Fréttablaðið - 02.02.2004, Síða 31
Tvær gerðir Mydoom-tölvu-vírusa dreifa sér nú hratt
milli tölva í gegnum tölvupósta.
Annars vegar er það Mydoom.A
og hins vegar Mydoom.B. Þessir
tölvuvírusar eru þannig hannaðir
að reynt er að lokka viðtakendur
til að opna viðhengi sem til þeirra
eru send í tölvupósti. Þessi við-
hengi hafa oft endingar sem eru
kunnuglegar, svo sem .zip end-
ingu. Þegar þetta viðhengi er
opnað setur vírusinn upp forrit í
notendakerfi viðtakandans og
sendir afrit af sjálfum sér á alla
þá aðila sem finnast í netfanga-
skrá viðkomandi. Ekki er hægt að
ganga út frá því tölva þess sem
sendir tölvuorminn sé raunveru-
legur sendandi, því ormurinn er
þannig hannaður að hann velur
einhvern úr netfangaskránni sem
er til staðar og áframsendir póst
undir því nafni. Ormurinn er
ekki einungis hannaður til að
senda fjölmarga tölvupósta til að
ná sem bestri dreifingu heldur
skilur hann eftir hugbúnað sem
gerir höfundi ormsins kleift að
brjótast inn í sýktar tölvur og
fjarstýra þeim. Einnig er
Mydoom.B talinn hannaður til að
hindra aðgang að vefsíðum, eins
og vefsíðum þeirra sem selja
vírusvarnir. Besta leiðin til að
koma í veg fyrir dreifingu tölvu-
vírusa er að opna ekki óþekkt
viðhengi, sem í þessu tilfelli eru
oft send með titil tölvupósts eins
og „hi“ eða „test“, jafnvel þó svo
slík viðhengi komi frá sendanda
sem fólk þekkir og treystir. ■
MÁNUDAGUR 2. febrúar 2004
ÚTSALA
Merkjavara og tískufatnaður á 50-70% afslætti
og nú 50% AUKA AFSLÁTTUR við kassa
+ + + m e r k i f y r i r m i n n a + + +
Faxafeni 10 - sími: 533 1710
O U T L E T 1 0
O U T L E T 1 0
Jakkaföt
Dragtir
frábær verð
Gallabuxur
Bolir
Peysur
Kápur
Skyrtur
Úlpur
Skór
Stígvél
990
500
990
3900
900
3900
990
1500
frá:
frá:
frá:
frá:
frá:
frá:
frá:
frá:
Gallabuxur
Buxur
Úlpur
Peysur
Strigaskór
Skór
Skyrtur
Jakkaföt
VÖRUR FRÁ VERSLUNUM:
990
990
3900
990
990
990
990
9990
frá:
frá:
frá:
frá:
frá:
frá:
frá:
frá:
Opið:
Laugardag 11-17
Mán - fös 11-18
dömu dæmi: herra dæmi: FRÁBÆR KAUP
Jogging-gallar 1.990
NÝ SENDING:
Renndar FLÍSPEYSUR
allar stærðir
margir litir
1.990 kr.
Stærðir á alla
AUK
A-
Sent heim:
SJÓFRYST ÝSA
Roðlaus og beinlaus
Hagfiskur
Lyngási 12 - Garðabæ - S. 567 7033
www.hagfiskur.is
Mydoom?
MYDOOM-ORMURINN
Ef vírussýkt fylgiskjal er opnað
birtist notepad-gluggi og innihald
skjalsins virðist bara vera bull.
Þýska hljómsveitin Die Herrensérhæfir sig í því að leika lög
með U2 sem er uppáhaldshljóm-
sveit meðlimanna. Þeir hafa haft
það sem aðalstarf síðastliðin 15 ár
að ferðast um heiminn og spila U2
lög og eru nú væntanlegir til Ís-
lands og munu spila á NASA
næstu helgi.
Íslenskir aðdáendur U2 ættu
því að geta lyft sér á kreik og þó
ekkert jafnist á við frummyndina
þá gerast eftirhermurnar víst
ekki betri en Die Herren. Söngv-
ari sveitarinnar kallar sig Mono
og gefur hinum eina sanna Bono
lítið eftir ef marka má þá sem
heyrt hafa til kauða. Sigurður
Samúelsson, bassaleikari Írafárs,
er einn þeirra en hann sá Die Her-
ren á sviði í Kaupmannahöfn í vor.
„Mér fannst þeir rosalega góðir.
Bandið er þétt, söngvarinn syngur
eins og Bono og umgjörðin er geð-
veikt flott. Ég mæli með þessari
grúppu.“
Idol-stjarnan Kalli Bjarni hitar
upp fyrir þessa tignu þýsku gesti
og mun án efa syngja nýja lagið
sitt auk þess sem honum ætti ekki
að vera skotaskuld úr því að
bregða Bono-töktum fyrir sig en
hann tók gamla U2-slagarann I
Still Haven’t Found What I’m
Looking For með miklum til-
þrifum á sviðinu í Smáralind. ■
SIGURÐUR SAMÚELSSON
Bassaleikari Írafárs mælir hiklaust með Die
Herren sem kunna það upp á sína tíu
fingur að stæla U2.
U2
Eru ekki væntanlegir til landsins á næstunni en ákafir aðdáendur sveitarinnar geta huggað
sig við það að þýska hljómsveitin Die Herren ætlar að spila U2 lög á NASA um helgina.
Þeir eru næstum því jafn góðir og fyrirmyndin.
Eftirhermur
ÞÝSKA HLJÓMSVEITIN
DIE HERREN
■ sérhæfir sig í því að herma eftir
Bono og félögum í U2. Hún treður upp á
Íslandi um næstu helgi og sjálfur Kalli
Bjarni sér um að trylla lýðinn áður en
þeir stíga á stokk.
Mono stælir Bono
■ Hvað er...