Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 32
32 6. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR NÝ HÁRGREIÐSLA Abel Xavier, leikmaður þýska félagsins Hannover 96, skartaði nýrri hárgreiðslu á æfingu í gær. Fótbolti Páll Ólafsson tekur við af Viggó Sigurðssyni: Hjálpar Haukum yfir hjallann HANDBOLTI Páll segir að starfið leggist mjög vel í sig enda þýði ekkert ann- að. „Ég klára þetta tímabil þangað til síðasti leikur er búinn. Svo bara kem- ur í ljós hvort það verður eitthvað meira.“ Aðspurður segir Páll að andinn hjá Haukum sé góður þrátt fyrir læt- in í kringum brotthvarf fyrrum læri- meistara síns. „En það er náttúrlega búið að vera dálítið sjokk fyrir liðið þetta umrót. Það er spurning hvernig menn ná að peppa sig saman í verk- efnið gegn HK á morgun [í kvöld]. Það kemur bara í ljós í leiknum hvort þetta hafi haft mikil áhrif eða ekki,“ segir hann. Páll segist ekki ætla að gera nein- ar stórkostlegar breytingar á liðinu. Enginn tími sé til þess. Hugsanlega verður hann þó með einhverjar áherslubreytingar. Hann segir það hafa komið sér gífurlega á óvart þeg- ar Viggó var tilkynnt að hann yrði lát- inn hætta með liðið. „Ég átti langt í frá von á þessu. Við vorum búnir að vera saman í þessu og mér leið vel í því sem ég var að gera með honum.“ Hann vill ekkert tjá sig um ástæðuna fyrir brotthvarfinu. „Það er búið að gefa út yfirlýsingu og þetta mál er frá. Maður vill fara hugsa um verk- efnið framundan og ekki vera að velta sér upp úr þessu of mikið.“ Aðspurður segist Páll ekki líta á nýja starfið sem eitthvað mikið og stórt tækifæri fyrir sig sem þjálfara. „Það er ekkert í mínum framtíð- arplönum að gerast aðalþjálfari hjá einhverju liði. Ég lít á þetta þannig að ég sé að hjálpa félaginu að komast yfir þennan hjalla og svo myndu þeir jafnvel finna sér nýjan þjálfara í vor,“ segir hann og viðurkennir að honum líði betur á bak við tjöldin. „Ég vil það frekar heldur en að vera í forsvari. Mér hefur liðið betur þan- nig.“ ■ Ótrúleg upplifun Árni Gautur Arason stóð í marki Manchester City í fyrsta sinn á miðvikudagskvöld. Danska bronsliðið: Jeppesen til Barca HANDBOLTI „Ég hef átt fjögur góð ár með félaginu og veit nú að ég tók rétta ákvörðun,“ sagði Daninn Lars Krogh Jeppesen sem gerði í gær fimm ára samning við Barcelona. „En nú er rétti tíminn til að prófa eitthvað nýtt. Það eru ekki peninganna vegna sem ég skipti,“ sagði Jeppesen sem verð- ur fyrsti danski liðs- maður handboltaliðs Barcelona. Hann hefur leikið með Flensborg-Handewitt í fjögur ár. Danski línumaðurinn Michael Knudsen hefur einnig verið orðaður við Barcelona. „Það væri fínt að halda áfram að leika með Knudsen,“ sagði Jeppesen. „Hann er frábær línumaður. Ég var að vona að minn góði vinur Lars Jørgensen hefði sagt já við Barcelona en hann valdi ann- að.“ ■ FÓTBOLTI Árni Gautur Arason, mark- vörður íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, lék sinn fyrsta leik með Manchester City á miðvikudags- kvöldið þegar liðið sótti Tottenham í ensku bikarkeppninni. Leikurinn var vægast sagt eftirminnilegur því að leikmönnum Manchester tókst að snúa töpuðum leik í sigur á 45 mín- útum. Þeir voru undir, 3-0, í hálfleik en skoruðu fjögur mörk í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera einum manni færri og skoruðu fjögur mörk. Verðlaunin eru leikur gegn grönnunum í Manchester United í næstu umferð. Árni Gautur sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þessi leikur hefði verið ótrúleg upp- lifun. „Ég fékk ekki óskabyrjun því að ég þurfti að hirða boltann þrisvar úr netinu hjá mér í fyrri hálfleik en það hvernig við snerum leiknum við í síðari hálfleik var alveg frábært.“ Árni Gautur sagði að hann hefði fundið fyrir spennu fyrir leikinn enda ekki spilað síðan í lok nóvem- ber en það hefði fljótt horfið. „Það er búið að vera draumur minn síðan ég var smápolli að spila í Englandi og það var ekki verra að það skyldi vera á White Hart Lane.“ Aðspurð- ur sagðist Árni Gautur búast við því að frammistaða hans myndi ekki koma í veg fyrir að David James stæði í markinu í næsta leik liðsins, gegn Blackburn á sunnudaginn. „Hann er aðalmarkvörður og ég geri mér grein fyrir því að það verður afar erfitt að slá hann út. Ég reyni bara að gera mitt besta til að veita honum sem mesta keppni,“ sagði Árni Gautur. ■ FÖGNUÐUR Páll Ólafsson og Viggó Sigurðsson fagna sætum sigri með Haukum. Páll hefur nú tekið við stjórn liðsins. LARS KROGH JEPPESEN Lars Krogh Jeppesen og Michael Knudsen. ÁRNI GAUTUR ARASON Lék sinn fyrsta leik með Manchester City á miðvikudaginn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.