Fréttablaðið - 02.02.2004, Síða 27
MÁNUDAGUR 2. febrúar 2004
■ KVIKMYNDIR
■ KVIKMYNDIR
27
kl. 5.20, 8 og 10.40 B i 14 áraMASTER & CO...
5.30, 8 og10.30MONA LISA SMILE
SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20
SÝND kl. 5.30, 8 og10.30
SÝND kl. 5 og 9
SÍMI 553 2075
SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B i 14 ára
SÝND kl. 6, 8 og 10
SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40SÝND kl. 6, 8 og 10 B i 14 ára SÝND kl. 6 M/ENSKU TALI
www.101skuggi.is
Sími 588-9090Sími 530-1500
Glæsilegar fullbúnar íbúðir
verð frá 14,6 - 24,6 milljónir kr.
Við bjóðum m.a. vandaðar, nýtískulegar og vel
hannaðar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í 101 Skugga -
hverfi. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna.
Hverri íbúð fylgir bílastæði í lokaðri bílageymslu.
Gerið samanburð á gæðum og verði
við aðrar eignir á svæðinu.
2 og 3 herbergja íbúðir í miðborginni
Íbúðir til afhendingar í september 2004
Verðdæmi:
69 m2 2 herb. 14,6 m kr.
73 m2 2 herb. 17,2 m kr.
95 m2 3 herb. 19,9 m kr.
102 m2 3 herb. 21,7 m kr.
117 m2 3 herb. 24,5 m kr.
123 m2 3 herb. 24,6 m kr.
Bílastæði í lokaðri bílageymslu fylgir.
Leikstjórinn Mike Newell, semhefur verið ráðinn til þess að
gera kvikmynd eftir Gullbikarn-
um, fjórðu Harry Potter bókinni,
segist ekki ætla að skipta sögunni
í tvennt. Bókin er þónokkuð lengri
en þær þrjár fyrstu og var hug-
myndin að gera tvær kvikmyndir
upp úr henni.
Newell sagði í samtali við Emp-
ire Magazine að hann væri sann-
færður um að hægt væri að skila
sögunni í einni mynd.
„Það er algjörlega mitt álit að
hægt sé að segja söguna í einni
mynd,“ sagði Newell. „Ég held að
það myndi vera vandræðalegt að
gera tvær myndir úr sögunni.
Sagan er í rauninni klassískur of-
sóknartryllir. Ég eyddi jólunum í
það að horfa á myndir á borð við
The Parallex View, The Insider og
Three Days of the Condor. Illu
völdin eru með áform sem sögu-
hetjan veit ekkert af. Harry ratar
bara aftur í skólann og svo kemur
þessi stærðarinnar keppni honum
á óvart. Auðvitað er illviljuð
greind að stjórna hlutunum. Hann
byrjar svo að gruna meira og
meira. Í lokin er svo bardagi á
milli hans og vonda gæjans.“ ■
Kameldýr á flótta stöðvaði allaumferð á föstudaginn á vegi
sunnan til í Svíþjóð, meðan hríðar-
bylur gekk yfir. Lögreglan ætlaði
lengi vel ekki að trúa ökumönn-
um, sem kölluðu á aðstoð hennar,
en kom sér þó um síðir á staðinn.
„Við vorum svolítið tortryggnir
fyrst,“ sagði Sten-Ove Fransson,
talsmaður lögreglunnar í bænum
Skövde, sem er um 260 km suður
af Stokkhólmi. „En svo hringdi
fleira fólk, þannig að á endanum
sannfærðumst við um að það væri
í raun og veru kameldýr á vegin-
um – eða þá að þarna hefði gríðar-
legt partí átt sér stað.“ Áður en lögreglan kom á vett-
vang höfðu hins vegar kunningjar
kameldýrsins náð í skottið á því
og farið með það í hesthús í
nágrenninu.
Besti vinur þessa kameldýrs er
raunar tíu vetra gamalt hross.
„En á föstudaginn hafði hrossið
verið sett inn í hús, en kameldýrið
var úti á beit, einsamalt og senni-
lega leiddist því,“ sagði Anneli
Arvidsson, eigandi kamelsins.
Arvidsson keypti kameldýrið
frá dýragarði þegar það var eins
vetra gamalt. Það er frá Síberíu
og heitir Emat. ■
Ein af stórmyndum þessa ársverður án efa mynd Olivers
Stone um Alexander mikla með
Colin Farrell í hlutverki
Makedóníumannsins sem lagði
heiminn undir sig rétt eftir að
hann komst af táningsaldri.
Alexander var tvíkynhneigður
og sýndi karlmönnum litlu minni
áhuga en konum en kynhneigð
þessa undrabarns í hernaði er
ekki í forgrunni myndarinnar ef
marka má Colin Farrell.
„Það verður kannski tæpt að-
eins á kynhneigð hans enda er
hún söguleg staðreynd. Oliver
vildi hafa frásögnina nákvæma
og vildi ekki ganga alveg fram
hjá þessum þætti. Það var ekkert
hugtak til yfir tví- og samkyn-
hneigð í þá daga. Þetta var bara
hluti af menningunni. Eldri
menn, 50–70 ára, eyddu kvöldum
með yngri mönnum og skiluðu
þekkingu sinni til þeirra og þeir
fóru svo saman í rúmið. Þetta er
ekki hommamynd og þetta er
ekki heldur gagnkynhneigð
mynd. Þetta er bara andskoti góð
saga.“ ■
ALEXANDER MIKLI
Það er ekkert leyndarmál að Alexander var tvíkynhneigður og Oliver Stone mun gefa því
gaum í væntanlegri stórmynd um kappann. Kynhneigð Alexanders verður þó ekki í for-
grunni enda ekkert við hana að athuga eins og aðalleikarinn Colin Farrell bendir á.
Kynhneigð
Alexanders aukaatriði
HARRY POTTER
Fjórða bókin um Harry Potter er löng en
bíómyndin eftir henni verður þó bara ein
og í eðlilegri lengd.
Ein mynd
úr bók fjögur
KAMELDÝR Í SVÍÞJÓÐ
Þetta kameldýr frá Síberíu stöðvaði alla umferð á vegi sunnan til í Svíþjóð á föstudaginn.
Skrýtnafréttin
KAMELDÝR Í SVÍÞJÓÐ
■ Kameldýr gekk laust í hríðarbyl í
Svíþjóð fyrir helgi og olli umferðarteppu.
Sænska lögreglan trúði vart eigin eyrum:
Kameldýr olli umferðarteppu