Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.02.2004, Blaðsíða 14
Heyrst hefur að það sé ein-kennilegt að Íslendingar skuli seint og um síðir gera veður út af heimastjórninni – og eitt- hvað rámar mig í að hafa séð haft eftir valinkunnum manni að lítil tíðindi hefðu í sjálfu sér gerst þann fyrsta febrúar 1904. Það var hraustlega mælt. Ætli sé ekki nær sanni að þá hafi orðið þátta- skil í lífi íslensku þjóðarinnar og upp hafist nýtt tímabil sem átti eftir að einkennast af miklum vexti á öllum sviðum. Hitt er einkennilegra: hvers vegna svo hljótt hefur í rauninni verið um þessi miklu þáttaskil, því að þarna hófst ferðin sem 1. desember 1918 og 17. júní 1944 voru áfangar á. Getur kannski hugsast að menn hafi verið í hálf- gerðum vandræðum með þessa sögu? Sjálfur sökkti ég mér sem barn og unglingur ofan í hinn mikla bókaflokk Þorsteins Thorarensen um aldamótaárin sem kom út á sjöunda áratugn- um, en þar tekst Þorsteini að gera íslenska stjórnmálasögu ljóslifandi og æsispennandi, því hann skrifar á sundurgreinandi og fjölbreytilegan hátt með hæfi- legri innlifun, án þess þó að þykj- ast vera skáldsagnahöfundur og þótt maður hafi heyrt að háskóla- mönnum þyki hann ekki vanda nægilega vel til heimildavinnu – taki ekki alltaf orðrétt upp – þá er hann fundvís á bitastæða hluti í bréfum – og þykist ekki hafa skrifað þá sjálfur... Þriggjaflokkakerfið Nokkurn veginn svona minnir mig að myndin sé, sem Þorsteinn dregur upp af íslenskum alda- mótastjórnmálum: Fyrir og upp úr aldamótunum 1900 voru í meginatriðum þrír flokkar í landinu: Valtýingar sem nefndir voru eftir foringja sínum Valtý Guðmundssyni, Landshöfð- ingjaflokkurinn, sem seinna tók upp nafnið Heimastjórnarflokk- urinn, og loks Benedikt Sveins- son eldri og félagar sem héldu að eigin mati uppi merki Jóns Sig- urðssonar. Fyrirrennari flokks Valtýinga var flokkur sem kenndur var við Miðlunina og var undir forystu þeirra Páls Briem og Jóns Ólafs- sonar. Fyrir þeim vakti að hætta ófrjóu þrefi um Gamla sáttmála við Dani en einbeita sér heldur að innihaldi en formi: þeir vildu fá erlent fjármagn í stórum stíl inn í landið og tengjast öðrum Evrópu- löndum með þeim hætti, bæta lífskjör, koma hér á markaðs- hagkerfi. Valtýskan snerist um tvennt: að íslenskur ráðherra yrði í Kaupmannahöfn og að stofnaður yrði Íslandsbanki. Landshöfð- ingjaflokkurinn var íhaldssamur hópur í kringum höfðingjana í Reykjavík og laut forystu Magn- úsar Stephensen landshöfðingja sem í umræðum á Alþingi um er- lent fjármagn sagði: „Mig sundlar við milljónunum“. Þessi hópur var dansklundaður með afbrigð- um en einkum áhugasamur um að viðhalda völdum sínum með öll- um ráðum. Helsta vonarstjarna þessa hóps var glæsimennið unga Hannes Hafstein sem starfaði sem ritari hjá landshöfðingjan- um. Við stjórnarskipti í Dan- mörku tókst þessum hópi að ná til sín völdunum og tryggja sér yfir- ráð yfir heimastjórninni, í spenn- andi atburðarás sem Þorsteinn rekur af mikilli íþrótt. Þriðji hóp- urinn var í raun að leysast upp kringum aldamótin en kom aftur fram í átökunum kringum upp- kastið 1908 og átti sinn blómatíma fram til 1918 undir heitinu Land- varnamenn. Þetta var hópur þeir- ra sem gerðu ýtrustu kröfur í sjálfstæðismálunum en voru í raun íhaldssamir í sjálfum lands- málunum, að minnsta kosti Bene- dikt Sveinsson eldri sem vildi beint samband við konung og jarl yfir Íslandi. Seinna átti þetta allt eftir að renna saman á ýmsa vegu þegar stéttastjórnmál leystu sjálfstæð- isstjórnmál af hólmi 1916 með stofnun Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks. Upp úr þessu runnu í raun saman Valtýingar og Heimastjórnarmenn – og meira að segja Landvarnamenn í eina hreyfingu, að vísu með nokkrum krókaleiðum. Sú hreyfing heitir Sjálfstæðisflokkurinn, sem er þannig arftaki sjálfstæðisstjórna- málanna, vettvangur