Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 38
Finnsku rokkararnir í TheRasmus koma út úr skuggan- um og inn í sviðsljósið á Gauk á Stöng í kvöld. Þeir koma hingað frá Hollandi þar sem þeir léku í fyrradag, þrátt fyrir að þrír af fjórum liðsmönnum hafi verið með bullandi hita og kvef. „Já, það var hálf sorglegt,“ við- urkennir Lauri, söngvarinn með fuglafjaðrirnar, með hálf hásri röddu. „Við vorum þrír með hita og þetta var erfitt. En okkur er að batna og við erum reiðubúnir að sparka í nokkur rassgöt aftur.“ The Rasmus var stofnuð fyrir tæpum 10 árum síðan og hefur verið vinsæl í áraraðir í Finn- landi, þaðan sem hún kemur, sem og öðrum löndum Skandinavíu. Þrír af liðsmönnum sveitarinn- ar hafa þekkst frá 11 ára aldri og byrjuðu að malla saman tónlist snemma á unglingsaldrinum. Lauri byrjaði tónlistarferil sinn sem trommari. „Systir mín stakk svo upp á því að ég prufaði söng. Mér fannst það vandræðalegt. Það var eitthvað skrýtið við að heyra röddina í sjálfum sér. Þegar maður er söngvari, þá er ekki hægt að fela sig á bak við neitt hljóðfæri. Maður er í miðjunni á sviðinu, nak- inn. Núna finnst mér röddin vera besta hljóðfærið. Hún er persónu- legri en hin og það er auðveldara að tjá tilfinningarnar. Það geta all- ir búið til sama gítarhljóminn úr magnaranum sínum en röddin í hverjum og einum er einstök.“ Á síðasta ári, með útgáfu fimmtu plötunnar Dead Letters, sprengdu þeir svo norrænu mark- aðsrammana utan af sér. „Við lögðum alltaf mjög mikið á okkur til þess að gera þetta að veru- leika,“ segir Lauri. „Ég held að það sé mjög gott að við höfum svona langa sögu á bakinu. Við horfum á velgengnina og okkur sjálfa frá öðru sjónarhorni. Þetta er rétt tímasetning núna.“ Lauri hefur lýst textunum sín- um á nýju plötunni sem bréf til hinna og þessa, og stundum jafn- vel sjálfs síns. „Í hverju lagi eru skilaboð til persónu sem skiptir mig máli,“ útskýrir hann betur. „Á þessari plötu var textainnihaldið ögn alvarlegra en áður. Mér fannst réttast að syngja um þessa hluti sem mér leið illa yfir. Núna þegar ég er búinn að semja lag um það þá líður mér betur. Það er mjög mikilvægt að það sé sönn saga á bak við hvern texta. Þannig get ég hellt tilfinningum mínum í lögin.“ Lög sveitarinnar In the Shadows og The First Day of My Life hafa verið gríðarlega vinsæl á PoppTívi og FM957 og því var brugðið á það ráð að kreista út úr Laura sannleikann um þá texta. „In the Shadows fjallar um mann, sem gæti verið ég eða þú, sem hefur það gott í lífinu en finnst eins og það vanti eitthvað. Eitt- hvað stærra og meira en veit ekki hvað það er. Þannig hugsa ég. Ég lifi fyrir morgundaginn. Seinna lagið er um tilfinningar mínar til vina minna sem skipta mig miklu máli en ég á samt erfitt með að halda sambandi við. Ég er að vaxa frá þeim. Það er alltaf gott að halda í rætur sínar og gleyma ekki fortíðinni.