Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 25.01.2004, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 38 Sjónvarp 44 SUNNUDAGUR ÚRSLITALEIKUR Landsliðið í hand- bolta leikur við Tékka um sæti í milliriðl- um Evrópumótsins í handbolta. Íslend- ingar verða að sigra til að komast áfram en Tékkum dugir jafntefli í leiknum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJARTVIÐRI Á SUÐURHELM- INGNUM Ennþá ískalt um land allt. Spám ber ekki saman um hvenær hlýnar. Vindur skaplegur og éljagangur á Norð- austurlandi. Sjá síðu 6 25. janúar 2004 – 24. tölublað – 4. árgangur ERFIÐ ÁKVÖRÐUN Sjálfstæðismenn biðu í ofvæni þegar Davíð Oddsson var spurður um framtíð sína í stjórnmálum á fundi í Valhöll. Hann hefur enn ekki gert upp hug sinn en sagði flokksmönnum að það gæti skýrst með vorinu. Sjá síðu 2 HAFA EKKI LEYFI EN KEYRA SAMT Vöruafgreiðslan á Patreksfirði hefur sinnt vöruflutningum í rúm tvö ár þrátt fyrir að skorta leyfi til þess. Vegagerðin veit af því en ekkert hefur verið aðhafst gagnvart fyrirtækinu. Sjá síðu 4 ENGIN GEREYÐINGARVOPN Fyrr- um yfirmaður vopnaeftirlitssveita Bandaríkj- anna í Írak kveðst sannfærður um að engin gjöreyðingarvopn hafi verið að finna í Írak síðasta áratuginn. Bresk og bandarísk stjórnvöld eru þó fullviss um að einhver slík vopn finnist. Sjá síðu 6 SKORTIR LÖGFRÆÐINGA Forseti lagadeildar Háskóla Íslands segir skort á lögfræðingum. Hann telur eina ástæðuna þá að aukin eftirspurn eftir lögræðimennt- uðu fólki hafi fylgt meiri reglugerðum Evr- ópusambandsins. Sjá síðu 8 OPNUNARHÁTÍÐ AFRÍKUBIKARSINS Það var mikið um dýrðir á opnunarhátíð Afríkubikarsins í fótbolta. Keppnin, sem fram fer í Tún- is næstu þrjár vikurnar, hófst í gær með opnunarhátíðinni og leik heimamanna og Rúanda. Túnisbúar, sem eru þekktir fyrir að byrja illa í mótinu, fóru með sigur af hólmi, 2-1. Átti ekki að vera hægt Heimir Gunnar Hansson, annar skipverjanna af Sigurvini, var við það að gefa upp alla von um að þeim félögum yrði bjargað. Svanur Karl Friðjónsson félagi hans segir Heimi hafa bjargað lífi sínu. SJÓSLYS Heimir Gunnar Hansson bjargaði Svani Karli Friðjónssyni úr ísköldum sjónum og kafaði svo eftir björgunarvestum eftir að báti þeirra hvolfdi í innsigling- unni í Grindavíkurhöfn á föstu- daginn. Þegar bátnum hvolfdi áttu þeir ekki nema tvö til þrjú hundr- uð metra ófarna til að komast inn fyrir innri varnargarð hafnarinn- ar, en þar fyrir innan var sjórinn lygn. Heimir segir að hann hafi ekki verið vongóður um að þeim félög- um yrði bjargað enda hafi aðstæð- ur í innsiglingunni verið hrikaleg- ar. „Þetta eru jaxlar,“ segir hann um meðlimi björgunarsveitarinn- ar Þorbjarnar. „Þetta er ein sú öfl- ugasta sveit sem ég veit um,“ seg- ir hann. Gúmmítuðru björgunarsveit- arinnar hvolfdi eftir að skip- verjarnir voru komnir um borð og féll Svanur Karl aftur útbyrðis og var nokkra stund í viðbót í sjónum áður en hægt var að taka hann upp í. Báðir mennirnir eru komnir heim til Grindavíkur og eru við prýðilega heilsu en þreyttir. Sjá síðu 2. Jón Kristjánsson: Til í að skoða málið aftur SUNNUDAGSVIÐTAL „Ef stjórnendur spítalans álíta að einhverjar af þessum aðgerðum dragi úr öryggi mun ég fara betur yfir þau mál með þeim,“ segir Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra um sparnaðaraðgerðir LSH. Í viðtali við blaðið í dag segist hann enn fremur ætla að berjast fyrir áframhaldandi setu sinni í ríkisstjórn, en ráðherrum Fram- sóknar fækkar um einn í septem- ber. „Ég sé ekki af hverju ég ætti að víkja,“ segir Jón og bætir við að hann hafi fullan hug á að ljúka því verki sem honum var falið. Sjá nánar á bls. 22. Með þjóðina á bakinu Enn og aftur er íslenska handboltalandsliðið í sviðsljósinu, nú á Evrópumótinu í Slóveníu. Geðheilsa lands- manna helst gjarnan í hendur við gengi liðsins á stórmótum; þegar vel gengur líður okkur vel en þegar á móti blæs finnst okkur sem óréttlæti heimsins sé algjört og stemningin í samfélaginu er eftir því. Halló, er einhver á línunni?Áhrif hlýnandi loftslags á Ísland SÍÐA 24 ▲ Skoðanir landsmanna á þjóðlífinu liggja ekki alltaf á lausu. Sumum er þó mikið í mun að segja álit sitt og nota til þess innhringiþætti útvarps- stöðvanna. SÍÐA 21 ▲ SÍÐA 20 ▲ Forsetakosningar: Kerry yfir gegn Bush BANDARÍKIN Samkvæmt nýrri könnun tímaritsins Newsweek myndi John Kerry bera sigurorð af George Bush forseta ef þeir tveir kepptu um forsetaembættið. Í könnuninni sögðust 49% myndu styðja Kerry en 46% Bush. Þegar spurt var um afstöðu ef kosið yrði á milli Bush og Howard Dean hafði Bush forskot; 50% kysu Bush og 45% Dean. Í könnuninni kemur einnig fram að 52% vilja ekki að Bush verði endurkjörinn og hafa vin- sældir hans dalað mjög að undan- förnu. ■ Vísindamenn spá hækkandi hitastigi á jörðinni á komandi árum. Hvaða áhrif hefur þetta á Ísland? Munum við sjá nýjar skordýrategundir eða tré hér á landi? Hvað verður um jöklana? Fréttablaðið ræddi við nokkra vísindamenn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.