Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 30
Ég er í einu af þremur aðalhlut-verkunum í myndinni. Það eru
bara þrjár persónur í henni og þau
sem leika hinar tvær eru afskap-
lega þekkt í Þýskalandi, sannkall-
aðar stjörnur, og svo fæ ég að
druslast þarna með,“ segir Sól-
veig Arnarsdóttir leikkona um
þýsku myndina Zwischen Nacht
und Tag, sem verður frumsýnd á
kvikmyndahátíðinni í Berlín á
þriðjudaginn.
Sólveig er stödd í Berlín, þar
sem hún bjó í níu ár, en er nýflutt
aftur til Íslands og er nú fastráðin
hjá Þjóðleikhúsinu. „Ég fór bara í
prufu og var svo ráðin. Myndin
var tekin fyrir ári síðan og er gerð
fyrir mjög lítinn pening. Hún var
hugsuð sem sjónvarpsmynd og er
fyrsta verkefni ungs leikstjóra.
Myndin vakti hins vegar mikla at-
hygli og fékk aukið fjármagn
þannig að það var hægt að blása
hana upp í bíóform og nú er hún
komin inn á fjórar hátíðir.“
Sólveig kemur víðar við sögu á
Berlínarhátíðinni en hún leikur
aukahlutverk í unglingamyndinni
Jargo, eftir Maríu Sólrúnu Sigurð-
ardóttur. Jargo er fyrsta mynd
Maríu Sólrúnar, sem búið hefur í
Berlín um árabil, og var hún
frumsýnd á sérstakri unglinga-
myndahátíð, 14 plus, í gær. Fleiri
Íslendingar koma að myndinni og
má þar nefna Birgittu Guðjóns-
dóttur kvikmyndatökumann og
syni Sólveigar, Halldór og Arnar
Jósepssyni, sem leika í myndinni
ásamt móður sinni.
„Ég var boðin hingað vegna
Zwischen Nacht und Tag og það er
afskaplega þægilegt. Ég er með
passa og kemst inn á allar frum-
sýningar og í öll lokuðu partíin.
Það er auðvitað allt annað en að
vera að hringla þarna í kring. Nú
kemst ég beint inn.“
Zwischen Nacht und Tag tekur
þátt í keppninni á hátíðinni og Sól-
veig segir myndina hafa fengið
ótrúlega fína dóma. „Það er of-
boðslega gaman þegar það gengur
svona vel með lítið verkefni. Við
fengum öll lítið borgað, líka
stjörnurnar, en hópurinn var mjög
samheldinn og við trúðum öll á
handritið og myndina. Þetta var
erfið vinna, langir tökudagar og
svo framvegis en það voru allir
tilbúnir að leggja mikið á sig.“
Sólveig mun leika í tveimur
myndum í Þýskalandi á næstu
mánuðum og segist hafa tekist
það ætlunarverk að skapa sér
nafn í Þýskalandi en á meðan hún
bjó þar lék hún í eitthvað um 30
sjónvarpsþáttum og kvikmynd-
um. „Ég tek þetta starf mjög al-
varlega en þetta er samt það
skemmtilegasta sem ég geri.“ ■
Hrósið 30 9. febrúar 2004 MÁNUDAGUR
Það er allt útlit fyrir að Íslend-ingur muni stíga á svið fyrir
hönd Danmerkur í næstu
Eurovision-keppni en Tómas
Þórðarson söng sigurlag for-
keppni danska ríkissjónvarps-
ins, Sig det lögn, á föstudags-
kvöld. Tómas býr í Danmörku
en á íslenskan föður. Hann hefur
látið til sín taka í dönsku tónlist-
arlífi um árabil og syngur nú
með átta manna hljómsveit sem
nefnist Latin Bandet en sveitin
ferðast um Danmörku þvera og
endilanga og spilar vinsæla lat-
ínslagara fyrir dansi.
Tómas er 29 ára gamall og
byrjaði að syngja þegar hann
var 18 ára gamall, fyrst með
hljómsveitinni Chocolate City
og síðar með Stabone og Shake.
