Fréttablaðið - 02.02.2004, Side 2
2 2. febrúar 2004 MÁNUDAGUR
„Ekki ennþá.“
Haraldur Briem læknir er sérfræðingur í smitsjúk-
dómum en nú hafa menn miklar áhyggjur af
útbreiðslu svonefndrar fuglaflensu.
Spurningdagsins
Haraldur, er þetta slæmur faraldur
Hætta á heimsfaraldri
ef veiran breytir sér
Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir ástæðu til fylgjast vel með þróun fuglaflensunnar.
Ef veiran breytist og fer að smitast frá manni til manns er hætta á heimsfaraldri.
FUGLAFLENSAN „Talið er að svín hafi
verið milliliður í spænsku veik-
inni. Því er verið að velta því upp
hvort svín í Asíu séu að sýkjast
eða ekki,“ segir Haraldur Briem
sóttvarnalæknir um fuglaflens-
una í Asíu.
Haraldur segir að upphaf
spænsku veikinnar árið 1918 hafi
verið að svín
hafi sýkst af
fuglaflensu og í
þeim hafi orðið
breyting á
veirunni sem
gerði það að
verkum að menn
sem smitast
fengu nýja veiru
sem barst
manna á milli.
Hann segir að
menn og svín
séu með sína
eigin infúlensu-
veiru í sér og að
hún geti bland-
ast nýju fuglaflensuveirunni og
úr því komið nýr inflúensustofn
sem ekki eru til mótefni fyrir. Það
gæti valdið því að nýr heimsfar-
aldur færi af stað og sé hann eins
skæður og fuglaflensan í Asíu er
nú gæti það orðið mjög alvarlegt
mál því um leið og flensan berst
frá manni til manns er hættan
mikil.
Haraldur segir að margar
fuglaflensur hafi komið og farið
en þessi fuglaflensa sem nú geisi í
Asíu sé svo útbreidd og svo marg-
ir sem hugsanlega hafa komist í
snertingu við hana að líkur á far-
aldri eru meiri en oft áður. Því sé
mun meiri ástæða nú að vera vak-
andi og fylgjast með hvernig flen-
sa þróast. „Við viljum ekki setja
bann við ferðalögum til Asíu eins
og staðan er í dag en ráðleggjum
fólki að fara ekki á kjúklingabú
eða dýramarkaði. Hins vegar ef
þetta verður slæm inflúensa sem
berst manna á milli gætum við
beint þeim tilmælum til fólks að
ferðast ekki til Asíu.“
Haraldur segir að nú á dögum
höfum við betri möguleika til að
bregðast við slæmum inflú-
ensutilfellum en þegar spænska
veikin breiddist út árið 1918. Aft-
ur á móti geti tekið marga mánuði
að þróa nýtt bóluefni. Þá þarf líka
að taka inn í myndina hversu auð-
velt sé að ferðast heimshorna á
milli sem auðveldar alla út-
breiðslu.
hrs@frettabladid.is
Ríkisráðsfundur án forseta:
Í fyrsta sinn í yfir fjörtíu ár
STJÓRNMÁL Haldinn var fundur í rík-
isráði Íslands í gær án þátttöku
Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.
Haft var eftir Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra í kvöldfréttum RÚV
í gær að hann vissi ekki til þess að
haldinn hafi verið fundur í ríkis-
ráði í fjarveru forseta í um fjörtíu
ár.
Sigurður Líndal lagaprófessor
segir að það hafi komið sér á óvart
að forseti Íslands hafi ákveðið að
vera fjarverandi á aldarafmæli
heimastjórnarinnar en að sér sýn-
ist að rétt hafi verið staðið að fund-
inum.
Að sögn Ólafs Davíðssonar,
ráðuneytisstjóra í forsætisráðu-
neytinu og ritara ríkissráðs, var
vitað að Ólafur Ragnar Grímsson
yrði staddur erlendis og því hafi
ekki verið gert ráð fyrir þátttöku
hans á fundinum.
Á fundinum var samþykkt breytt
auglýsing um starfsemi Stjórnar-
ráðs Íslands en að sögn Ólafs hafði
verið stefnt að því að samþykkja
þær breytingar á hundrað ára
afmæli Stjórnarráðsins en ekki hafi
orðið ljóst hvort það tækist fyrr en
skömmu fyrir helgi. „Forseti fór til
útlanda fyrir nokkru síðan og það
var tilkynnt að hann yrði fjarver-
andi fram í febrúar,“ segir Ólafur.
Stefán Lárus Stefánsson for-
setaritari hafði ekki fengið upp-
lýsingar um áætlaðan ríkisráðs-
fund fyrr en hann frétti af honum
í gær. ■
Eldfimt ástand:
Leiðtogarnir
skotmörk
JERÚSALEM, AP Varnarmálaráðherra
Ísraels sagði í gær að leggja þurfi
áherslu á að ráðast á leiðtoga her-
skárra íslamskra samtaka. Hótunin
kemur í kjölfar ummæla andlegs
leiðtoga Hamas-samtakanna, Sheik
Ahmed Yassin, sem sagði að samtök-
in muni leggja sig öll fram við að
ræna ísraelskum hermönnum.
Við þessar yfirlýsingar aukast
enn líkurnar á frekari átökum á
svæðinu. Í síðustu viku felldu Ísrael-
ar átta Palestínumenn í skotbardaga
í Gazaborg en Palestínumaður felldi
ellefu manns í sjálfsmorðsárás í Jer-
úsalem. Hamassamtökin lýstu sig
ábyrg fyrir þeirri árás. ■
ANDERS FOGH RASMUSSEN
Fór að dæmi fleiri vestrænna þjóðar-
leiðtoga og skrapp til Íraks án þess að til-
kynna um það fyrirfram.
