Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 8
8 9. febrúar 2004 MÁNUDAGUR Bullukollar „Það er argasta bull að sjávarútvegur eigi að vera atvinnugrein sem bjargi sveitarfélögum utan Faxa- flóa. Það er reyndar voða- lega auðseljanlegt af stjórn- málamönnum sem vilja fara inn á þá braut.“ Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akur- eyri, Morgunblaðið 8. febrúar. Öruggt skjól „Reyndar vantar líka úti- hurðina á skálann þannig að hann er hálf óþéttur. Hurðin hefur oftar en einu sinni fok- ið af en lenti síðast undir snjóruðningstæki og síðan hefur millihurðin verið látin duga síðustu þrjár vikurn- ar.“ Lýsing ónefnds starfsmanns á aðstöðu starfsmanna á Kárahnjúkum, Fréttablaðið 8. febrúar. Orðrétt Súðavíkurhreppur selur hlutabréf: Hreppurinn stefnir í rækjuvinnslu SJÁVARÚTVEGUR Hreppsnefnd Súða- víkurhrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í vikunni yfirtökutil- boð YT ehf. í hlutabréf Súðavíkur- hrepps í Hraðfrystihúsinu-Gunn- vöru á genginu 6,4. Hreppurinn fær í sinn hlut tæpar 400 milljónir króna. Þetta er fyrsta skrefið í að leysa upp sameiningu Frosta hf. í Súðavík og Hraðfrystihússins í Hnífsdal. Áformað er að rækju- vinnslan í Súðavík, húsakostur og skip gangi til nýrra eigenda þar sem Súðavíkurhreppur verði stærsti eigandinn. Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps lýsir vilja sínum til að nýta hluta þess fjármagns sem losnar við sölu hlutabréfa hreppsins í Hraðfrysti- húsinu-Gunnvör til fjárfestingar í rækjuiðnaði og útgerð í Súðavík, ná- ist samningar þar um við YT ehf. Hreppsnefnd samþykkti að þriggja manna nefnd taki upp við- ræður við fulltrúa YT ehf. um þátt- töku sveitarfélagsins. Nefndinni er falið að leggja tillögur fyrir hrepps- nefnd um í hvaða formi þátttaka sveitarfélagsins yrði. ■ EFNAHAGSMÁL Aukin umsvif hins opinbera eru gagnrýnd í skýrslu sem Verslunarráð Íslands hefur unnið og kynnt verður á við- skiptaþingi í vikunni. Í skýrslunni er bent á að út- gjöld hins opinbera hafi hækkað á umliðnum árum, opinberum starfsmönnum hafi fjölgað og að Ísland hafi á tímabilinu 1980 til dagsins í dag farið úr 16. sæti í 3. sæti meðal OECD-þjóða hvað varðar hlutfall samneyslu af vergri landsframleiðslu. Verslunarráð leggur í skýrslu sinni fram ítarlegar tillögur um aukinn þátt einkafyrirtækja í heil- brigðismálum, menntamálum og orkumálum. Í kaflanum um menntamál er sérstök áhersla lögð á grunnskólastigið en Verslunarráð telur mikilvægt að fjölbreytni á því skólastigi sé aukin og bendir á góða reynslu af aukinni aðkomu einkaað- ila að rekstri skóla á háskólastigi. Verslunarráð gagnrýnir fjölg- un opinberra stofnana á Íslandi og bendir á að þær séu 230 hér á landi en í Svíþjóð séu þær 600 og aðeins 130 í Bretlandi. Í skýrslunni er meðal annars að finna lista yfir félög sem ríkið á hlut í en Verslunarráð telur að eigi betur heima í einkarekstri. Nefndir eru eignarhlutir ríkisins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf., Símanum, Orkubúi Vestfjarða, Landsvirkjun, Speli hf., Flugskóla Íslands, Baðfélagi Mývatnssveit- ar og Landskerfi bókasafna. Stofnun embættis umboðs- manns íslenska hestsins er nefnt í skýrslunni sem dæmi um ríkis- stofnun sem sett hefur verið á laggirnar á síðustu árum án þess að brýna nauðsyn hafi borið til. Í skýrslu Verslunarráðs er bent á fjölmörg verkefni sem haldið er fram að eigi betur heima í höndum einkaaðila en ríkisins. Þá er lagt til að ýmsar rannsókn- arstofur á vegum ríkisins ætti að leggja niður en bjóða verkefnin þess í stað út, fækka eigi skatt- stofum og sýslumannsembættum, flytja eigi starfsemi Íbúðalána- sjóðs á markað og afnema einka- sölu ríkisins á áfengi. Í lokakafla skýrslunnar er að finna lista yfir verkefni sem Verslunarráð telur að bjóða eigi út til einkaaðila. Meðal verkefna er rektur fangelsa, skóla, safna, flugvalla, sjúkrahúsa og ýmiss konar eftirlits. Verslunarráð bendir á að ýmis verkefni hafi verið flutt frá hinu opinbera með góðum árangri jafnvel þótt hug- myndir um slíkt hafi þótt róttæk- ar þegar þær komu fyrst fram. Skýrslan er gefin út í tilefni við- skiptaþings. Það verður haldið á miðvikudaginn og hefur yfirskrift- ina: „Minni ríkisumsvif margfalda tækifærin.