Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 2
2 9. febrúar 2004 MÁNUDAGUR „Ég stefni nú fyrst og fremst að því að halda mínu striki og ég vona að það samræmist að ná góðum ár- angri í frelsisdeildinni.“ Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins, er efstur í svokallaðri Frelsisdeild Heimdallar. Hann er með þrjú stig í plús en þing- menn fá stig í samræmi við afstöðu þeirra til þingmála - ýmist í plús eða mínus; allt eftir því hvernig málin leggjast í Heimdellinga. Spurningdagsins Einar, stefnirðu á titilinn í vor? Bankasameining stenst vart samkeppnislög Viðskiptaráðherra telur ólíklegt að Íslandsbanki og Landsbanki megi sameinast. Ögmundur Jónasson og Lúðvík Bergvinsson taka í sama streng. STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að ef til þess komi að Landsbanki og Ís- landsbanki sameinist sé það mál sem samkeppnisyfirvöld muni úr- skurða um. Aukinn hlutur aðila tengdra Landsbankanum í Ís- landsbanka hefur vakið mikla at- hygli á mörkuðum á síðustu dög- um og fullyrt er að vilji Lands- bankamanna standi til þess að koma á hagræðingu með aukinni samvinnu, eða jafnvel samein- ingu, við Íslandsbanka. „Miðað við þann forúrskurð sem gefinn var á árinu 2000 finnst mér ekki líklegt að þetta gengi upp,“ segir Valgerður og vísar til þess þegar Samkeppnisstofnun stöðvaði fyrirætlaða sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka. Í úrskurði Samkeppnisráðs þá var álitið að sameining Lands- banka og Búnaðarbanka leiddi til of mikillar samþjöppunar og markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir innlán, markaði fyrir útlán, greiðslumiðlunarmörkuðum og markaði fyrir verðbréfa- og gjald- eyrisviðskipti. Ljóst er að áþekkar hindranir standa í vegi fyrir samruna Landsbanka og Íslandsbanka nú og hefur sérstaklega verið talið að staða sameinaðs banka á sviði gjaldeyrisviðskipta yrði of sterk. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstri grænna, segir að eftir að ríkisbankarnir voru einka- væddir sé það „nánast til að æra óstöðugan að reyna að spá í spilin í íslenskum fjármálaheimi, svo fljótt skipast veður í lofti.“ Hann segir að þó sé greinilega samfella í þróun á þeim markaði og hún sé sú að fámennir hópar stóreigna- manna öðlist stöðugt meiri eignir og þar með völd. „Þetta er hvorki gott fyrir við- skiptavini bankanna og viðskipta- lífið í heild sinni, né náttúrlega lýðræðið í landinu. Enn frekari samþjöppun finnst mér því síður en svo æskileg. Í þessu ljósi hlýt ég að skoða þess- ar fréttir,“ segir hann aðspurður um hvern- ig honum litist á sam- einingu Landsbanka og Íslandsbanka. Ögmundur telur að hugsanlega verði erf- iðara að taka á hringamyndun í þess- um geira atvinnulífs- ins þar sem útlenskir bankar auki þátt sinn í samkeppni á markaðin- um. Lúðvík Bergvinsson, þingmað- ur Samfylkingar, segir að sér finn- ist að íslenskur markaður megi ekki við því að þátttakendum á fjármálamarkaði fækki og honum líst illa á það ef Landsbanki og Ís- landsbanki sameinuðust. „Ég trúi því ekki að samkeppn- islög séu þannig upp byggð að þetta geti gengið,“ segir Lúðvík. thkjart@frettabladid.is John Kerry fékk helming atkvæða í forkosningunum: Kerry orðinn sigurviss BANDARÍKIN, AP „Dagar George Bush eru taldir og breytinga er að vænta í Bandaríkjunum,“ sagði John Kerry þegar hann fagnaði sigri í forkosningum demókrata í Michigan og Washington. Hann fékk um helm- ing atkvæða í báðum ríkj- um. Howard Dean varð í öðru sæti en langt að baki Kerry, með 30% í Wash- ington og 17% í Michigan. Fyrir fram var búist við því að Kerry ynni sigur í báð- um ríkjum. Vandræði Howards Dean aukast enn. Forystumenn þriggja stórra laun- þegasamtaka funduðu með honum um helgina og í það minnsta einn þeirra tilkynnti honum að félagið drægi stuðn- ing sinn við hann til baka. John Edwards fékk 14% atkvæða í Michig- an en aðeins sjö prósent í Washington. Hann má þó vel við una miðað við Wesley Clark, sem fékk sjö prósent og þrjú prósent at- kvæða. Báðir gerðu þeir sér grein fyrir því fyrir fram að fylgi þeirra yrði lítið. Kosið var í Maine í nótt en úrslit þar lágu ekki fyrir þeg- ar blaðið fór í prent- un. Kerry var þó sig- urstranglegastur. Baráttan færist nú til Suðurríkjanna. Kosið verður í Virg- iníu og Tennessee á þriðjudag og þar er talið að spenn- an verði meiri. ■ Karl Bretaprins: Fór til Íraks BASRA, AP Karl Bretaprins kom til borgarinnar Basra, í suðurhluta Íraks, í gær og kynnti sér stöðu mála í borginni, sem hefur verið undir stjórn breskra hersveita frá því í innrásinni í Írak. Heimsókn Karls kom mönnum mjög á óvart en hann er fyrsti meðlimur bresku konungsfjöl- skyldunnar sem heimsækir Írak eftir innrásina síðastliðið vor. Tony Blair forsætisráðherra fór þangað fyrir nokkrum vikum. „Venjulega förum við ekki með prinsinn á svona hættulega staði,“ sagði talsmaður drottningar. „En það þurfti að hressa upp á her- mennina. Vonandi skilar þetta ár- angri.