Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 33
33FÖSTUDAGUR 6. febrúar 2004 hvað?hvar?hvenær? 3 4 5 6 7 8 9 FEBRÚAR Föstudagur LARSSON Hafnaði tilboði um að ganga til liðs við Manchester United. Henrik Larsson: Sagði nei við United FÓTBOLTI Svíinn Henrik Larsson, framherji Celtic, neitaði tilboði frá Manchester United tveimur árum eftir að hann gekk til liðs við skoska liðið. Hann segist ekki sjá eftir því að hafa neitað tilboðinu. „Ég var á mínu öðru ári hjá Celtic,“ sagði Larsson. „Mér hafði gengið illa í Hollandi, fjölskyldan var búin að koma sér fyrir í Skotlandi, ég var farinn að láta til mín taka á ný í boltanum og vildi ekki hrófla við því.“ Samningur Larsson við Celtic rennur út í sumar og hefur kapp- inn verið orðaður bæði við Newcastle og Arsenal. Hann seg- ist hins vegar ætla að leika á Spáni og hefur Barcelona borið víurnar í hann. ■ LEIKIR  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.30 Trans World Sport á Sýn.  19.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.00 Alltaf í boltanum á Sýn.  20.30 Motorworld á Sýn.  21.00 Supercross á Sýn. SJÓNVARP  19.00 Valur og KR keppa í Egilshöll á Reykjavíkurmóti karla í fótbolta.  19.15 Stjarnan leikur við KA í Ás- garði í úrvalsdeild Remaxdeildar karla í handbolta.  19.15 Fram mætir ÍR í Framhúsinu í úrvalsdeild Remaxdeildar karla í handbolta.  20.00 Haukar fær HK í heimsókn á Ásvelli í úrvalsdeild Remaxdeildar karla í handbolta.  20.00 Valur keppir við Gróttu/KR í Valsheimilinu í úrvalsdeild Remaxdeildar karla í handbolta.  21.00 Þróttur og ÍR keppa í Egilshöll á Reykjavíkurmóti karla í fótbolta. Frestaður leikur KR og KFÍ í körfuboltanum: 6. heimasigur KR í röð KÖRFUBOLTI KR-ingar unnu auð- veldan 27 stiga sigur á KFÍ, 111–84, í Intersportdeildinni í körfubolta í DHL-Höllinni í gærkvöldi en þetta var frestaður leikur frá því í 15. umferð. KR-ingar höfðu sjö stiga forskot í hálfleik, 50–43, en skildu Ísfirðinga endanlega eftir í síðasta leikhlutanum sem KR-liðið vann 35–19. Þetta var sjötti heimasigur KR-inga í röð sem hafa ekki tapað í DHL-Höllinni síðan í október en liðið er nú í 5. sæti í deildinni. Joshua Murray skoraði 36 stig og tók 13 fráköst en hinn Kaninn hjá KR, Trevor Digg, fékk ekki að spila eina mínútu í leiknum og var sá eini í liðinu sem ekki fékk að fara inn á. Steinar Kaldal átti mjög góðan leik hjá KR, skoraði 18 stig, gaf 13 stoðsendingar og stal fimm boltum auk þess sem hann endaði leikinn á eftirminnilegri troðslu. Þá skoruðu þeir Magni Hafsteinsson og Baldur Ólafsson 14 stig hvor en Magni tók að auki 11 fráköst. Ólafur Már Ægisson bætti við 11 stigum og Hjatli Kristinsson var með átta stig á aðeins sex mínútum. Bandarísku leikmennirnir voru atkvæðamestir hjá KFÍ og skoruðu 74 af 84 stigum liðsins. Troy Wiley var með 36 stig og 16 fráköst, Bethuel Fletcher skoraði 21 stig og gaf átta stoðsendingar og Jaja Bay var með 17 stig og níu fráköst. ■ TVEIR 36 STIGA MENN Í GÆR Hér sjást Troy Wiley í KFÍ og Joshua Murray í KR eigast við í DHL-Höllinni í gær en báðir skoruðu þeir kappar 36 stig fyrir sín lið. KR vann leikinn örugglega með 27 stigum. RE/MAX 1. deild karla: FH vann Víking HANDBOLTI 1. deild karla í hand- knattleik, sem er skipuð sjö neðstu liðum RE/MAX-deildar karla í handknattleik fyrir áramót, hófst í gær með þremur leikjum. Stórleikur kvöldsins fór fram í Víkinni en þar tók Víkingur á móti FH. Þessi tvö lið enduðu í fimmta sæti norður- og suðurriðils fyrir áramót og eru líklegust til afreka í deildinni. FH-ingar fóru með sigur af hólmi í leiknum, 31–29. Selfyssingar lögðu Breiðabliks- menn, 35–32, í baráttuleik á Sel- fossi og á Akureyri unnu Þórsarar óvæntan stórsigur á Aftureldingu, 33–25. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.