Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 25
HANDBOLTI Valsmenn og Haukar skildu jafnir, 27–27, í frábærum leik í RE/MAX-úrvalsdeild karla á Hlíðarenda í gær. Bæði lið keyrðu upp hraðann og þrátt fyrir að nokkrir boltar töpuðust fyrir vikið buðu tvö sterk lið upp á handbolta sem féll ekkert í skugg- ann af nýloknu Evrópumóti. Haukar voru nærri sigri því Ásgeir Örn Hallgrímsson skaut í stöngina og út rétt áður en lokaflautið gall en þrátt fyrir að Haukarnir hafi haft frumkvæðið nánast allan leikinn náðu Valsmenn þriggja marka forystu á lokakaflanum, 27–24. Ásgeir Örn gekk niðurlútur af velli en þessi 20 ára strákur þurfti þess ekki því hann kom að sjö síðustu mörkum liðsins í leiknum og sá til þess að Haukar komust í þá stöðu að geta unnið leikinn. Ásgeir Örn skoraði 4 mörk og gaf 10 stoðsendingar og var besti maður Hauka ásamt Birki Ívari Guðmundssyni í markinu sem varði 21 skot. Markahæstur var Robertas Pauzoulis með 6 mörk og þeir Andri Stefan og Vignir Svavarsson skoruðu báðir 5 mörk. „Þetta lítur vel út hjá okkur. Við erum með góða breidd og það er góð stemning í hópnum og nú er bara stefnan tekin á titilinn. Við eigum enn ýmislegt inni og auðvitað þarf maður að passa að vera hógvær en ég hef mikla trú á þessu liði,“ sagði Markús Máni Michaelsson, sem skoraði 12 mörk og átti stórleik fyrir Valsmenn. Markús háði mikla baráttu í vörn og sókn við Ásgeir Örn Hallgrímsson í Haukaliðinu og það var frábær skemmtun að fylgjast með tilþrifum þeirra tveggja. Pálmar Pétursson varði 18 skot en næstur á eftir Markúsi í markaskorun voru línumennirnir Atli Rúnar Steindórsson og Brendan Þorvaldsson, báðir með 3 mörk. Haukarnir hafa byrjað vel undir stjórn Páls Ólafssonar, sem þótti mikið til leiksins koma eins og örugglega flestir ef ekki allir þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættu á leikinn. „Þetta var frábær handboltaleikur og það verður ekkert af liðunum tekið. Leikurinn var mjög hraður og mjög skemmtilegur þótt auðvitað hafi verið svekkjandi að taka ekki með sér bæði stigin. Ég er nokkuð sáttur, við erum búnir að fá þrjú stig af fjórum mögulegum. Við misstum Valsmenn líka ekki lengra frá okkur og það var númer eitt. Auðvitað hefðum við viljað sjá boltinn fara stöngina inn en ekki stöngina út í lokin en þetta var ekki alveg að detta með okkur. Við erum að spila þennan hraða handbolta, Valsmenn gera það líka sem og KA-menn og það er gaman að sjá að það eru fleiri lið hér heima farin að keyra upp hraðann í leikjunum,“ sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, að lokum. Það má heldur ekki gleyma hvað gerði þennan leik enn betri en hann hefði kannski getað’ verið. Frábærir dómarar leiksins, Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, héldu í við þann ótrú- lega hraða sem var í leiknum og sýndu af hverju þeir eru tveir af bestu dómurunum í heimi. ■ 25MÁNUDAGUR 9. febrúar 2004 RE/MAX-úrvalsdeild karla í handknattleik: Tveir sigrar í röð hjá KA HANDBOLTI KA-menn unnu sinn annan leik í röð í RE/MAX-úrvals- deild karla í gær þegar þeir tóku á móti Frömurum á Akureyri. KA- menn fóru með sigur af hólmi, 31-28, eftir að hafa leitt í