málamiðl- ana, kirkjan þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja, ekki hefð- bundinn hægri flokkur eða mark- aðshyggjutrúboð, heldur sam- bærilegur flokkur við Kongress- flokkinn á Indlandi, valdamið- stöð, nokkurs konar alþingi í sjálfum sér. Þarna er ef til vill komin skýr- ingin á því hvers vegna fremur lítið hefur verið gert með þessi tímamót til þessa: þegar lofdýrð- arbók Kristjáns Albertssonar um Hannes Hafstein kom út log- aði Sjálfstæðisflokkurinn af deil- um og sár voru ýfð upp sem reyndust furðu lítt gróin. En Evrópumálin gera að verk- um að við virðumst vera að þró- ast í átt að flokkakerfi sem end- urspeglar það sem var fyrir hundrað árum. Sjálfstæðisflokk- urinn nú er að breytast í Heima- stjórnarflokkinn, íhaldssaman höfðingjaflokk, Samfylkingin líkist Valtýingum, pragmatísk og markaðssinnuð, og vinstri græn- ir eru stoltir arftakar Land- varnamanna. Framsóknarflokk- urinn stendur svo ekki fyrir neitt en er alltaf í stjórn. ■ Það er ekki rétt hjá Davíð Oddssyniforsætisráðherra að samruni Fréttar og Norðurljósa myndi brjóta í bága við lög í flestöllum nágranna- löndum okkar. Það er líka vafasöm ályktun í kjölfar þessa samruna þeg- ar Morgunblaðið segir í forsíðufyrir- sögn á laugardaginn að Ísland og Danmörk væru einu löndin innan Evrópska efnahagssvæðisins sem ekki hefðu sett ákvæði í lög til að stemma stigu við samþjöppun á fjöl- miðlamarkaði. Í grein, sem forsíðu- fréttin byggir á, sést að samruni Fréttar og Norðurljósa fellur ágæt- lega að lögum í Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Ír- landi, Ítalíu, Lúxemborg, Portúgal, Svíþjóð, Spáni og Þýskalandi. Blaða- menn DV tóku dæmi af lagaumhverfi nokkurra landa fyrir fáeinum vikum og þar birtist sambærileg mynd: Samruni Fréttar og Norðurljósa myndi ekki brjóta í bága við lög nema í fáeinum löndum. Á Evrópska efna- hagssvæðinu hafa aðeins Frakkar og Grikkir lög sem banna að sami aðili hasli sér völl á öllum sviðum fjölmiðl- unar. Slík ákvæði – sem einkenna fjöl- miðlamarkað í Bandaríkjunum og Ástralíu – þekkjast ekki annars staðar í Evrópu. Það er hins vegar rétt í Morgun- blaðinu að Danir og Íslendingar eru einu þjóðir Evrópska efnahagssvæð- isins sem ekki hafa flóknar reglur um úthlutun útvarps- og sjónvarpsleyfa. Slík ákvæði byggja á því að útvarps- rásir eru takmörkuð auðlind. Í stærri samfélögum þar sem mikil eftirspurn er eftir slíkum leyfum er skiljanlegt að stjórnvöld reyni að tryggja fjöl- breytni dagskrár við úthlutun leyfa. Hér á landi er þetta ekki raunveru- legt vandamál. Allir sem vilja hefja útsendingar fá rásum úthlutað. Með stafrænni útsendingu margfaldast sendingargeta núverandi kerfis. Það er því bæði ástæðulaust að setja tak- markandi ákvæði í íslensk lög og kjánaleg tímaskekkja. Það er athyglivert að þeir sem tjá sig mest um þörf á lögum sem tak- marka atvinnufrelsi fjölmiðlafyrir- tækja ganga út frá ímynduðum veru- leika fremur en staðreyndum. Þrátt fyrir að margir glæsilegir fjölmiðlar tilheyri Norðurljósasamsteypunni er sameiginleg markaðshlutdeild þeirra varla meiri en 40 prósent af áskriftar- markaði og sambærilegt hlutfall af auglýsingamarkaði. Ríkisútvarpið er með stærri hlutdeild á sjónvarps- og útvarpsmarkaði. Morgunblaðið er með stærri hlutdeild á samanlögum áskriftar- og auglýsingamarkaði en Fréttablaðið og DV samanlagt. Ef menn vilja keyra í gegn lög gegn sam- runa Fréttar og Norðurljósa með ótt- ann að vopni þá er það ótti stórfyrir- tækja við aukna samkeppni. Það má vel vera að eðlilegt sé að setja lög sem hindra að eitt fjölmiðlafyrirtæki geti keypt upp alla fjölmiðla landsins – ef menn sjá raunverulega hættu á slíku. Það er hins vegar hætt við að slík lög myndu þrengja meira að starfsemi Ríkisútvarpsins og útgáfufélags Morgunblaðsins en Norðurljósa. ■ Í Ríkisútvarpinu