Fréttablaðið - 20.01.2004, Síða 13

Fréttablaðið - 20.01.2004, Síða 13
■ Lögreglufréttir 13ÞRIÐJUDAGUR 20. janúar 2004 kostaði fisksölurisinn eina pró- fessorsstöðu við Háskólann á Akureyri. Blikur á lofti Á útmánuðum 1996 óskuðu Samherjamenn á Akureyri enn eft- ir því að fyrra bragði að fá að kaupa hlutabréf Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa, að þessu sinni með það fyrir augum að sameina félagið Samherja og dótturfyrirtækjum. Bæjarstjórn samþykkti að hefja viðræður við félögin og forsvarsmenn SH brugðu skjótt við og óskuðu eftir aðild að þeim viðræðum vegna hagsmuna sinna. Því var hafnað en niðurstaðan varð sú árið 1996 að Akureyrarbær seldi um 28 pró- senta hlut sinn í félaginu til SH fyrir talsvert á annan milljarð króna. Jakob Björnsson, þáverandi bæjarstjóri, segir að það hafi verið gert til að létta á fjárhag bæjarins, meðal annars vegna einsetningar grunnskóla. Bærinn átti eftir söl- una um fjórðungshlut í félaginu. Frá upphafi var ljóst að SH átti erfitt með að uppfylla loforðin um störfin 80. Í ársbyrjun 1996 vant- aði enn stóran hluta loforðanna. Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH, átti í janúarmánuði fund með Jakobi Björnssyni bæjarstjóra til að kynna honum stöðu mála en þá voru um 50 störf í höfn. Reyndin varð sú að í stað þess að flytja um þriðjung af stjórnsýslu Sölumið- stöðvarinnar norður var opnuð söluskrifstofa og aldrei tókst að færa Akureyringum 80 störf. Uppgjöf SH Í lok maí 1999 hafði orðið hallarbylting í SH þegar Róbert Guðfinnsson, einn af aðaleigend- um Þormóðs ramma á Siglufirði, velti sitjandi stjórnarmeirihluta og hófst þegar handa við að fituskera fyrirtækið. Þá var tekin ákvörðun um að loka starfsstöð SH á Akur- eyri og draumurinn var úti. Bæjar- stjórn brást ókvæða við og Sigurð- ur J. Sigurðsson, forseti bæjar- stjórnar, lýsti því í Morgunblaðinu að hann vissi ekki hvort forsenda væri til að stefna SH vegna þessa þar sem ekki hefði verið gerður tvíhliða samningur. Árið 2000 seldi bærinn Burðarási, fjárfestingarfé- lagi Eimskipafélagsins, þann 25 prósenta hlut sem enn var í eigu Akureyringa. Þar með hafði bær- inn fengið um 2,5 milljarða króna fyrir fjöreggið. Allt farið Tíðindalítið hefur verið í kring- um ÚA frá þessum tíma þótt félag- ið rynni vissulega inn í Brim, sjáv- arútvegsrisa Eimskips, ásamt Skagstrendingi hf. og Haraldi Böðvarssyni hf. Enn eitt tilfinning- alega uppnámið varð á dögunum þegar Landsbanki Björgólfs Guð- mundssonar ákvað að selja feðg- um frá Rifi félagið í heild sinni fyr- ir 9 milljarða króna. Næsta boð átti KEA, sem vildi kaupa fyrir 8,5 milljarða króna en var hafnað án viðræðna. Enn má sjá pólitískar línur í átökunum um ÚA því með KEA glittir í Smokkfiskinn og þar með gamla Sambandið en Rifs- feðgar þykja vera fulltrúar einka- framtaksins, þótt engan veginn megi kenna þá við hálfdauðan Kol- krabbann. Meðal sjálfstæðis- manna á Akureyri eru blendnar til- finningar í málinu. KEA-menn mótmæltu aðgerð Landsbankans með því að taka 300 milljónir út af bankareikningi en þeir fengu eng- an sérstakan stuðning frá sjálf- stæðismönnum, sem virtust af tvennu illu vilja láta Rifsfeðga fá fyrirtækið í stað þess að stuðla að