Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 1
SKOÐANAKÖNNUN Vinstrihreyfingin – grænt framboð er orðin stærri en Framsóknarflokkurinn, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar skoð- anakönnunar Fréttablaðsins. Vinstri grænir mælast nú með 12,6% fylgi en flokkurinn fékk 8,8% í kosningunum síðastliðið vor. Framsóknarflokkurinn fær 11,2% í skoðanakönnuninni en flokkurinn fékk 17,7% í kosning- unum. Samkvæmt þessu fengju Vinstri grænir átta þingmenn en Framsóknarflokkurinn sjö. Í dag eru Vinstri grænir með fimm þingmenn en Framsóknarflokkur- inn tólf. „Þetta er í nokkuð góðu sam- ræmi við mína tilfinningu fyrir andrúmsloftinu,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs. „Það staðfestist að við erum á nokkuð góðu róli.“ Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra og varaformaður Fram- sóknarflokksins, segir 11,2% fylgi vera fulllítið fyrir flokkinn. „Við förum þó ekkert á taugum heldur vinnum okkar verk og höld- um rónni,“ segir Guðni. „Skoðana- könnun er ekki kosningar eins og bæði við vitum og þjóðin.“ Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 37,9% fylgi og bætir við sig rúmum 4% frá því í kosningunum. Þrátt fyrir góða útkomu Sjálfstæð- isflokksins væri stjórnin fallin því samanlagt fengju stjórnarflokk- arnir einungis 31 þingmann. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra segir niðurstöðuna þokkalega fyrir sjálf- stæðismenn. „Það er mjög jákvætt að fylgið skuli vera að fara upp á við,“ seg- ir Þorgerður Katrín. „Það blæs okkur byr í brjóst.“ Samfylkingin mælist með nán- ast nákvæmlega sama fylgi og flokkurinn fékk í kosningunum, 30,9%, en í kosningunum fékk flokkurinn 31%. „Þetta sýnir að við erum á síg- andi uppleið miðað við síðustu mánuði,“ segir Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingar- innar. „Það er svo merkilegt að sjá að landsmenn eru greinilega hundóánægðir með Framsóknar- flokkinn sem enn geldur sam- starfs við sjálfstæðismenn.“ Frjálslyndi flokkurinn er líkt og Samfylkingin með svipað fylgi og í kosningunum. Hann mælist nú með 7% fylgi en í kosningunum fékk hann 7,4%. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, segist vonast til þess að flokkurinn vinni á þegar líða taki á kjörtímabilið. Sjá nánar bls. 4 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 MÁNUDAGUR MYRKIR MÚSÍKDAGAR Caput- hópurinn heldur í kvöld tónleika í Lista- safni Íslands. Yfirskrift tónleikanna er „Frá ÍsIandi til Úsbekistan.“ Meðal annars verða flutt verk eftir Valentín Bíkik frá Úkraínu og Dimitrí Yanow-Yanovsky frá Úsbekistan. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HLÝNDI OG RIGNING Hlýindin eru að sigla inn á landið í dag, og í kvöld verður víðast hvar orðið frostlaust. Talsverð rigning sunnan og vestantil. Rétt að vara við vind- hviðum suðvestantil. Sjá síðu 6. 9. febrúar 2004 – 39. tölublað – 4. árgangur ● allir vegir færir Sólveig Arnarsdóttir: ▲ SÍÐA 30 Með tvær myndir í Berlín ● 70 ára í dag Magnús Bjarnfreðsson: ▲ SÍÐA 16 Sest í helgan stein ● góð ráð ● renault kangoo Ástin vekur athygli bílar o.fl. Bryndís Svavarsdóttir: ▲ SÍÐUR 18-19 BANKASAMEINING Viðskiptaráðherra telur ólíklegt að Íslandsbanki og Lands- banki megi sameinast. Ögmundur Jónas- son og Lúðvík Bergvinsson taka í sama streng. Sjá síðu 2 ENDURSKOÐUNAR ÞÖRF Taka þarf öryggisskipulag við Kárahnjúka til gagngerrar endurskoðunar. Endurskipuleggja þarf björg- unarsveitarmál og afla aukins tækjabúnaðar að sögn talsmanns Impregilo. Sjá síðu 2 MISSKILNINGUR Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG, segir fráleitt að ábyrgðir einstaklinga vegna skulda flokksins hvíli á þeim. Flokkurinn standi við skuldir sínar. Sjá síðu 6 AUKINN EINKAREKSTUR Verslunar- ráð Íslands telur að fjölmörg verkefni hins opinbera eigi betur heima í höndum einka- aðila. Í nýrri skýrslu er útþensla hins opin- bera gagnrýnd. Sjá síðu 8 WASHINGTON, AP „Ég er stríðsforseti. Ég tek ákvarðanir í utanríkismál- um með stríð í huga. Ég vildi að svo væri ekki en þannig er það,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í sjónvarpsviðtali á NBC-sjón- varpsstöðinni í gær. Hann viður- kenndi að einhverjar upplýsingar sem leyniþjónustur Bandaríkjanna létu í té fyrir innrás í Írak kynnu að vera ónákvæmar en neitaði því al- farið að hafa leitt ríki sitt út í inn- rás á fölskum forsendum. „Við munum fá að vita allt um gjöreyðingarvopnin sem við héld- um öll að væri að finna í Írak,“ sagði Bush en þótti víkja sér undan því að svara spurningum um hvort stjórnvöld hefðu ýkt hættuna sem stafaði af Írak. Bush sagði að ef til vill hefðu Írakar eyðilagt gjöreyð- ingarvopn sín meðan á stríðinu stóð, falið þau eða flutt til annarra landa. „Við komumst að því.“ ■ Vinstri grænir orðnir stærri en Framsókn Vinstri grænir mælast með tæplega 13% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, en Framsóknarflokkurinn rúmlega 11%. Formaður Vinstri grænna segir flokkinn á góðu róli. Vara- formaður Framsóknarflokksins segir framsóknarmenn ekki fara á taugum. George W. Bush varði ákvörðun um innrás í Írak: Óviljugur stríðsforseti h a u s v e r k / 3 7 7 4 UNNIÐ VIÐ DÆLINGU Í ÁLVERINU Í STRAUMSVÍK Mörg hundruð metra langir lagnagangar, sem tengja flestar byggingar á lóð álversins, fylltust af vatni og bjuggust slökkviliðsmenn við að vera langt fram á nótt að dæla vatni úr göngunum. Straumsvík: Vatnsflóð í álverinu VATNSLEKI Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var kallað að álveri Alc- an í Straumsvík klukkan 20.15 í gærkvöld vegna vatnsleka. Stór vatnsæð undir álverinu fór í sundur og flæddi vatn inn í lagnaganga álversins. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi sagði í gærkvöld að starfsmenn hefðu orðið lekans varir í tíma og náð að skrúfa fyrir rennsli. „Það varð tímabundin truflun í kerskálum og þurfti að lækka straum í stuttan tíma þar sem þrýstingur á kælivatni rafbúnaðar féll. Kerskálar eða annar búnaður álversins voru hins vegar ekki í hættu,“ sagði Hrannar. ■ 46%62% ● sjónvarpstæki ● eignir ▲ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Bútasaumsteppi í stöðuigri þróun Jóhanna Vilborg: ÞRÍR LEIÐTOGAR Á SKRÚÐGÖNGU Þeir þrír leiðtogar sem voru einna sann- færðastir um nauðsyn innrásar í Írak voru í lykilhlutverki á árlegri skrúðgöngu sem fór fram í Viareggio á Ítalíu í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.