“ thkjart@frettabladid.is Herferð stjórnvalda: Hvetja til barneigna SINGAPÚR, AP Stjórnvöld í Singapúr hafa sett tvö ný ilmvötn á markað, eitt fyrir konur og ann- að fyrir karla, sem hluta af her- ferð til að fjölga hjónaböndum og barneignum. Að auki munu stjórnvöld standa fyrir tangókeppni, para- maraþoni og kappsiglingu. Allt miðar þetta að því að koma ein- staklingum í sambönd. Á síðasta ári fæddust 38.000 börn í Singapúr en þyrftu að vera 50.000 til að mæta markmiðum vegna stefnu landsins í efnahags-- og varnarmálum. ■ BELGAR FÁ PRINSESSU Belgar fengu nýja prinsessu þegar Laurent prins, sonur Alberts konungs, og eiginkona hans Clair eignuðust sitt fyrsta barn, heil- brigða stúlku. Litla prinsessan hefur fengið nafnið Louise Sophie Mary. Hún er þriðja barnabarn konungs á innan við ári og það áttunda frá upphafi. RANNSAKA GÖMUL MORÐ Á NÝ Þýska lögreglan rannsakar mögulega aðild írönsku leyni- þjónustunnar að tveimur morð- um sem framin voru í Þýska- landi 1987 og 1992. Hinir myrtu voru íranskir andófsmenn, annar var skotinn í Hamborg 1987 en hinn stunginn til bana í Bonn fimm árum síðar. HANDTEKINN FYRIR FJÖLDA- MORÐ Rúmlega fertugur maður var handtekinn í Dagestan í gær í tengslum við rannsókn á sprengjuárás sem kostaði 22 menn lífið í september 1998. Skotmark þeirrar árásar var bæj- arstjórinn í Makhachkala, höfuð- borg Dagestan, en hann slapp ómeiddur. Þingsályktunartillaga: Þjóðvegur verði styttur ALÞINGI Samfylkingin hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að fela samgönguráðherra að skipa nefnd til að gera úttekt fyrir 1. september 2004 á hvern- ig megi stytta og bæta leiðir á þjóðvegi eitt og aðalvegum sem tengja byggðir landsins við þann veg. Samkvæmt tillögunni ber nefndinni að gera samanburð á leiðum sem færar eru til að stytta vegalengdir á milli staða eftir þjóðveginum og meta hag- kvæmni þeirra með tilliti til um- ferðaröryggis, vegalengda og kostnaðar. Í greinargerð kemur fram að slíkt heildstætt mat geti nýst sem stjórntæki fyrir Al- þingi og aðra sem sinna vega- málum. ■ VINNUVÉLADEILD SJÁVARÚTVEGUR Frystitogarinn Guð- mundur í Nesi RE-13 kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Reykjavík í fyrrakvöld. Togarinn hét áður Hvilvtenni og var keyptur frá sam- nefndri útgerð í Leirvík í Færeyj- um. Kaupandi er útgerðarfélagið Tjaldur í Reykjavík sem er í eigu feðganna Kristjáns Guðmundsson- ar og Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona. Þeir feðgar keyptu sem kunnugt er Útgerðarfélag Ak- ureyringa á dögunum af Brimi fyr- ir 9 milljarða króna. Guðmundur Kristjánsson segir kaupverð Guðmundar í Nesi trún- aðarmál en smíðaverð sambæri- legra togara er í kringum 1.600 milljónir króna. Nýi togarinn leysir af hólmi Eld- borgina, sem Tjaldur seldi fyrir áramót til Eistlands. Guðmundur í Nesi er ríflega 1.500 tonna togari, tæplega 2.500 brúttótonn og búinn fullkominni vinnslu- og frystilínu. Togarinn var gerður út á rækju frá Færeyj- um en fer til grálúðuveiða á næstu dögum. ■ Mótmæli: Karlmenn í pilsum NEW YORK, AP „Við erum ekki kyn- skiptingar, hommar eða klæð- skiptingar. Við erum karl- menn, karl- menn sem vilja klæðast pilsum,“ sagði David John- son, einn um það bil hundr- að karlmanna sem gengu um stræti Man- hattan í New York, klæddir pils- um í öllum gerðum og litum. Með því vildu þeir mótmæla því við- horfi að karlmenn ættu aðeins að klæðast buxum. Leið mannanna lá á Guggen- heim-safnið þar sem stendur yfir sýning sem ber titilinn „Hug- djarfir: Menn í pilsum“. ■ HÁSKÓLI ÍSLANDS Í skýrslu sem Verslunarráð Íslands mun kynna í vikunni er bent á góða reynslu af aukinni aðkomu einkaaðila að rekstri skóla á háskólastigi. FRÁ SÚÐAVÍK Hreppurinn hefur selt hlut í Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru. Nýr frystitogari til Reykjavíkur: Guðmundur í Nesi RE-13 GUÐMUNDUR Í NESI RE-13 Nýjasti frystitogari Tjalds kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Reykjavík í fyrrakvöld. Togarinn er ríflega 1.500 tonn eða nálægt 2.500 brúttótonnum. ■ Evrópa Vill færa verkefni til einkaaðila Verslunarráð Íslands telur að fjölmörg verkefni hins opinbera eigi betur heima í höndum einkaaðila. Í nýrri skýrslu er útþensla hins opinbera gagnrýnd. ÞÓR SIGFÚSSON Framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ERUM EKKI HOMMAR Menn mega líka ganga í pilsum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.