endurreisn þeirra afla sem stóðu að Sambandinu áður. Nú bíða Ak- ureyringar með hendur í skauti og vona að feðgarnir frá Rifi ætli sér að reka fyrirtækið áfram í Eyja- firði í stað þess að lima það í sund- ur og færa hluta kvótans í burtu. Það eina sem minnir á loftkennd loforð SH á tíunda áratugnum er Kexsmiðjan, sem enn heldur velli eftir eina kollsteypu. Sælgætis- gerðin Nói-Síríus er hætt fram- leiðslu nyrðra og súkkulaðið er nú framleitt fyrir sunnan. Meira að segja prófessorsstaðan við Háskól- ann á Akureyri er horfin eftir að Sölumiðstöðin tók hann af launa- skrá fyrir nokkrum árum og sjálft útgerðarfélagið, sem allur styrinn stóð um, komið í eigu Vestlendinga og enginn veit hvernig því verður stýrt eða hvert það fer á næstu árum. ■ RANNSÓKNIR Hafrannsóknastofn- unin og líftæknifyrirtækið Pro- karia hafa gert með sér sam- starfssamning um að vinna sam- eiginlega að því byggja upp þekk- ingu á erfðafræði fiska. Markmið- ið er að Íslendingar geti tekið for- ystu í hagnýtri erfðafræði fiska til nota í fiskeldi, stofnrannsókn- um og umhverfismálum á sviði fiskverndar og fiskirannsókna. Hafrannsóknastofnunin hefur stundað stofnerfðarannsóknir á fiskum og hvölum frá árinu 1986 og auk þess unnið að margháttuð- um rannsóknum á eldi ýmissa sjávardýra frá 1987, svo sem á lúðu, sæeyra, sandhverfu og þorski. Hafrannsóknastofnunin vinnur m.a. að þróun þorskseiða- eldis og kynbótum á þorski í sam- starfi við nokkur öflug innlend fyrirtæki á sviði fiskeldis. Mark- mið Hafrannsóknastofnunarinnar hefur verið að auka þekkingu á eldi þessara tegunda og miðla henni út í samfélagið, einkum til sprotafyrirtækja í greininni. Með samningnum við Prokaria vonast Hafrannsóknastofnunin til að hraða upplýsingaöflun og auka þjónustu fyrir íslenskan sjávarút- veg og stjórnvöld á sviði fiskeldis og stofnrannsókna, samhliða því að stuðla að uppbyggingu fleiri innlendra þekkingarfyrirtækja. ■ FÓR HÚSAVILLT Ókunnur maður braust inn á heimili í Reykjavík í fyrrinótt. Lögreglunni barst hjálparbeiðni klukkan hálf þrjú frá húsráðanda. Heimilisfólkið hafði þá flúið út úr íbúðinni vegna hræðslu og skilið manninn eftir. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn, sem var ofur- ölvi, hafði farið húsavillt. Honum var vísað út. STÚTUR Í HAFNARFIRÐI Átta um- ferðaróhöpp voru tilkynnt til lög- reglunnar í Hafnarfirði um helg- ina. Öll voru að mestu slysalaus nema að tveir ætluðu sjálfir að leita aðstoðar á slysadeild eftir harðan árekstur á mótum Fjarðar- hrauns og Flatahrauns á sunnu- dag. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um ölvun við akstur. Hafró og Prokaria í samstarf um erfðafræði fiska: Ætla sér forystu í greininni TIL GÓÐA FYRIR FISKELDI Hafró vonast til að með samningum við líftæknifyrirtækið Prokaria megi hraða upplýs- ingaöflun og byggja hraðar upp þekkingu á erfðafræði fiska. RÓBERT GUÐFINNSSON Bylti ráðandi öflum í SH og lokaði á Akureyri. OFFITA Árið 1996 byrjaði Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli, með heilsuhorn Gaua litla í Dagsljósi, sem þá var á dagskrá ríkissjónvarpsins. Þar var Guðjón með grenningarátak og gerði tilraunir til að með- höndla offitu. Grenningarátakið gekk það vel hjá Guðjóni