Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 4
KÖNNUN Framsóknarflokkurinn tapar miklu fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist nú með 11,2% fylgi, sem er rúmum þriðjungi minna en hann fékk í kosningunum í maí á síðasta ári. Í kosningunum fékk Framsókn- arflokkurinn 17,7% fylgi og tólf þingmenn kjörna en miðað við nið- urstöður könnunarinnar fengi flokkurinn einungis sjö þingmenn. Framsóknarflokkurinn hefur ekki mælst með jafn lítið fylgi í skoð- anakönnunum blaðsins eftir kosn- ingar. Í ágúst fékk hann 13,1% en 17,9% í október. Athygli vekur að flokkurinn nýtur stuðnings tæp- lega 20% íbúa á landsbyggðinni en einungis ríflega 5% íbúa í þéttbýli. Örlög hins stjórnarflokksins eru allt önnur. Sjálfstæðisflokkur- inn mælist nú með 37,9% fylgi og bætir við sig rúmum 4% frá því í kosningunum. Samkvæmt þessu fengi flokkurinn 24 fulltrúa á þingi, tveimur fleiri en hann hefur nú. Þrátt fyrir þetta væri stjórnin fallin því samanlagt fengju stjórn- arflokkarnir einungis 31 þing- mann á móti 32 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Samfylkingin mælist nú með nánast nákvæmlega sama fylgi og flokkurinn fékk í kosningunum, 30,9%, en í kosningunum fékk flokkurinn 31%. Flokkurinn hefur mælst með mjög svipað fylgi í þeim þremur könnunum sem Fréttablaðið hefur gert eftir kosn- ingar. Lægst hefur það farið í 28,4 en hæst í 31,4. Sem fyrr virðist Samfylkingin vera fremur veik úti á landsbyggðinni. Þangað sæk- ir hún tæplega 24% af fylgi sínu. Til samanburðar sækir Sjálfstæð- isflokkurinn um 33% af sínu fylgi út á landsbyggð- ina. Samfylkingin er tölu- vert sterkari á meðal kven- na en karla, en Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn sækja fylgi sitt nánast jafnt til beggja kynja. Vinstrihreyfingin – grænt framboð er í mikilli sókn samkvæmt könnun- inni. Vinstri grænir mælast nú með 12,6% fylgi en í kosningunum fékk flokkur- inn 8,8% og í skoðanakönn- un Fréttablaðsins í ágúst fékk hann 6%. Samkvæmt niðurstöðunni bætir flokk- urinn við sig þremur þingmönn- um og er því orðinn stærri en Framsóknarflokkurinn með átta þingmenn. Vinstri grænir eru töluvert sterkari á meðal karla en kvenna og þá sækja þeir fylgi sitt mun frekar út á landsbyggðina en í þéttbýlið. Frjálslyndi flokkurinn tapar örlitlu frá því í kosningunum. Hann mælist nú með 7% fylgi en í kosningunum fékk hann 7,4%. Sem fyrr er flokkurinn því með fjóra þingmenn. Frjálslyndi flokk- urinn er miklu sterkari á meðal karla en kvenna en flokkurinn sækir hins vegar fylgi sitt nokkurn veginn jafnt út á landsbyggðina og í þéttbýli. Könnunin var gerð á fimmtudaginn. Haft var samband við átta hundruð manns, sem skipta var hlut- fallslega jafnt milli kynja og kjördæma. Af þeim tóku 66,5% afstöðu. trausti@frettabladid.is 4 9. febrúar 2004 MÁNUDAGUR Væri rétt að sameina Landsbank- ann og Íslandsbanka? Spurning dagsins í dag: Ertu hlynnt(ur) aukinni einkavæðingu í menntakerfinu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 70,4% 17,3% Nei 12,3%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is KÖNNUN „Það er alltaf áhugavert að sjá hvaða straumar virðast vera í gangi og bera þá saman við manns eigin tilfinningu. Hvað okkur varðar staðfestist að við erum á nokkuð góðu róli,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. „All- ar kannanir hafa verið að mæla okkur á bilinu 12,5% til 14%. Það passar prýðilega við mína tilfinningu.“ „Ég get ekki sagt að það komi mér sérstaklega á óvart að Framsókn dali. Hún átti að mínu mati engan veginn skilið þá út- komu sem hún fékk í kosning- um. Ég held að fylgisgrunnur Framsóknar sé orðinn miklu minni en menn gætu búist við, miðað við þau kosningaúrslit sem þeim hefur tekist að láta auglýsingastofurnar og peninga skapa sér.“ „Þetta er ekki merkileg út- koma fyrir Sjálfstæðisflokkinn í ljósi sögulegrar stöðu hans í kosningum, að ég tali ekki um skoðanakönnunum. Þeir eru ekki óvanir því að sjá tölur upp í 45-50%.“ ■ ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Jákvætt að fylgið skuli á uppleið en vill sjá það meira. Þorgerður Katrín: Nokkuð jákvætt KÖNNUN „Þetta er nokkuð jákvætt fyrir Sjálfstæðisflokkinn þó ég vildi gjarnan sjá fylgi hans enn hærra, miðað við söguna og það sem við höfum verið að gera,“ segir Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra. „Þetta er ekki gott ef maður lít- ur á stöðu stjórnarinnar í heild en ég held að það séu margar skiljan- legar ástæður sem búa að baki því sem er að gerast hjá Framsókn. Það eru búin að vera erfið mál, til dæmis Landspítalamálið, sem er í hámæli þegar þetta er tekið.