var nýlega fréttfrá Algzeera um ofsóknir gyðinga á aðra gyðinga sem styddu ekki mál- stað Ísrael í átökum þeirra við araba. Það er eitt að Algzeera hafi slíkar fréttir, hún er fréttastofan sem útvarpar segulböndum bin Laden, annað þegar Ríkisútvarpið endurtekur þær. Uppistaðan í þeirri frétt var um konu af gyðingaættum í London sem studdi málstað Palestínu og hefði sætt hótunum annarra gyðinga, jafnvel að henni hefði verið sent bréf um að Hitler hefði átt að út- rýma henni líka. Nú veit ég ekki hvað Íslendingar eru saklausir gagnvart gyðinga- hatri, ég man auðvitað eftir kristin- fræðinni sem barn, hvað mikið var lagt upp úr því þegar Jesús henti gyðingapröngurunum úr hofinu og flestir vita líklega hvernig íslensk yfirvöld brugðust við þegar gyðing- ar reyndu að flýja undan nasistum til Íslands, en gyðingahatur er ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður hugsar til Íslands. Þjóðarstoltið Bæði frændi minn íslenskur, og frændi konu minnar af íslenskum ættum voru á því að Íslendingar væru ein týnda ættkvísl Ísrael. Ég þekkti minn frænda, hann hélt blá- þræði í raunveruleikann, en frænda Temmu þekkti ég ekki. Faðir minn var haldinn þeirri trú að við Íslend- ingar værum leifar hers Alexanders mikla, safnaði bókum um það efni og undarlegum staðreyndum til að sanna þá teóríu. Hvar hann fékk þá hugmynd er mér ráðgáta. Ein af undirstöðum gyðinga- haturs er að gyðingar séu öðruvísi. Íslendingar geta auðvitað skilið þá hugsun, þjóðarstoltið stöðugt að segja okkur að við séum afkomend- ur höfðingja og kónga, bestir í öllu miðað við höfðatölu og málið hreinna en fjallalækurinn. En um leið gerum við grín að okkur fyrir, vitum að við erum afkomendur fólks sem endaði á Íslandi eingöngu vegna þess að það gat ekki flúið lengra. Heimurinn of lítill Gyðingar, Rómarveldi og kristni eru samvafin sögu Evrópu og erfitt að skilja í sundur, það má jafnvel segja að gyðingar hafi skapað það borgarsamfélag sem við búum við í dag, þeir hafi komið og breitt Evr- ópu meðan við tókum kristni sem er afsprengi gyðingatrúar. Spennan á milli kristinna og gyðinga er upp- haflega frá þeim skyldleika. Einnig var að gyðingar kunnu miklu betur en Evrópubúar borgarlega lifnaðar- hætti, verslun, bankamál, vísindi. listir o.fl., höfðu í raun yfirburði á þeim sviðum komandi úr vöggu borgarmenningarinnar. Í þessu sambandi vil ég sérstak- lega benda á að gyðingahatur er evr- ópskt fyrirbæri, í Miðausturlöndum tíðkaðist það ekki fyrr en átökin í kringum Ísrael heltóku heim araba. Þessi frétt í Algzeera var auðvit- að ekkert nema liður í því stríði „stríðsáróður“, en þegar hún var endurtekin í Ríkisútvarpinu var hún orðin að gyðingahatri. Íslendingar verða að læra mismuninn, heimur- inn er orðinn of lítill til þess að við getum falið okkur á bak við að við skiljum ekki þessa hluti. Áróður Það er auðvelt að skilja málstað araba, þeir líta á Ísrael sem krabba- mein í þeirra heimi, framhald kross- ferðanna og síðan nýlendustefnu, meðan gyðingar eru að berjast fyrir lífi sínu og föðurlandinu sem þeir misstu. Eðlileg gagnrýni á Ísrael og gyð- ingahatur er tveir aðskildir hlutir, mér sýnist að vinstri elítan í Evrópu hafi misst sjónar á þeim mun, hafi látist glepjast af áróðri araba. Eða hefur gamla gyðingahatrið í Evrópu skotið upp kollinum í gervi samúðar með Palestínumönnum? Ísraelar eiga auðvelt með að skilja á milli, hafa búið við gyðingahatrið í aldaraðir og margir þeirra telja að það hafi blossað upp síðustu árin í Evrópu. Arabar nota gyðingahatrið í sínum áróðri, eru jafnvel farnir að grafa upp ógeðslegheit sem allir héldu að hefðu horfið með þriðja ríkinu, þeir framleiða sjónvarps- þætti þar sem notast er við það hryllilegasta sem Þjóðverjar gátu soðið upp. Þessir þættir eru síðan sýndir í arabaríkjunum, meðal ann- ars á Algzeera