“ ■ Óöld á Haiti: Barist af grimmd HAITI, AP Til blóðugra átaka kom í borginni Gonaives og bænum St. Marc á Haiti þegar andstæðingar stjórnar Jean-Bertrand Aristide hröktu lögreglu á brott og tóku völdin í eigin hendur. Lögregla reyndi að taka aftur stjórnina í Gonaives en varð að hverfa frá á nýjan leik. Í það minnsta níu manns létu lífið í götubardögum í Gonaives á laugardag þar sem barist var af mikilli grimmd. Tveir voru myrt- ir í St. Marc þegar árás var gerð á lögreglustöðina, hún yfirtekin og kveikt í dómshúsi. ■ Ásdís J. Rafnar, hæstaréttarlögma›ur, hefur á n‡ opna› lögmannsstofu, í Húsi verslunarinnar, 2. hæ›, Kringlunni 7, Reykjavík undir nafninu Rafnar lögfræ›ifljónusta. Rafnar lögfræ›ifljónusta er rekin í samvinnu vi› lögmenn Lögfræ›ifljónustunnar, flá Ingólf Hjartarson, hrl., Kristján Ólafsson, hrl., Sigur› Sigurjónsson, hrl. og Önnu L. Bjarnadóttur, hdl. Sími: 520 5588, 520 5585 og 899 2193 (GSM). Netfang: arafnar@isjuris.is Húsi Verslunarinnar Kringlunni 7 • 2 hæ› Sími 520 5588 • Fax 568 9948 • www.isjuris.is KÁRAHNJÚKAR „Það liggur fyrir í ljósi atburðanna hér um helgina að taka þarf öryggisskipulag á svæð- inu til gagngerrar endurskoðunar. Það þarf að endurskipuleggja björgunarsveitarmál og afla auk- ins tækjabúnaðar,“ sagði Ómar R. Valdimarsson, talsmaður ítalska verktakfyrirtækisins Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu, en nærri áttatíu starfsmenn sátu fastir næt- urlangt í bílum og vinnuskúrum í fárviðrinu um helgina. „Það eru þarna nokkrir menn sem eru vanir björgunarsveitar- störfum en engan veginn í stakk búnir til þess að takast á við slík- ar hamfarir. Ákveðið öryggis- skipulag er til staðar hjá starfs- mönnum öryggis-, umhverfis- og heilsudeildar Impregilo en ljóst að gagngerrar endurskipulagn- ingar er þörf. Það er líka ljóst að gera þarf einhverjar endurbætur á þeim vistarverum sem ekki hafa staðist vetraráhlaupin að undan- förnu,“ sagði Ómar. Aðspurður um ástandið sem skapaðist á svæðinu sagði Ómar að það hefði verið mjög alvarlegt. „Það er langt frá því að þetta hafi verið eitthvað grín. Það geisaði hér fár- viðri og mér skilst að vindstyrkur- inn hafi mælst um 50 m/s þegar mest var. Það var misskilningur sem fram kom í gær að 50 starfs- menn hefðu setið fastir í rútu en það rétta er að þeir sátu fastir í sex til átta bílum á víð og dreif um svæðið. Þeir sem stóðu að björguninni eiga heiður skilið. Þeir lögðu hart að sér við erfiðar aðstæður og það er fyrst og fremst þeim að þakka að engum varð meint af,“ sagði Ómar. ■ JOHN KERRY Kerry hefur fengið meira en tvöfalt fleiri kjörmenn en Howard Dean sem kemur næstur. KJÖRMENN FRAMBJÓÐENDA John Kerry 412 Howard Dean 174 John Edwards 116 Wesley Clark 82 Al Sharpton 12 2.162 kjörmenn þarf til þess að frambjóð- andi hljóti útnefningu sem forsetaefni. GONAIVES Fólk hefur verið myrt og eigur eyðilagðar í bardögum á Haiti. ÖGMUNDUR JÓNASSON Segir að fámennir hópar stóreignamanna hafi stöðugt meiri áhrif. LÚÐVÍK BERGVINSSON Hugnast ekki þróunin á ís- lenskum fjármálamarkaði. FRÁ KÁRAHNJÚKUM Nærri áttatíu starfsmenn sátu fastir næturlangt í bílum og vinnuskúrum. Fárviðrið á Kárahnjúkasvæðinu: Skoða þarf öryggisskipulag Hlýnandi veður: Storm- viðvörun VEÐUR Veðurstofa Íslands varar við stormi víða á Suðvestur- og Vestur- landi í dag. Kristína Hermannsdótt- ir veðurfræðingur segir gert ráð fyrir að það geti orðið ansi hvasst á stöðum eins og Kjalarnesi, Snæ- fellsnesi, undir Eyjafjöllum og á þeim svæðum suðvestan- og vestan- lands sem opin eru fyrir suðaust- anáttinni. „Þetta verður samt ekki alls staður heldur sýnist okkur að það verði ansi byljótt og gæti farið upp í 20 til 25 metra á sekúndu þar sem hvassast verður,“ sagði Kristín. Á Austur- og Norðurlandi er spáð hægri suðlægri átt en rign- ingu eða slyddu á Austfjörðum þegar líður á kvöldið. ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Segir ólíklegt að sameining bankanna geti gengið eftir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.