Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 14
Ríkisstjórnin hefur að tillögu burt-flogins menntamálaráðherra, Tómasar Inga Olrich, sett á laggirnar nefnd til að rannsaka og koma með til- lögur um hvernig haga skuli reglum um eignarhald á fjölmiðlum. Forsæt- isráðherra og Morgunblaðið telja allt vera að fara á versta veg í íslensku at- vinnulífi vegna samþjöppunar eignar- halds, nú síðast á fjölmiðlum; sporna verði við þessu ófremdarástandi sem er að skapast, með lögum gegn hringamyndun. Utanríkisráðherra og verðandi forsætisráðherra hefur sagt að skoðanir forsætisráðherra séu ekki hans. Aðstoðarmaður utanríkisráð- herra, Björn Ingi Hrafnsson, bíður hins vegar spenntur eftir niðurstöðu Tómasarnefndarinnar og segir miklar vonir bundnar við störf hennar. Ekki kemur hins vegar fram hjá Birni Inga í grein hans í Morgunblaðinu laugar- daginn 3. janúar hvaða vonir hann bindur við Tómasarnefndina. Fróð- legt væri fyrir þá sem eiga, stýra og reka fjölmiðla að fá að vita hvaða von- ir ungir framsóknarmenn bera í brjósti varðandi reglur um eignarhald að fjölmiðlum. Vilja þeir sjá einhverj- ar takmarkanir á eignarhaldi fjöl- miðla? Og ef svo er, í hvaða formi eiga þær þá að vera? Eldri framsóknarmenn, til dæmis Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra, ættu kannski að rifja upp fyrir ungliðana söguna af Tímanum og þá staðreynd að um miðjan tíunda ára- tug síðustu aldar komu Framsóknar- og Alþýðuflokkurinn dagblöðum sín- um í fóstur hjá Frjálsri fjölmiðlun, sem þá gaf út DV. DV var þá annað tveggja einkarekinna dagblaða lands- ins eftir samruna Dagblaðsins og Vís- is. Um líkt leyti keypti Íslenska út- varpsfélagið stóran hlut í DV en seldi síðan 1998 til að fjárfesta í Tali. Rekstur DV á gömlu flokksblöðunum gekk ekki upp og fór Frjáls fjölmiðl- un á hausinn árið 2002. Sömu leið hafði Fréttablað DV-eigendanna far- ið. Félagið sem þá tók við DV lagði svo upp laupana á síðasta ári. En þeir sem tóku við Fréttablaðinu eftir gjaldþrot fyrri útgefanda reka það enn og að sögn með hagnaði. Morgunblaðsfélagið Árvakur vildi við síðara gjaldþrot DV kaupa leif- arnar en fékk ekki. Ekki er að sjá að Morgunblaðið hafi haft sérstakar áhyggjur af samþjöppun eignarhalds á dagblöðum eða fjölmiðlum þá. Sag- an segir okkur líka að Morgunblaðið hefur aldrei áhyggjur af samþjöppun eignarhalds eða hringamyndun í ís- lensku atvinnulífi þegar hagsmunir vina þess og vandamanna eru í húfi. Morgunblaðið hafði hvorki áhyggjur af samþjöppun eignarhalds á fjöl- miðlum þegar Árvakur tók þátt í sjónvarpsfyrirtækinu Ísfilm 1985 ásamt SÍS, Frjálsri fjölmiðlun og Reykjavíkurborg né heldur þegar Ár- vakur tók þátt í Stöðvar 3 ævintýrinu 1995 til 1997 ásamt Sjóvá-Almennum, VÍS og fleirum. Morgunblaðið ræddi ekkert um samþjöppun eignarhalds þegar allir hlutir í Íslenska sjónvarp- inu, Stöð 3 voru seldir Íslenska út- varpsfélaginu í byrjun árs 1997 þegar rekstur stöðvarinnar var kominn að fótum fram fjárhagslega. Við hverju býst Björn Ingi? Býst Björn Ingi við reglum sem banna frjáls viðskipti með hluti í fjöl- miðlum eða eignir þeirra eftir gjald- þrot; reglum sem banna að hæsta boði verði tekið, reglum sem banna hagræðingu og hagkvæman rekstur, reglum þar sem eignarhald er sett ofar góðum og ábatasömu rekstri? Sér Björn Ingi fyrir sér að eignarhald á fjölmiðlum verði háð einhvers kon- ar kvótum, sem stjórnarráðið eða nefnd á þess vegum eða Alþingis út- hlutar en verða ekki framseljanlegir? Björn Ingi, segðu okkur sem rekum fjölmiðla í samkeppni við ríkið hvernig reglur þú sérð fyrir þér. Hvers vegna Tómasi Inga var í mun að koma á laggirnar sérstakri fjölmiðlanefnd rétt áður en hann vék af Alþingi og úr