Sigurlagið sem Tómas söng
er eftir gamlan Eurovision-
hund, Ivar Lind Greiner. Tómas
hafði sjálfur sent lag í dönsku
keppnina og hafði vart jafnað
sig á vonbrigðunum yfir því að
það skyldi ekki komast áfram
þegar Greiner hafði samband
við hann og bað hann að syngja
Sig det lögn.
„Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva er gott show og
gefur manni góða möguleika til
að koma sér á framfæri,“ segir
Tómas í frétt á vef dönsku
keppninnar. „Ég get líka verið
alveg heiðarlegur þegar ég segi
að lag Greiners er alveg frá-
bært,“ bætir Tómas við en hann
mun að öllum líkindum flytja
lagið fyrir milljónir áhorfenda í
vor. ■
Eurovision
TÓMAS ÞÓRÐARSON
■ söng sigurlagið í forkeppni Dana fyrir
Eurovision um helgina. Hann býr í Dan-
mörku en á íslenskan föður þannig að
það er allt útlit fyrir að Íslendingur muni
stíga á svið fyrir hönd Danmerkur í
keppninni í vor.
Rocky
... fær Idol-stjarnan Kalli Bjarni
fyrir að gera skuggalega fortíð
sína upp í viðtali við DV.
Íslendingur vinnur danska Eurovision-keppni
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Egó.
Jón Karl Ólafsson.
Jóna Hrönn Bolladóttir.
1
5 6
7 8
13 14
16 17
15
18
2 3
11
9
1210
4
í dag
Sigurgleði
breyttist í
blóðbað
Fimm milljónum
stolið um
hábjartan dag
Íslenskur
hommi syngur
danska lagið í
Eurovision
Lárétt: 1 land, 5 reykja, 6 haf, 7 tveir
eins, 8 þéttbýli, 9 þraut, 10 hlotnast, 12
eins um t, 13 stafur, 15 bardagi, 16 um-
rót, 18 merki.
Lóðrétt: 1 við upphaf dags, 2 í röð, 3
hræðast, 4 unnustan, 6 ná samkomulagi,
8 afmarkað svæði, 11 fjanda, 14 í röð, 17
stafur.
Lausn:
Lárétt: 1frón,5ósa,6sæ,7tt,8bær, 9
gáta,10fá,12sts,13err, 15at,16rask,
18tákn.
Lóðrétt: 1fótaferð,2rst,3óa,4kærast-
an,6sætta,8bás,11ára,14rst,17ká.
Leikkona
SÓLVEIG ARNARSDÓTTIR
■ leikur í tveimur myndum sem keppa
til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í
Berlín. Hún tekur kvikmyndaleikinn alvar-
lega en hefur saknað þess að leika á
sviði og er því flutt heim.
SÓLVEIG ARNARSDÓTTIR
Segist hafa verið komin með heimþrá
auk þess sem hún hafi saknað þess að
leika á sviði. Það lokar hins vegar ekki
á neina möguleika í Þýskalandi þótt
hún búi á Íslandi. „Ég stefni að því að
vera með annan fótinn í Þýskalandi og
leika eins mikið og ég get hér sam-
hliða vinnunni í Þjóðleikhúsinu.“
Sólveigu standa
allar dyr opnar
Þú VERÐUR bara að byrja að leggja fyrir! Annars áttu ekki bót
fyrir rass þegar þú verður gamall!
Neeh, ég þéna ágætlega þannig að það ætti
að vera allt í lagi með mig!
Nei, því það sem þú þénar fer til ellilífeyrisþega
dagsins í dag...
En ég sá gamla piparjómku í sjónvarpinu sem var
svo fátæk að hún þurfti að borða kattamat!
Hvernig getur það verið þegar ég er að borga
himinháar fúlgur í skatt?!
Hún hefur væntanlega fengið skattpeningana MÍNA...
meðan nágranninn hennar situr og borðar hvítvínslegna
humarhala á þinn kostnað!
TÓMAS ÞÓRÐARSON
Er sæmilega þekktur á dönsku klúbbasen-
unni og hefur áður vakið athygli í söng-
vakeppni í dönsku sjónvarpi. Hann er að
vinna að sinni fyrstu sólóplötu um þessar
mundir.