Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 16
16 12. janúar 2004 MÁNUDAGUR
■ Afmæli
■ Andlát
Ophelia Wyatt Caraway,demókrati frá Arkansas, varð
fyrsta konan til að vera kjörin í
öldungadeild bandaríska þingsins
þennan dag árið 1928.
Caraway, sem fæddist 1. febrú-
ar árið 1878 og var uppalin nálægt
bænum Bakerville í Tennessee,
hafði tekið sæti í öldungadeildinni
tveimur mánuðum fyrr í stað eig-
inmanns hennar, Thaddeus
Horatio Caraway, sem lést
skömmu áður.
Með stuðningi Huey Long,
valdamikils öldungardeildarþing-
manss frá Louisiana, var Caraway
kjörin. Hún var endurkjörin áirð
1938.
Caraway mistókst að ná endur-
kjöri árið 1944 og var þess í stað
skipuð í atvinnumálanefnd ríkis-
ins af Franklin Roosevelt forseta.
Þótt Caraway hefði verið
fyrsta konan til að vera kjörin í
öldungadeildina var hún ekki
fyrst til að taka sæti þar. Rebecca
Latimer Felton tók við sætinu af
eiginmanni sínum árið 1922 en
bauð sig aldrei fram. Jeannette
Rankin var fyrsta konan sem var
kjörin á þing þegar hún bauð sig
fram í Montana árið 1917. ■
Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður er 48
ára.
Páll Arnar Sveinbjörnsson forstöðumaður
er 29 ára.
Gunnlaugur Lárusson tónlistarmaður er 28 ára.
Ég elda góðan mat og baka kök-ur handa þeim sem vilja kíkja
til mín,“ segir Ásta Möller, vara-
þingmaður, nemi og verkefna-
stjóri hjá Liðsinni, sem er 47 ára í
dag. „Það er ákveðin hefð hjá mér
að baka súkkulaðiköku. Við reyn-
um að gera dagamun á afmælum,
en þetta er nú frekar ómerkilegt
afmæli þannig að ég geri ekki ráð
fyrir að vera með sérstakan við-
búnað. Það er frekar þegar af-
mælið fellur á heilan eða hálfan
tug að haldin er veisla. Bæði fer-
tugs- og 45 ára afmælið voru af-
skaplega skemmtileg.“
Ásta féll af þingi í síðustu
kosningum en það er nóg að gera
hjá henni. „Ég stefndi á að vera á
þingi, en það atvikaðist þannig að
ég komst ekki inn. Annars er ég
þannig gerð að mér finnst
skemmtilegast að gera það sem ég
geri hverju sinni.“ Hún hefur
starfað hjá fyrirtæki sínu, Lið-
sinni sem er fyrirtæki í einka-
rekstri í hjúkrunarþjónustu, verið
í aðfaranámi í heilsuhagfræði og
er nú að hefja meistaranám í opin-
berri stjórnsýslu. „Ég er að fara í
þetta nám til að fá dýpri skilning á
þessum fögum sem ég er að læra.
Það er ágætt að nota tímann á
meðan ég er utan þings til að
dýpka þekkingu mína á sviðinu
sem gerir mig hæfari til starfa.“
Þó svo að Ásta hafi ekki lengur
Alþingi sem aðalstarfsvettvang er
hún langt í frá hætt afskiptum sín-
um af stjórnmálum. „Ég er fyrsti
varaþingmaður og er í þeim stell-
ingum að koma inn á þing þegar
kallað er. Ég hef óskaplega gaman
af að taka þátt í stjórnmálum og
hef hugsað mér að halda því
áfram. Ég er til dæmis að koma
aftur upp heimasíðunni minni og
held því áfram að taka virkan þátt
í stjórnmálaumræðunni.“ Sem
varamaður á þingi þarf Ásta að
vera tilbúin að hlaupa til þegar á
hana er kallað, hvað annað sem
hún er að gera. Það fékk hún að
reyna í desember þegar hún var í
prófum og verkefnaskilum í HÍ
þegar hún fór inn á þing. ■
Afmæli
ÁSTA MÖLLER
■ Er 47 ára í dag. Hjá henni er hefð fyrir
því að baka súkkulaðiköku á
afmælisdaginn.
