Fréttablaðið - 05.02.2004, Side 39
35FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2004
Í leikstjórn Sofia Coppola
3 GOLDEN GLOBE
BESTA GAMANMYND, BESTI
GAMANLEIKARI Í
AÐALHLUTVERKI OG BESTA
HANDRIT
Á yfir 200 listum yfir tíu bestu
myndir ársins hjá gagn-
rýnendum um heim allan
Allir þurfa félagsskap
4 ÓSKARSVERÐLAUNA
BESTA MYND, BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI, BESTI LEIKSTJÓRI OG BESTA HANDRIT
T I L N E F N D T I L
Faxafeni 14, 108 Reykjavík,
s: 568-0850.
Fjölbreytt
vöruúrval
ÚTSALA
Heimsmeistaramótið 2009:
Átta borgir
sækja um
FÓTBOLTI Átta borgir í fjórum heims-
álfum hafa sótt um að halda tólfta
heimsmeistaramótið í frjálsum
íþróttum árið 2009. Frestur til að
sækja um rann út um mánaðamótin.
Casablanca í Marokkó er eina
borgin í Afríku sem sækist eftir
gestgjafahlutverkinu. Asísku borg-
irnar Daegu í Suður Kóreu og Delhi
á Indlandi sóttu einnig um að halda
mótið sem og Brisbane í Ástralíu.
Berlín, höfuðborg Þýskalands,
og Brussel, höfuðborg Belgíu, eru
meðal umsækjenda, einnig króat-
íska borgin Split og spánska borgin
Valencia en næsta mót fer fram í
Osaka í Japan. ■
KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar eru ekki
sáttir við vinnubrögð aganefndar
KKÍ í tengslum við eins leiks bann
sem Páll Kristinsson var dæmdur í
á þriðjudaginn en honum var vísað
út úr húsi í leik Njarðvíkur og Ham-
ars á sunnudagskvöldið.
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur
sendi frá sér fréttatilkynningu í
gær þar sem fram kom að vinnu-
brögð aganefndar KKÍ hefðu ekki
verið samkvæmt settum reglum.
Njarðvíkingar voru ósáttir við að
Páll skyldi vera dæmdur í bann án
þess að félagið væri beðið um að
skila inn gögnum. Þetta bann getur
reynst Njarðvíkingum dýrkeypt því
að Páll mun missa af bikarúrslita-
leiknum gegn
Keflavík á
laugardaginn.
Jafnframt
telja Njarðvík-
ingar það vera
á mjög gráu
svæði að for-
maður aga-
nefndar KKÍ,
sem er harður
s t u ð n i n g s -
maður Kefla-
víkur, skuli
ekki hafa vikið
sæti við fyrir-
töku þessa
máls. ■
PÁLL KRISTINSSON
Páll missir af bikar-
úrslitaleiknum gegn
Keflavík.
HENCHOZ
Henchoz (til hægri) og Wayne Rooney,
leikmaður Everton. Henchoz segir að Liver-
pool í toppformi sé betra en United.
Stephane Henchoz:
Liverpool
betra en
United
FÓTBOLTI Svisslendingurinn Steph-
ane Henchoz segir að lið sitt
Liverpool sé betra en Manchester
United.
Þessi yfirlýsing kemur vafa-
lítið mörgum á óvart þar sem
United vann Englandsmeistaratit-
ilinn í fyrra á meðan Liverpool
tókst ekki að komast í meistara-
deildina. Liverpool er jafnframt í
dag í fimmta sæti deildarinnar, 19
stigum á eftir United. „Þegar hver
og einn leikmaður liðsins er í
toppformi myndi ég jafnvel ganga
svo langt að segja að við séum
betri en Manchester United,“
sagði Henchoz. „Ef þú tekur
hvern og einn leikmann okkar og
berð hann saman við leikmenn
United, þá held ég að við séum
ekki með lakara lið.“ ■
TOTTENHAM
Redknapp leikur brátt með félögum sínum
í Tottenham eftir erfið meiðsli.
Jamie Redknapp:
Kominn á
stjá eftir
meiðsli
FÓTBOLTI Ekki er langt í að Jamie
Redknapp, fyrirliði Tottenham,
komi aftur inn í liðið eftir hné-
meiðsli. Redknappp lék 45 mínútur í
leik varaliðsins gegn Fulham á dög-
unum og fann sér hvergi meins.
Hann hefur ekki spilað leik með
aðalliðinu síðan í leik gegn Sout-
hampton þann 20. september í
fyrra. Þá var haldið að kappinn yrði
frá í nokkrar vikur en á endanum
þurfti hann að fara í uppskurð. Red-
knapp hefur lengi átt við meiðsli að
stríða á ferli sínum. Þegar hann lék
með Liverpool þurfti hann m.a. að
taka sér árshvíld vegna meiðsla á
þessu sama hnéi. ■
Njarðvíkingar í körfunni:
Ósáttir við KKÍ