Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2004, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 05.02.2004, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2004 ■ BÓKMENNTIR■ TÓNLEIKAR ■ LEIKRIT 29 Miðasalan, sími 568 8000 STÓRA SVIÐ CHICAGO eftir J.Kander, F.Ebb og B.Fosse Fö 6/2 kl 20 - UPPSELT Lau 7/2 kl 20 - UPPSELT Fö 13/2 kl 20 - UPPSELT Lau 14/2 kl 20 - UPPSELT Su 15/2 kl 20 - UPPSELT Fö 20/2 kl 20 - UPPSELT Lau 21/2 kl 20 - UPPSELT Su 22/2 kl 20 - UPPSELT Lau 28/2 kl 20 - UPPSELT Su 29/2 kl 20 - UPPSELT Mi 3/3 kl 20 - UPPSELT Fö 5/3 kl 20 - UPPSELT Lau 6/3 kl 20 - UPPSELT Su 7/3 kl 20 - UPPSELT Fö 19/3 kl 20 - UPPSELT Lau 20/3 kl 20 - UPPSELT Fi 25/3 kl 20 - AUKASÝNING Fö 26/3 kl 20 - UPPSELT Lau 27/3 kl 20 - UPPSELT Fi 1/4 kl 20 - AUKASÝNING Fö 2/4 kl 20 - UPPSELT Lau 3/4 kl 15 - AUKASÝNING Lau 3/4 kl 20 - UPPSELT Fö 16/4 kl 20 Lau 17/4 kl 20 - UPPSELT Su 18/4 kl 20 Ósóttar pantanir seldar daglega LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING Su 8/2 kl 14 - UPPSELT Lau 14/2 kl 14 - UPPSELT Su 15/2 kl 14 - UPPSELT Su 22/2 kl 14 Lau 28/2 kl 14 Su 7/3 kl 14 Lau 13/3 kl 14 Su 14/3 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Su 8/2 kl 20 Fi 12/2 kl 20 Lau 13/3 kl 20 Síðustu sýningar NÝJA SVIÐ OG LITLA SVIÐ SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Fö 6/2 kl 20 Lau 7/2 kl 20 Fö 13/2 kl 20 Lau 14/2 kl 20 Fö 20/2 kl 20 Su 22/2 kl 20 Ekki er hægt að hleypa í salinn eftir að sýning hefst ERLING eftir Hellstenius/Ambjörnssen Su 8/2 kl 20 Su 15/2 kl 20 Lau 21/2 kl 20 Aðeins þessar sýningar IN TRANSIT e. THALAMUS í samvinnu við leikhópinn THALAMUS Frumsýning su 8/2 kl 20 - UPPSELT Mi 11/2 kl 20 Fi 12/2 kl 20 Fi 19/2 kl 20 Lau 21/2 kl 14:30 - Á Reykjavíkurflugvelli! Su 22/2 kl 14 Fi 26/2 kl 20 Fö 27/2 kl 20 Aðeins þessar sýngingar GLEÐISTUND: FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU. VIÐ MINNUM KORTAGESTI Á VALSÝNINGAR fös. 6. febrúar (uppselt), lau. 7. febrúar (nokkur sæti laus), fös 13. feb. lau 14. feb. 20/2, 21/2, 27/2 og 28/2 Búið er að kaupa réttindin ánetléninu 5strákar.com. Ekkert hefur verið sett upp á slóðinni enn- þá en á 5stelpur.com er litrík og góð heimasíða sem kynnir leikrit með sama nafni sem frumsýnt verður í Austurbæ á morgun. 5strákar.com er einnig leikrit, náskylt 5stelpur.com, og eru góðar líkur á því að leikritið verði sett á fjalirnar á Íslandi. „Þá koma strákarnir og rústa þessum stelpum,“ segir Helgi Björnsson um leikritið 5strák- ar.com en bæði eru leikritin spæn- sk. „Þau koma úr sama rana þessi tvö leikrit. Á Spáni kom leikritið 5strákar.com á undan og er eitt vin- sælasta leikrit sem hefur verið sett upp þar í landi. Við snerum þessu við bara vegna þess að það var auð- veldara að velja í hlutverk stelpn- anna. Það voru ansi margir strákar sem voru til umræðu í strákaverkið. Stór nöfn eins og Stefán Karl, Egg- ert Þorleifsson og fleiri.