Forsætisráðherra Dana:
Í heimsókn
til Íraks
KAUPMANNAHÖFN, AP Anders Fogh
Rasmussen, forsætisráðherra
Dana, skaut óvænt upp kollinum í
suðurhluta Íraks um helgina, þar
sem danskir hermenn eru að
störfum.
Fogh Rasmussen hélt frá Dan-
mörku á laugardaginn án þess að
tilkynna um ferð sína. Hann kom
til Íraks seint um kvöld og gisti í
dönsku herbúðunum Eden. Í gær
heimsótti hann síðan landa sína í
borgunum Qurnah og Basra.
Hann sagði heimsóknina hafa
verið „athyglisverða reynslu“ og
hrósaði dönsku hermönnunum
fyrir að hjálpa til við að „koma
hinu nýja Írak aftur á fæturna“. ■
Hornafjörður:
Gengu
út á sjó
LÖGREGLAN Lögreglan á Höfn kall-
aði út björgunarsveit Hornafjarð-
ar vegna þriggja drengja á ung-
lingsaldri sem gengið höfðu út á ís
í Hornafirði og voru komnir um
300 metra frá landi.
Drengirnir höfðu staðið í stað í
nokkrar mínútur og ekki var vitað
hvort þeir væru komnir í sjálf-
heldu og ekki var hægt að ná sam-
bandi við þá vegna fjarlægðarinn-
ar. Björgunarsveitarmenn fór til
drengjanna í þar til gerðum göll-
um og fylgdi þeim í land meðfram
eyjum í firðinum. Lögreglan á
Hornarfirði vill beina þeim til-
mælum til foreldra að brýna fyrir
börnum að stórhættulegt sé að
fara út á ísinn þó hann þykkur. Á
köflum er ísinn þunnur og
straumur er undir honum sem
gerir það að verkum að sá sem
dettur niður úr ísnum fer strax
undir hann. ■
Patreksfjörður:
Tekinn með
kannabis
FÍKNIEFNI Lögreglan á Patreksfirði
fann átján grömm af kannabisefn-
um í fórum manns sem var að
koma frá Reykjavík.
Hann gekkst við því að vera
eigandi fíkniefnanna og telst mál-
ið upplýst. Maðurinn sem er á fer-
tugsaldri hefur ekki komið áður
við sögu lögreglu vegna fíkniefna-
mála. Hann má búast við sekt
vegna málsins. ■
MINA, SÁDI-ARABÍU, AP Nærri 250
manns tróðust undir og týndu lífi
við trúarlega athöfn í gær í bænum
Mina, sem er næsti bær við Mekka
í Sádi-Arabíu. Álíka margir særð-
ust.
Harmleikurinn varð þegar píla-
grímaferðir múslima náðu há-
marki með táknrænni athöfn, þar
sem mannfjöldinn kastaði grjóti í
steinsúlu. Með grjótkastinu er fólk-
ið að „grýta djöfulinn“ með tákn-
rænum hætti, og vilja margir heit-
trúaðir gleyma sér í þessari tilfinn-
ingaþrungnu athöfn þar sem þeir
kasta grjóti af öllu afli, æpa
ókvæðisorð og kasta jafnvel skó
sínum í súluna til þess að sýna með
ótvíræðum hætti fyrirlitningu sína
á hinu illa í heiminum.
Býsna algengt er að hættulegur
troðningur verði í pílagrímaferð-
um múslima til Mekka og Medína,
og kostar troðningurinn ekki
ósjaldan mannslíf. Stundum verða
pólitísk eða trúarleg átök til þess
að troðningur myndast, sem verður
fjölda fólks að bana. Mannskæðasti
harmleikurinn varð árið 1990 þeg-
ar 1426 pílagrímar fórust í troðn-
ingi í Mekka þegar hin táknræna
„grýting djöfulsins“ átti sér stað. ■
HALLDÓR BLÖNDAL Í FORSÆTI
Í fjarveru Ólafs Ragnars Grímssonar stjór-
naði forseti Alþingis fundi ríkisráðs Íslands.
MÚSLIMAR „GRÝTA DJÖFULINN“
Þessi táknræna athöfn á sér stað árlega í borginni Mina í Sádi-Arabíu. Í gær hófst jafn-
framt fjögurra daga fórnarhátíð múslima, þar sem þeir minnast fórnar Abrahams þegar
Guð leyfði honum að fórna hrúti í staðinn fyrir son sinn.
Grunur um smit milli manna
Alþjóðlega heilbrigðisstofn-unin, WHO, óttast að tvær
víetnamskar systur, sem létust
úr fuglaflensunni, gætu hafa
smitast af bróður sínum. Ef
rétt reynist, þá er þetta fyrsta
tilvikið svo vitað sé þar sem
veiran berst á milli manna. Enn
hefur smitleiðin þó ekki verið
staðfest.
Fuglaflensan hefur valdið
dauða milljóna hænsna í tíu Asíu-
ríkjum. Hún hefur smitast til
manna í að minnsta kosti tveim-
ur þessara ríkja, og valdið dauða
að minnsta kosti tíu manna. ■
FUGLAR SÓTTIR TIL SLÁTRUNAR
Fuglaflensan hefur greinst í fiðurfénaði í
Víetnam, Taílandi, Indónesíu, Kambódíu,
Taívan, Japan, Suður-Kóreu, Pakistan, Laos
og Kína.
„ Við viljum
ekki setja
bann við
ferðalögum til
Asíu eins og
staðan er í
dag en ráð-
leggjum fólki
að fara ekki á
kjúklingabú
eða dýra-
markaði.
Harmleikur í helgri borg:
244 fórust í troðningi