Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 9. febrúar 2004
Renault Kangoo öryggið uppmálað:
Fjórar stjörnur í
árekstrarprófunum
Sendibíllinn skemmtilegi Ren-ault Kangoo fékk nýlega fjórar
stjörnur í árekstrarprófunum
EURO NCAP. Þessar prófanir eru
framkvæmdar af sjálfstæðum að-
ila (EuroNcap) sem starfar í um-
boði margra stærstu neytenda-
samtaka í Evrópu. Niðurstöðurn-
ar, sem kynntar voru nýlega,
skjóta Kangoo á toppinn í flokki
sendibíla hvað varðar öryggi far-
þega og ökumanns.
Renault er einn fremsti bíla-
framleiðandi í heimi hvað varðar
öryggi og virðist hafa veðjað á
réttan hest þegar ákveðið var að
marka fyrirtækinu sess sem
framleiðanda öruggra bíla því
Renault var söluhæsta merkið í
Evrópu á síðasta ári. Renault er til
að mynda eini framleiðandinn
sem fengið hefur fimm stjörnur
fyrir fimm bíla í línu sinni.
Kangoo hefur fengið mjög góð-
ar viðtökur á Íslandi og var með
ríflega 50% markaðshlutdeild í
flokki sendibíla á síðasta ári. Ís-
lenskir aðdáendur Kangoo höfðu
ástæðu til að gleðjast nýlega þeg-
ar B&L kynnti fjórhjóladrifna út-
gáfu af bílnum. Í þeirri útgáfu er
hann orðinn enn betri kostur fyrir
misjafna færð á Íslandi. Sendibíl-
stjórar þurfa jú vinnu sinnar
vegna ávallt að geta komist leiðar
sinnar. ■
36/14,50 R 15 GROUND HAWG 28,900. -
38/15.50 R 15 GROUND HAWG 29,900. -
36/14,50 R 16,5 GROUND HAWG 32,900,-
38/15,50 R 16,5 GROUND HAWG 39,900,-
44/18,50 X 15 GROUND HAWG 45,000,-
44/18,50 X 16,5 GROUND HAWG 49,900,-
STÁLFELGUR 12 TOMMU BREIÐAR 12,900,-
STÁLFELGUR 14 TOMMU BREIÐAR 13,900,-
HJÓLBARÐAHÖLLIN H/F
FELLSMÚLA 24 SÍMI - 530 5700
Lækkað verð
á GROUND HAWG
jeppadekkjum
Dollarinn lækkar
og við lækkum líka.
BJÚKKINN Á GÖTUNUM
Þannig leit Bjúkkinn út fyrir breytinguna, en
ekki fylgir sögunni hversu góðum siglinga-
eiginleikum hann var búinn.
Gerðu aðra tilraun:
Sigldu
Bjúkka hálfa
leið
Hópur kúbverskra flótta-manna reyndi nýlega að sigla
til Bandaríkjanna á Buick-bifreið
árgerð 1959, en auðvitað hafði
ökutækinu áður verið breytt í
fljótandi farartæki. Ellefu manns
voru í bílnum, sex fullorðnir og
fimm börn, þegar bandaríska
strandgæslan stöðvaði hann á
miðri leið. Að sögn talsmanns
kúbverskra innflytjenda í Banda-
ríkjunum var bílnum sökkt eftir
að fólkið hafði verið tekið um
borð í strandgæsluskipið og er
ekki vitað hvort það verður sent
heim aftur eða fær landvistar-
leyfi í Bandaríkjunum. For-
sprakkar hópsins, þeir Marciel
Lopez og Luis Rodriguez, sem eru
miklir bílagrúskarar, höfðu áður
reynt að „aka“ sjóleiðina til
Bandaríkjanna í júlí í fyrra, þá á
Chevy pallbíl árgerð 1951, og
voru þá einnig stöðvaðir á miðri
leið og sendir heim. ■
KUBBAKAPPAKSTURSBÍLL
Eftir undirritun samningsins var afhjúpaður
Ferrari-kubbakappakstursbíll, sá fyrsti í
fullri stærð, en hann er gerður úr 146.000
Lego-kubbum.
Kappakstursglaðningur:
Lego semur
við Ferrari
Danski leikfangarisinn Lego hef-ur gert þriggja ára samning við
ítölsku Ferrari-verksmiðjurnar um
framleiðslu á litlum kubbaleik-
fangaeftirlíkingum af Ferrari
Formula One kappakstursbílum. Til
stendur að framleiða bæði hand- og
fjarstýrða bíla, kappakstursbrautir
og plastfígúrur frægra kapp-
aksturskappa eins og Michaels
Schumacher og Rubens Barrichello.
Framleiðslan verður hluti af
nýrri Lego-kappaksturslínu sem
væntanleg er á markað í apríl.
„Börn og fullorðnir geta þá sett upp
sinn eigin kappakstur og lifað sig
inn í Formúlu-keppnir með öllu til-
heyrandi,“ sagði Charlotte Simon-
sen, talsmaður Lego. ■
KANGOO
Renault er eini framleiðandinn sem hefur
fengið fimm stjörnur fyrir fimm bíla í línu
sinni.