stóli menntamálaráð- herra er með öllu óskiljanlegt þegar afskipti hans af málefnum útvarps eru skoðuð allt frá því er hann var kjörinn á Alþingi 1991. Á þeim vett- vangi ber hæst skýrslu sem hann setti saman ásamt Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, Ásdísi Höllu Braga- dóttur og Páli Magnússyni þann 8. mars 1996. Í skýrslunni, sem ber heit- ið „Skýrsla starfshóps um endurskoð- un á útvarpslögum“, er að finna ítar- lega umfjöllun um eignarhald á fjöl- miðlum og hvernig réttarreglum er hagað þar um í ýmsum löndum undir fyrirsögninni „Samþjöppun eignar- halds einkarekinna ljósvakamiðla“. Tómas Ingi og meðnefndarmenn hans, en í það minnsta tveir þeirra eru kunnir sjálfstæðismenn, þau Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs Ríkisútvarps- ins, og Ásdís Halla Bragadóttir, nú- verandi bæjarstjóri í Garðabæ en þá- verandi aðstoðarmaður menntamála- ráðherrans Björns Bjarnasonar, skrifuðu þá eftirfarandi á blaðsíðu 67 í skýrslunni: „Aukið frjálsræði á ljósvakamark- aði og fjölgun útvarpsstöðva hafa valdið vaxandi áhyggjum ráðamanna í Evrópu af samþjöppun eignarhalds á ljósvakamiðlum og fjölmiðlum al- mennt. Af þeim sökum hafa frá árinu 1986 verið sett margvísleg lög á þessu sviði í mörgum ríkjum Vestur- Evrópu sem öll hafa það að markmiði að takmarka möguleikann á sam- þjöppun eignarhalds, samstíga auknu frelsi í fjölmiðlum.“ Vissu þingmen ekki? Vera má að alþingismenn hafi ekki vitað af þeim áhyggjum kollega sinna úti í hinum stóra heimi, sem vikið er að í hinum tilvitnuðu orðum skýrsl- unnar þegar útvarpslögin voru af- greidd frá Alþingi 1985 (nr. 68/1985). Á grundvelli þessara laga urðu fyrstu einkareknu ljósvakamiðlarnir, Stöð 2 og Bylgjan, til sitt í hvoru lagi. Hófu þeir rekstur síðla árs 1986. Síðan komu Stjarnan 1987 og Sýn 1989. Steingrímur J. Sigfússon má kallast guðfaðir Sýnar þar sem hann í krafti embættis samgönguráðherra úthlut- aði þáverandi eigendum Sýnar, sem sumir hverjir voru þá samflokks- menn hans í Alþýðubandalaginu, bestu VHF-sjónvarpstíðninni án þess að spyrja Póst og símamálastofnun, sem samkvæmt lögum átti þó að fara með úthlutun tíðna. Fimm árum eftir gildistöku útvarpslaganna höfðu fé- lögin sem ráku Stöð 2 og Bylgjuna runnið saman í eina sæng og sjón- varpsstöðin Sýn með, sem aldrei hafði þó hafið útsendingar. Eigandi Stjörnunnar varð gjaldþrota 1989 eft- ir að sameining við Íslenska útvarps- félagið fór út um þúfur. Eignir þrota- bús Stjörnunnar urðu hins vegar grundvöllur nýs fjölmiðlafélags, sem Bandaríkjamaður með íslenskar ræt- ur fjárfesti í á árinu 1998 en gafst svo upp á að eiga eftir mikið og linnulaust tap. Hann seldi hlut sinni í því til Ís- lenska útvarpsfélagsins árið 2000. Samruni engra þessara ljósvaka- miðla var gerður til að ná einhverjum tökum á fjölmiðlamarkaði heldur til þess að reyna að skapa einkareknum ljósvakamiðlum rekstrargrundvöll í hinni ójöfnu samkeppni þeirra við Ríkisútvarpið. Fyrst og síðast voru það hluthafar, bankar og lánastofnan- ir sem kröfðust aðgerða, samruna til að tryggja arð og endurgreiðslu þeirra fjármuna sem lagðir höfðu verið í hin ýmsu fjölmiðlafélög. Fjöl- miðlar lúta að þessu leyti alveg sömu lögmálum og annar atvinnurekstur einstaklinga og félaga þeirra; fjár- festar vilja arð af fjárfestingum sín- um og lánveitendur fé sitt til baka. Ráðherrum þakkað frelsið Útvarpslögunum nr. 68/1985 var breytt nokkrum sinnum á gildistíma þeirra. Þrátt fyrir augljósa og óhjá- kvæmilega samþjöppun eignarhalds á ljósvakamiðlum allt frá upphafi til dagsins í dag hafa þó hvorki eldri né yngri útvarpslög nr. 53/2000 haft að geyma nein ákvæði sem miða að tak- mörkun eignarhalds á neinn hátt. Frá 1991 hafa málefni útvarps heyrt und- ir menntamálaráðherra úr Sjálfstæð- isflokki. Væntanlega er það að þakka frjálslyndi og víðsýni þessara ágætu ráðherra og ráðgjafa þeirra að fjöl- miðlar njóta enn frelsis líkt og at- vinnulífið fær almennt notið nú um stundir. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra 1991 til 1995, og Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra 1995 til 2001, létu samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlum ekki á sig fá. Má í því sambandi benda á þing- ræðu Ólafs G. Einarssonar frá því í febrúar 1995. Björn Bjarnason vissi af áðurgreindum áhyggjum stjórn- málamanna í Vestur-Evrópu eigi síð- ar en í mars 1996, enda skýrslan unn- in fyrir hann, sem menntamálaráð- herra. Björn Bjarnason gerði ekkert til að sporna við samþjöppun eignar- halds á fjölmiðlum hér á landi við endurskoðun útvarpslaga sem lauk með setningu laga nr. 53/2000. Hafði íslenskur fjölmiðlamarkaður þó ekki farið varhluta af samþjöppun eignar- halds, eins og fyrr er vikið að. Sú samþjöppun hafði hins vegar valdið þingmönnum Alþýðubandalags og Alþýðuflokks miklum áhyggjum, ef marka má umræður á Alþingi í febr- úar 1995. Guðrún Helgadóttir, þáver- andi þingmaður Alþýðubandalagsins, taldi þjóðina þá helst vanta ríkisdag- blað við hlið ríkisútvarps til mótvæg- is við fjölmiðla peningaaflanna. Jón Kristjánsson, Framsóknarflokki, var ekki sama sinnis og Guðrún Helga- dóttir og taldi samstarf Framsóknar- flokksins og DV við útgáfu Tímans hið besta mál. Kratar voru tvístíg- andi. Forsætisráðherra vill nú styrk- ja Ríkisútvarpið og jafnvel leggja dagblöðum sem seld eru í áskrift lið fjárhagslega. Segir að svo sé gert í Svíþjóð en gerðir og yfirlýsingar sænskra sósíalista virðast nú um stundir hugnast forsætisráðherra mjög. Styttra kann því að vera í rík- isdagblaðið nú en var 1995, enda íhaldið hið sama hvar í flokki sem það kann að finnast. Hvers vegna höfðu Ólafur G. Ein- arsson og Björn Bjarnason engar áhyggjur af samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlum og hvers vegna á nýr menntamálaráðherra ekki heldur að hafa slíkar áhyggjur? Svarið er að finna á blaðsíðu 68 í áðurnefndri skýrslu. Þar segir: „Ekki skal kveða sérstaklega á um takmörkun eignarhalds í ljósvaka- miðlum í útvarpslögum. Þrátt fyrir aukið frelsi og grósku í ljósvakaiðnað- inum, ber ekki brýna nauðsyn til þess að fylgja þeirri þróun eftir með hert- um reglum um eignarhald. Þvert á móti skal leitast við að varðveita það frelsi sem lögin frá 1985 fólu í sér. Þau lög kveða á um lýðræðislegar leikreglur, tjáningarfrelsi og óhlut- drægni í starfi útvarpsstöðva. Séu þessi atriði tryggð verður hlutfall eignarhalds síður að alvarlegu máli. Þessi skoðun er sett fram í ljósi þeirrar staðreyndar að lög af þessu tagi hafa í nágrannalöndunum oftar en ekki orsakað nokkurn glundroða. Það hefur reynst fremur auðvelt að fara í kringum slík lög, eftirlit kostn- aðarsamt og þó þeim sé ætlað að vernda athafnafrelsi og hlutleysi, virðast þau stundum hafa skert at- hafnafrelsið á ósanngjarnan hátt, jafnvel beinst gegn einstökum aðil- um. Auk þess hefur útbreiðsla út- varpstækni og lækkun stofn- og rekstrarkostnaðar dregið mjög úr sérstöðu ljósvakaiðnaðarins, sem áður var aðeins á færi stórfyrirtækja og hins opinbera. Í ljósi þessa dregur úr réttmæti þeirrar skoðunar, að taka þurfi þennan rekstur öðrum og fast- ari tökum en annan atvinnurekstur. Ákjósanlegra er að samkeppni á ljósvakamarkaði og starfsemi ljós- vakamiðla í heild lúti sömu almennu leikreglum og aðrar atvinnugreinar í landinu. Í þessu sambandi skal eign- arhald og starfsemi útvarpsstöðva falla undir almenn ákvæði sam- keppnislaga um einokun og fákeppni þótt ef til vill sé nauðsynlegt að að- laga þau lög betur aðstæðum ljós- vakans.