“ „Ég held að í heildina sé þetta þokkaleg niðurstaða fyrir okkur sjálfstæðismenn. Það er mjög já- kvætt að fylgið skuli vera að fara upp á við. Það blæs okkur byr í brjóst en aftur á móti er þetta skoðanakönnun og við verðum að halda áfram að vinna að okkar stefnumálum. Stefnumál ríkis- stjórnarinnar eru góð og við þurfum að halda okkur fast við þau.“ ■ Handlyftarar Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3519 tjorvi@kraftvelar.is · www.kraftvelar.is Lyftigeta 2,3 tonn Sterkbyggðir og öruggir Standard Quicklift kr kr 48.515,- 55.966,- m/vsk m/vsk Framsókn tapar miklu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig en Framsókn tapar. Vinstri grænir eru í mikilli sókn og Samfylkingin stendur í stað. ÓLÍKT HLUTSKIPTI Útkoma stjórnarflokkanna í skoðanakönnun Fréttablaðsins er mjög ólík. Framsóknarflokkur Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra fær mjög laka útkomu en Sjálfstæðisflokkur Davíðs Oddssonar forsætisráðherra bætir við sig. 17,9% 9,4% 28,4% 9% 11,2% 35,2% 37,9% 7% FYLGI FLOKKANNA Hvaða stjórnmálaflokk myndirðu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? B D F S U Nú Október 2003 12,6% 30,9% Guðni Ágústsson: Kemur á óvart KÖNNUN „Mér finnst þetta nú fulllít- ið fyrir okkur framsóknarmenn og trúi því að við förum eitthvað hærra þegar fer að vora,“ sagði Guðni Ágústsson, landbún- aðarráðherra og vara- formaður Framsókn- arflokksins. „Þetta er nú bara skoðanakönnun dags- ins, eins og þær ganga yfir. En mér sýnist að við höfum nú verið að halda í okkar kosninga- fylgi, svona að mestu leyti. En þetta kemur mér aðeins á óvart. Við för- um þó ekkert á taugum heldur vinn- um okkar verk og höldum rónni. Skoðanakönnun er ekki kosningar eins og bæði við vitum og þjóðin,“ sagði Guðni. ■ Össur Skarphéðinsson: Á uppleið KÖNNUN „Við í Samfylkingunni höf- um ástæðu til að fagna þessum nið- urstöðum, þetta sýnir að við erum á sígandi uppleið miðað við síðustu mánuði. Það er mikilvægt. Við gengum í gegnum holskeflu eftir- launamálsins sem dundi harðar á okkur en öðrum,“ segir Öss- ur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingar. Össur segir þetta sýna að Samfylkingin sé á réttri leið. „Það er svo merki- legt að sjá að landsmenn eru greini- lega hundóánægðir með Framsókn- arflokkinn, sem enn geldur sam- starfs við sjálfstæðismenn. Þetta kann að vísa á að það verður erfitt fyrir ríkisstjórnina þegar kemur fram yfir 15. september.“ ■ Formaður Frjálslyndra: Fylgið aukist þegar á líður KÖNNUN Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokks- ins, segir vonir standa til þess að flokkurinn haldi sínu fylgi og bæti við það þegar líður á kjörtímabilið. „Við stefnum að því að standa okkur vel í málaflutningi og vera samkvæmir sjálfum okkur. Þannig að ég vonast til þess að fylgi okkar haldist svona svipað og við fengum í kosn- ingunum og við náum svo að vinna á þegar líður á kjörtímabilið.“ Um stöðu ríkisstjórnarflokkanna segir hann að hún komi ekki á óvart þar sem ekki hafi verið staðið við kosningaloforð. ■ GUÐJÓN ARNAR ÖSSUR SKARPHÉÐ- INSSON GUÐNI ÁGÚSTSSON Fíkniefnamál í Reykjanesbæ: Tveir í haldi LÖGREGLUMÁL Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Reykjanesbæ, segir að gott samstarf nokkurra lögregluumdæma og Tollstjóra- embættisins hafi skilað sér í vel heppnaðri aðgerð lögreglu á föstu- dag. Átta manns voru hnepptir í gæsluvarðhald í kjölfar þess að hald var lagt á ríflega eitt þúsund e-töflur og 130 grömm af kókaíni. Í gær hafði öllum nema tveimur verið sleppt en þeir eru áfram í gæsluvarðhaldi í Reykja- nesbæ. Heimildir Fréttablaðsins herma að í tengslum við málið standi yfir rannsókn á starfsemi verslunar í Reykjanesbæ. ■ Passar ágætlega við tilfinningu mína, segir Steingrímur J. Sigfússon: Sýnir að við erum á góðu róli STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Rætt við marga í kringum fimm ára afmæli VG og fengið góð við- brögð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.