Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 14
14 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR 5,1%* – Peningabréf Landsbankans www.landsbanki.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.12.2003–31.12.2003 á ársgrundvelli. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. DANSAÐ Í KAUPHÖLLINNI Dansari í drekabúningi fremur listrænan gjörning á gólfi kauphallarinnar í Manila á Filippseyjum í tilefni þess að á fimmtudag- inn var nýársdagur samkvæmt kínverska tímatalinu. V ið sk ip ta fr ét ti r á su nn ud eg i VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL ÍSLANDS *Gengi bréfa síðustu sjö daga 9,4% -2,9% -3,3% 10% 8,8% 15 12 9 6 3 0 -3 Mesta hækkun (%)* *Gengi bréfa síðustu sjö daga 6 3 0 -3 -6 -9 -12 Mesta lækkun (%)* Mesta velta mán. þri. mið. fim. fös. Parmaco hf. Vátryggingarfélag Íslands hf. Grandi hf. Fyrirtæki Velta síðustu sjö daga Íslandsbanki hf. 5.752 milljónir Landsbanki Íslands hf. 2.168 milljónir Eimskipafélag Íslands hf. 1.676 milljónir Samherji hf. Flugleiðir hf. Straumur Fjárfestingabanki hf. Höfuðstöðvar Pharmaco segjaekki sjálfar frá því að þær hýsi verðmætasta fyrirtækið í Kauphöll Íslands. Forstjórinn, Ró- bert Wessman, er líka laus við allt stærilæti. Tekur brosandi á móti manni og býður upp á kaffi, ávexti og Nóakonfekt. Sjálfur drekkur hann te. Róbert er 34 ára gamall, tveim- ur árum yngri en stjórnarformað- ur Pharmaco, Björgólfur Thor Björgólfsson. Á skömmum tíma hefur Róbert stýrt fyrirtækinu í örum vexti og gert það að verð- mætasta félaginu í Kauphöll Ís- lands. Íslandsmetið er bara áfangi. Nú stefnir Pharmaco að skráningu í Kauphöllinni í London. „Það er stórt skref fyrir félagið,“ segir Róbert. „Þetta verður mikil vinna, en er mjög spennandi.“ Greiningardeildir bankanna hafa bent á að skráning- in muni gefa félaginu nýja ásýnd sem alþjóðlegt félag. Slíkri skrán- ingu fylgja kröfur og agi þróaðs markaðar. „Það er gott veganesti að hafa verið skráð félag á mark- aði hér heima.“ Pharmaco hefur gert samning við ABN AMRO Rothchild og Merrill Lynch International, sem munu sjá um skráninguna. Róbert vill ekki tjá sig um skráningar- ferlið og væntingar fyrirtækisins til þess. Félag sem er í slíku ferli lýtur ströngum skilyrðum um upplýsingagjöf og fleira meðan á skráningarferlinu stendur. Sérfræðingar á markaði fylgjast spenntir með hvernig takast muni til við skráninguna. Bent hefur ver- ið á að verð í útboði fari eftir því hvað sérfræðingar á markaði telji sanngjarnt mat á verðmæti fyrir- tækisins miðað við framtíðarmögu- leika þess. Glæsileg saga Pharmaco mun hjálpa, en miklu skiptir einnig hvernig tekst að koma framtíðar- sýn Pharmaco til fjárfesta. Það er ekki sjálfgefið að erlendir fjárfest- ar meti fyrirtækið með sama hætti og hlutabréfamarkaður á Íslandi. Útboðsverðið muni verða sann- gjarnt og eðlilegt miðað við mark- aðinn í London. Róbert segist vel skilja áhug- ann á skráningunni. „Ég get ekki tjáð mig um einstök atriði skrán- ingar. Við lútum þeim reglum sem eru um slíkt ferli.“ Sérfræðingar telja að eðlilegt ferli slíkrar skráningar sé hálft ár, en félagið hefur ekki gefið út neinar dagsetningar. Verkefnið er stórt, en hjá Pharmaco eru menn vanir að takast á við stór verkefni. Erfiðleikar í byrjun Fáa hefði órað fyrir því að lítil samheitalyfjafyrirtæki, Delta og Pharmaco, myndu sameinuð stíga þetta skref og ná þeirri stærð sem raunin er á örfáum árum. Róbert var ráðinn forstjóri lyfjafyrirtækis- ins Delta um mitt ár 1999 eftir að hafa unnið í sjö ár hjá Samskipum. Stefnan sem Pharmaco hefur fylgt til dagsins í dag var að miklu leyti mótuð hjá Delta árið 1999. „Á þeim tíma hafði Delta átt í ákveðnum fjárhagserfiðleikum. Í framhaldi af endurfjármögnun fór félagið á markað. Ég hafði ekki horft neitt til lyfjageirans, þegar var haft sam- band við mig. Menn höfðu hug- myndir um að taka til í rekstrinum. Þá var verið að horfa mest á innan- landsmarkað. Það sem mér fannst spennandi – þó að það væru erfið- leikar og meira að segja erfitt að borga laun – var að félagið var mjög sterkt í að þróa samheitalyf. Félag- ið var að þróa tiltölulega fá lyf, en hafði alla burði til að fjölga þeim verkefnum.“ Það kostaði 150 milljónir að þróa hvert samheitalyf. „Menn þurftu því að leggja í miklar fjárfestingar. Mér fannst það grunnurinn að framtíðinni. Við höfðum þá sýn að taka sjálfir yfir sölustarfsemina sem var þá í höndum umboðsaðila. Við vildum ekki vera ódýrt fyrir- tæki, heldur fyrirtæki sem væri að þróa mjög góð lyf og kæmi með þau Íslandsmethafi á leið til London Undir stjórn Róberts Wessman, forstjóra Pharmaco, hafa gerst undur og stórmerki. Þau eru sprottin af skýrri sýn og sterkum hópi sem hefur farið fyrir fyrirtækinu í ævintýralegum vexti og útrás. Pharmaco hefur tekið yfir eða sameinast 13 fyrirtækjum á 36 mánuðum. Við fáum oft slík til- boð inn á borð til okkar á undan öðrum því menn vita að kaup á fyrirtækjum eru hluti af starfsemi okkar og vita að hverju við erum að leita. Í hverri einustu viku skoðum við eitthvert fyrir- tæki. ,, mán. þri. mið. fim. fös. -3,5% AF ÁVÖXTUNUM SKULUÐ ÞIÐ ÞEKKJA ÞÁ Mikil bjartsýni ríkir á íslenskum markaði um framtíð Pharmaco. Róbert Wessman hefur stýrt fyrirtækinu á tímum mikillar stækkunar og útrásar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.