Fréttablaðið - 05.02.2004, Síða 31
27FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2004
Icelandic Hotel Selfoss . Eyrarvegi 2 . 800 Selfoss . selfoss@icelandichotels. is . www.icelandichotels. is
l á t t u o k k u r u m
skipulagið
við gerum tilboð í
aðrar
árshátíðir, ráðstefnur,
fundi &
uppákomur
HOTELSELFOSS
SÍMI 480 2500
!
"# "$"
"$%$
##
'
(
)*$ + " $$
Lalandia er frábær sumarhúsa- og fjölskyldu-
garður á Lálandi í Danmörku, aðeins í 1 1/2 klst.
akstursfjarlægð frá Kaupmannahöfn.
Lalandia er sannkölluð paradís fyrir fjölskylduna og hefur slegið í
gegn á Norðurlöndum. Þar eru þarfir barna í algerum forgangi og
mikið lagt upp úr því að vel fari um foreldrana líka.
Hægt er að fá 30 síðna glæsilegan bækling á íslensku hjá okkur eða
fá hann sendan í pósti. Einnig er hægt að skoða staðinn á
www.lalandia.dk.
Verðdæmi: kr: 58.090- kr á mann,
miðað við 2 fullorðna og 2 börn.
Innifalið: flug, skattar og gisting í húsi B2 í 2 vikur í júní.
Nánari upplýsingar og bókanir í síma 5854100 eða sendið
fyrirspurnir á smarinn@uu.
LALANDIA
-stærsti sumarleyfisstaður á Norðurlöndum
SAMA V
ERÐ Á
ÍSLANDI
OG DAN
MÖRKU
Einkaum
boð á Í
slandi
Úrval Ú
tsýn Sm
árinn í Smáranum,
sími 585 4100
Lífshættuleg umferð
Við Gunnar og Þórir ætlum aðsegja ykkur lesendum Frétta-
blaðsins frá ferðum okkar á ferð-
lagi okkar um heiminn sem mun
taka um það bil 120 daga. Við hóf-
um för okkar 1. febrúar en þá flug-
um við frá London til Delhí með
stoppi í Frankfurt. Vorum búnir að
bóka hótel fyrir fram og létum
sækja okkur á flugvöllinn, sem við
mælum eindregið með. Það er svo
mikið af fólki sem reynir að blekk-
ja mann annars. Það sem sló mann
fyrst er að það er rosalega skítugt í
Delhí og fátæktin er mikil. Við vor-
um bara eina nótt þar og munum
enda för okkar þar áður en við för-
um til Taílands. Við fórum að skoða
Taj Mahal í dag. Það er ólýsanlega
fallegt og eiginlega ekki hægt að
lýsa því í orðum og við vonum bara
að þið skoðið myndirnar á heima-
síðunni okkar (www.heims-
fari.com).
Umferðin er lífshættuleg og við
myndum ekki vilja keyra sjálfir
hérna. Það eru engar eiginlegar
akreinar og flautan virðist vera það
mikilvægasta í bílum ásamt því að
vera nógu frekur. Maður er með
hjartað í buxunum fyrst um sinn en
síðan venst maður þessu furðu
fljótt, náðum meira að segja að
sofna í bílum á leiðinni þar sem við
sváfum bara þrjá tíma fyrstu nótt-
ina. Það er kalt á nóttunni hérna og
það veitir ekkert af því að sofa í föt-
unum. Erum með leiðsögumann
hérna í 10 daga sem mun fara með
okkur hvert sem við viljum (hótelið
reddaði því) og það er mjög sniðugt
þegar maður er hérna í svona stutt-
an tíma.
Við biðjum bara að heilsa í bili.
Kveðja, Gunnar og Þórir. ■
NIÐURSTÖÐUR KYNNTAR
Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, Oddný Þóra Óladóttir verkefnastjóri og
Magnús Oddsson ferðamálastjóri kynntu niðurstöður könnunarinnar.
