Fréttablaðið - 25.01.2004, Page 2

Fréttablaðið - 25.01.2004, Page 2
2 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR „Henni er hvergi brugðið af því að hún hefur vitað þetta síðan 1983 þegar hún nældi í mig.“ Jón Ólafsson tónlistarmaður er kynþokkafyllsti maður Íslands samkvæmt könnun Rásar 2. Eigin- kona hans er Sjöfn Kjartansdóttir. Spurningdagsins Jón, hvernig tekur konan þessu? Ofurmennið Heimir togaði mig upp Svanur Karl Friðjónsson segir félaga sinn Heimi Gunnar Hansson hafa sýnt hetjudáð þegar hann bjargaði honum úr ísköldum sjónum. Heimir kafaði svo eftir björgunarvestum. Björgunarsveitin Þorbjörn vann afrek við björgunina. SJÓSLYS Heimir Gunnar Hansson vann mikið afrek þegar hann náði að draga félaga sinn, Svan Karl Friðjónsson, upp á kjöl Sigurvins GK eftir að bátnum hvolfdi í inn- siglingunni í Grindavíkurhöfn á föstudaginn. Skipverjarnir eru báðir komnir heim og eru við góða heilsu en Svanur Karl var eina nótt á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir volk- ið. Hann var í ísköldum sjónum í meira en tuttugu mínútur áður en björgunarsveitarmönnum tókst að koma honum um borð í slöngubát. „Það er eins og tíu tonna trukkur hafi keyrt yfir mig. Ég er með of- boðslega strengi og hálsríg. Ég er þreyttur,“ segir Heimir. Svanur Karl segir að Sigurvin hafi fengið á sig stóra öldu og bátnum hvolft mjög skömmu áður en þeir komust inn fyrir innri varnargarðinn í höfninni. Skipverjarnir voru nokkra stund að koma sér úr brúnni og upp á yfirborðið þar sem þeir stóðu á lunningunni en báturinn maraði í hálfu kafi. Eftir að þeir höfðu staðið þar um stund féll Svanur í sjóinn er mikið öldurót gekk yfir þá félag- anna. „Svo ríða öldurnar yfir bát- inn á meðan við stöndum þarna. Ég dett og hangi þarna á annarri hendinni og ofurmennið hann Heimir togar mig upp,“ segir Svanur Karl. „Ég fæ bara ein- hvern aukakraft og kippi honum inn fyrir,“ segir Heimir. Skömmu eftir þetta sætti Heimir lagi og kafaði eftir björg- unarvestum og þrýsti á neyðar- hnapp bátsins. Heimir segir að björgunar- sveitarmenn úr Þorbirni hafi unn- ið þrekvirki. „Þetta átti ekki að vera hægt. Þetta eru bara jaxlar,“ segir hann. Báðir voru skipverjarnir orðn- ir örvæntingarfullir og segist Heimir ekki hafa talið að þeim yrði bjargað. „Ég sá bláu ljósin í landi og var alveg pottþéttur á að það næðist ekkert í mann. Svo þegar báturinn loksins kom hélt ég að ég færi bara í skrúfuna [á slöngubátnum],“ segir Heimir. Eftir að þeir komust um borð í tuðruna hvolfdi henni og féll Svavar Karl útbyrðis og Heimir flæktist í köðlum. Björgunar- sveitarmennirnir sigldu inn í lygnuna til þess að losa Heimi áður en þeir sneru aftur til þess að kippa Svani Karli aftur um borð. Svanur Karl segir að varla hafi gefist tími til þess að vera hrædd- ur á meðan á hrakförunum stóð en að tæpt hefði staðið. „Maður var orðinn sáttur við að drekka sjóinn og var hættur að finna fyrir því. Þetta var orðið það tæpt,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is Forsætisráðherra er enn óákveðinn um framtíð sína: Mjög stór ákvörðun í mínu pólitíska lífi STJÓRNMÁL „Ég var í stólnum, eigin- lega að hugsa upphátt, fyrir framan vel á annað hundrað manns. Þetta er mjög stór ákvörðun í mínu pólitíska lífi,“ sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra að loknum fundi sjálfstæð- ismanna í Valhöll í gær. Þar var hann spurður út í framtíð sína í stjórnmálum og átti í nokkrum vandræðum með að svara. Salurinn var spennuþrunginn eftir að Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og sjónvarpsmaður, spurði Davíð hvað hann hygðist gera. Til stóð að bíða eftir spurning- um frá fleirum áður en Davíð svar- aði en fundarstjóri sagði ljóst eftir þessa spurningu að fólk myndi bíða með aðrar spurningar þar til for- manni flokksins hefði gefist færi á að svara. Davíð sagði að það hefði verið eðlilegt af fólki að velta því fyrir sér í kringum síðustu kosningar hvort það væri heppilegt að sami maður sæti mjög lengi sem forsæt- isráðherra. Hann rifjaði jafnframt upp að Ólafur Thors hefði verið for- maður Sjálfstæðisflokksins í 27 ár en lofaði fundarmönnum því þó að hann ætlaði sér ekki að reyna að vera formaður jafn lengi. Davíð tók fram að hann vildi ekki leyna flokkssystkin sín neinu. „Ég hef bara ekki gert þetta upp við mig.“ ■ Varnarliðsmál: Eykur ekki bjartsýni STJÓRNMÁL „Fundirnir sem við höfum þegar átt eru ekki sérstaklega til þess fallnir að auka manni bjartsýni í þeim málum,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra um viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð varnar- liðsins á fundi með sjálfstæðismönn- um í gær. Davíð sagði að viðræðurnar væru erfiðari en ella þar sem áhersla Bandaríkjamanna beindist að öðrum heimshluta. „Við væntum þess og trúum því enn að Bandaríkjamenn muni engu að síður axla þær skyldur sem í varnarsamningnum felast því þeir hafa enn ekki sagt að þeir vilji segja upp þeim samningi.