Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 16
16 25. janúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Viðskipti ATHAFNALÍF Á fimmtudaginn stendur Félag viðskipta- og hag- fræðinga fyrir „Íslenska þekk- ingardeginum“ í fjórða sinn. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að í tilefni dagsins verði staðið fyrir ráðstefnu um stjórnun breytinga. Á fundinum hafa meðal ann- arra framsögu Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco, Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, og Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri erlendra fjárfestinga hjá Baugi. Þá verður Jens Gammel- gaard, lektor í alþjóðahagfræði og stjórnun við Viðskiptahá- skólann í Kaupmannahöfn, sér- stakur gestur ráðstefnunnar. Hann flytur erindi um hvernig unnt sé að auka samkeppnis- hæfni með yfirtöku á fyrirtækj- um og fjallar um stjórnun breytinga og þekkingar. Við sama tækifæri verða einnig veitt Íslensku þekkingar- verðlaunin í fjórða sinn. Tilnefnd að þessu sinni eru fyrirtækin Baugur Group, Flaga, KB banki og Pharmaco. Í fyrra hlaut Íslandsbanki þessi verðlaun en áður hafa Marel og Íslensk erfðagreining hlotið þau. Í fyrra hlaut Valur Valsson, fyrrum forstjóri Íslandsbanka, verðlaun sem viðskiptafræðing- ur ársins og verða þau verðlaun afhent í annað sinn á fimmtu- daginn. Bæði verðlaunin eru veitt á grundvelli tilnefninga frá félög- um í Félagi viðskipta- og hag- fræðinga og stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins en sérstök dómnefnd tekur endanlega af- stöðu til tilnefninganna. ■ DeCode nær vopnum á ný Gengi DeCode hefur farið hækkandi. Bréf félagsins hækkuðu yfir 300 prósent í fyrra og hækkunin það sem af er þessu ári er nálægt 30 prósentum. Margt bendir til þess að árið í ár verði félaginu sérlega mikilvægt. Fyrirtækið nýtur aðgerða sem gripið var til þegar markaðurinn missti trú á líftækninni. Félag viðskipta- og hagfræðinga: Þekkingardagurinn haldinn í fjórða sinn Fyrir utan handboltalandsliðiðhafa væntingar Íslendinga hvergi risið hærra en til DeCode genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Þegar ljóst var að stefnt yrði að skráningu bréfa fyrirtækisins á Nasdaqmarkaðn- um sáu margir fram á áhyggju- laust ævikvöld þegar á unga aldri. Þessi draumsýn varð að martröð margra sem tóku áhættu langt umfram þau almennu lögmál sem hafa verður í huga við fjárfest- ingu í hlutabréfum. Í ljósi þess sem síðar gerðist náði félagið á síðustu stundu að skrá sig á markað og fjármagna starfsemi sína. Gríðarlegar vænt- ingar voru til skráningarinnar á Nasdaqmarkaðnum. Gengi bréfa í félaginu fór í 65 dollara á hlut á gráamarkaðnum svokallaða. Við- skipti á þessu gengi voru ekki mikil, en þónokkur viðskipti voru með bréf félagsins á genginu 45 til 55 dollarar á hlut. Gullæði greip um sig og eitthvað var um að menn tækju lán fyrir háar upp- hæðir til kaupa á bréfum félags- ins. Raddir sem bentu á áhættuna af slíkri fjárfestingu voru kveðn- ar niður jafnharðan. Útboðsgeng- ið var ákveðið 18 dollarar. Það voru mörgum sár vonbrigði. Menn héldu í bjartsýnina. Félög í hlutafjárútboði á Nasdaq höfðu mörg hver hækkað um mörghund- ruð prósent þegar viðskipti hófust. Menn krossuðu fingur. Gengi DeCode fór upp í tæpa 30 dollara á hlut og tók síðan að síga. Það staldraði á tímabili í 9 til 10 dollurum og síðan hófst sársauka- fullt ferðalag margra þar til geng- ið náði lágmarki í rúmu 1,60 doll- urum á hlut. Gárungarnir voru farnir að biðja fólk um smágreiða og buðu DeCode bréfin sín í stað- inn. Öðrum var ekki hlátur í huga. Langt í mikinn hagnað Félag eins og DeCode vinnur að verkefnum sem eru þess eðlis að langur tími líður frá uppgötv- unum þar til verulegar tekjur koma inn. Félagið er með samn- inga við nokkur stór og þekkt lyfjafyrirtæki og fær áfanga- greiðslur fyrir uppgötvanir sínar. Verulegar tekjur koma ekki inn í fyrirtækið nema sem hlutdeild í lyfjum sem þróuð eru á grund- velli uppgötvana fyrirtækisins. Vegurinn frá uppgötvun vísinda- manna DeCode þar til lyf er þróað er bæði langur og óviss. Félagið mun því þurfa fyrr eða síðar að auka hlutafé. Samkvæmt því sem fréttist innan úr fyrirtækinu gekk