“ Kennimerki Lauri eru fjaðrir sem hann skreytir hár sitt með. Auðvitað hefur þessi sérvitri Finni djúpa skýringu á þessu upp- átæki. „Ég byrjaði á þessu út af því að fólk fór að kalla mig „fugl“ á finnsku. Þetta var fyrir löngu síðan og ég veit ekki hvaðan nafn- ið kom. Það var mín hugmynd að nota krákur í myndbandið In the Shadows. Mér finnst þær mjög dularfullar. Það er ekki hægt að sjá hvað þær eru að hugsa. Fuglar eru mjög áhugaverðir,“ segir Lauri að lokum og flýgur burt. Húsið verður opnað kl. 20, Maus byrjar klukkutíma síðar og The Rasmus klukkustund eftir það. ■ Hrósið 38 6. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR Það eru ekki einungis íslenskirskáldsagnahöfundar sem vekja athygli erlendis heldur er einnig nokkuð um það að íslensk ljóð séu þýdd yfir á erlendar tung- ur þó svo að minna beri á þeim menningarsigrum. Nýjasta dæmið um þetta er að finna í nýútgefnu hefti hins virta franska tímarits Action Poétique sem helgað er íslenskri ljóðlist. Auk almennrar umfjöllunar er einnig að finna þýðingar á ljóðum níu samtímaskálda. „Ég vona að þetta verði góð kynning á íslenskum bókmennt- um í Frakklandi,“ segir Gerður Kristný sem er eitt skáldanna sem kynnt er auk Ingibjargar Haralds- dóttur, Sigurðar Pálssonar, Lindu Vilhjálmsdóttur, Gyrðis Elíasson- ar, Braga Ólafssonar, Sjón, Krist- jáns Þórðar Hrafnssonar og Sig- urbjargar Þrastardóttur. „Það eru mörg ólík ljóðskáld sem þarna eru saman komin. Það sem við eigum sameiginlegt er að vera íslensk samtímaskáld og þurfum að þessu sinni ekki að bögglast með Jónas Hallgrímsson eða Snorra á meðal okkar. Einnig eru þarna tvær kynslóðir ljóð- skálda sem gefa Frökkum breið- ari sýn á íslenska ljóðlist.“ Ritstjórn Action Poétique ákveður hverju sinni hvert skuli vera þema ritsins, sem hefur áður til að mynda kynnt kínversk ljóð- skáld. „Þau lögðu mikið í þetta og dvöldu hér á landi í tæpan mánuð í fyrra til að finna réttu ljóðskáld- in því þau vildu ekki fá einhvern opinberan aðila sem segði þeim hvern ætti að fjalla um. Einnig vildu þau þýða ljóðin sjálf undir stjórn skáldanna Henri Deluy og Liliane Giraudon en það var gert í samstarfi við flest íslensku skáld- in.“ ■ Ljóð ÍSLENSK SAMTÍMASKÁLD ■ herja á franska ljóðaunnendur, laus við Jónas og Snorra. ... fær Árni Gautur Arason lands- liðsmarkvörður fyrir að standa vaktina með stæl í marki Manchester City. Íslensk ljóð heilla Frakka í dag Af hverju gekk barnakláms- maðurinn laus? Landsbankinn kannast ekkert við 400 milljónirnar frá DeCode Fyrst Beckham, nú Schumacher GERÐUR KRISTNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR Ein af níu íslenskum ljóðskáldum sem kynnt er í virtu frönsku ljóðatímariti. Fuglamaðurinn tjáir tilfinningar sínar Tónlist THE RASMUS ■ Finnska rokkbandið The Rasmus ætlar að „sparka í einhver rassgöt“ hér á landi, eins og söngvarinn Lauri orðaði það. Við gleymdum ekki að spyrja hvað hann væri að gera með fjaðrirnar í hárinu. THE RASMUS Lauri söngvari segist syngja um ást, dauða og fjarlægð frá ástvinum á meðan hann er á tónleikaferðalögum en á síðasta ári var hann hátt í 200 daga í burtu frá fjölskyldunni. „Stundum líður mér eins og hljómsveitin sé það eina sem ég eigi og að það sé ekkert annað líf,“ segir hann. „Þetta er okkar augnarblik og ég er mjög ánægður að vera í þessari stöðu, því mig langaði það alltaf.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.