að hann grenntist um 53 kíló. Upp úr því byrjaði hann með aðhaldsnám- skeið fyrir fullorðna. Guðjón segir fyrirspurnum fara fjölgandi fyrir börn og ung- linga: „Ég fékk Önnu Sigríði Ólafsdóttur næringarráðgjafa til liðs við mig til að þróa meðferð fyrir börn og unglinga með offituvandamál. Við vorum í sam- vinnu við Manneldisráð, heil- brigðisráðuneytið og Landlækn- isembættið. Þetta gerði ég til að sýna fram á að til væru aðferðir sem virkuðu. Offita er viðurkenndur sjúk- dómur og er oft talað um hana sem einn stærsta heilbrigðis- faraldur 21. aldar. Fleiri deyja úr sjúkdómum tengdum offitu og matarfíkn en krabbameini. Samt er ekkert að gert. Það þarf eitt- hvað meira en fitubrennslunám- skeið til að sporna við þessu. Það þarf skynsama meðferð og móta þarf einhverja framtíðarstefnu í þessum málum. Þetta þjóðfélag er að verða að lítilli fituhlussu. Menn eru sammála um að eina lausnin sé forvarnir, en unnið er að því að opna heilsuskóla fyrir börn og unglinga sem tekur sér- staklega á offituvandanum. Heilsuskólinn verður í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og verður opinn öllum sem þurfa á þessari þjónustu að halda á einn eða annan hátt. Við erum flutt í Mjóstræti 10 í Hafnarfirði. Í sama hús eru Regnbogabörn með aðsetur og njótum við stuðnings frá þeim, sem er af hinu góða þar sem börn og unglingar sem eiga við offitu- vandamál að stríða verða oft fyrir einelti. Við erum í góðu samstarfi við forvarnarnefnd Hafnarfjarðar- bæjar og því er útlitið bjartara í þessum málaflokki nú en verið hefur. Við bjóðum upp á sjálfstyrkj- andi námskeið þar sem lögð verð- ur áhersla á hreyfingu, mataræði og náið samstarf með foreldr- um.“ eb@frettabladid.is OFFITA ER SJÚKDÓMUR Guðjón hefur lengi unnið að rannsóknum til að finna aðferð til að sporna gegn offituvanda og hefur fengið góðan hóp fólks til samvinnu við sig. Þjóðin að verða lítil fituhlussa Offita er viðurkenndur sjúkdómur og er oft talað um hana sem einn stærsta heilbrigðisfaraldur 21. aldar. Fjármálaeftirlitið: Varar við tveimur fyrirtækjum VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið varar fólk við starfsemi fjármálafyrir- tækjanna J.P. Turner & Company L.L.C. og Prosper Club. Í tilkynn- ingu frá stofnuninni segir að þessi félög hafi ekki starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki á Íslandi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að ann- að fyrirtækjanna sé svokallað píramídafyrirtæki þar sem fjár- málaþjónusta sé innifalin en hitt sé verðbréfafyrirtæki. Páll segir að alltaf sé nokkuð um að fólk gleypi við gylliboðum erlendra fyrirtækja án þess að athuga nægilega vel hvort þau séu traustsins verð. Hann segir að fólk geti haft samband við Fjár- málaeftirlitið til þess að fá upp- lýsingar um hvort fyrirtæki hafi starfsleyfi. „Ef þau hafa leyfi gefur það til kynna að viðkomandi séu undir einhvers konar eftirliti og hafi uppfyllt kröfur sem að minnsta kosti gefa mönnum betri tilfinn- ingu fyrir því að hagsmununum sé borgið,“ segir Páll. ■ PÁLL GUNNAR PÁLSSON Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að alltaf sé nokkuð um að fólk falli fyrir gylli- boðum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.