hálfleik, 17-11. Þetta var annað tap Fram- ara í jafn mörgum leikjum en þeir biðu lægri hlut fyrir ÍR á föstu- dagskvöldið. Framarar byrjuðu leikinn bet- ur og höfðu yfirhöndina fyrstu tíu mínútur leiksins. Þá tóku KA- menn við sér og tóku öll völd á vellinum, drifnir áfram af stór- leik Arnórs Atlasonar. Þeir náðu fljótlega forystu, juku hana jafnt og þétt fram að hálfleik og leiddu með sex mörkum, 17-11, þegar flautað var til leikhlés. Framarar náðu aldrei að komast nálægt KA- mönnum í síðari hálfleik og varð munurinn aldrei minni en tvö mörk. KA-menn sigldu því í höfn með öruggan þriggja marka sigur, 31-28. Arnór Atlason var markahæstur hjá KA með tólf mörk, þar af sjö úr vítum, Andreas Stelmokas skoraði níu mörk, Einar Logi Fríðjónsson og Bjartur Máni Sigurðsson skoruðu fjögur mörk hvor og Árni Björn Þórarinsson skoraði tvö mörk. Hans Hreinsson átti fínan leik í marki KA og varði sextán skot og Stefán Guðnason varði tvö. Héðinn Gilsson var markahæst- ur hjá Fram með níu mörk, þar af átta í síðari hálfleik, Valdimar Þórs- son og Jón Björgvin Pétursson skor- uðu fimm mörk hvor, Guðjón Drengsson og Hjálmar Vilhjálms- son skoruðu þrjú mörk hvor, Guð- laugur Arnarsson skoraði tvö mörk og Hafsteinn Ingason skoraði eitt mark. Egedius Petkevicius varði átján skot gegn sínum gömlu félög- um. ■ ARNÓR ATLASON Arnór Atlason var markahæstur hjá KA- mönnum í gær með tólf mörk. HAUKAR BYRJA VEL UNDIR STJÓRN PÁLS ÓLAFSSONAR Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, reynir hér skot gegn Valsmönnum í 27–27 jafntefli liðanna í gær. RE/MAX-ÚRVALSDEILD KARLA Úrslit leikja í gærkvöldi KA–Fram 31–28 Valur–Haukar 27–27 HK–Stjarnan 28-30 Grótta/KR–ÍR 29–26 Staðan KA 2 2 0 0 65:54 11 (7) Valur 2 1 1 0 56:47 11 (8) ÍR 2 1 0 1 58:56 10 (8) Haukar 2 1 1 0 57:50 8 (5) Fram 2 0 0 2 55:63 6 (6) Stjarnan 2 1 0 1 56:62 8 (6) Grótta/KR 2 1 0 1 49:55 5 (3) HK 2 0 0 2 51:60 5 (5) Tölur innan sviga eru stig sem félögin tóku með sér úr riðlakeppninni MARKI FAGNAÐ Leikmenn Manchester United sjást hér fagna sigurmarkinu gegn Everton á laugar- daginn. Manchester United: Leikmenn í vondum málum FÓTBOLTI Forráðamenn enska úr- valsdeildarliðsins Everton hafa ákveðið að hefja rannsókn á ásökunum á hendur leikmönn- um Manchester United en þeir eru sakaðir um að hafa hrópað ókvæðisorð að stuðningsmönn- um Everton þegar þeir fögnuðu sigurmarki Ruud Van Nistel- rooys á síðustu mínútu leiks lið- anna á Goodison Park, heima- velli Everton, á laugardaginn. Þeir sem liggja undir grun eru Roy Keane, Gary Neville og Cristiano Ronaldo en þeir eiga að hafa blótað stuðningsmönn- unum á meðan þeir fögnuðu markinu. Litlu munaði að nokkr- ir stuðningsmanna Everton ryddust inn á völlinn í bræði sinni en vallarstarfsmenn náðu að hindra það. Forráðamenn Everton stað- festu að fjölmargir stuðnings- menn hefðu lagt inn kvörtun vegna framkomu leikmanna Manchester United og líklegt væri að enska knattspyrnusam- bandið fengi málið í sínar hend- ur. Leikmennirnir þrír gætu átt yfir höfði sér sektir eða leikbönn ef þeir verða fundnir sekir um óíþróttamannslega framkomu. ■ Frábær leikur tveggja frábærra liða Haukar nærri sigri í 