Fréttablaðið - 02.02.2004, Side 8
8 2. febrúar 2004 MÁNUDAGUR
■ Evrópa
Hver hefði trúað því?
„Það verður sérkennileg tilfinn-
ing fyrir fyrir bæði þingmenn og
óbreytta sjálfstæðismenn að sjá
Davíð Oddsson ganga út úr
stjórnarráðinu og afhenda lylka-
na formanni Framsóknar. Hver
hefði trúað því? Mig grunar því
að Sjálfstæðisflokkurinn geri
honum ekki alltaf lífið léttara.“
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar-
innar, í Fréttablaðinu 1. febrúar.
Ráðríkur og góður stjórnandi
„Heima er ég af mörgum talinn
ráðríkur en hér hins vegar tal-
inn góður stjórnandi.“
Guðjón Þórðarson, sem líður vel sem knatt-
spyrnustjóra hjá Barnsley, í Morgunblaðinu 1.
febrúar.
Órólegur
„Ég verð alltaf órólegur, þegar
menn taka sér skáldanafn í
munn um mig.“
Davíð Oddsson vill ekki samanburð við Hannes
Hafstein sem skáld, í Morgunblaðinu 1. febrúar.
Orðrétt
FERÐAMANNAIÐNAÐUR Sveitarstjórn
Bláskógabyggðar fer fram á leyfi
til að lýsa upp Gullfoss að kvöld-
lagi og telur mögulegt að hrinda
þessu í framkvæmd strax næsta
haust.
„Ferðamenn eru farnir að
koma hér allt árið um kring og
koma oft að fossinum í myrkri.
Við teljum nauðsynlegt að bjóða
þann möguleika að koma hér í
vetrarferðir og sjá fossinn í full-
um ljóma,“ segir Ragnar Sær
Ragnarsson sveitarstjóri. „Helsta
gagnrýni sem komið hefur fram
er sú að við töpum myrkrinu. En
ég held að menn séu sammála um
að lýsingin hafi engin áhrif á um-
hverfið í sjálfu sér. Þetta eru aft-
urkræfar breytingar, nokkrar
leiðslur og kastarar í felum sem
auðvelt yrði að taka aftur niður.
Með bréfi til umhverfisráð-
herra biðjum við hann formlega að
koma að málinu, og vísa því í eðli-
legan farveg. Við höfum fengið
þær upplýsingar að þetta sé ekki
mjög flókið í framkvæmd. En end-
anleg kostnaðaráætlun liggur ekki
fyrir. Við erum kannski að tala um
tvær til þrjár milljónir. Fossinn er
þjóðargersemi og við sendum líka
fjárlaganefnd erindi en teljum að
við getum fengið einkaaðila til að
fjármagna þetta að mestu leyti. Við
höfum heyrt frá áhugasömum aðil-
um í ferðaþjónustu og víðar sem
myndu vilja koma að málinu.“ ■
NEYSLA Kolsýrt vatn sem engum
sykri hefur verið bætt í ber vöru-
gjald sem nemur átta krónum á
hvern lítra. Þessi vara ber 24,5%
virðisaukaskatt, meðan önnur
matvara ber 14% skatt, meðal
annars mjólkurvörur sem í er
töluverður viðbættur sykur.
Jón Diðrik Jónsson, forstjóri
Ölgerðarinnar, sem framleiðir
meðal annars Egils Kristal, kallar
vörugjaldið sykurskatt. „Þetta
heitir reyndar vörugjald í dag, en
var lagt á sælgætisiðnaðinn á sín-
um tíma sem sykurskattur,“ segir
Jón Diðrik. „Þá var lítið um sykur-
lausa gosdrykki og kolsýrt vatn
og þetta hefur haldist síðan.“
Jón Diðrik segir drykkjar-
mjólk með viðbættum sykri
sleppa við sykurskattinn, en auk
þess sé hún í lægra virðisauka-
skattsþrepi. „Svo er ekkert pökk-
unargjald á henni. Við sendum allt
í endurvinnslu, en Mjólkursam-
salan ekki.“ Endurvinnslugjaldið
er níu krónur.
Jón Diðrik segist ekki tals-
maður neyslustýringar með
sköttum. „Samsetning í mataræði
er mjög mikilvæg og ég er fylgj-
andi því að allar upplýsingar séu
um innihald vörunnar. Ef hins
vegar uppruni gjaldsins er holl-
usta, þá er það farið að snúast
upp í andhverfu sína ef sætar
mjólkurvörur bera ekki slík gjöld
meðan vatn sem á erindi, sér-
staklega til ungs fólks, er skatt-
lagt út úr kortinu. Við endurskoð-
un þessa gjalds hljóta menn að
skoða upphaflega ástæðu þess og
jafna aðstöðu fólks, þannig að all-
ir sitji við sama borð.“
Í nýlegri könnun manneldis-
ráðs kemur í ljós að ungt fólk
sækir stóran hluta orku sinnar í
neyslu á viðbættum sykri. Til
dæmis er um 20% af orkuneyslu
drengja á aldrinum 15–19 ára
fengin með viðbættum sykri.