Þegar turnarnir tveir féllu, sáum við fjölskyldan þá hrapa í sjónvarp- inu jafnt og milljónir manna um all- an heim. Þó svo að við búum nálægt borginni og vissum af dóttur okkar í næsta nágrenni við, þá var þetta allt óraunverulegt. En tveimur vikum seinna þegar við áttum erindi í bæ- inn og turnarnir sáust ekki á sjón- deildarhringnum hitti það okkur hjónin í alvöru, ég byrjaði að gráta. Það er eins og mannsálin verði að snerta á hlutunum til að trúa þeim. Fórnarlömb Ég veit ekki hve mörg ykkar hafa hitt gyðinga sem voru í útrýmingar- búðunum eða haft vini og komist síð- an að því að viðkomandi eigi hvorki afa né ömmur, þau hafi öll horfið í tortíminguna. Ég veit að þetta var mér lífsreynsla og þóttist ég vita um þessa hluti, faðir minn átti margar lífreynslubækur um þann atburð sem ég las sem barn. Ísrael varð til vegna þess sem gerðist í Evrópu og ég vil minna Ís- lendinga á stuðning þeirra við Ísrael hjá Sameinuðu þjóðunum þegar Ísr- ael var stofnað. Það má vel vera að Palestínumenn séu fórnarlömb í dag en þeir eru ekki fórnarlömb Ísraels- manna heldur araba sem vilja reka þjóð Ísrael í sjóinn. Það eru arabar sem hafa lokað Palestínumenn í þessum flóttamannabúðum sem vopn í þeirri styrjöld. Palestínu- menn eru peð þeirra afla sem borga fjölskyldum fyrir að láta börnin þeirra sprengja sig í tætlur. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um lög um fjölmiðla. 14 2. febrúar 2004 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þótt fyrr hefði verið Þótt að eiginkonur forseta Banda- ríkjanna hafi í gegnum tíðina ver- ið dyggir stuðningsmenn eigin- manna sinna og verið í fullu starfi í Hvíta húsinu sem eiginkonur forsetans, má nú sjá merki um breytta tíma. ... En auðvitað er ástæðulaust að láta nútímavæðinguna stöðvast við að forsetafrú haldi áfram að sinna frama sínum þegar maður hennar nær kjöri sem forseti. Er ekki kominn tími á að konur færi sig alla leið í sviðsljósið og eigin- menn þeirra fari í hlutverk „for- setaherra“? Það er ljóst að slíkt mun ekki gerast í næstu kosning- um þar sem einungis ein kona hugðist bjóða sig fram í forkosn- ingum demókrata fyrir forseta- kjörið í haust, hin svarta Carol Moseley Braun, en hún náði afar litlu fylgi og hefur hætt við frekari þátttöku. - ERLA TRYGGVADÓTTIR Á WWW.TIKIN.IS Ekkert gaman Menn sem lifa eftir pólitískri rétt- sýni koðna niður. Grunnstef þeirra er að segja ekki það sem þeim finnst af ótta við að það veki alltof hörð viðbrögð. Bannað er að segja fólki að það sé orðið akfeitt, öllum eru veitt verðlaun á íþróttamótum og á verðlauna- hátíðum er ekki lengur sagt: „Sig- urvegarinn er“ – slíkt myndi telj- ast alger hneisa, heldur er sagt: „Verðlaunin hlýtur“. Ef fram fer sem horfir, verður grunnstef verð- launahátíða í framtíðinni: „Bara báðir jafngóðir. Jibbý-Cola! Cheerios!“ Þá verður sko ekki gaman að lifa. - HALLDÓR BENJAMÍN ÞORBERGSSON Á WWW.DEIGLAN.COM Krónískt hugmyndaharðlífi Ríkisstjórnin reynir að fela úr- ræðaleysi sitt og skort á framtíð- arsýn í heilbrigðismálum með því að beina spjótum sínum að heil- brigðisstofnunum og starfsmönn- um þeirra. Þannig lætur ríkis- stjórnin þá skoðun sína í ljós að starfsmenn og stjórnendur heil- brigðisstofnana séu ekki starfi sínu vaxnir og fari illa með fé skattborgaranna. -OKTAVÍA JÓHANNESDÓTTIR Á WWW.POLITIK.IS Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um stjórnmál. Um daginnog veginn INGIMUNDUR KJARVAL ■ búsettur í New York, skrifar um gyðingahatur. Aldamóta- stjórnmálin aftur ■ Af Netinu Gyðingahatur Samruni í samræmi við lög í nágrannalöndunum ÓDÝRT HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / T A K T ÍK n r. 4 0 C Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.719,- Verð frá Stálskápar (Fyrsti skápur kr. 8.840,-)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.