Fréttablaðið - 25.01.2004, Page 19

Fréttablaðið - 25.01.2004, Page 19
Nafn Hannesar Hafstein munverða mjög í umræðunni á þessu ári því 100 ár eru liðin frá því hann varð fyrsti ráðherra Ís- lendinga. Hannes telst með höfuð- skáldum þjóðarinnar. Svonefndar Þerriblaðsvísur eru með skemmtilegasta kveðskap hans en þar stælir hann ljóðagerð helstu skálda 19. aldar. Hannes gaf ekki svör við því hvaða ljóðskáld hann hafði í huga en ljóðelskir menn hafa fundið svörin. Hér eru nokk- ur sýnishorn af Þerriblaðsvísum. I Blaðið góða, heyr mín hljóð hygg á fregnir kvæða mínar, minna ljóða blessað blóð blætt hefur gegnum æðar þínar. II Því var þerriblað í þegna heimi oft í eld hrakið að entu starfi, að það aldregi, sem önnur blöð, dugði til kamars né kramarahúsa. III Þurrkutetur, þægðarblað, þú, sem ástarklessur drekkur. Ljúft þú unir þér við það, þurrkutetur, gljúpa blað. Hverfur þér að hjartastað hver einn lítill pennaflekkur, þurrkutetur, þægðarblað, þú, sem ástarklessur drekkur. IV Hvar sem hnígur hortittur, hlussum mígur ritvargur, brátt upp sýgur blekdrekkur bull, sem lýgur mannhundur. V Síðasti slagurinn, er hann sló - slettist á blaðið klessa. En með blaðinu þerri þó þurrkaði ‘ann vætu þessa. Rennvotar þerrar það rúnar. VI Á himinskýjum skáldsins andi flaug sem skrýtinn bláfugl eða apótek, og himinljósa leiftur í sig saug líkt eins og þerripappír drekkur blek. VII Þerripappír þóknast mér, því hann drekkur, eins og ég. Blekaður því hann einatt er. Allt er þetta’ á sama veg. VIII Pappír pettaði penninn flughraði, hljóp of hugstaði hratt á blekvaði. En í óðhlaði ei varð stórskaði, því ég þurrkaði á þerriblaði. IX Það tekur svo ákaft en öfugt við því orði’, er á pappírinn festist, og erfi drekkur að íslenskum sið þess alls, sem varð blautt og klesstist. X Ég vildi óska’ að það ylti nú blek í ærlegum straumi yfir blaðið hjá mér, svo ég gæti sýnt hve mín framkvæmd er frek og fádæma gott mitt þerriblað er. XI Það ber við tíðum hjá lenskum lýð, að letragjörðin vill þorna síð. Þerriblöð hafa því hlutverki að inna ef höfð eru rétt, verja klessu’ og blett. Og einatt úr huganum hugsjón má detta, ef hægt er ei blaðinu strax við að fletta og áfram skal halda og skrifa í skyndi þá skáldafjörið er best í lyndi. Vor fátæka þjóð má við minna, en missa hugsjónir skáldanna sinna. XII Frá Englum og Þjóðverjum gæfan oss gaf hin gagndræpu blöðin, sem þerra. Það blek, sem þau leirburði uppsugu af, það er ekki smáræði, herra. Sem Danskurinn útsýgur íslenska þjóð og andann þurrkar upp trúin, sem ígla sýgur upp sjúks manns blóð, svo sjúga þau. - Nú er ég búinn. 19SUNNUDAGUR 25. janúar 2004 pnar upp verða 80 bílar á sérstöku tilboðsverði. Einnig mikið úrval af notuðum vélsleðum. Sölumenn okkar eru í hátíðarskapi, nýttu þér það. Komdu í fjörið, njóttu gæðanna og skoðaðu nýjungarnar. Komdu á Nýbýlaveginn um helgina, - það verður bara skemmtilegt. Boðið er upp á glæsilegar veitingar alla helgina. Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16. www.toyota.is * RX 300 ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 Í fyrsta sinn í sjö árum fenguþýsku systurnar Corinna og Nicola að eyða jólum með fjölskyldu sinni. Stúlkurnar voru á sínum tíma teknar frá foreldrum sínum, ekki vegna þess að foreldrarnir hefðu lagt hendur á þær eða verið afskipt- ir foreldrar heldur vegna þess að þeir voru taldir of heimskir til að geta sinnt þeim. Fyrir rúmu ári fyrirskipaði mannréttindadómstólinn í Strass- borg þýskum yfirvöldum að skila börnunum til foreldra sinna en þeir- ri fyrirskipun var ekki hlýtt fyrr en í desember síðastliðnum. „Við erum ekki fullkomin fjölskylda en við erum góð fjölskylda,“ segir móðirin, Annette Kutzner, sem er 35 ára göm- ul. Í þau sjö ár sem fjölskyldan var aðskilin fengu foreldrarnir einungis að sjá börn sín einu sinni í mánuði og þeir máttu ekki snerta þau, ekki kyssa og ekki ræða tilfinningaleg málefni. „Þegar börnin voru tekin frá okk- ur vissum við ekki hvað við ættum að segja stelpunum svo við sögðum þeim að þær væru að fara í frí og að við vonuðum að þær kæmu aftur heim innan viku,“ segir Annette. Níu mánuðum seinna fengu foreldrarnir að heimsækja börn sín í fyrsta sinn. Það verður að viðurkennast að Kutzner-fjölskyldan er sérvitur. Hún býr í litlum bóndabæ ásamt ömmu og afa, einum frænda, þrem- ur páfagaukum, hundi og rúmlega fjörutíu uppstoppuðum dýrum. Það er afinn í fjölskyldunni sem hefur ástríðu fyrir því að stoppa upp dýr. Þegar ung kona, félagsráðgjafi, heimsótti fjölskylduna blöskraði henni og að sögn fjölskylduföðurins Ingo Kutzner fékk hún samstundis andúð á fjölskyldunni. Unga konan hafði komið að beiðni Annette, sem átti í erfiðleikum með að sjá um tvö ung börn og veikan tengdaföður sem þurfti að þvo og raka á hverjum morgni. Það var félagsráðgjafinn sem beitti sér fyrir því að börnin yrðu tekin frá foreldrunum. Það nægði yfirvöldum þó ekki því þau skildu einnig systurnar að eftir ár. Í skýrslu yfirvalda stóð að foreldrarn- ir hefðu haft neikvæð áhrif á greind- arþroska barna sinna og best væri að skilja systurnar að því annars myndi eldri systirin vera ráðandi í samskiptum og hamla þroska þeirr- ar yngri. Foreldarnir börðust fyrir því að fá dætur sínar aftur, réðu sér lögfræðing og sendu bréf til þýska þingsins og kanslarans Gerhards Schröder. Foreldrarnir töluðu fyrir daufum eyrum þar til yfirmaður samtaka sem berjast fyrir réttind- um barna sendi málið til mannrétt- indadómstólsins í Strassborg. Kutzner-fjölskyldan vann málið. Ingo Kutzner segir fjölskylduna enn lifa í ótta um að börnin verði tekin burt að nýju. Fyrir jólin báðu stúlkurnar um að fá hjól í jólagjöf því þannig gætu þær hjólað heim til foreldra sinna ef þær yrðu aftur teknar frá þeim. ■ Á sínum tíma orti Hannes Hafstein vísur í orðastað nokkurra þjóðþekktra skálda: Hver orti hvað? KUTZNER-FJÖLSKYLDAN Eftir sjö ára aðskilnað er fjölskyldan loks sameinuð. Of heimsk til að vera foreldrar Svör: ISigurður Breiðfjörð II Bjarni Thorarensen III Jónas Hallgrímsson IVBólu-Hjálmar VGrímur Thomsen VIBenedikt Gröndal VIIPáll Ólafsson VIIIMatthías Jochumsson IXSteingrímur Thorsteinsson XHannes Hafstein XIEinar Benediktsson XIIÞorsteinn Erlingsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.