Fréttablaðið - 05.02.2004, Qupperneq 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R
Hundurinn
Hundurinn blés út með hverjumdeginum og fjölskyldan öll var í
öngum sínum. Hann hafði fulla matar-
lyst en ekkert sem hann innbyrti að
framan skilaði sér út að aftan. Drengur
á sjötta ári sem af einhverjum ástæð-
um notaði enn snuð varpaði ljósi á út-
þenslu dýrsins þegar hann uppgötvaði
að varasnuðið hans hafði verið klippt í
sundur svo af var túttan. Skýringin lá í
augum uppi. Hundurinn hafði ekki að-
eins nagað skó heimilisfólks og étið
gardínur heldur hafði snuðið lent milli
skolta hans. Fróðra manna ráð urðu til
þess að hundurinn var færður í baðkar
og matarolíu dælt upp í báða enda hans.
Skyndilega heyrðist holur smellur líkt
og hleypt væri af loftbyssu. Túttan
skaust úr dýrinu og í kjölfar hennar
kom mikill mórauður elfur. Dýrið
skrapp saman í eðlilega stærð.
En hundurinn lærði ekki af mistökum
sínum og hann hélt áfram að éta allt í
kringum sig án tillits til efnisins. Næsta
afrek hans og það síðasta í þessari sögu
var þegar honum var komið í fóstur um
vikutíma hjá langömmu barnanna. Þar
át hann heila forstofu að því marki að
einungis stóðu eftir útveggirnir. Þá var
hann sendur í sveit.
NÆSTI HUNDUR var einstaklega
fallegur íslenskur fjárhundur með
hárnákvæma ættartölu. Hann kostaði
sitt en á það var bent að dropinn
myndi greiða upp kostnaðinn þar
sem fjölskyldan gæti fengið undan
honum hvolp og annan og selt heilan
ættbálk. En þegar dýrið óx úr grasi
kom í ljós að einungis var að finna
eitt eista og aukinheldur sat hundur-
inn eins og hestur sökum mjaðma-
galla. Þetta breytti þó ekki ástinni á
dýrinu sem í fötlun sinni naut góðs
atlætis til æviloka.
ÞRIÐJI HUNDURINN er kominn
til sögunnar. Sá er fokdýr af gerðinni
amerískur lubbi og varð í frumbernsku
dálæti allra. Af fyrri reynslu var fólk
þó á varðbergi gagnvart mögulegum
göllum. Ljóst er að dýrið situr ekki eins
og hestur en annað og að því er virtist
stærra vandamál kom upp þegar glögg-
skyggn húsbóndinn uppgötvaði að ekki
vantaði bara annað eistað heldur bæði.
Uppnám ríkti um stund og sérfræðing-
ar voru kallaðir til að lesa í meintan
galla. Hundafræðingur úr Hafnarfirði
þuklaði dýrið á meðan fjölskyldan
fylgdist grannt með. Eftir nokkra stund
leit fræðingurinn upp frá rannsóknum
sínum og sagði gáfulega. „Þetta er allt
eðlilegt“. Húsbóndinn, enn brenndur
eftir að hafa uppgötvað eineistunginn,
spurði með þjósti hvað hann meinti eig-
inlega. Svarið var stutt og laggott: „Jú,
þetta er tík“.
ÓKEYPIS
LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ
á hverju fimmtudagskvöldi
kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012.
ORATOR,
félag laganema við
Háskóla Íslands.Dalvegur 16a, 562-2445
www.amor.is
OPNUNARTILBOÐ
Dalvegi 16a
Video frá 990
Allt DVD Á 2.490
SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
REYNIS TRAUSTASONAR