Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 26
■ ■ KVIKMYNDIR 19.00 Rússneska kvikmyndin „Bláfjöll eða Lygileg saga” frá 1984 verður sýnd án texta í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.30 Gauthier Hubert myndlistar- maður frá Belgíu flytur fyrirlestur í Lista- háskóla Íslands í Laugarnesi, stofu 024. 26 12. janúar 2004 MÁNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 9 10 11 12 13 14 15 JANÚAR Mánudagur Ég hef verið að fást við dauðanní minni myndlist undanfarin ár,“ segir Jón Sæmundur Auðar- son myndlistarmaður. „Ég greind- ist með ólæknandi sjúkdóm og þetta er mín leið til þess að ná sáttum við það. Mín aðferð til þess að ná innri ró.“ Hann hefur samtvinnað mynd- list og hönnun undir vörumerkinu „Dead“ og í myndlistinni á hann sér annað sjálf eða hliðarsjálf, sem nefnist Dauður. „Ég reyni markvisst að bæta og fegra ímynd dauðans. Um leið reyni ég að opna umræðuna. Það er svo ríkt í samfélagi okkar að börn séu alin upp í ótta við dauð- ann.“ Jón Sæmundur opnaði á laug- ardaginn sýningu í Safni, nútíma- listasafninu að Laugavegi 37. Þar sýnir hann innsetningu sem ber titilinn „Hinum megin“. „Þetta er innsetning með veggfóðri og hauskúpum, sem eru hluti af vörumerkinu Dead. Í miðju rýminu er 30 gramma hringur úr hvítagulli með tveim- ur tíu punkta demöntum. Þessi hringur var smíðaður fyrir Dauð- an. Ég reyndi að hugsa mér hvað væri fallegasta efnið sem ég gæti notað, og það var auðvitað dem- antur. Í honum er ekkert nema fegurðin.“ Jón Sæmundur segir þessa sýningu vera byrjun á stærra verki, sem hann er með í bígerð. Hliðarsjálfið Dauður hefur nú þegar staðið fyrir gjörningum, þar á meðal á síðustu Airwaves- hátíð, og föt með vörumerkinu Dead má finna í verslun Jóns, Nonnabúð, að Laugavegi 11. Hann segist hafa verið fata- sjúkur frá því hann man eftir sér. „Þegar ég var sex ára mátti móðir mín aldrei þvo af mér fötin, a.m.k. ekki svo ég vissi af, því ég vildi alltaf fara í sömu fötin aftur.“ Á laugardaginn opnaði Særún Stefánsdóttir einnig sýningu í Safni. Þar standa enn fremur yfir þrjár aðrar sérsýningar auk sýn- ingar á verkum úr einkasafni þeirra Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. ■ ■ MYNDLIST Vill fegra ímynd dauðans afsláttur gildir ekki um sérpantanir 12. - 24. jan. Einnig magna› úrval efna me› miklum afslætti Opnunartími mán. - mi›. 10 - 16 fim. - fös. 10 - 18 lau. 12 - 16 pnunartí i án. - i›. 10 - 16 fi . - fös. 10 - 18 lau. 12 - 16 Peysur 50% afsláttur Langur laugardagur Gauthier Hubert, myndlistar-maður frá Belgíu, flytur í dag fyrirlestur um verk sem hann sýnir um þessar mundir í Nýlista- safninu. Verkin sýna pólitískan tilbúning sem byggist á pólitísk- um viðhorfum í sögu og samtíma. Með notkun málverka, ljósmynda og myndbanda færir hann sýning- argestinn inn í tilbúinn heim þar sem raunveran er á aðra hönd, skáldskapur á hina. Gauthier gagnrýnir í sýningu sinni framferði Bandaríkjanna í heiminum. Sýninguna nefnir hann USA USE US, sem stendur fyrir „United States of Art“, „United States of Esthetics“ og „Urban Services“. Þar ímyndar hann sér að þessi þrjú ríki hafi gert samn- ing um stofnun stærra og valda- meira ríkis. Sýning Gauthiers stendur til 8. febrúar. Hann er jafnframt gesta- kennari við LHÍ. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. ■ EITT VERKA GAUTHIERS Gauthier Hubert flytur fyrirlestur um verk sín í LHÍ. Pólitísk list JÓN SÆMUNDUR OG HRINGURINN Á laugardaginn opnaði Jón Sæmundur Auðarson sýningu í Safni, Laugavegi 37. ■ FYRIRLESTUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.