Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2004, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 25.01.2004, Qupperneq 28
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Dekurferð til Kenýa: Fyrir hressar konur í ævintýraleit Enn eru nokkur sæti laus í 16daga ævintýra- og dekurferð fyrir konur um miðjan febrúar á vegum Úrvals-Útsýnar. Förinni er heitið til Kenýa í Afríku, á slóðir hinnar dönsku Karenar Blixen. Fararstjórar eru þær Elín Þor- geirsdóttir og Linda Hilmarsdótt- ir. Að sögn Elínar er um að ræða frábæra ferð fyrir hressar konur í upplifunar- og ævintýraleit. Flakkað verður um Kenýa og hefst sú ferð í höfuðborg landsins, Nairobi. Síðan verður ferðast um þjóðgarða, meðal annars Masaii Mara, sem er sá frægasti í Kenýa. Þar má finna flest þau dýr sem við tengjum við Afríku; fíla, ljón, flóðhesta, hlébarða og fleiri, og gist á glæsilegum stað. Þarna lifir hinn stolti Masaii-þjóðflokkur enn við gamlar hefðir. Konurnar þar verða heimsóttar og fylgst með hvernig þær stýra búi en Masaii- menn hafa oft nokkrar konur hver og þær setja upp girðingu kringum skýli sem þær smíða. Innan hennar eru konur og kofar hvers karls. Í Carter Lake-garðinum er ótrúlega fjölbreytt náttúra. Þar verður gist í glæsilegum safarí- tjöldum sem reist eru í skógar- þykkni við vatnið. Síðan verður farið að ströndum Indlandshafs þar sem gist er með- al annars í snyrtilegum makuti- strákofum og hægt verður að skoða þorp og kynnast lífi inn- fæddra. Þarna eru frábærir veit- ingastaðir með ferskt sjávarfang og framandi krydd, að sögn Elín- ar. Sjórinn er ylvolgur og hún seg- ir tilvalið að stunda sjávaríþróttir, fara í skútusiglingu eða bara dorma á ströndinni. „Þetta er ný tegund húsmæðraorlofs sem allar konur dreymir um, upplifun, úti- vera, skemmtun, hvíld og dekur. Linda er heilsuræktarkennari og mun hún bjóða upp á leikfimi sem miðar að jafnvægi á líkama og sál í hlýrri veðráttu og töfrandi landslagi.“ Hópurinn takmarkast við 20 manns. Verðið er 279.600 krónur og innifalið í því er allt flug, gist- ing, aðgangur að þjóðgörðum, inn- fæddir leiðsögumenn þegar þess þarf og þrjár máltíðir á dag, flesta dagana. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.afrika.is. gun@frettabladid.is ■ Út í heim GOLFFERÐ TIL DUBLIN Plúsferðir bjóða golfferð til Dublin um pásk- ana. Flogið er í leiguflugi með Flugleiðum til Dublin og gist á City West en akstur þangað tekur um 40 mínútur. Spilað er golf á Executive Course og Champions- hip Course. Verð miðað við gist- ingu í tveggja manna herbergi er 67.670. Innifalið er flug, flugvall- arskattar, gisting á City West með morgunverði, ferð til og frá flug- velli erlendis, fjórir golfhringir og íslensk fararstjórn. Verð fyrir eins manns herbergi 80.630. Verð án golfs er 51.670. VERÐLISTAR 2004 KOMNIR Hjá ferðaskrifstofunni Fylki eru sum- arhúsaverðlistar 2004 komnir. Hægt er að nálgast verðlistana á Reykjavíkurvegi 27 í Hafnarfirði (sími 555 2733) og Engjasmára 5 í Kópavogi (sími 554 0298). Sömu- leiðis er hægt að panta verðlista í síma 456 3745. Uppáhaldsstaður Ólafs Gunn-arssonar rithöfundar innan- lands er Hólar í Hjaltadal. „Það er sérstök og yndisleg stemning sem þar er. Skagafjörðurinn og Hólar er þar sem mér líður einna best,“ segir Ólafur. „Ég reyni að fara þangað á hverju sumri og hef gert það undanfar- in ár.“ Á Hólum leigir Ólafur sumarbústað, borðar flatkökur og rækjusalat og hefur það al- mennt mjög náðugt. Ólafur á sér líka uppáhalds- stað í útlöndum sem er Róm. Þangað hefur hann komið nokkrum sinnum og þykir staður- inn notalegur. „Fyrst þegar ég kom þangað hafði ég þær hug- myndir, og þá helst úr mafíu- myndum, að Ítalir væru hálf skelfilegir,“ segir hann. „Svo fer ég einhvern tímann út að borða með konunni minni á veitinga- stað í Róm og átta mig á því þeg- ar ég á að fara að borga að ég er veskislaus. Það fór að fara um mig og ég kallaði á yfirþjóninn og bjóst við einhverjum hasar. En hann sagði þá: „You’ve got a nice face. Come again tomorrow, eat again, pay then.“ Mér fannst þetta voðalegt kompliment,“ seg- ir hinn nýbakaði bókmenntaverð- launahafi, sem slapp þar með skrekkinn. ■ JÖRÐ Í AFRÍKU Við heimili Karenar Blixen í Nairobi. MEÐAL INNFÆDDRA Ragna Sara Jónsdóttir er ein þeirra kvenna sem hafa heimsótt Kenýa. Uppáhaldsstaður Ólafs Gunnarssonar: Yndisleg stemning á Hólum í Hjaltadal ÓLAFUR GUNNARSSON Hólar í Hjaltadal og Róm eru í mestu uppáhaldi. Nýjung: Þorraganga í miðborginni Með rísandi sól er sjálfsagt aðfagna þorra í miðborg Reykjavíkur ekki síður en annars staðar,“ segir Birna Þórðar- dóttir, sem rekur fyrir- tækið Menn- i n g a r f y l g d Birnu ehf. Hún býður upp á göngu- ferð um „ h e i ð n a “ hverfið, en svo kallar hún þær götur sem nefndar eru eftir Þór, Óðni, Freyju „og allri þeirri fjöl- skyldu,“ eins og hún orðar það. Lagt er upp frá Skólavörðuholti og spjallað um það sem fyrir augu og eyru ber. Í göngulok er svo boðið upp á þorramat. Göngurnar eru tvisvar í viku, föstudaga kl. 17.30 og laugardaga kl. 17, og ferðin í heild tekur tvo klukkutíma. „Það er upplagt fyrir vinnustaðahópa, saumaklúbba, vina- og vinkvennahópa, göngu- hópa og menningarhópa að mæta í þessar göngur og sameina hreyf- ingu, menningu og mat,“ segir Birna. Verð ferðar er 4.500 kr. fyrir manninn og panta þarf fyrir fram í síma 862 8031. ■ BIRNA ÞÓRÐAR Sameinar hreyfingu menningu og mat. FRÍTT TIL MADRIDAR? Í til- efni opnunar á nýjum vef Úrvals-Útsýnar hefur verið ákveðið að allir þeir sem á tímabilinu 13.-31. janúar bóka sér ferð til Madridar 12.-15. mars eða 22.-25. apríl fari í sérstakan pott sem dregið verður úr 1. febrúar. Sá/sú sem dregin(n) verður og ferðafélagi munu fá ferð- ina frítt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.