“ Handritshöfundar 5strákar.com eru þeir sömu 12 og gera 5stelp- ur.com. „Þetta eru handritshöfundar sem skrifa gamanþætti fyrir sjónvarp. Við erum að kaupa réttindin að þessum leikritum af fjölmiðlafyrir- tæki sem hefur verið meira í því að framleiða sjónvarpsefni. Bæði leik- ritin spretta upp úr því að margir hafa verið að semja brandara fyrir spaugarana.“ Gangi sýningar á 5stelpur.com vel er því mjög líklegt að 5strákar ryðjist líka fram á sviðið, jafnvel í sumar eða haust. „Við ætlum að reyna gera það fyrr en seinna,“ segir Helgi að lokum. ■ Barnabækur með kvöld- kaffinu Þrír barnabókaverðir og einnljósmyndari ætla að koma saman til að ræða barnabækur á Bókakaffi á Súfist- anum í kvöld. Guð- rún Helgadóttir, einn ástsælasti barnabókahöfund- ur þjóðarinnar, stjórnar þeim um- ræðum. Þau ætla að velta fyrir sér upp- skeru íslenskra barnabóka á síð- asta ári. Barnabókaverð- irnir eru þær Sigríður Gunnars- dóttir, bókasafninu á Seltjarnar- nesi, Sigríður Matthíasdóttir, bókasafninu á Selfossi, og Þor- björg Karlsdóttir, Borgarbóka- safninu. Ljósmyndarinn er Einar Falur Ingólfsson. ■ Gítarinn er hljóðfæri semmargir eru hrifnir af, enda eru sennilega fá hljóðfæri sem jafn margir kunna svolítið á. Sum- ir kunna þó meira en aðrir, og í nokkrum þeirra má heyra í kvöld þegar valinkunnir gítarsnillingar láta gamminn geisa á Gauknum. „Ég hugsa að ég einbeiti mér að því að spila lög í svokallaðri op- inni stillingu, sem ég hef stundað undanfarið,“ segir KK, einn gítar- leikaranna sem koma fram á þess- ari gítarveislu. „Gítarinn er þá stilltur í opnum hljómi og þá kem- ur öðruvísi tilfinning út úr honum. Það opnast einhvern veginn nýr heimur, maður fær unaðslega tóna sem eru nýir fyrir manni sjálfum og fyrir öðrum.“ Á þessum tónleikum koma ein- nig fram þau Bubbi Morthens, Valgeir Guðjónsson og Hera, að ógleymdum Leo Gillespie, Dan Cassidy og Þorleifi Kristinssyni. Eitthvað verður af leynigest- um líka og óvæntum uppákomum. Þannig að engum ætti að leiðast. ■ MYNDIR AF KRISTI Gestur á sýningunni Nálægð - myndir af Kristi fyrir þriðja árþúsundið í St Paul kapellunni í London gengur fram hjá verkunum Phoenix II eftir Penny Warden og Ecce Homo III eftir Susie Hamilton. GUÐRÚN HELGADÓTTIR Stjórnar umræð- um um íslenskar barnabækur. KK OG GÍTARINN KK verður meðal valinkunnra gítarsnillinga sem koma fram á gítartónleikum á Gauknum í kvöld. Gítarveisla á Gauknum 5strákar.com upp í sumar? 5STELPUR.COM Stelpurnar stíga á stokk á morgun, ef það ævintýri gengur vel fá strákarnir að svara fyrir sig.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.