“ Jafnrétti og jafnræði skiptir miklu Þessi orð Tómasar Inga Olrich, Ásdísar Höllu Bragdóttur, Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar og Páls Magnússonar hafa enn fullt gildi og ætti Tómasarnefndin því að gera þau að sínum, afturkalli nýr menntamála- ráðherra ekki umboð nefndarinnar. Hér á landi þarf ekki lög sem tak- marka eignarhald á fjölmiðlum, í það minnsta ekki meðan Alþingi kýs að halda úti Ríkisútvarpi. Aðeins þarf að jafna stöðu einkarekinna fjölmiðla annars vegar og hins ríkisrekna RÚV hins vegar, vilji stjórnmálamenn á annað borð ríkisrekna fjölmiðla. Svo er að sjá að í Sjálfstæðisflokknum vilji í það minnsta Pétur Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson RÚV burt í núverandi mynd. Vonandi eru þeir tveir ekki einu fulltrúar frjálslyndis og athafnafrelsis allra einstaklinga á Alþingi. Nýr menntamálaráðherra ætti að afturkalla umboð Tómasar- nefndarinnar og skipa nýja til að skoða rekstrarumhverfi fjölmiðla al- mennt með það að markmiði að jafna stöðu einkarekinna og ríkisrekinna fjölmiðla, nema ráðherrann sé svo frjálslyndur að vilja RÚV burt. Jafn- rétti og jafnræði skiptir jafnmiklu í atvinnulífinu og í pólitík. Alþingi hef- ur tryggt öllum formönnum stjórn- málaflokka sömu launakjör. Rekstur þeirra allra er tryggður. Alþingi og ríkisstjórn hafa dregið ríkið út úr flestum greinum atvinnulífs, nema fjarskiptum og fjölmiðlun. Meðan ríkisvaldið kýs að sinna þessum greinum atvinnulífsins verður það að gæta fyllsta jafnræðis alveg eins og í pólitíkinni. Standa sjálfstæðismenn ekki örugglega vörð um frelsi einkarek- inna fjölmiðla hér eftir sem hingað til? Spyr sá sem ekki veit. (MILLIFYRIRSAGNIR ERU BLAÐSINS). 14 12. janúar 2004 MÁNUDAGUR Umræðan SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON ■ forstjóri Norðurljósa skrifar um eignarhald á fjölmiðlum. ■ Af Netinu Bætiflákar Vildarpunktar með! Verð á mann frá 19.500 kr. All taf ód‡rast á netinu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 Standa sjálfstæðis- menn vörð um frelsið? Verður sett á dagskrá „Mér finnst einboð- ið að offituvandinn verði tekinn ræki- lega til skoðunar og settur á dagskrá í tengslum við for- varnarstarf heil- brigðisyfirvalda. Því miður er þetta alvarlegt vandamál hér á landi og og fer vaxandi og við þurfum að skoða langa biðlista í formeðferð offeitra,“ segir Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra. Meira en helmingur þjóðarinnar er of feitur og yfirlæknir á Reykjalundi segir sjaldgæft að sjá Íslending í venjulegum holdum. Fjögurra ára bið er eftir því að komast í megrunarmeðferð og hafa beiðnir um slíkt þrefaldast á milli ára. Tæplega 300 manns, sem allt er lífs- hættulega feitt fólk, bíður eftir því að komast í megrunarmeðferð. Bókin hans Hannesar „Ég hlustaði síðdegis á þrjá góðborgara á Akureyri ræða um bókina í drjúgan hálftíma á Rás tvö og sitt sýndist hverj- um. Mér fannst þeir hver öðrum gáfu- legri og skemmti- legri. Menntaskólakennari í hópnum var harðorður og taldi að höfundi hefðu verið mislagðar hendur og hefði fáar málsbætur. Í lok þáttarins kom svo í ljós, eins og ég átti von á, að enginn þátt- takenda hafði lesið bókina og raunar mun stjórnandinn ekki heldur hafa gert það. Er þetta til mikillar fyrirmyndar. Kynni menn sér mál of vel áður en þeir tjá sig um þau opinber- lega er hættan sú að þeir verði þurrir og þreytandi á að hlýða. „Umræðan“ í þjóðfélaginu má alls ekki við slíku.“ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Á WWW.DAGAR.BLOGSPOT.COM. 9. NÓVEMBER.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.