Fréttablaðið - 02.02.2004, Síða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Peninga-
lýðræði
Það var mikill feill að kaupa sérekki banka þegar ríkið setti bank-
ana á útsölu nú fyrir skemmstu.
Bankabransinn virðist gefa af sér
góðar tekjur, til dæmis halaði Ís-
landsbanki inn eina fimm, sex millj-
arða í hagnað á síðasta ári, og jafnvel
í góðæri hljóta sex milljarðar að telj-
ast hugguleg upphæð. Ef maður hefði
asnast til að kaupa Landsbankann á
12 milljarða hefði maður hugsanlega
getað látið hann borga sig upp á
tveimur árum, og átt hann skuldlaus-
an uppfrá því með málverkasafni og
bréfaklemmum.
BÚNAÐARBANKINN hefði líka
verið fín fjárfesting, en maður lét
þetta upplagða viðskiptatækifæri
framhjá sér fara og getur nú nagað
sig í handarbökin yfir tækifærum
sem ekki munu önnur slík sjást í fjár-
festingum á landinu bláa á næstunni,
nema ef vera kynni að maður rækist
á munaðarlausan sparisjóð.
KANNSKI maður gæti dottið í
lukkupottinn með því að bjóða ríkinu
að kaupa af því Landspítalaháskóla-
sjúkrahús og ráða svo til sín nokkra
röska lækna og fáeinar hjúkkur og
bjóða upp lækningar samkvæmt
gjaldskrá. Gjaldskrána mætti miða
við greiðslugetu hvers og eins; og
sjúkrastofur væri hægt að innrétta
eins og fyrsta, annað og þriðja far-
rými á skemmtiferðaskipi. Tvíbreið
vatnsrúm á fyrsta farrými, kojur á
þriðja.
KANNSKI ætti maður að kaupa
Ríkisútvarpið og hafa Spaugstofuna á
hverju kvöldi og moka inn áskriftar-
gjöldum, og bjóða bara upp á æsileg-
ar og spennandi fréttir í staðinn fyrir
eitthvert niðurdrepandi raus. Eða
Háskólann, þar gæti maður fækkað
prófessorum og fjölgað nemendum,
og lagt af dagpeninga fyrir rannsókn-
arleyfi í útlöndum. Hugsanlega væri
hægt að græða fáeinar krónur á því
að einkavæða Alþingi og selja hæst-
bjóðendum þingsæti og ráðherrastóla
í samræmi við peningalýðræði frjáls-
hyggjunnar; ein króna, eitt atkvæði.
ÞÓTT þetta séu í sjálfu sér ágætar
viðskiptahugmyndir er ekki því að
neita að sjúkrahús, útvarpsstöðvar,
skólar og Alþingi eru ekki jafnpott-
þéttar peningamyllur og bankarnir.
Og jafnvel þótt það gæti verið gróða-
vænlegt að manna sig upp í að ræna
banka er þó allrabest að eiga þá.
www. .is
Taktu þátt
í spjallinu á
...