“ ■ Gæti hlýnað á morgun: Misvísandi veðurspár VEÐRIÐ „Það er mjög kalt loft yfir landinu og hlýtt loft á ekki greiða leið vegna hæð- arsvæðis,’’ segir Sigurður Þ. R a g n a r s s o n veðurfræðingur. Sigurður seg- ir erfitt að sjá hvenær hitnar. „Spárnar eru mjög misvísandi hvað það varðar. Amerísku spárn- ar gera ráð fyrir hlýindum strax á mánudag á með- an þær evrópsku gera ekki ráð fyrir hlýindum fyrr en vikan er á enda.“ Svona staða sést af og til í spánum, segir Sigurður. „Í þessu tilviki snýst þetta um hæðar- svæði, hversu öflugt og útbreitt það verður. Samkvæmt einstaka spám verður fallegt veður, þá einkum á vestanverðu landinu á þriðjudag, en ekki hægt að fullyrða neitt. Þegar afstaðan er svona ólík getur allt gerst.“ Í dag má búast við éljum norð- anlands. ■ HELMUT NEWTON LÁTINN Tísku- ljósmyndarinn Helmut Newton lést í bílslysi í Los Angeles, 83 ára að aldri. Newton var að aka út úr bílastæði á hóteli í Hollywood þegar hann missti stjórn á bílnum sín- um og lenti á vegg. Newton er þekktastur fyrir erótískar svart- hvítar ljósmyndir sem meðal annars birtust í virtum tímaritum á borð við Playboy og Vogue. FANGAVÖRÐUM HALDIÐ Í GÍSL- INGU Nokkrir fangar hafa haldið tveimur fangavörðum í gíslingu í varðturni í ríkisfangelsinu í Yuma í Arizona í heila viku. Eng- ar upplýsingar hafa fengist um það hvaða kröfur fangarnir hafa sett fram. Talið er að fangarnir séu vel vopnum búnir. MAFÍUFORINGI DÆMDUR Banda- ríski mafíuforinginn Louis Dai- done hefur verið fundinn sekur um okurlánastarfsemi og aðild að tveimur morðum. Annað fórnar- lambið var skilið eftir með kanarífugl í munninum öðrum til viðvörunar. Daidone á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Uppreisnarmenn reiða til höggs í Írak: Níu fórust í þremur árásum ÍRAK, AP Fimm bandarískir her- menn og fjórir Írakar féllu í þremur sprengjuárásum í Írak í gær. Hátt í fimmtíu manns særð- ust í árásunum, þar á meðal fjöldi óbreyttra borgara. Þrír bandarískir hermenn féllu og sex særðust þegar bíll sprakk við bandaríska eftirlitsstöð í bæn- um Khaldiyah, um 110 kílómetra vestur af Bagdad. Að minnsta kosti átta Írakar særðust í árás- inni. Tveir aðrir Bandaríkjamenn létu lífið þegar sprengja sprakk við vegkant skammt norður af Fallujah. Þriðja árásin átti sér stað í bænum Samarra, um 110 kíló- metra norður af Bagdad. Vörubíll sprakk þegar honum var ekið á lögreglustöð með þeim afleiðing- um að fjórir óbreyttir borgarar létust og um fjörutíu manns særð- ust, þar af sjö bandarískir her- menn. Miklar skemmdir urðu á lögreglustöðinni auk þess sem eldur kviknaði í fjölda bíla. Gígur myndaðist í götunni þar sem vöru- bíllinn sprakk. Alls hafa nú 512 bandarískir hermenn fallið í Írak síðan stríðið hófst 20. mars 2003. ■ Frönsk kona: Leyst úr gíslingu VENESÚELA, AP Lögreglan í Trujillo í Venesúela bjargaði í gær franskri konu sem hafði verið í gíslingu mannræningja í rúman mánuð. Einn ræningjanna lést í skotbar- daga við lögreglu og annar særð- ist. Stephanie Minana, sem er 25 ára, var bjargað úr skúr í af- skekktu fjallahéraði um 400 kíló- metra frá borginni Caracas. Einn ræningjanna var handtekinn og lögreglan leitar nú að fjórum mönnum sem grunaðir eru um ránið. Lögreglan komst á spor ræningjanna eftir að þeir skipuðu foreldrum konunnar að fara með 4,2 milljóna króna lausnarfé þang- að. Lögreglu grunaði að konan yrði drepin um leið og búið væri að borga. ■ SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON Það er mjög kalt loft yfir landinu og á hlýtt loft ekki greiða leið vegna hæðarsvæðis. Á FUNDI Í VALHÖLL Sjálfstæðismenn biðu spenntir eftir því sem forsætisráðherra segði um framtíð sína. SPRENGJUÁRÁS Fjöldi bíla brann til kaldra kola þegar sprengja sprakk við lögreglustöð í bænum Samarra. „Ég fæ bara einhvern aukakraft og kippi honum inn fyrir. HEIMIR GUNNAR OG SVANUR KARL Skipverjarnir af Sigurvini GK eru báðir komnir heim. Heimir fékk að fara heim samdægurs en Svanur þurfti að bíða þar til í gær. ■ Bandaríkin ■ Útivist VÉLSLEÐAMAÐUR FÓTBROTNAÐI Björgunarsveitarmenn frá Laug- arvatni og Grímsnesi sóttu vélsleðamann sem fótbrotnaði við Skjaldbreiði í gærkvöldi. Félagar mannsins komu honum í fjalla- skála og þangað sóttu björgunar- sveitarmenn hann á áttunda tím- anum. Búist var við að komið væri til byggða um miðnætti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.