vinnan vel. Trú fjárfesta á líftæknifyrir- tækjum fór hins vegar þverrandi. Afleiðingarnar voru þær að stjórnendum DeCode var í raun nauðugur einn kostur. Að skera niður kostnað í þeirri von að fé- lagið myndi ráða yfir fjármunum til þess að lifa af meðan líftækni- markaðurinn væri lægð. „Krafa markaðarins er að við náum jafn- vægi í rekstri fyrr en áætlanir okkar hafa gengið út á,“ er haft eftir Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í fréttatilkynningu í septemberlok 2002. Fyrirtækið sagði upp 200 af 650 starfsmönnum sínum. Sam- kvæmt yfirlýsingum félagsins myndu uppsagnirnar ekki hafa veruleg áhrif á framleiðni félags- ins. Samkvæmt heimildum hafði fyrirtækið lokið ákveðinni vinnu, þannig að áframhaldandi þróun var ekki jafn mannfrek. Eins og gefur að skilja höfðu þessi tíðindi neikvæð áhrif á andann í fyrir- tækinu. Samkvæmt því sem nú heyrist hafa menn jafnað sig og hugur er í starfsmönnum fyrir- tækisins. Mikil hækkun í fyrra Bréf félagsins hækkuðu mikið í fyrra. Hækkunin nam 343 pró- sentum á sama tíma hækkaði vísi- tala líftæknifyrirtækja á Nasdaq um 227%. Félagið var því methafi félaga með starfsemi á Íslandi ávöxtun á síðasta ári. Frá áramót- um hafa hlutabréfin hækkað um tæp 30%. Gengið hefur ekki verið hærra síðan í desember 2001. DeCode hefur hækkað umfram vísitölu líftæknifyrirtækja, en fé- lagið hafði einnig lækkað mun meira en vísitalan þegar vantrú á þessa atvinnugrein var ráðandi á markaðnum. Sveiflurnar í gengi líftækninnar eru gríðarlegar. gengið er nú rúmir 11 dollarar og markaðsvirði fyrirtækisins komið yfir 40 milljarða króna. Það er því aftur komið í hóp fimm verðmæt- ustu almenningshlutafélaga á Ís- landi. Einar Þorsteinsson sérfræð- ingur hjá Greiningu Íslandsbanka segir erfitt að segir erfitt að gera fulla grein fyrir ástæðu hækkandi gegnis. „Að einhverju leyti er skýringin í meiri bjartsýni á markaði. Svo hefur einnig áhrif að í rekstrartölum frá DeCode getur að líta árangur af þeim aðgerðum sem þeir fóru í.“ Fjárfestar fylgdust náið með árangri af aðgerðunum. Kostnað- ur fyrirtækisins hefur lækkað. Þar við bætist að tilkynningar fé- lagsins hafa aukið trú manna á framtíð þess. Sérfræðingar Morg- an Stanley fylgjast með Deode. Að þeirra mati er árið í ár verði fyr- irtækinu mikilvægt. Morgan Stanley telur útlitið nokkuð gott. „Þessi þróun er góð tíðindi fyrir fyrirtækið,“ segir Már Wolfgang Mixa sérfræðingur hjá SPH verð- bréfum. „Á endanum er það rekst- urinn og afkoman sem mun ráða hvernig fyrirtækinu gengur.“ Þróun DeCode að undanförnu gefur vonir um að fyrirtækið festi sig í sessi og framtíð þess verði björt. Sérfræðingar leggja hins vegar áherslu á að félagið sé, hafi verið og muni áfram verða mikil áhættufjárfesting. Ríkisstjórnin hefur fengið heimild Alþingis til að veita DeCode ríkisábyrgð vegna lyfja- þróunarverksmiðju. Ríkisábyrgð- in er upp á 200 milljónir dollara eða um 14 milljarðar króna. Þegar Alþingi veitti heimildina var doll- arinn mun sterkari og ábyrgðin metin á 20 milljarða. Eftirlits- stofnun EFTA hefur heimild til ríkisábyrgðar til athugunar og er fremur búist við að stofnunin heimili slíka ábyrgð. Málið var umdeilt á alþingi, en líklegt að heimildin verði veitt telji eftirlits- stofnunin enga meinbugi á slíkri áhrif. Fjárfestar sem voru búnir að pakka hlutabréfum sínum í DeCode í skókassa og setja upp á háaloft eru aftur farnir að kíkja á bréfin. Hvort þau fara aftur í skó- kassann eða í gylltan ramma upp á vegg mun framtíðin skera úr um. Útlitið er bjartara og árið í ár mun ráða miklu um trú fjárfesta á framtíð félagsins. haflidi@frettabladid.is UPP OG NIÐUR Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur mátt horfa upp á miklar sveiflur í verðmati fyrirtækisins á markaði. Útlitið nú er bjartara en það hefur verið í langan tíma. ÞUNG SPOR Íslenskri erfðagreiningu var nauðugur sá kostur að segja upp 200 af 650 starfsmönnum sínum. Niðurskurður kostnaðar er meðal þess sem á þátt í aukinni trú fjárfesta. 28,00 11,04 10,54 1,85 2000 2001 2002 2003 ÞRÓUN GENGIS HLUTABRÉFA Í DECODE Á NASDAQ FRÁ SRKÁNINGU. (VERÐ Í BANDARÍKJADÖLUM)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.