27–27 jafntefli Vals og Hauka í RE/MAX-úrvalsdeild karla í gær. HANDBOLTI Stjarnan sigraði HK 30-28 í annarri umferð úrvals- deildar Remax-deildarinnar í handbolta í gær. Stjarnan varð fyrir áfalli snemma í leiknum þegar Vilhjálmur Halldórsson meiddist illa á hendi og er óttast að hann verði lengi frá, en líkle- gast er talið að Vilhjálmur hafi handarbrotnað. Stjörnumenn létu ekki bugast eftir áfallið. Þeir höfðu yfirhönd- ina mest allan leikinn og leiddu 15-12 í leikhléi. HK komst tvisvar yfir í seinni hálfleik en Stjarnan gaf ekki eftir og vann sanngjarn- an sigur. Elías Már Halldórsson skoraði átta mörk fyrir HK og Haukur Sigurvinsson sjö, þar af fjögur úr vítaköstum. Alexander Arnarson skoraði fimm mörk, Ólafur Víðir Ólafsson fjögur, Andrius Rac- kauskas þrjú og Már Þórarinsson eitt. Björgvin Páll Gústavsson varði 22 skot, eitt þeirra vítakast. Arnar Jón Agnarsson var markahæstur Stjörnumanna með sjö mörk, David Kekelia og Arnar Theódórsson sex mörk hvor en Arnar skoruðu tvö markanna úr vítaköstum. Björn Friðriksson skoraði þrjú mörk, tvö úr vítum, Bjarni Gunnarsson skoraði einnig þrjú mörk, Gústaf Bjarnason og Sigtryggur Kolbeinsson tvö hvor og Jóhannes Jóhannesson eitt. ■ Remax-deild karla: Sanngjarn Stjörnusigur HANDBOLTI Grótta/KR kom veru- lega á óvart í gærkvöld þegar lið- ið bar sigurorð af ÍR, 29-26, í leik liðanna í RE/MAX-úrvalsdeild karla í handknattleik á Seltjarnar- nesi. Þar með komst Grótta/KR af botni deildarinnar en ÍR missti af gullnu tækifæri til að komast eitt í toppsætið. Grótta/KR byrjaði betur í leiknum og hafði yfir, 13-12, þegar nokkrar mínútur voru til hálf- leiks. Þá tóku ÍR-ingar hins vegar mikinn kipp og fóru með tveggja marka forystu inn í hálfleik, 16- 14. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið mestallan síðari hálfleik og þegar níu mínútur voru til leiksloka höfðu þeir fjögurra marka for- ystu, 25-21. Leikmenn Gróttu/KR voru hins vegar ekki á þeim bux- unum að gefast upp, minnkuðu muninn í eitt mark, 26-25, og tryggðu sér síðan sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Línumaðurinn Hörður Gylfa- son fór mikinn í liði Gróttu/KR á lokasprettinum og skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins. Þessi endasprettur ásamt farsa- kenndri dómgæslu Ingvars Guð- jónssonar og Jónasar Elíassonar, sem voru ansi hliðhollir Gróttu/KR, lögðu grunninn að sigrinum. það er athyglisvert að Ingvar og Jónas dæmdu einnig leik Gróttu/KR gegn Val á föstu- dagskvöldið, furðuleg ákvörðun hjá dómaranefnd HSÍ. Hlynur Morthens átti frábær- an leik í marki Gróttu/KR og varði tuttugu skot og lagði grunninn að sigri sinna manna en þeir Krist- inn Björgúlfsson, Daði Hafþórs- son og Páll Þórólfsson voru markahæstir með fimm mörk. Áð- urnefndur Hörður og Þorleifur Björnsson skoruðu þrjú mörk hvor. Einar Hólmgeirsson var markahæstur hjá ÍR með sex mörk og þeir Hannes Jón Jónsson og Fannar Þorbjörnsson skoruðu fimm mörk hvor. Ólafur Helgi Gíslason varði átján skot í marki ÍR-inga. ■ Grótta/KR lagði ÍR að velli, 29-26, í úrvalsdeildinni í gærkvöld: Endaspretturinn tryggði tvö stig

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.