að nota bónklúta eða bómullarbol Í RALLBÍLNUM Rúnar Jónsson hóf keppni í ralli árið 1985 með föður sínum Jóni Ragnarssyni. Þeir eru margfaldir Íslandsmeistarar. Rallbíll Rúnars er af Subaru-gerð. Í EYÐIMÖRKINNI Hiroshi Masuoka og Gilles Picard aka Mitsubishi Pajero Evolution-bíl sínum í eyðimörk Marokkó. Þeim félögum hefur gengið vel í bílaflokknum og eru taldir líklegir sigurvegarar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Það eru græjurnar,“ segir Sig-rún Edda Björnsdóttir leik- kona um það besta í bílnum sín- um. „Þetta eru voðalega fínar græjur með geislaspilara og út- varpi. Þær hljóma bara vel.“ Sigrún Edda ekur um á Grand Cherokee jeppa, árgerð ‘98. „Bíll- inn er eins og hljómleikasalur. Það er svo gaman að sitja í honum og hlusta. Hann er svo flottur,“ segir hún. Eini tíminn sem Sigrún hefur til að hlusta á tónlist er í bílnum og lögin sem fá þar að hljóma eru úr öllum áttum. „Stundum er maður í stuði fyrir klassík og stundum fyrir rokk. Það fer bara eftir skapinu.“ ■ BARN Á BÍL Þessari litlu frönsku stúlku var ýtt áfram í leikfangabíl sín- um í mótmæla- göngu sem var haldin í París á dögunum. Virtist hún una hag sín- um ákaflega vel. AP/M YN D BMW 745 IA 01/02 Silfursans, ekinn aðeins 5. þúsund km. Til sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur Bíldshöfða 10 • 110 Reykjavík • S. 587-8888 www.bilasalarvk.is Einn með öllu Vinnuvélanámskeið Kvöldnámskeið. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737 Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður *Rekstrarleiga m.v. mánaðarlegar greiðslur í 36 mánuði, að teknu tilliti til gengi erlendra mynta og vaxta þeirra. Smur- og þjónustuskoðanir eru innifaldar í rekstrarleigunni. Engin útborgun / Rekstrarleiga 21.5306 kr. á mánuði án vsk.* 1.228.916 kr. án VSK. Kangoo Express 1400 6 dyra - beinskiptur Sími 575 1200 V I Ð Þ R Ó U M B Í L A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.