Könnun á ferðavenjum Íslendinga:
70% vilja ferðast
meira innanlands
Nærri 70% Íslendinga vilja ferð-ast meira innanlands en þá
skortir tíma eða finnst það vera of
dýrt. Samt ferðuðust átta af hverj-
um tíu landsmönnum innanlands á
síðasta ári. Þetta kemur fram í
könnun Gallups á ferðavenjum Ís-
lendinga sem var gerð fyrir Ferða-
málaráð Íslands í desember sl.
Alls ferðuðust 80,6 % Íslend-
inga innanlands árið 2003, sem er
heldur minna en í sambærilegri
könnun sem var gerð árið 2000.
Þá ferðuðust 81,4% innanlands.
Langflestir, eða 88%, ferðuðust á
eigin vegum og flestir nýttu sér
gistingu hjá vinum og ættingjum.
Sund, gönguferðir og náttúru-
skoðun var vinsælasta afþreying-
in. Áhugi á Vestfjörðum og há-
lendinu jókst mikið frá síðustu
könnun. Heildarútgjöld vegna
ferðalaga innanlands í fyrra voru
að jafnaði 97 þúsund krónur.
Rúmlega helmingur lands-
manna fór utan á síðasta ári. Að
jafnaði voru farnar tvær ferðir
og var meðaldvalarlengd tuttugu
nætur.
Magnús Oddsson ferðamála-
stjóri telur það geysilega mikil-
vægt að ferðaþjónustan nýti sér
könnunina. „Í því liggur gífurleg
áskorun að 70% vilja ferðast meira.
Ég tel að ef mann skorti tíma for-
gangsraði maður. Við þurfum að fá
fólk til að velja það frekar að ferð-
ast meira,“ sagði Magnús. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Þórir Tryggvason og Gunnar Freyr Gunnarsson:
Umhverfis jörðina
á 120 dögum
Ferðalangarnir Þórir Tryggvasonog Gunnar Freyr Gunnarsson eru
leið umhverfis jörðina á 120 dögum.
Þeir héldu af stað frá London til
Delhí 1. febrúar. Frá Indlandi er
ferðinni heitið til Bangkok og þaðan
til Víetnam, Laos og Kambodíu. Þá
fara þeir til Peking og svo til Phuket
í Taílandi. Þá er ferðinni heitið til
Kuala Lumpur og svo til Brunei. Svo
fara þeir til Singapúr og þaðan til
Balí og Jakarta. Þá fara þeir til Ástr-
alíu og Nýja-Sjálands og svo til Sam-
oa eyja. Þaðan fara þeir til Los Ang-
eles þaðan sem þeir munu ferðast
um Bandaríkin og Kananda síðustu
þrjár vikur ferðalagsins.
Lesendur Fréttablaðsins munu
fylgja þeim félögum í vikulegum
pistlum á Ferðum o.fl. á fimmtudög-
um. ■
Heimsferð
GUNNAR
OG ÞÓRIR
■
skrifa ferðapistla
úr 120 daga
heimsreisu sinni.
KYNNINGARFUNDUR UM
GÖNGUFERÐIR ERLENDIS Á
sunnudaginn verður haldinn
kynningarfundur um dagskrá
gönguferða á vegum Úrvals Út-
sýnar á Hótel Loftleiðum. Á
fundinum verður myndasýning
og ferðalýsingar. Boðið er upp á
gönguferðir í hefðbundum takti,
gönguferðir í léttari takti og
gönguferð fyrir matgæðinga.
Áfangastaðir í ár Majorka, Pyr-
eneafjöll, Toscana, Krít, Dóló-
mítafjöll á Ítalíu, Tatrafjöll í
Slóvakíu og Thüringen í Þýska-
landi. Fundurinn verður haldinn
í Víkingasal kl. 15 og kostar að-
gangur með kaffi og kökum kr.
600.
■ Á döfinni
Á LEIÐ TIL AGRA
Þórir og Gunnar eru á ferðalagi um heiminn.