Anna Elísabet Ólafsdóttir, for-
stjóri Lýðheilsustöðvar, segir að
þessi umræða hafi ekki komið inn
á sitt borð. „Við höfum verið að
kynna niðurstöður sem sýna
mikla sykurneyslu Íslendinga. Í
framhaldinu þurfum við auðvitað
að spyrja okkur hvernig verði
brugðist við því.“ Hún segir að
umræðan um sykurneyslu verði
tekin upp hjá Manneldisráði.
haflidi@frettabladid.is
GULLFOSS
„Við gætum unnið að því í sumar að koma lýsingunni fyrir. Kastararnir þurfa í sjálfu sér
ekki að vera svo stórir en þeir þurfa að kasta geislunum beint að fossinum og flúðunum,
þannig að þeir lýsi fyrst og fremst upp fossinn, ekki umhverfið.“
Mjódd - Sími 557 5900
NÚ LÍÐUR AÐ ÚTSÖLULOKUM
Enn meiri verðlækkun – Kíkið við!
Verið
velkomar
Vilja lýsa upp Gullfoss:
Ferðamenn sjái foss-
inn í fullum ljóma
Sykurskattur sem
er óháður sykri
Kolsýrt vatn ber vörugjald eins og sælgæti. Sykraðar mjólkurvörur bera
ekkert slíkt gjald og eru auk þess í lægra virðisaukaskattsþrepi. Sykur-
skatt kalla gosdrykkjaframleiðendur vörugjaldið og vilja endurskoðun.
HÁSKÓLAR Flestir ríkisháskólar fá
ríflegar fjárveitingar samanborið
við Viðskiptaháskólann á Bifröst
eða Háskólann í Reykjavík, sagði
Runólfur Ágústsson, rektor Við-
skiptaháskólans, við útskrift BS-
nema um helgina. Hann fer fram
á að menntamálaráðherra beiti
sér fyrir því að hrópandi aðstöðu-
munur verði leiðréttur.
Runólfur mótmælti þeim rök-
um að aðstaða sjálfstæðra háskóla
sé betri þar sem þeir fá bæði
framlag frá ríki og taka skóla-
gjöld. Í yfirliti um fjármögnun og
rekstur háskóla vegna ársins 2001
komi fram að Háskóli Íslands fái
851 þúsund á nemanda í ríkis-
framlag en Viðskiptaháskólinn
433 þúsund. Sjálfsaflatekjur Bif-
rastar hafi verið 355 þúsund á
nemanda en sambærilegar tekjur
Háskóla Íslands 446 þúsund.
Heildartekjur HÍ á nemanda hafi
því verið 1.297 þúsund en Bifrast-
ar 788 þúsund. Runólfur benti
jafnframt á að samkvæmt fjárlög-
um 2004 er 3,3 milljörðum varið
til háskólarannsókna. Af því fái
sjálfseignarstofnanir 35 milljónir.
Hér sé breytinga þörf. ■
Viðskiptaháskólinn:
Óþolandi aðstöðumunur
RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON
Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst.
SKATTLAGÐUR FRÍSKLEIKI
Sykurlaust kolsýrt vatn ber vörugjald sem
framleiðendur kalla sykurskatt. Vörugjald
var lagt á gosdrykki áður en kolsýrt sykur-
laust vatn náði almannahylli.
NÓBELSVERÐLAUNAHAFAR TIL-
NEFNDIR George W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, og Evr-
ópusambandið eru meðal þeirra
sem tilnefnd hafa verið til friðar-
verðlauna Nóbels þetta árið.
Frestur til þess að skila inn til-
nefningum rann út í gær. Norska
nóbelsnefndin skýrir svo frá vali
sínu í haust.
MICROSOFT FÆR STÓRSEKTIR
Mario Monti, samkeppnisstjóri
Evrópusambandsins, hyggst sekta
hugbúnaðarrisann Microsoft um
100 milljón evrur fyrir að misnota
markaðsráðandi aðstöðu sína.
Þessi fjárhæð samsvarar um það
bil 8.600 milljónum króna og mun
vera hærri sekt en áður hefur
þekkst í sambærilegu máli. Þetta
er fullyrt í þýska tímaritinu Focus.