HOWARD STERN
Útvarpsmaðurinn snjalli er fæddur þennan
dag árið 1954.
12. janúar
■ Þetta gerðist
1519 Maximilian I keisari Rómaveldis
deyr.
1773 Fyrsta safnið í Bandaríkjunum opnar
í Charleston.
1830 Síðasta aftakan á Íslandi fer fram á
Þrístöpum í Vatndalshólum.
1875 Kwang-su er gerður að keisara í
Kína.
1908 Þráðlaust skeyti var sent í fyrsta sinn
langa leið úr Eiffel-turninum í París.
1915 Bandaríska þingið fellir tillögu um
að konur fái kosningarétt.
1940 Sovéskar flugvélar varpa sprengjum
á borgir í Finnlandi.
1966 Lyndon Johnson, forseti Bandaríkj-
anna, lýsir því yfir á þingi Samein-
uðu þjóðanna að bandarískur her
verði áfram í Víetnam.
1966 Batman er frumsýndur á ABC-sjón-
varpsstöðinni.
MÁLVERK AF
OPHELIU HATTIE CARAWAY
Hattie Caraway, eins og hún var kölluð, var
fyrsta konan til að vera kosin í öldunga-
deild Bandaríkjaþings.
Fyrsta konan kosin í öldungadeildina
OPHELIA WYATT CARAWAY
■ Varð fyrst kvenna til að vera kjörin í
öldungadeild bandaríska þingsins.
12. janúar
1932
Gaman að taka
þátt í stjórnmálum
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
BIC Atlantis penni
Verð 90 kr/stk
PILOT SUPER GRIP
Verð 75 kt/stk
Ljósritunarpappír frá 359 kr/pakkningin og upp í 397 kr
Skilblöð númeruð,
lituð, stafróf eða eftir
mánuðum.Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr í 10-25-50 og 100 stk einingum
NOVUS
B 425
4ra gata, gatar 25 síður.
Verð 2.925 kr
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003
Ljósritunarglærur,
100 stk í pakka.
Verð 1.594 kr/pk
Bleksprautu
50 stk í pakka 2.694 kr/pk
STABILO BOSS
Verð 78 kr/stk
ÚTSALA
ALLT AÐ 50%
AFSLÁTTUR AF
VÖLDUM SKÓM
Skóverslunin - iljaskinn
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60
Sími 553 2300
Halldóra Guðjónsdóttir Murray, Seattle,
Washington, lést föstudaginn 19. desember.
Útförin hefur farið fram í Seattle.
Helgi Ellert Loftsson, Espigerði 4, Reykjavík,
lést á nýársdag. Útför hans hefur farið fram í
kyrrþey.
Hólmfríður Snorradóttir (Lillý), Holtsgötu
1, Njarðvík, lést þriðjudaginn 6. janúar.
Sigþrúður Sigrún Eyjólfsdóttir, Hrafnistu í
Reykjavík, lést mánudaginn 5. janúar.
13.30 Fanney Gísladóttir verður jarðsungin
frá Digraneskirkju, Kópavogi.
13.30 Gunnar Jóhannes Guðbjörnsson,
vörubílstjóri, Hæðargarði 17, Reykjavík, verð-
ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju.
13.30 Magnús Anton Hallgrímsson, verður
jarðsunginn frá Laugarneskirkju.
13.30 Sigurmundi Óskarsson, Ársölum 5,
Kópavogi, verður jarðsunginn frá Grafarvogs-
kirkju.
14.00 Steingrímur Már Eggertsson, Smára-
hlíð 14d, Akureyri, verður jarðsunginn frá
Glerárkirkju.
15.00 Fríða Pétursdóttir frá Bíldudal,
Hvassaleiti 58, Reykjavík, verður jarðsungin
frá Áskirkju.
15.00 Nanna Tryggvadóttir, sjúkraliði, Heið-
argerði 80, Reykjavík, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju.
■ Jarðarfarir
ÁSTA MÖLLER
Var að hefja nám í opinberri stjórnsýslu en
er ekki hætt afskiptum af stjórnmálum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T