Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 22
börn o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur börnum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: born@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Leikskólarnir Krógaból, Síðuselog Sunnuból á Akureyri standa á morgun fyrir ráðstefnunni Lífs- leikni og listgreinar. Ráðstefnan er liður í þriggja ára þróunarstarfi leikskólanna „Lífsleikni í leikskóla“ sem lýkur formlega nú í maí. Markmiðið með þróunarverkefninu er að efla siðferðisvitund barna og fullorð- inna, í þeim tilgangi að verða bæði góð og fróð manneskja. Lífsleiknin er rauður þráður í starfi leikskólanna, því var ákveð- ið að skoða hvernig nota má mis- munandi listir til nálgunar í al- mennri siðferðisumræðu. Arna Guðný Valsdóttir, fjöl- listakona og listvirki, verður ein fyrirlesara. „Ég ætla að fjalla um systkinin leik og list en ég held því fram að þau geti ekki án hvors annars verið. Ég ber saman rann- sóknaraðferðir listamannsins og barnsins í frumbernsku. Barnið rannsakar heim sinn með forvitn- ina að vopni og hæfni til að skynja ólíka þætti tilverunnar. Það lærir við að heillast af grunnþáttum eins og ljósi, skugga, litum, formum, stærðum, fjarlægðum, hraða og þyngd. Ég ber þetta saman við starf listamannsins og tel að lista- maðurinn þurfi áfram að trúa á rannsóknarafl leiksins. Í fram- haldi af þessu skoða ég hvernig vísindamenn vinna og við hvað þeir eru að fást en þar finnur mað- ur sömu hugtökin, hinar ýmsu mælingar á innri og ytri veruleika. Ég hef til dæmis verið að kynna mér Einstein en hann fjallar mikið um mikilvægi þess að kunna að undrast og heillast og talar um börn sem ímyndabyggingarmeist- ara. Ég skoða líka listamenn eins og Leonardo da Vinci, sem heillað- ist af vísindaheiminum, og skáldið Goethe sem setti fram athyglis- verðar litafræðikenningar. Ég vil benda fólki á að skynjun skiptir miklu máli. Hún er upp- hafspunktur alls námsferils. Og raunverulegt nám þarf tíma.“ Arna hefur kennt við Háskól- ann á Akureyri og var þar með kúrs sem hét Listir - margmiðlun. Hún heldur því fram að skynfær- in séu innbyggð margmiðlunar- tæki. „Ég var að vinna með þá hugmynd að kynnast nútíma- tækni í gegnum leik. Við notum þá myndbandsupptökuvélar, mynd- varpa og fleira. Ég hef sett upp listvísindasmiðjur þar sem fólk getur leikið sér með þætti eins og ljós, skugga, form og hljóð. Þarna gef ég fólki færi á að rannsaka fyrirbæri með skynfærunum í gegnum leikinn. Markmiðið er að sýna fram á að listin er rannsak- andi í eðli sínu og að í upphafi lífs síns beitir barnið listrænum nálg- unarleiðum á tilveru sína. Sem betur fer er fólk sífellt að gera sér betur grein fyrir því að listin er ekki bara upp á punt. Við lítum ekki á listina sem viðbót við dag- legt líf heldur virkjum hana sem mikilvægt afl í því hvernig við tökum á móti og vinnum með það sem að höndum ber.“ audur@frettabladid.is Lífsleikni og listsköpun: Systkinin leikur og list Allt að fyllast af nýjum vörum Styttist í útsölulok! Enn meiri verðlækkun -erum að taka upp nýjar vörur www.thyme.is Fleiri feit börn Fjöldi sænskra barna sem teljast of feit hefur þrefald-ast á undanförnum fjórtán árum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem greint er frá í sænska dagblaðinu Af- tenposten. Engin teikn eru á lofti um að þessi þróun sé að breytast. Rannsóknin hefur staðið yfir í tvö ár. Orsökin er fyrst og fremst sú að sögn Claude Marcus, prófessors við Huddinge-sjúkrahúsið, að börn eru hætt að hreyfa sig. Á þeim tveimur árum sem rannsóknin stóð yfir minnkaði hreyfing barnanna um 15%. Rannsóknin náði til barna á aldrinum 6–10 ára valinna af handahófi. ■ ARNA VALSDÓTTIR MEÐ BÖRNUM ÚR ÆVINTÝRALEIKHÚSI BARNA Sem hún rekur ásamt Önnu Richardsdóttur dansara og fjöllistakonu.. Myndin er tekin í Listvísindasmiðju á UT-2003 sem sett var með Guðrúnu Öldu Harðardóttur, lektor við Háskólann á Akureyri. „Við Anna höfum þróað aðferðir þar sem unnið er út frá hæfni barnsins. Við vinnum með fjöllist með börnum og höfum nýtt listvísindasmiðjur við það.“ ÆVINTÝRALEIKHÚS BARNANNA Hefur sett sér það að markmiði að vera með uppákomur í gluggum verslana í miðbæ Akureyrar. „Við höfum verið að vinna með hugtakið gagnsæi.“ FRÁ KENNSLU VIÐ LEIKSKÓLABRAUT HÁSKÓLANS Á AKUREYRI „Starfsemi mína kalla ég listvirkjun. Ég hef sérhæft mig í hugmynda- fræði Reggio Emilia, sem hefur haft mikil áhrif á viðhorf mín. Það sem heillað mig við þessa hugmyndafræði er að vinna út frá því sem barnið getur en ekki því sem barnið ætti að geta.“ 3.999 Glói geimveraá Lestrareyju er nýttkennsluforrit fyrir börnsem eru að læra aðlesa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.